Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993 Feröir Gunnar, Kolbrún og Sveinn fóru hringveginn á reiðhjólum: Þú nýtur landsins á miklu ferskari máta - best að vera ekkert að flýta sér og stoppa þar sem veður er gott „Þegar þú bjólar fær landslagið á sig allt aðra mynd. Þegar þú ert til dæmis að nálgast sveitabæ færð þú tima til að átta þig á hvað hann heit- ir eða fjallið sem þú ert að nálgast. Þetta er það lengi að komast í fókus hjá þér að það festist í minninu. Mér fannst að með því að upplifa landið á þennan hátt væri maður nánast að uppgötva landið í fyrsta skipti - mað- ur nýtur þess á allt annan og fersk- ari máta,“ sagði Gunnar Gunnarsson í samtali við Ferðablaðið. Gunnar og eiginkona hans, Kol- brún Finnbogadóttir, og yngsti sonur þeirra, Sveinn, eru ein af mjög fáum Islendingimi sem hafa farið hring- veginn á reiðhjólum. Hjónin sögðu í viðtali við DV að það þyrfti að gefa sér a.m.k. 3-4 vikur í slíka ferð, stoppa þar sem veður er gott og vera helst ekkert að flýta sér. Undirbún- ingur þarf að vera þokkalega góður en útbúnaður þarf ekki að vera veru- lega flókinn - best er þó að hafa tjald með sér til að geta slegið sér niður næstum hvar sem er. Höfðum ekkert nesti með okkur „Við fórum nú ákaflega létt með allar vistir - við höfðum með okkur tjald en ekkert nesti og engan eldun- arbúnað,“ sagði Gunnar. „Þannig vorum við aldrei aö ferð- ast með mikið af matvælum. En tjaldið og svefnpokar, regngalli, fatn- aður til skiptanna og varabúnaður til að viðhalda hjólunum höfðum við. Viö urðum hins vegar að vera sæmi- lega skóuð og með góða regngalla. Við nestuðum okkur þannig að áður en við kommn á áfangastað á kvöldin keyptum við okkur snarl til að narta í áður en maður háttaði sig og morg- unverð til að hafa daginn eftir. Síðan keyptum við okkur yfirleitt eina góöa máltíð einhvers staðar á leiðinni. Hitt var bara keypt í kaupfélaginu - rúsínur, súkkulaði, kex og brauð.“ íslendingareru tillitssamir en... „Okkinr þótti skynsamlegra að fara fyrst suðurleiðina - það var lengra í Gunnar, Kolbrún og Sveinn í Kollafirðl að koma til Reykjavíkur. Þarna voru þau búin að leggja vel á annað þús- und kilómetra að baki á reiðhjólum sinum. DV-mynd JAK llpflfk;. Hótel Sauðárkrókí - Sími 95-36717 Ferðamenn á Norðurlandi! Hótel Áning á Sauðárkróki er góður kostur fyrir þá sem vilja vera í rólegheitum um verslunarmannahelgina. Fallegar gönguleiðir í nágrenninu, hestaleiga og Drangeyjarferðir og á kvöldin er gott að slappa af víð arineld í Koníaksstofunni. Frá Áningu er einnig tilvalið að skreppa og líta á Síldarævintýrið á Siglufirði en þangað er aðeins klukkutíma akstur. Á hótel Áningu eru 72 herbergi, flest með sriyrtingu og baði og í veitingasal skemmta tónlistarmenn matargestum flest kvöld. Gimilegur sérréttamatseðill, sérstakur barnamatseðill og réttur dagsins. í tilefni verslunarmannahelgar bjóðum við 15% afslátt af gistingu. Það er stuttur krókur á „Krókinn“. Verið velkomin. Starfsfólk Hótel Áningar. "■" : ;■ 1 -:; V ; " 17 ” ■ IVg :J "—-"V. ' ' '■ ■ ■ .