Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 Útlönd Norskirher- finennaldreieins ■_w Agabrotum fækkar ár frá ári í norska hernum. í fyrra þurftu aðeins um sex þúsund dátar að taka út refsingu og hafa þeir aldr- ei verið færri. I norska hernum eru 26 þúsund menn undir vopnum og lætur því nærri að 23% þeirra hafi orðið að gjalda fyrir misgerðir sínar. Árið 1991 var 27% hermanna refsað fyrir agabrot. Viljarannsaka bamanauðganir aðnýju Aíbrotafræð- ingar í Noregi taka undir kröfu Carls I. Hagen, for- manns Fram- farafiokksins, um að mál manna, sem sakaðir eru um nauðganir á barnaheimili nærri Þrándheimi, veröi tekin upp aö nýju. Hagen segir að lögreglan hafi klúörað rannsókninni vegna þrýstings frá almenningi um að einhveriurn verði refssð fyrir misgjörðir gegn börnunum. Sannanir skorti hins vegar gegn þeim sem Iiggja undir grun. Enn er óráðið hvað gert verður. Mál þetta vakti mikinn óhug í Noregi á síðasta ári. Hreingerninga- mafíanarðrænir innflyfjendur Lögreglan i Kaupmannahöfn rannsakar nú ásakanur á hendur mönnum, sem þar í borg eru kenndir við svokallaða hrein- gerningamafíu, um að þeir ráði innflytjendur til starfa á mun lægri launum en samningar kveöa á um. Mafían hefur á undanfórnum árum annast drjúgan hluta af hreingerningum í Höfn og hafa allar tilraunir til að uppræta hana mistekist. Mafíósarnir ráða innflytjendur til ræstinga hjá hinu opinbera og taka drjúgan hluta af launum þeirra fyrir að útvega vinnuna. Clinton leggur sig alltaf eftir hádegið Blundfræð- ingar í Banda- ríkjunum hafa ákveðið að skera upp hcr- ör gcgn for- dómum í garö þeirra sem þykir gott að fá sér lúr i vinnunni. Þeir gera sér vonir um góðan árangur því eng- inn annar en Bill Clinton forseti er blundari og leggur sig alltaf í hálftíma eftir hádegið. „Fólkí er eðlílegt að sofa. Við eigum að taka þá til fyrirmyndar sem hika ekki við að halla sér þegar sá syfjar,“ segir David F. Dinges, blundfræðingur viö há- skólann í Pennsylvaníu. BjartíÁlaborg Borgarstjórnin í Álaborg í Dan- mörku hafnaði tilmælum stjörnuskoðara um að slökkva á götulýsingu meöan stjömuregnið væri á himni aöfaranótt fimmtu- dagsins. i Álaborg var því allt uppljómað þegar stundin rann upp og kom ekki að sök því ekkert sást hvort eð var. Utanríkisráðherra Noregs hótar íslendingum illu vegna veiða í Barentshafi: Varðskip send gegn íslensku togurunum Johan Jörgen Holst ætlar að ræða málið við Þorstein Pálsson 1 Reykjavík „Viö teljum að strandgæslan eigi að gæta þessa svæðis en það er spuming um hvaða ráðum verður beitt til að stöðva veiðar íslensku togaranna í Barentshafi," sagði tals- maður Johans Jörgens Holst, utan- ríkisráðherra Noregs, í gærkveldi eftir að ljóst varð að íslenskir útgerð- armenn ætluðu að senda skip sín til veiða í smugunni svokölluðu í Bar- entshafi. Ósamið er um hver fer með lögsögu á þessu svæði, sem er á milli lög- sagna Noregs og Rússlands, en Norð- menn hafá lagst eindregið gegn veið- um erlendra skipa þar og sett lönd- unarbann á þau í Noregi. „Við hljótum að mótmæla því kröftuglega ef íslenskir togarar hefía veiðar í smugunni. Við lítum þetta alvarlegum augum,“ sagði talsmaður ráðherrans. Hann sagði einnig að málið yrði tekið upp á fundum Host með Þorsteini Pálssyni í Reykjavík á mánudaginn. Að sögn norsku fréttastofunnar NTB gætir mikils pirrings meðal norskra stjórnvalda eftir að fréttist að íslenskir togarar væru á leiðinni til veiða í Barentshafi. Norðmenn kalla slíkar veiðar „sjóræningjaveið- ar“ og hafa barist hart síðustu vikur gegn veiðum færeyskra togara, skráðra í Mið-Ameríku, á hinu um- deilda svæði. Norsku strandgæslunni hefur ver- ið fahð að vísa togurum frá veiðum í smugunni og er ekki annað að heyra á norskum