Alþýðublaðið - 30.03.1967, Síða 6

Alþýðublaðið - 30.03.1967, Síða 6
(Ul. UMMMUMUMtMMtMMHMHtMMMHMMMUMMUMHMUMVMUMMMMUUMMMHHMMMMMMMMMMVMMHMMMMm1 EFLIST Á NÝIUSA MÚ fyrir skemmstu átti Tru- *" mankenningin svokallaða 20 ára afmæli, en þótt áhrifa hennar gæti enn þann dag í dag, vakti afmælið enga sér- staka athygli í Bandaríkjunum. Það var 12. marz 1947 sem Truman forseti lýsti því yfir á sérstökum aukafundi banda- ríska þjóðþingsins, að frá þeim degi va:ri það stefna Banda- ríkjanna að ,,styðja frjálsa menn b.igt með að skilja hana, raunum vopnaðra minnihluta- hópa til að brjótast til valda og gegn þvingunum erlendra ríkja.“ Þessi stefna, sem mörkuð var á þeim tíma þegar baráttan Igegn kommúnismanum var nán ast talin banájtta hins gótfi gegn hinu illa, er stefna banda rísku stjórnarinnar .enn þann dag í dag. í raun og veru er bún meginröksemd fyrir dvöl bandarí;ka herliðsins í Viet- nam. í opinberum yfirlýsing- um er sífellt lögð áherzla á þessa stefnu. einkum í yfirlýs- ingum Dean Rusks utanríkis- ráðherra. En eins og málum er háttað nú í dag, nýtur þessi stefna ekki lengur þess takmarkalausa Robert Kennedy stuðnings er hún eitt sinn naut. í rauninni eiga margir ungir menn búgt með að skilja hana, af ástæðum sem Robert Kenne- dy öldungadeildarmaður benti á í ræðu sem hann hélt fyrir skömmu: — „Það sem þeir muna um kommúnismann, eru ekki hreinsanir Stalíns og dauða- búðirnar, ekki einu sinni hinar hroðalegu afhjúpanir á 20. flokksþinginu, eða uppreisnin í Ungverjalandi. Þeir sjá heim, :þar sem kommúnistalöndin geta verið erkióvinir, eða jafn- vel vinsamleg í garð vestrænna landa, þar sem kommúnisminn er vissulega ekkert betri, en heldur ekki verri, en margar aðrar tegundir einræðisstjórn- ar víðs vegar í heiminum, ein- ræðisstjórnir, sem við gerum bandalög við, þegar við teljum að það þjóni hagsmunum okk- ar.“ En einnig eru margir roskn- ir Bandaríkjamenn, sem lifað hafa og muna atburðina á 'ár- unum eftir heimsstyrjöldina, farnir að draga gildi Truman- kenningarinnar í efa. ^UMIR — en ekki margir — lita svo á að Truman-kenning- in hafi verið glappaskot frá upphafi, að hún hafi einungis ögrað kommúnistum til að grípa til gagnráðstafana, til að herða tökin á stjórnmálalífinu í Austur-Evrópu með því að flæma ráðherra, sem aðhyllt- ust ekki kommúnisma, úr sam- steypustjórnum þeim er mynd-\ aðar voru i þessum löndum á árunum eftir heimsstyrjöldina. Eftir heimsstyrjöldina fyrri komu fram ýmsir sagnfræðing- ar sem héldu því fram að Þýzkalandskeisari bæri enga á- byrgð á heimsstyrjöldinni. Á sama hátt má nú finna „endur- skoðunarsinna" meðal nútíma- sagnfræðinga, sem telja að Sovétríkin eigi enga sök á því ■að „kalda striðið" hófst. En þeir eru fleiri sem telja, að Trumankenningin hafi verið rétt og nauðsynleg þegar hún var innleidd á sínum tíma, en að nú hafi hún þjónað sínu hlutverki og tími sé kominn til að taka hana til endurskoðun- ar eða jafnvel leggja hana nið- ur. Sumpart vegna þróunar inn- anlandsmála í Sovétríkjunum, sumpart vegna festu