Alþýðublaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 3
CiA látin
hætta leyni-
greiðslunum
WASHINGTON, 29. marz (NTB-
Reutpr) — Johnson forseti skip-
aði leyniþjónustunni CIA í daff
að' hætta duldum grreiðslum sín-
um til opinberra stofnana 'elía
einkastofnana heima og erlendis.
Jafnframt kvaðst liann mundu
íkynna sér nákvæmlegra tillögur
um, að ríltið héldi áfram að styðja
merkar stofnanir með fjárfram-
löffum án þess að nokkur leynd
hvíli yfir þessum fjárframlöguin.
Johnson tók ákvörðun sína í
CIA-málinu á grundvelli tillagna
er sérstök nefnd, sem hann skip-
aði á sínum tíma til að rannsaka
starfsemi CIA, hefur gert. John-
son hefur skipað nýja nefnd undir
forsæti Dean Rusks utahríkisráð-
herra og á hún að athuga tillögur
CIA-nefndarinnar um opinberar
styrkveitingar.
Formaður CIA-nefndarinnar,
Nicholaji Katzenbach aðstoðarut-
anríkisr'áðherra segir, að fjár-
veitingum til CIA vegna þessarar
sitarfsemi verði að mestu leyti
hætt fyrir árslok svo að merkar
stofnanir lendi ekki í erfiðleikum.
Á FERÐ KRINGUM HNÖTTINN
Kristinn Steingrrímsson, ungur íslendingur, lagði land undir
fót fyrir 17 árum og hélt til Nýja Sjálands, þar sem hann
ætlaði að freista gæfunnar. Og gæfan hefur reynzt honum
hliðholl í nýja landinu, þar sem hann settist að. Hann er nú
bóndi í Waikato, er kvæntur nýsjálenzkri konu og eiga þau
fjórar dætur. Fjölskyldan er nú öll stödd á íslandi og kon-
an og dæturnar að sjá ísland í fyrsta sinn. Við liittum Krist
in að máli nú nýlega á heimili foreldra hans í Reykjavík.
— Við ætlum að dveljast
hérna í þrjá mánuði, segir
Kristinn. Við komum í síðustu
viku og,ég er ekki enn farinn
að átta mig á því að ég sé í
raun og veru kominn til ís-
lands aftur. F.g hef ekki enn
haft tækifæri til a'ð fara neitt
um Reykjavík, síðan ég kom,
en það sem ég hef séð, sýnir
mér, að ótalmargt hefur breytzt
á þessum 17 árum. Við erum
víst ekki sérlega heppin með
veðrið þessa fyrstu daga, en
telpurnar eru ákaflega hrifn-
ar, þær hafa aldrei komizt í
snertingu við snjó fyrr og leika
sér nú óspart í snjónum.
— Við komum hingað til
lands með Gullfossi frá Leith.
En til Englands komum við á
stóru fólksflutnfngaskip'i frá
Nýja-Sjálandi. Ferðin til Eng-
lands tók 6 vikur, við komum
fyrst til Ástralíu, þá til Suð-
ur-Afríku, síðan til Kanarí-
eyja .og sigldum þaðan til
Southampton. Þegar við förum
aftur förum við sennilega með
flugvél til London og tökum
þar aftur sama skipið. Þá för-
um við frá Englandi yfir At-
lantshafið og í gegnum Panama
skurðinn til Tahiti í Kyrra-
hafinu, þaðan til Fiji-eyja og
til Wellington. Þá höfum við
farið umhverfis hnöttinn í
ferðinni, sem mun öll taka sex
mánuði.
Rekur stórt kúabú
á Nýja-Sjálandi.
— Þegar ég kom fyrst til
Nýja-Sjálands, segir Kristinn,
stundaði ég sjómennsku á
skipum, sem sigldu við strend-
ur landsins. Sjómennskuna
stundaði ég í þrjú ár. Svo þeg-
ar ég kvæntist, vildi ég gjarn-
an setjast að um kyrrt í landi
og ég og konan mín fórum
bæði að vinna við landbúnað-
arstörf, á kúabúi. Og svo eign-
uðumst við okkar eigin bú,
fyrst smábýli og þar bjuggum
við í fjögur ár, en fyrir fjór-
um árum keypti ég jörðina,
sem við eigum nú og þar rek
ég stórt kúabú, þar eru 200
gripir, þar af 120 mjólkurkýr.
