Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ1993 29 Ferðir Þegar tjaldið er meðferðis er hægt að slá sér niður næstum hvar sem er án þess að þurfa að halda einhverri tímaáætlun. lega ekki hægt að hjóla. Þar fórum við undir harð. Þetta var mjög skrýt- ið - 8-9 vindstig en sjóðandi heitur vindurinn. Þegar við hjóluðum svo af stað og komum upp á heiðarbrún- ina urðu greinileg vindaskil. Þar kom vindurinn niður báðum megin - hann rann niður Öxnadalinn og svo niöur Norðurárdahnn sem er hinum megin,“ sagði Gunnar. „Við hjóluðum því í Varmahlíð á blússandi meðvindi," sagði Kolbrún. „Það voru bara tíu vindstig í bakið. A tímabih urðum við aö beita hjólun- um upp í vindinn, á hliðina, eins og mótorhjól í kappakstri. Bara til að halda hjólunum uppi. Þetta var með ólíkindum enda er þetta nokkuð sem maður skynjar ekki í bíl,“ segir Gunnar. Kosturinn að vera með tjald „Fyrst ætluðum við ekki að taka tjald með okkur en við sáum ekki eftir að hafa gert það. Stundum gat maður orðið svo þreyttur að maður bara varð að stoppa og hvíla sig,“ sagði Kolbrún. „Með þessum máta getur þú miklu frekar vahð þér áfanga. Ef þú ert ekki með tjald verð- ur þú að ná á mihi annarra gististaða og ert háður þeim,“ segir Gunnar. „Það skemmtilegasta sem maður gerir er þó að sitja útí. í náttúrunni meö nestið sitt. Áður voru ekki sjoppur ahs staðar. Núna keyra menn á milh þeirra. Þar með úthoka menn að kynnast náttúrunni með þvi að sitja úti og finna ilminn af henni. Landslagið á hverjum stað er með sína einkennisfugla - ráðandi fuglar sem fylgja manni á meðan maður fer yfir viss svæði. Þá taka aðrir fuglar við,“ sagði Gunnar. Hjónin segja að algengt hafi verið að íslenskir ferðamenn hafi stöðvað þau þijú, tekið þau tah og spurt hvemig gengi. Þau segja að vegimir á landinu séu að batna mjög - en gríðarlegur munur sé að hjóla á malarvegi og bundnu slitlagi. Til marks um það hafi þau eitt sinn ver- ið að hjóla á Suðurlandi þar sem verið var að undirbúa vegkafla fyrir shtlag. „Þetta var svo rosalegt og hristingurinn mikih að það hossaðist aht upp úr vösunum hjá manni. Maður þurfti að stoppa hvað eftir annað,“ sagði Gunnar. Þettavar algjört brjálæði Þegar síga fór á seinni hluta hring- vegarins og þremenningamir höfðu lagt af stað frá Stóm-Giljá, skammt frá Blönduósi að morgni, komu þau síðar um daginn að Staðarskála í Hrútafirði. Þar hittu þau fyrir veg- faranda á bíl. Hann var með kveðju frá vinafólki Gunnars og Kolbrúnar sem dvaldist í sumarbústað skammt frá Borgamesi - það væri heitt á könnunni hjá þeim. „Þegar við feng- um þessi skilaboð var mátulegt fyrir okkur að fara að finna okkur nátt- stað,“ sagði Gunnar. Þremenning- amir ákváðu að drífa sig á fund vina sinna í Borgarfirðinum. „Holta- vörðuheiðin var upp rifin að norðan- verðu vegna undirbúnings fyrir olíu- möl og og bílar vora þama út af með brotnar ohupönnur," sagði Gunnar. „Þetta var náttúrlega bijálæði. Klukkan var að verða fimm um nótt- ina þegar við komum á áfangastað," sagði Kolbrún. Nauðsynlegt að vera sæmilega undirbúinn „Þegar menn eru að fara í svona ferðalög verða þeir að vera sæmilega undir það búnir líkamlega og kynn- ast farartækinu - fara skemmri vega- lengdir og átta sig á hve veðriö hefur gífurleg áhrif á ferðamátann," segir Gunnar. „Áfanga þarf ekki endilega að ákveða að morgni eða kvöldið áður. Hámarkið er að gera ráð fyrir að fara 10 km á klukkutíma - svona á tvö- fóldum gönguhraða. í hringferð um landið, sem er 1.400 km, verður þú að ætla þér 14 daga og fara 100 km á dag - það er hörkuvinna jafnvel frá morgni th miðnættis. Ef þú ert með mótvind eða hhðarvind dregur strax úr ferðinni," sagði Gunnar Gunnars- son. r— -Ótt „Það skemmtilegasta sem maður gerir er þó að sitja úti í náttúrunni með nestið sitt, kynnast náttúrunni og finna ilminn af henni,“ segir Gunnar. 'ÁHUGAf ÓLK UM KÖFUN" Langar ykkur að kanna undirdjúpin? ^ Býð upp á byrjenda- og framhalds- námskeið. Alþjóðleg skírteini. i'rflWM Nýr og fullkominn búnaður frá wSÍB^m 1 PRÓFUN HF. til leigu. Mæti á staðinn ^fyrir tvo eða fleiri þatttakendur. _ . _ Vinsamlegast hafið samband ruDi ísíma 96-61445 1 '' í w Ferðaþjónusta bænda Ódýr skemmtun í ferðalaginu Ókeypis veiði fyrir börn í 27 vötnum.* *Fyrir börn í fylgd með fullorðnum, sem eru að veiða. Ferðaþjónusta bænda, Bændahöllinni v/Hagatorg, sími 623640/43. Fax 623644. Argentísk grillveisla. Gestakokkurinn Oskar Finnsson sér um matinn, Heiðar Jónsson skemmtir og Bogomil Font og Milljónamœringarnir leika frá kl:23.00 til 03.00. Matseöill: Grafinn nautavöövi meö rommrúsínusósu, kolagrilluö nautalund og kolagrillaö lambafile og f eftirrétt verður Pinacolada ís, verö litlar kr. 3.300.- Fyrir þá sem vilja gista er boðið upp á svefnpokapláss (kr. 1200.- fyrir 2) einnig uppábúin rúm (kr. 3600.- fyrft«2) B <0 O IN/I I OG MILJÓNAMÆRINGARNIR BORÐAPANTANIR OQ AÐRAR UPPLÝSINQAR f SÍMA (93) 5001 1 S T E I K H U S EFTIR EINN EI AKI NEINN ÍÉwJ HREÐAVATNSSKALI c,yNÐU/? SÍS/<ENDf<

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.