Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1993, Side 16
16
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1993
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1993
25
Iþróttir
Motocross
íGrafarvogi
Pjórða og síöasta umferð sum-
arsins i motocrossi, sem gefur
stig til íslandsmeistara, verður
haldin á laugardaginn á svæði
Fjölnis aö Dalhúsum 2 í Grafar-
vogi. Keppt verður í opnum flokki
crosshjóla og x flokki iéttra bif-
hjóla. Búist er við hörkukeppni i
efri sætunum í crossflokki þar
sem menn eru mjög jafnir að stig-
um. Brautin í Grafarvogi er
fyrsta akstursíþróttabrautin á ís-
landi sem er í þéttbýli og er hún
með miklum og stórum stökkum,
svokölluðum þvottabrettum.
Keppt hefur verið í flokki léttra
bifhjóla í sumar eftir 12 ára hlé.
Keppnín hefst klukkan 16 og
stendurtilklukkanl8. -GH
Búnaðarbanka-
mótiðíKópavogi
Búnaðarbankinn í Kópavogi og
frjálsíþróttadeild Breiðabliks
hafa ákveöið að standa að frjáls-
íþróttamóti fyrir böm á aldrinum
14 ára og yngrí í Kópavogí. Kepp-
endum er skipt í flokka eftir kynj-
um og aldri: 13-14 ára fædd 1979
og 1980.11-12 ára fædd 1981-1982.
9-10 ára fædd 1983-1984 og 7-8 ára
fædd 1985-1986. Keppt verður í 60
m hlaupi, langstökki, kúluvarpi,
boltakasti og 600 m hlaupi. Skrán-
ing fer ffam á fóstudaginn í húsi
Breiðabliks við sandgrasvöllinn
milli kl. 20 og 22 í sima 641990 eöa
á Kópavogsvelli á laugardaginn
milli9ogl0. -GH
Þjálfara-
námskeiðhjáíSÍ
Fræösluneínd ÍSÍ mun gangast
fyrir tveimur þjálfaranámskeið-
um í september í íþróttamiðstöð-
inni í Laugardal. Grunnstig ÍSÍ
(þjálfari barna og unglinga) hefst
föstudaginn 10. september klukk-
an 16 og lýkur sunnudaginn 12.
september klukkan 16.30. A-stig
ÍSI (þjálfari fulloröinna) verður
24., 25. og 26. september. Skráning
og nánari upplýsingar eru á skrif-
stofu ÍSÍ í síma 813377.
-GH
Púttmótí
Keflavík
Fyrir skömmu var haldiö hið
árlega púttmót Umboðsskrifstofu
Helga Hólm á púttvellinum í
Keflavík. Leiknar voru 36 holur
og voru úrslit þessi:
11 ára og yngri 14 keppendur
l. Elmar J. Bjömsson...72
12-15 ára - 13 keppendur
1. EinarSnorrason......71
16-35 ára - 10 keppendur
1. Jóhann Júlíusson....70
36-50 ára -13 keppendtir
l.OrriStefánsson.......68
51-60 ára 7 keppendur
l.Helgi Hólm...........70
61-70 ára - 16 keppendur
1. Ingvar Oddsson......70
71-80 ára - 23 keppendur
l.PéturKárason.........66
80 ára og eldri - 5 keppendur
1. Kristján Oddsson....69
-GH
FH-ÍBV
í kvöld leika FH og ÍBV í Get-
raunadeildinni í knattspymu.
Leikurinn átti upphaflega aö vera
fyrir 8 dögum en var þá frestað
vegna þess að Kyjamenn komust
ekki til lands. Það má búast við
baráttuleik á Kaplakrika þar sem
mikið er í húfi fyrir bæði lið.
FH-ingar betjast fyrir að halda
2. sæti deildarinnar sem gefur
sæti í Evrópukeppni og Eyja-
menn berjást um að halda sér í
deildinni en þeir eru sem stendur
í buliandi fallhættu. Leikur lið-
anna fer fram á Kaplakrikavelli
klukkan 18.30. -RR
ítalska knattspyman af stað á sunnudaginn:
Mörg félög sækja
hart að AC Milan
Knattspyrnuvertíðin á Ítalíu hefst
af fullri alvöm á sunnudaginn en þá
verður flautað til leiks í einni sterk-
ustu deildakeppni heims í knatt-
spyrnu, 1. deildinni á Ítalíu. Nokkuð
hefur verið um breytingar hjá félög-
unum frá síðasta keppnistímabili en
þá fógnuðu leikmenn AC Milan
meistaratitlinum annað árið í röð
eftir að hafa haft umtalsverða yfir-
burði.
