Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Síða 15
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 15 Af gáf uðu kjöti Þegar ég bjó viö þjóðveg 711 gerðu eitt sinn sex menn sér ferð alla leið sunnan úr Reykjavík og norður í Húnavatnssýslu til að skjóta eina rjúpu. Til að forðast misskilning ætluðu þeir að skjóta miklu fleiri og hafa þær í jólamat- inn en þeir sáu aldrei nema þessa einu. Að vísu hélt einn leiðangurs- manna þvi statt og stöðugt fram að hann hefði séð tvær en þegar heim var komið þótti sannað, miðað við ástand mannsins, að hann hefði séð þessa einu tvisvar. Á mínu heimili voru aldrei ijúp- ur í matinn á jólunum enda hafði enginn áhuga á þeim nema konan mín. Hún var hins vegar svo nær- sýn að hún hefði aldrei getað kom- ist í skotfæri við fugl nema kannski hænu. Hins vegar hefði hún KjáUaiinn Benedikt Axelsson kennari „Svínakjötið ætlaði fólkið ekki að borða heldur ættleiða það því að það er ný- búið að sanna að svín hafa álíka háa greindarvísitölu og hvalir sem menn um allan heim sækjast eftir að taka 1 fóstur.“ ábyggilega getað skotið hangi- kjötsrúllu því að þær fljúga ekki neitt, ekki einu sinni þótt maður stilli þeim upp á stofuborðið og gangi fast upp að þeim og poti í þær með byssuhlaupinu áðm- en skotið er látið ríða af. Smyglað kjöt Að undaníornu hefur mikið verið rætt um utanríkisráðherrasteik og langar mig að leggja orð í belg um það mál. í þeim efnum verö ég því miður að treysta á stopult minni því að hvorki var ég áhorfandi í Leifsstöð né get ég vitnað í dagblöð því að þeim týni ég jafnóðum og ég les þau. Svo ber þess að geta að ég man yfirleitt ekki neitt nema svo sem eins og í tvær mínútur. En kjötævintýrið mun hafa byrj- að á Kastrupflugvelli (borið fram Kastrup) þar sem nokkrir íslend- ingar voru á heimleið og keyptu sér svínakjöt og sultukrukkur fullar af marmelaði sem er framleitt til heiðurs dönsku konungshjónun- um. Svínakjötið ætlaði fólk ekki að borða heldur ættleiða það því að það er nýbúið að sanna að svin hafa álíka háa greindarvísitölu og hvahr sem menn um allan heim sækjast eftir að taka í fóstur. í flugstöð Leifs heitins Eiríksson- ar eru margar vistarverur þótt þar sé eiginlega ómögulegt að dyljast því þar eru flestir veggir úr gleri. Hefði eitt leitt af öðru; enginn keypt kjötið á Kastrup, enginn komið með það heim, tollþjónn ekki leitað í farangri, maðurinn frá landbúnaðarráðu- netinu ekki skrifað neitt hjá sér og fjölmiðlar þagað hefði allt verið i himnalagi. - Á Kastrupfiugvelli. Vegna allra glerveggjanna sá mað- ur nokkur í landbúnaðarráðuneyt- inu gáfaða svínakjötið í plastpoka utanríkisráðherrafrúarinnar og skrifaði það hjá sér svo að hann gleymdi þvi ekki. Stuttu seinna kom afleysingabílstjóri ráðherrans að sækja kjötið en þá hafði ungur tollvörður tekið það og kveikt í því. Svo fóru allir heim. Upp kemst um strákinn ... Nokkrum vikum seinna komust allir fjölmiðlar nema Morgunblað- ið í máhð og vildu fá að vita af hverju yfirmaður toUgæslunnar í landinu hefði verið að smygla kjöti. Kom þá hið sanna í ljós. Gáfaða kjötið var ekki ráðherra- eign heldur átti það leikstjóri nokk- ur sem var búinn að týna töskunni sinni. Hann