ráðamönnum en að eitt og það sama verði látið ganga yfir alla erlenda togara. Talsmaður utan- ríkisráðherra sagði að Norðmenn vildu þó helst fara samningaleiðina og leysa deiluna þannig áður en til aðgerða yrði gripið. ntb Leikkonan Elísabet Taylor þarf ekki að óttast ellimörk lengur því hún verður varðveitt á vaxmyndasafni Madam Tussaud í Lundúnum eins og hún er nú, ungleg og frísk þrátt fyrir árin sextíu. Hér er verið að Ijúka við farðann á vaxmyndinni áður en hún verður sýnd almenningi. Símamynd Reuter Tuttugu látnir og á annað hundrað sárir í hótelhruni í Taílandi: Fullbókað hótel hrundi yf ir gesti á ráðstef nu „Við sjáum fíölda líka í rústunum en fyrst um sinn reynum við að ein- beita okkur að því að bjarga þeim sem enn eru á Ufi,“ sagði lögreglu- stjórinn í Nakhon Ratchasima í Taí- landi í morgun eftir að hótel fullbók- að kennurum á ráðstefnu hrundi til grunna. Þegar er vitað að tuttugu menn létu lifið og á annað hundrað eru slasað- ir. Búist er við að tölur um fíölda látinna og slasaðra eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Nakhon Ratchasima er um 250 kíló- metra fyrir norðaustan höfuðborg- ina Bangkok. Um er að ræða Royal Plaza hótelið á staðnum.Það var átta hæðir. Ekki er vitað hvað olli því að hótehð hrundi en verið var að gera við þaö. Björgunarmenn segja að Fjöldi kennara á ráðstefnu var á hótelinu þegar það hrundi. megna gaslykt hafi lagt úr rústunum eftir að þeir komu á staðinn og er getum að því leitt að gassprenging hafi orðið þegar verið var að ganga frá hádegismatnum í eldhúsinu. Lögreglan segir að í það minnsta fimm hundruð gestir hafi verið á hótehnu þegar það hrundi. Meðal gesta eru útlendingar en ekki hefur verið gefið upp hverra þjóða þeir eru. Ekki var um fiölsóttan ferða- mannastað að ræða. Hótelið hrundi skömmu fyrir há- degi að staðartíma og voru gestir að búa sig undir að snæða. Fjölmennt var því innandyra þegar hótehð hrundi. Þegar er búið að koma upp tjöldum við slysstaöinn og þar er gert að sár- um fólks til bráðabirgða. Kranar hafa verið fluttir að rústunum til að fiarlægja brak svo að komast megi að þeim sem lokast hafa inni. Reuter Stuttar fréttir Staða Serba metin Yfirmaður gæsluliðs Samein- uðu þjóðanna í Sarajevo fer í dag upp í Qöhin umhverfis borgina og leggur mat á hvort Serbar hafa staðið við fyrirheit um að draga lið sitt þaðan. Ekkiárásiríbráð í Washington er fuhyrt að ekki verði gerðar loftárásir á stöðvar Serba í bráð þótt enn sé unnið að undirbúningi málsins. SkotiðáSómali Bandarískir hermenn skutu af vélbyssum á mótmælendur í Mogadishu eftir að fólkið hafði varpað aö þeim grjóti. ítalir f lylja lið sitt ítalska friðargæsluliöið í Sóm- alíu er farið norður í land vegna óánægju með samstarfið við lið annarra þjóða i Mogadishu. Nígeríumenn sitja heima Þjóðlíf lamaðist í suðurhluta Nigeriu í gær þegar fólk þar sat almennt heima og sinnti ekki vinnu vegna óánægju með her- stjórnina i landinu. Jeltsín hótar þinginu Borís Jeltsin Rússlandsforsetí hótaði í gær að leysa upp þing landins og boða til kosninga létu þingmenn ekki af andstöðu við stjóm forsetans. Leiðtogi Palestinumannanna útlægu í Suöur-Líbanon segist fús til aö fallast á tillögur ísraels- manna um heimfór þeirra. BoðiðtiiWashington Rússar og Bandaríkjamenn ætla sameiginlega að bjóða ísra- elsmönnum og nágrönnum þeirra til að halda áfram friðar- viðræðum í Washington í lok ág- úst. Páfifasturfyrir Jóhannes Páll páfi ítrekaði and- stöðu sína við fóstureyðingar í ferð sinni um Bandaríkin í gær. Lögreglanrannsökuð í Þýskalandi er hafin opinber rannsókn á gerðum tveggja lög- reglumanna þegar grunaður hryðjuverkamaður var skotinn í sumar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.