-M- .. j l',1. » j;. >. ^HHHHHÍHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH*^ erflðari brekkur. Við vildum frekar þjálfa okkur upp á sléttlendinu sunn- anlands. Erfiðasti umferðarkaflinn var hins vegar Hellisheiðin en þegar lengra sótti varð þetta allt strjálla. Ökumenn eru almennt mjög tillits- samir við hjólreiðafólk - en maður þarf þó ekki nema einn kjána til að drepa sig.“ Gunnar segir vegalengdir vera ákaflega afstæðar þegar ferðast er á reiðhjólum. Ef hjólreiðamaður spyrji . ' ■ . ■“ |§|§§ - 8f 1 t . ik&Sai tsmm í miklum hlta í Bakkaselsbrekku á leið upp á Öxnadalsheiði. t.d. einhvem til vegar að næstu sund- laug svari viðkomandi í samræmi við eigin ferðahraða, á bíl: „Jú, jú, það sé bara smáspotti, kaxmski 7 km að sundlauginni, ekkert mál.“ Fyrir hjólreiðamann þýðir slíkur spotti, fram og til baka auðvitað 14 kíló- metra. „Maður verður að gera ráð fyrir þessu. Síðan era gjörólíkir hlutir að hjóla á malarvegi eða á malbiki. Það var líka stundum kúnst á rykugum vegum að reyna að hjóla á móti um- ferðinni, vera þeim megin á vegimun að maður fái ekki rykið á sig. Á þenn- an hátt gat maður lent í miklum vandræðum því þeir sem komu á eftir vildu komast réttum megin framhjá manni,“ sagöi Gunnar. Fyrsti áfanginn var mjög langur Fyrsti áfangi þremenninganna um hringveginn var langur, alla leið austur á Hellu, eða 90 kílómetrar. „Við stoppuðum á Selfossi, horfð- um þar á einn fótboltaleik í sjónvarp- inu en héldum svo áfram um kvöld- ið. Um morguninn fóram við svo austur að Skógum, það var styttri áfangi, en þriðja daginn héldum við austur að Kirkjubæjarklaustri. Það- an var hjólað að Kvískeijum. Alla þessa leið vorum við einstaklega heppin með veður, það var dýrðlega kyrrt og fallegt. Frá Kvískerjum fórum við að Höfn í Hornafirði, gistum þar og héldum síðan á Djúpavog og þaðan í bænda- gistingu inn í Skriðdal í grenjandi rigningu," sagði Gunnar. Þegar þarna var komið sögu fóra Gunnar, Kolbrún og Sveinn til Seyð- isfjarðar. Þar dvöldu þau í heila viku hjá syni hjónanna, tengdadóttur og barnabömum. Þama var gist í heila viku. Vorum óskaplega vit- laus að stoppa ekki „Efúr dvölina á Seyðisfirði hjóluð- um við að Möðradal þar sem við tjölduðum. Síðan var farið að Mý- vatni þar sem einnig var tjaldað í einmuna veðurblíðu. Við vorum óskaplega vitlaus að stoppa þá ekki og njóta þess að vera til. Það vitlausa var að við vorum búin að setja okkur tímaplan," segir Gunnar. „Maður sá eftir á að við hefðum raunveralega átt að eyða þessari viku, sem við vórum á Seyðisfirði, í að hjóla,“ sagði Kolbrún. „Af því að það var svo mikil upplif- un að fara þessa ferð sér maður eftir því að hafa flýtt sér áfram. Ég tel að það þurfi að gefa sér a.m.k. 3-4 vikur í svona ferð,“ segir Kolbrún. „Útlendingar, sem við vorum að hitta, ferðast mjög mikið á þann hátt að hjóla hluta leiðarinnar en fara svo aðra leiðina til baka í rútu. Þetta er í sjálfu sér þægilegur ferðamáti,“ sagði Gunnar. Með tíu vindstig í bakið „Við fórum frá Akureyri inn aö Þelamörk, í dásamlegu veðri, logni og hlýju. En þegar við fórum að hjóla inn Öxnadalinn fór að verða mikið rok í fangið. Hnjúkaþeyr í lofti. Þegar við komum að Bakkaseli var eigin-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.