sendi skeyti frá útlönd- um strax og hann frétti hvíUku fjaðrafoki málið hafði valdið hér heima og skUdi ekkert í af hverju menn létu svona. Og raunar er máhð aUt meira og minna óskiljanlegt. Því að í fyrsta lagi átti engum að detta í hug að kaupa kjötið og þaðan af síður að koma með það heim. ToUþjónninn átti ekki að leita í farangri ráðherr- ans, maðurinn frá landbúnaðar- ráðuneytinu átti ekki að segja frá vitneskju sinni og fjölmiðlar áttu að þegja yfir þessu. - Og þá hefði allt verið í himna- lagi. Benedikt Axelsson Menntun kvenna hættu- lequr smitsjúkdómur? í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins þriðjudaginn 3. ágúst sl„ þar sem fjallað var um dýralæknisleysi á Vestfjörðum, kom margt spaugUegt fram og þar sem ég er frekar glað- lynd kona langar mig að leggja orð í belg. í hádegisfréttunum var sagt skýrt og skorinort: að það „sé af sem áður var að dýralæknar voru karlar og gátu auðveldlega flust með ómenntaðar konur sínar hvert á land sem er“. Þarna er talað um konur dýra- lækna eins og um hverja aðra bú- slóð eða búpening væri að ræða. Reyndar er erfiðara að flytja bú- pening með sér hvert á land sem er, þar sem sjúkdómavarnir búfjár á íslandi koma í veg fyrir flutning búpenings mUU varnarhólfa. Menntun kvenna virkar því eins og varnarhólf sem á að fyrirbyggja útbreiðslu smitsjúkdóma. Aumingja Vestfirðingar Menntun kvenna gerir það því að verkum að það er erfiðara að flytja þær hvert á land sem er. Fái smitsjúkdómur að breiðast óhindr- að út og engar fyrirbyggjandi að- gerðir eru viðhafðar er erfitt að stöðva hann og því ganga æ fleiri konur menntaveginn. Konum datt meira að segja í hug að læra dýralækningar. „Mennt er máttur“ var sagt við okkur kon- KjaUarinn Sigurborg Daðadóttir dýralæknir umar en að menntun kvenna skyldi koma svona Ula niður á Vestfirðingum datt okkur aldrei í hug! Einhvers staðar hlýtur því varnargirðingin að hafa lekið. Hvernig eru konur fluttar? Kvendýralæknar eru „gjaman giftar körlum með háskólapróf sem ekki hafa áhuga á að búa afskekkt eða þar sem ekki sé hægt að fá vinnu við hæfi,“ samkvæmt hádeg- isfréttunum. Konur ráða náttúr- lega engu um búsetu fjölskyldunn- ar, hvorki nú né á áram áður, þeg- ar konur vom meðfærilegri í flutn- ingum. Það skUur auðvitað hver heUvita maður að háskólamennt- aður karl vUji ekki búa afskekkt eða að hann vUji fá vinnu við sitt hæfi. Hvar er sýkilsins að leita? í hvert sinn sem sýki brýst út er leitað að sjúkdómsvaldinum. Ein- hvern veginn fannst mér af hádeg- isfréttunum að dæma að sýkihnn væri að fmna í menntun kvenna. Ég minnist þess nú ekki að hafa heyrt um þann möguleika í dýra- læknaháskólanum, en ekki skal ég alveg taka fyrir að svo geti verið, ég hlýt bara að hafa misst af þeim fyrirlestri. Hvernig væri annars að skoða starfsaðstöðu og launakjör héraðs- dýralækna í afskekktum hémðum og athuga hvort sýkUsins gæti nokkuð verið að leita þar! Það er auðvitað ótækt að menntun kvenna skuh bitna svona á Vest- firðingum og því hljótum við að neyta allra bragða til að fmna sjúk- dómsvaldinn! Ómenntuðu og meðfærilegu konurnar Þessar ómenntuðu og meðfæri- legu konur í flutningum, sem minnst var á í hádegisfréttunum, kunna