Alþýðublaðið - 30.03.1967, Page 4

Alþýðublaðið - 30.03.1967, Page 4
tamoj) Ritstjóri: Bonedikt Gröndal. Símar 14900—14903. — Auglýsingasfmi: 14906. — A'ðsetur: AljiýSuhúslð við Hveríisgötu, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa* sölu kr. 7.00 eintakið. - Útgcfandi: Alljýðuflokkuritm. Tillögur U Thants U THANT, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur lagt sig mjög fram um að koma á friði í Vietnam. Hefur hann lagt fram beinar tillögur, rætt við ófrið- aráðila í New York, heimalandi sínu Burma og víð- ar á ferðum sínum. Enn sem komið er hefur hann ekki náð árangri, en hann sýnir þrautseigju og þolinmæði þess austurlenzka búddatrúarmanns, sem hann er. Skömmu fyrir páska lagði U Thant fram nýjar til- lögur, sem hann telur mótaðar eftir aðstæðum ófrið- arins í dag. í þessum tiliögum gerir hann fyrst ráð fyrir vopnahléi og síðan nýrri Genfarráðstefnu um málefni Vietnam, en hið franska nýlendustríð austur þar var leitt til lykta á ráðstefnu í Genf, og var þar ákveðin skipting landsins. Því miður hafa ráðamenn Norður-Vietnam tekið friðarstarfi U Thants illa, og segja þeir, að ófriðurinn komi Sameinuðu þjóðunum ekki við. Er að vísu rétt, að hvorki Kína, Norður- eða Suður-Vietnam eru að' ilar að Sameinuðu þjóðunum. Hins vegar eru þar yfir 120 'aðrar þjóðir, og þær eiga rétt á að láta sig máli skipta ófrið, hvar sem hann brýzt út. Væri raun ar ekki óeðlilegt, að friður yrði saminn í Vietnam og um leið reynt að skapa viðunandi valdajafnvægi og öryggi í Suðaustur Asíu, meðal annars með því lað áðurnefnd ríki verði öll aðilar að Sameinuðu þjóð unum. Krafan um frið í Vietnam hefur styrkzt með hverri viku, en ráðamenn í Hanoi hafa valið þann óskyn- samlega kost að hafna bæði bréfi Johnsons og til- lögum U Thants og heimta skilyrðislausa brottför Bandaríkjamnnna. Það er ekki raunhæf afstaða og hefur þær einar afleiðingar að lengja ófriðinn. Fyrsta skrefið hlýtur að vera vopnahlé og síðan fundur við samningaborð — eins og U Thant leggur til. Þannig ætti 'að kveðja vopnin og hefja nýja baráttu - gegn hungri, fátækt og sjúkdómum. Frjálsari hátíð PÁSKAHELGIN er löng og yfirleitt vel þegin, þar eð hún kemur í lok hins langa og dimma vetrar. Stundum ber hún svip vorsins, oftar þó síðustu hryðj ur vetrarins, eins og farið hefur nú. Það er mikili galli á þessu langa helgihaldi, hve það mótast af úreltum félagslegum hugmyndum með alls konar boði og banni. Þessi þunglamalegi svipur pásk anna á aðeins við um föstudaginn langa, en uppris an er gleðiefni. Þess vegna þurfa páskarnir að verða frjálsari og léttari hátíð — ekki sízt í útvarpi og sjónvarpi en skemmtanir og samkomur ætti ekki að útiloka nema á föstudaginn langa. Utsala Á KULDASKÓM KVENNA aðeins í nokkra daga. Seljum fjölmargar tegundir fyrir mjög lágt verð, þar á meðal leðurstígvél kvenna, vandaða gerð, fyrir aðeins kr. 498.—. Notið þetta einstæða tækifæri. Skóval Austurstræti 18, Eymundssonarkjallara. Samkvæmisskór og Sandalar Frá Spáni Stórglæsilegt og fjölbreytt úrval tekið upp í dag. HAGSTÆTT VERÐ. SKÓVAL Austurstræti 18, Eymundssonarkjallara. ★ UMFERÐARLJOSIN ÓVIRK. Vegfarandi hefur sent okkur bréf sem er á þessa leið: „Daglega á ég leið um gatna- mót Miklubrautar og Lönguhlíðar sem fræg voru fyrir árekstra áður en loksins voru sett þar upp umferðarljós. Tilefni þessa bréfs er það, að í síðustu viku, á miðvikudaginn, nánar tiltekið, var ekið á einn umferðarljósastaurinn, með þeim afleiðingum, að ljósin urðu óvirk. Þetta var að sjálfsögðu eins og hvert annað óhapp, sem ævin- lega getur hent, en ástæðan til þess að ég sting niður penna og hripa ykkur þessar línur er sú, að á laugardaginn var ekki enn búið að gera við ljósin. Þann dag átti ég nokkuð oft þarna leið um. Stundum voru lögregluþjónar að stjórna um- ferðinni og gekk þá allt vel, en annars var um- ferðin látin um að stjórna sér sjálf, þá gekk svo sannarlega ekki allt vel. Það hlýtur að teljast alveg stór- furðulegt, að taka skuli þetta marga daga að gera við umferðarljósin á þessum fjölförnu gatnamót- um. Eitthvað er bogið við þennan seinagang. Ef allt væri með felldu ætti að vera hægt að kippa þessu í lag á nokkrum klukkustundum. Nú leikur mér forvitni á að vita livað það var, sem olli þessari töf, og vonandi ijáið þið réttum aðilum rúm í þessum dálki til að svara.” Við þetta bréf er því við að bæta, að skýringar hlutaðeigandi yfirvalda á þess- um seinagangi, verða birtar hér, ef þær berast blaðinu. Framhald á 14. síðu. 4 30. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.