Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993 Ferðir Það borgar sig að líta vel eftir aflanum sínum þótt ekki sé verið að fiska upp á hlut. Sjóstangaveiði í Faxaflóa: Tollbáturverð- ur fiskibátur Þau þekkir skipstjóri Geysis, Guömundur Ingi Bene- diktsson, og siglir með farþegana þangaö sem mest er von um veiði. Þaö getur hins vegar brugðist og þá er ekki annaö aö gera en aö færa sig á næstu slóö til þess aö veiðimennimir fái nú eitthvaö. Venjulega veiða allir eitthvaö þó aðeins einn nái þeim stóra. Aflinn er þorskur, ýsa, smáufsi og karfi. Reyndar veiddist undarlega mikiö af karfa í þessari ferö miðaö viö aðrar tegundir en enginn gat skýrt það út. Það er ósköp notalegt aö standa með stöngina og bíöa eftir aö fá’ann. Maður gleymir sér og þó afli sé tregur má alltaf njóta útsýnisins. Fjallahringurinn frá Reykjavík er fallegur í sínum mörgu litbrigðum og borgin sjálf er öðruvísi séð frá sjó en maður á aö venj- ast. Aflinn á diskinn Veiðitúrinn tekur 3 'A til 4 tíma eftir því hvernig geng- ur. Á leið í land var komið við og kíkt á krabbagildr- una sem reyndist geyma þrjá væna krabba. Þegar lagst var að bryggju á ný var hlaupið með aflann upp að veitingahúsinu Jónatan Livingston mávi því þar átti aö elda hann eftir kúnstarinnar reglum. Sumir voru nokkuð efins um að eitthvað ætilegt kæmi úr þessum karfakvikindum en kokkarnir með Úlfar Finnbjöms- son í fararbroddi sáu viö því. Úlfar viðurkenndi að hann vissi aldrei fyrirfram um samsetningu aflans og hvað úr honum yrði. Hins vegar væri þessi undarlegi afli ferskasta hráefnið sem hann hefði unnið með og jafnframt það erfiðasta. Eftir drykklanga stund var borin fram afar ljúffeng krabbasúpa með heimabökuðum brauðsnúöum. Aðal- rétturinn kom á óvart og öllum varð ljóst að sitthvað mætti gera úr nánast hvaða fiski sem er. Á hverjum diski var samsetning af þorski, ýsu og karfa, smekk- lega raðað og hver tegund með sína sósu. Rétturinn var skreyttm- og bragðbættur með jurtum sem Úlfar tíndi sjálfur rétt áður en hann lagöi af stað í veiöiferð- ina. AÍlt bragðaðist mjög vel og kannski ekki skrítið þegar haft er í huga að matargestirnir höfðu sjálfir skaffað hráefnið! Verð og upplýsingar Stangveiði með Geysi í þrjá og hálfan tíma kostar 4.900 krónur. Farið er á þriöjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum. Betra er að bóka fyrir- fram í hverja ferð en þó má alltaf mæta niður á bryggju og freista þess að fá pláss. Hluti stangveiðinnar er útsýnisferö enda geta ekki nema tólf fiskað í einu. Sama verö er fyrir útsýnisferðina eingöngu enda stendur hún jafnlengi yfir. Fuglaskoðunarferð í Lundey og sigling milh annarra eyja í nágrenninu svo sem Viðeyjar kostar 2.000 krón- ur. Ferðin tekur tvær klukkustundir. Lagt er af stað kl. 17.00 alla mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Ef áhugi er fyrir mat á Jónatan Livingston mávi eft- ir sjóstangaveiðina verður að panta fyrirfram hjá Ferðabæ. Ekki er nauðsynlegt að elda úr aflanum heldur má líka taka tilboösrétt sem að sjálfsögðu er lagaður úr fiski. Verð er breytilegt og fer eftir samsetn- ingu og hráefni. •JJ Gamli tollbáturinn, sem áður feijaði boröaklædda embættismenn um borö í skip sem komu að utan, heitir nú Geysir og fer með ferðamenn í sjóstanga- veiði út á Faxaflóa. Það er ferðaskrifstofan Ferðabær í Geysishúsinu sem hefur umboð fyrir þessar sjó- stangaveiðar og selur í ferðimar. Þeir sem engan áhuga hafa á sjóstangaveiöi geta skoðað sig um og notið náttúrunnar i sjónum. „Útgerðarmennirnir" sjá um öll veiðarfæri fyrir mannskapinn og geta allt að tólf skakað í einu. Báturinn getur hins vegar tekið 22 í ferð. Kalt á sjó Það er eins gott að vera við öllu búinn og klæða sig vel áður en haldið er á sjó eða luma á einni lopa- peysu. Það fengu þeir aö reyna sem fóru í ferð á dögun- um. Veðrið er kannski ósköp sakleysislegt í miðbæn- um en hann getur verið ansi kaldur þegar komið er út á Flóann. Ferðin hófst á fuglaskoðun við Lundey. Reyndar er þetta sérferð en aö þessu sinni var boðið upp á hana til kynningar. Lundey ber nafn með rentu því þar em fuglamir í hundraöa- ef ekki þúsundatali á eynni, ýmist í rólegheitum „prófessorsins" eða í galsafengnu flugi. Lundinn er mjög sérstakur á flugi og fyrir Reyk- víkinga mjög athyghsverður þar sem hann er óalgeng- ur á borgarsvæðinu. Á fiskislóð Fiskimiðin fyrir sjóstöng em víða í Faxaflóanum. Ulfar Finnbjörnsson, landsliðsmaður í matreiðslu, gerir að fiskinum. DV-myndir JJ 31 « ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ Það borgar sig að vera áskrifandi í sumar! Áskriftarsíminn er 63 2700 ITT^ iáaáá^Kaaaaaaaaaaaaaáaaaaaaaaaaaaaai Síldarævintýrið Siglufirði Fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina Síldarsöltun og landleguböll. Skemmtiatriði af-sviði í miðbænum. Tívolítorg og barnaskemmtanir. Skemmtisiglingar og sjóstangaveiði. Brúðkaup í Hvanneyrarskál. SKAGFIRÐINGAR FERÐAFÓLK Veitingar - verslun Stórbætt aðstaða Allt fyrir bílinn Bensín - olíur Verið velkomin KS VARMAHLÍÐ SÍMI 95-38160 - FAX 95-38861 CQ Mývatn - Látrabjarg | ) Melrakkaslétta - Horn' COMBhCAMP ALLTAF KLÁR í HVELLI FAMILY MODENA Verð kr. 372.334 STGR. HANDY ÓDÝR KOSTUR Verð kr. 282.864 STGR. FRJÁLS FERÐAr 7WÁTI TITANhf |Tl TÍTAN HF LÁGMÚLA 7 SÍMI 814077 Varmahlfð - Siglufjörður - Akureyri - Va.qlaskógur - Vfk jilsstaðir - Seyðisfjörður - Evrópat, - Haliormstaður - Djúpivogur - Höfn - Skaftafell

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.