Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 8
24 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993 Ferðir Síldarævintýrið á Siglufirði: Það verður ræst í síldarsöltun Um verslunarmannahelgina verö- ur aftur ræst í síldarsöltun á Siglu- firði. Bærinn breytir um svip og tek- ur á sig mynd gamla síldarbæjarins sem iðaöi af mannlífi þegar saltað var á plönum og dansað á bryggjum. í miðbænum er söltunarplan sem reist var í fyrra og þar hefur gömlum munum úr eigu síldarminjasafnsins verið komið fyrir. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til fjölskylduhátíðar í anda síldarár- anna á Siglufirði og í fyrri tvö skipt- in var stemningin stórkostleg. Gestir streymdu til bæjarins og mættu ásamt bæjarbúum þegar ræst var í síldarsöltun. Rétt eins og áður fyrr fylltist bærinn af fólki sem steig síld- arvalsa og landleguvalsa undir róm- antískum tónum nikkunnar. Nú verður þess svo sérstaklega minnst að 90 ár eru frá því að Norömenn lönduðu fyrstu síldinni til söltunar á Siglufirði og hófu þar með síldar- ævintýrið mikla. Ákveðið hefur verið aö taka svæði íþróttamiðstöðvarinnar að Hób und- ir tjaldstæði og þar verður þjón- ustumiðstöð fyrir ferðamenn, auk þess sem góð fjaldstæði eru syðst í bænum. Einnig verður hægt að tjalda á lóð Þormóðs rámma hf. í miðbænum eins og svo margir gerðu á síðustu hátíð. Snyrtiaðstaða í mið- bænum og á tjaldstæðum hefur verið bætt og reynt að auka aba almenna þjónustu við ferðamenn. Dagskráin verður fjölbreytt. SOd- arævintýriö er íjölskylduhátíð. Sigl- firðingar ætla að endurlífga anda síldaráranna og bjóða öðrum lands- mönnum að taka þátt í því. Ekki verður selt sérstaklega inn á síldar- ævintýrið en gestum gefst kostur á að kaupa mjög vandað hátíðarmerki og mun hugsanlegur hagnaður af Mannlífið getur vart verið fjölskrúðugra en á síldarplaninu á Sigló. sölu þess renna til uppbyggingar síldarminjasafnsins. Verð á merki fyrir fullorðna er kr. 1.000 og fyrir börn kr. 500. Theodór Júlíusson leikari stjómaði hátíðahöldunum í fyrri tvö skiptin og hann er aftur mættur tíl leiks. Eins og sfidarspekúlantamir forðum sér hann um að sijóma aðgerðum og samstOla þá sem sfldarævintýrinu tengjast. Eiðar og Hótel Yalaskjálf í samstarfi Samkomur og hátíðir um verslunarmannahelgina Síldarævintýri ^ UtihátTö Eiðar -jölskylduhátíö Akureyri Fjölskylduhátíö Neskaupstaður Fjölskylduhátíö GaltalækuK Mannrækt Hellnar ^ýlduhátíö í Mýrdal Þjóöhátíö Vestmannaeyjar ÓGG 'TrS— Útihátíðin á Eiðum er að þessu sinni haldin í samstarfi við Hótel Valaskjálf á Egflsstöðum. Bogo- mfl Font mun að þessu leyti koma við sögu á hátíðinni. Á fóstudagskvöldið munu hljómsveitimar GCD, Sue Ellen, Jet Black Joe og Ný dönsk koma fram. Þessar hljómsveitir munu meira eða minna troða upp yfir verslunarmannahelgina. Boðið verður upp á hljómsveitakeppni og hefst undankeppni hennar á laugardeginum. Þann dag verður einnig fallhlífarstökk í gangi. Á laugardagskvöldið verður stór brenna á svæðinu ásamt flug- eldasýningu. Á sunnudag lýkur hljómsveita- keppninni og hljómleikar fara fram. Dansleikirnir á hátíðinni munu standa yfir frá klukkan 21-04. Þegar DV fór í prentun var reiknað með að Haukur Hauks- son yrði kynnir á hátíðinni. 15 kflómetrar em á milh Eiða og Egflsstaða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.