Landbúnaðurinn er aðalat-
vinnuvegur Ný-Sjálendinga og
92% af útflutningi landsins
eru landbúnaðarafurðir. Flest-
ir bændur sérhæfa sig í ein-
hverri framleiðslugrein og ég
sérhæfi mig í mjólkurfram-
leiðslu. 1—2var á dag koma
Framhald á 14. síðu.
Kristinn Steingrímsson og fjölskylda hans. Yztar á myndinni standa tvíburasysturnar, Linda
Kristjana og Karen Lilja, níu ára. Bak við' Kristinn og Joyce konu lians, stendur Sandra Inga,
11 ára og fremst stendur Kristín, 5 ára.
Sig.v. Hjaltested Guðm. Guðjónsson Skúli Ilalldórsson Sigfús Halldórsson Omar Ragnarsson
Árshátíðin annað kvöld
Árshátíð' Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu annað' kvöld
— 31. marz 1907 og hefst með' borðhaldi kl. 7.30. — Björgvin Guðmundsson form. Alþýðu
flokksfélagsins setur árshátíðina og veizlustjóri verður Benedikt Gröndal alþingismaður.
ýðu- 11
SKEMMTIATRIÐI:
Frú Sigurveig Hjaltested óperusöngkona og Guðmundur Guðjónsson óperusöngvari syngja við
undirleik tónskáldanna Skúla Halldórssonar og Sigfúsar Halldórssonar.
Helgi Sæmundsson formaður Menntamálaráðs flytur minni kvenna. — Ómar Ragnarsson kem-
ur með splunkunýjan þátt. — Dansað til kl. 2. — Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir
dánsinum. Einsöngvari með hljómsveitinni er Rignar Bjarnason.
Aðgöngumiðar afhentir á flokksskrifstofunni kl. 9—-7 í dag símar 16724 — 15020. Borðpantanir
í Hótel Sögu eða í síma 20221 á fimmtudag kl. 4—7 og eftir kl. 4 á föstudag.
Félagar mætið' vel og takið með ykkur gesti og munið að panta miða tímanlega. í fyrra seld-
ust allir miðar upp á tveimur dögum.
Napalm varpað
á olíuskipið
PENZANCE, 29. marz (NTB-Reu-
ter) — Brezkar flugvélar gerðu
í dag margar árááir á flak olíu-
skipsins ,,Torrey Canyon“, skutu
af eldflaugum og vörpuðu napalm
sprengjum og mörgum öðrum
sprengjum. Eldslogarnir stigu 150
metra í loft upp, og er nú talið'
að skipinu hafi verið endanlega
útrýmt. Svo erfiðlega hefur geng-
ið að eyða skipinu að brezk blöð
kalla það ,,skipið sem neitar að
deyja“.
Alls voru gerðar fjórar árásir á
skipið. Eftir fjórðu árásina urðu
þrjár sprengingar og skutur skips
ins tættist í sundur. Eftir árásirn-
ar var skipið hulið reykjarmekki,
sem steig langt upp í loftið.
Nauðsynlegt reyndist að gera
nýjar loftárásir á olíuskipið því
að í ljós kom að eldurinn sem
brauzt út eftir loftárásirnar í gær
slokknaði þegar féll að og fór
flakið næstum því í kaf. Þegar féll
út var yfirbygging skipsins sýni-
leg svo og skuturinn, og var þá
ákveðið að gera nýjar/ sprengju-
árásir.
Olíubrákin frá flakinu heldur á-
fram að breiðast út og ógnar enn
beztu baðströndunum á suður-
strönd Englands, alls 240 km
flæmi.
Víða um lönd fara nú fram um-
ræður um þetta mál og leiðir til
að koma í veg fyrir olíuleka við
svipaðar kringumstæður. Yfirvöld
í ýmsum löndum hafa látið í ljós
áhyggjur, en hvergi eru menn
eins uggandi og í Frakklandi enda
er óttazt að olíubrákin frá ,,Torrey
Canyon“ berist að ströndum
Frakklands ef vindáttin breytist.
Fiskimið við Frakkland og bað-
strendur í Normandí og á Bret-
agneska'ga kæmust þá í hættu.
í Japan, þar sem flest stærstu
olíuflutningaskip heims eru smíð-
uð, er reynt að leita álits sér-
fræðinga, en greinilegt er að yf-
irvöld þar leggjast eindregið gegn
því að undirritaður verði alþjóð-
Framhald á bls. 14.
30. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
1