Banda- ríkjamanna, hefur eðli hins sovézka kommúnisma breytzt. Því telja margir, að Banda- rikjamenn ættu að viðurkenna þessa staðreynd og fagna henni en raunar hefur það þegar ver- ið gert að þó nokkru leyti. |^ENGRA til hægri í bandarísk- um stjórnmálum eru hinir herskáu íhaldsmenn, sem mjög lítið hafa breytt skoðunum sín um um kommúnismann. En Framhald á 10. síðu. Þetta hefur veri krautgjarn maður. Hann hefur að vísu verið uppi fyrir mörgum þúsundum ára og vafalaust lifað í afskaplega ólíkum heimi miðaV vi s þann sem við þekkjum. Þetta er Cromagnon maður og er allur skreyttur skartgripum úr Mamútbeinum. Ilann fannst nálægt Vladimir fyrir skemmstu. Nýbreytni Veitingahúsið Lídó er um þess ar mundir að taka upp nýbreytní í skemmtanalifi borgarinnar. Und anfarna mánuði hafa komið fram erlendir skemmtikraftar, — hvert kvöld, sem opið hefur verið. Nú er hugmyndin, að hinir erlendu aðilar komi fram, eftir sem áð- ur og verði vandað enn meira val á þeim, en hingað til, en auk þeirra liafa verið fengnir íslenzk ir listamenn til þess að leggja fram mikilsverðan skerf til a? koma upp heilli kvöldsýningu. með svipuðu sniði og gerist á hin um beztu veitingahúsum erlend is og nefnist „Floor show“. Þann 22. marz sl. var hleypt af stokkunum þessari kvöldsýn- ingu. Meðal listamanna, sem þá komu fram má nefna óperusöng\ arana Svölu Nielsen og Jón Sig urbjörnsson, sem munu í þetts sinn hafa sungið eitthvað af létt ara taginu. Sýndur var stórsnjall leikþátl ur, sem leikinn er af tveim okk ar þekktustu leikurum, síðan sá eftirhermumeistarinn Karl Ein- arsson um nokkurn hluta sýning arinnar. Þá skemmtu og dönsku fiölleikastúlkumar DORELLOS- svstur, en þær hafa vakið hér mikla athygli fyrir sírstæða sýn- ingu. .Einnig lék sextett Ólafs Gauks á kabarettssýningunni. Menningar- og verzlunarsýn- ing Dagana 4.—14. maí n.k. verður efnt til ítalskra menningar- og vei'zlunarsýninga hér í Reykja- vík, aðallega í Háskólabíói og Hó tel Sögu. Koma þar m. a. fram -sýningarstúlkur, frá tízku húsum Ítalíu, heimskunnur lista- maður heldur tónleika, ítalskur matsveinn kynnir ítalska rétti, kvikmyndir verða sýndar til kynn ingar á Ítalíu, ítalskri menningu og ítölskum vöi'um, endurprentan ir verða sýndar af itölskum lista- j verkum, og hérlendir kaupmenn kynna umboðsvörur sínar frá í- talíu. Að sýningum þessum standa viðskiptaráðuneyti Ítalíu, við- skipta- og menningardeildir italska sendiráðsins i Osló, og •’ðalræðismaður Ítalíu á íslandi. Hefur viðskiptafulltrúi ítalska ’endiráðsins í Osló, dr. Luigi Moi’rone, aðstoðað mjög við und- ''rbúning sýninganna, og er ný Mrinn héðan að loknum viðræð- um við sýningarnefnd, sem skip uð hefur verið. Hefur sýningun- um verið gefið heildarnafnið „La Linea Italiana“, eða ítalska línan. I sambandi við sýningarnar verður efnt til samkeppni um gluggaskreytingar í verzlunum horgarinnar. Er öllurn verzlunum, sem hafa ítalskar vörur á boð- stólum boðin þátttaka í þeirri Framhald á bls. 10 £ 30. marz 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.