Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Page 4
4:
FÖSTUÐAGUR 13.ÁGÚST1993
Fréttir
Hverjir hirða úr sjóðum kirkjunnar?
Sömu sóknirnar fá úthlutað
háum fjárhæðum ár eftir ár
- löglegt að veita fé til kirkjubygginga, viðhalds og menningarstarfsemi
Sóknimar í Hjaltadal, Hallgríms-
kirkju, Stykkishólmi og Skálholti
hafa verið aUra sókna duglegastar
að fá úthlutað fé úr kirkjunnar sjóð-
um síðustu sex árin. Sóknarbörn í
Hallgrímskirkju hafa fengið mest eða
rúmlega 47 milljónir króna meðan
sóknarbörn í Skálholti hafa fengið
um 44 milijónir. Sóknarböm í Stykk-
ishólmi koma í þriðja sæti með 41
miUjón en Hólasókn er í fjórða sæti.
Sóknarbörn á Akureyri fá sinn hlut
og vel það en Glerárkirkja og Akur-
eyrarkirkja hafa samtals fengiö rúm-
lega 45 mUljónir króna. Um er að
ræða úthlutanir úr Kirkjubygginga-
sjóði, Jöfnunarsjóði sókna og Kirkju-
garðasjóði en úthlutanir úr þessum
sjóðum em ýmist lán eða styrkir.
AthygU vekur að nokkrar sóknir
hafa fengið úthlutað háum fjárhæð-
um úr sjóðunum ár eftir ár en það
em einkum Hallgrímskirkja í
Reykjavík, Hólakirkja, Skálholt,
Breiðholtskirkja, Víðistaðakirkja,
Stykkishólmskirkja, Glerárkirkja og
Akureyrarkirkja, svo nokkur dæmi
séu nefnd. Eins og fram hefur komið
í fréttum DV í sumar skulda sóknirn-
ar í landinu stórfé vegna kirkjubygg-
inga og annarra framkvæmda á ný-
Uðnum ámm og er greinilegt að
kirkjumar hafa orðið að leita aðstoð-
ar tU að létta skuldabaggann.
RagnhUdur Benediktsdóttir, fjár-
málastjóri hjá biskupsembættinu,
segir að fjárveitingar úr sjóðunum
þremur fari einkum í endurbætur,
viðhald og rekstur á kirkjum í land-
inu. Þá sé heimilt samkvæmt lögum
að veita nýbyggðum kirkjum fjár-
stuðning og veita fé í ýmsa menning-
arstarfsemi.
„Þetta fé hefur einkum farið í fram-
kvæmdir í Skálholti en þaö hafa stað-
iö yfir talsverðar framkvæmdir und-
anfarin ár, bæði endurbygging, ný-
bygging og viðhald. Von okkar er sú
að geta lokið þessari endurbyggingu
í Skálholti fyrir árið 2000 í tílefni af
kristnitökunni og við emm bjartsýn-
ir á að það takist þó að margt sé eft-
ir ógert enn,“ segir séra Jónas Gísla-
sonvígslubiskup. -GHS
,
Ráðhús Reykjavíkur og Morning Park Chikarmachi, íbúðarhúsnæði aidraðra, eru fljótt á litið ekki ósvipuð hús.
Japanskt íbúöarhúsnæði minnir á ráðhúsið:
Arkitektar ráðhúss vita ekk-
ert um japönsku bygginguna
Lesandi rakst á meðfylgjandi
mynd í tímaritinu Digest af
glænýju íbúðarhúsnæði aldraðra í
Nagoya í Japan. Byggingin minnir
í fljótu bragði á Ráðhús Reykjavík-
ur. Byggingin reyndist vera tekin
í notkun í Japan árið 1991.
DV hafði samband við arkitekta
ráðhússins, Margréti Harðardóttur
og Steve Crister: „í rauninni getum
við ekkert sagt um þetta mál því
við vitum ekkert um bygginguna
og getum ekki dæmt um þaö af
einni UtiUi mynd hvort húsin séu
Uk,“ segir Margrét Harðardóttir,
arkitekt ráðhússins, 1 samtali við
DV.
„Ráðhúsið er bara teiknað fyrir
þennan ákveðna staö og miðað við
það umhverfi sem er hérna. Það
sem maður tekur fyrst eftir við jap-
anska húsið er ef til vUl bogaþakið.
Hins vegar er aragrúi af hefö-
bundnum þríhyrndum þökum í
kringum þetta hús sem eru eins og
íslensk þök.“
„Við könnumst ekki viö arkitekt-
ana sem byggðu húsiö í Japan og
mér þykir ólíklegt að þeir þekki
okkur," segir Steve. Margrét og
Steve segja að japanska húsið virð-
ist frábrugðið ráðhúsinu þar sem
báðar byggingamar Uti út fyrir að
vera eins en byggingamar tvær í
ráðhúsinu séu ólíkar. -em
Tíu gömul hús
merkt í sumar
Ákveðið hefur verið að merkja
gömul hús í Reykjavík sem eiga sér
merka sögu. í fyrsta áfanga verða
merkt tíu hús og fer sú athöfn fram
á afmælisdegi Reykjavíkurborgar
þann 18. ágúst n.k.
Starfsmenn Árbæjarsafns hafa val-
ið húsin og er þar um að ræða Geysis-
húsið, Stöðlakot við Bókhlöðustíg,
Bjarnaborg, Lækjargötu 2, Bryggju-
húsið á Vesturgötu, Bankastræti 3,
Norska bakaríið í Fischersundi,
Franska spitalann við Lindargötu,
Hótel Borg og Iðnó.
Árbæjarsafn hefur umsjón með
verkinu og hefur safnið látið vinna
útUt skiltanna. Þau verða í A-5 stærð
og úr koparblöndu og mun Árbæjar-
safn hafa umsjón með staðsetningu
þeirra á húsunum. Umhverfismála-
ráð Reykjavíkur greiðir kostnaðinn
afmerkinguhúsanna. -GHS
Mannlaus dráttarvél með tengivagni rann niður í fjöru við golfvöll Keilis i
Hafnarfirði i fyrradag. Ekki hafði verið gengið tryggilega frá dráttarvélinni
og fór hún því af stað, fram af barði, og endaöi i fjörugrjótinu.
pp/DV-mynd Sveinn