þó ýmislegt fyrir sér. Þær leika t.d. lifandi símsvara allan sól- arhringinn, gefa dýraeigendum leiðbeiningar á neyðarstundu þeg- ar ekki næst í dýralækninn, bregða sér í aðstoðardýralæknishlutverk- ið í uppskurðum og sökkva sér í pappírsvinnu um hver mánaða- mót. - En þetta með Vestfirðina og jafnrétti kynjanna vefst svolítið fyrir mér ennþá! Sigurborg Daðadóttir „Það er auðvitað ótækt að menntun kvenna skuli bitna svona á Vestfirðing- um og því hljótum við að neyta allra bragða til að finna sjúkdómsvaldinn!“ Tvíborgunafnumin „Undir- mönnum á Herjólfi hefur verið borgað- ur klukku- tímí á dag x óunna yfír- vinnu vegna fækkunar um borð. Það má rekja aftur til ársins 1981. Síðar tengdust undirmemt á Herjólfí einnig samningum Sjó- mannatelags Reykjavíkur árið 1984. Þar var gert samkomulag um að í stað þess að borga háset- um og bátsmanni einn óunninn eftirvhmutíma á dag, ef hásetum um borð fækkaði, skyldi grunn- kaup þeirra hækkaö um 5%. Hásetamir í Eyjum fengu hvort tveggja, bæði klukkutíma í yfir- vinnu og 5% kauphækkun. Þetta teljum við óréttlátt, sérstaklega gapvart undirmönnum á öðrum skipum því við teljum að óunni yfirvinnutíminn hefði átt að falla niður þegar almenni samningur- inn tók gildi. Kauphækkunin frá 1984 hækk- ar bæði yfirvinnutaxta og allar aðrar greiöslur til undirmamxa á Herjólfi. Þeir fá sömu laun og Sjó- mannafélagsmennimir og að auki klukkutíma á dag i yfir- vinnu. Samkvæmt geröardómi eru óunnir yflrvinnutímar þess- ara manna felldir niöur og út- kornan hjá undhmönnum á Herj- ólfi er að þeir fá sama kaup og aðrír undirmenn á kaupskipum. Með réttu hefðu þeir átt að vera á 5% lægra kaupi á meðan yfir- vinnutaxtinn var enn í gildi.“ Jón H. Magnússon lögfrædingur VSÍ. Sökin hjá Alþingi „Greiðsla fyrir einn óunninn yfir- vinnutima á dag er afnum- ; in hjá starfs- mönnum á Herjólfi og I þannig er búið að fella niður áður ^ja Stynmannafe- gerðan samn- la9‘lslands- ing við þá frá 1981. Ætla má að það geti numiö um 20 prósenta kjararýrnun hjá hásetum og bátsmanni á Herjólfi miðað við fóst mánaðarlaun og er ekki gott til afspumar að lækka kaup manna. Ég er ósammála því að einhverja starfsstétt sé hægt að Iækka í launum þegar hún hefur ekki gert neinar aðrar kröfur en að halda óbreyttum kjörum. Það sltiptir ekki máh þótt önnur stétt geri einhverjar launakröfur, í þessu tilfelli stýrimennirnir á skipinu. Ástæðan fyrir að lækka kaup undirmannanna á Herjólfi er sennilega tilraim til þess að breikka bilið á milli yfmmanna og undirmanna. Þetta mál má alfariö rekja til Alþingis. Égtel það forkastanlegt aö Alþingi skuh geta sett lög og gerðardóm mn kaup og kjör stétta sem gera engar kröfur.: Undirraennirnir voru alls ekkert. með í deilunni. Hvers vegna er verið að ráðast á þá þó stýri- mennírnir fari fram á kauphækk- un. Þetta cr mjög óréttlátt i alla staði. Ef það ætti að hengja eín- : hvem fyrir þettá þá væru það alþingismenn. Gerðardómurinn fékk fyrirskipun frá Alþingi um að við ákvörðun kaups og kjara samkvæmt lögum þessum væri höfð til hliðsjónar gUdandi kjara- samningar á kaupskipum og al- menn launaþróun i landinu." -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.