í fyrsta sinn í 6 ár byrjar AC Milan
keppnistímabilið án Hollendinganna
þriggja, Marcos van Basten, Franks
Rijkard og Ruuds Gullitt. Basten er
ekki búinn að ná sér eftir uppskurð
sem hann gekkst undir í sumar á
ökkla, Rijkard er genginn til liðs við
sitt gamla félag, Ajax í Hollandi, og
Gullitt mun leika með Sampdoria á
Ítalíu í vetur. Þessir þrír leikmenn
hafa verið burðarásar í liði Milan
undanfarin ár og brotthvarf þeirra
Rijkards og Gullitts mun óneitanlega
veikja þetta geysisterka lið.
Silvio Berlusconi, eigandi AC
Milan, hefur ekki dáið ráðalaus og
fyrir þetta keppnistímabil hefur
hann keypt átta leikmenn fyrir 13
milljónir dollara eða sem svarar
rúmlega 900 milljónum íslenskra
króna. í þessum pakka eru Daninn
Brian Laudrup, sem kemur frá Fior-
entina, rximenski sóknarmaðurinn
Florin Raducioiu frá Brescia, mark-
vörðurinn Mario Ielpo, sem lék með
Cagliari, varnarmaðurirm Christian
Panucci, sem keyptur var frá Genoa,
Alessandro Orlando vamarmaður,
sem kemur frá Udinese, Christian
Lantignotti núðjumaður, sem keypt-
ur var frá Udinese, auk þess senx
Angelo Carbone núðvallarleikmaður
snýr til baka eftir að hafa verið lán-
aður til Bari og síðar Napoli.
Sparksérfræðingar á Ítalíu er
þeirrar skoðunar að baráttan um
meistaratitilinn eigi eftir að verða
geysihörð í vetur. Inter Milan, sem
varð í öðm sæti á síðasta keppnis-
tímabili, hefur keypt tvo hollenska
landsliðsmenn, þá Dennis Bergkamp
og Wim Jonk, og eru líklegir til af-
reka.
Sampdoria hefur fengið til liðs við
sig tvo frábæra knattspymumenn,
þá Ruud Gullitt og David Platt, og
með þessa siúllinga innanborðs gætu
þeir hæglega blandað sér í hóp efstu
liða. Enski landsliðsmaðurirm Des
Walker hefur hins vegar yfirgefið
herbúðir Sampdoria og leikur nú
með Sheflield Wednesday.
Parma, sem tryggði sér sigur í
UEFA-keppninni og þótti vera með
besta liðið á Ítalíu seinni hluta móts-
ins, ætlar sér stóra hluti og hefur
meðal annars fengið Gianfranco Zola
frá Napoli til liðs við sig.
Lið Juventus verður öragglega
meö í baráttunni en félagiö hefur þó
misst tvo sterka leikmenn, þá David
Platt og framherjann Perluigi Cas-
erachi, frá því í fyrra.
Lið Roma hefur gengið illa síðustu
árin og menn þar á bæ vona að með
tilkomu markahróksins Abels Balbo,
sem skoraði 21 mark fyrir Udinese í
fyrra, verði liðið í toppbaráttunni en
þar er nýr þjálfari við völdin, Carlo
Mazzone sem kom liði Cagliari í Evr-
ópukeppni á síðasta keppnistímabili.
Þá má ekki gleyma liði Torino. Þar
era helstu breytingar þær að keyptir
hafa verið Króatinn Robert Jarni,
varnarmaður sem kemur frá Bari,
framherjinn Marco Osio frá Parma,
Enzo Francescoli, framherji sem lék
með Cagliari, og markvöröurinn
Giovanni Galli sem kemur frá Na-
poli. Torino hefur hins vegar misst
belgíska landsliðsmanninn Enzo
Scifo til Monaco, framherjann Casa-
grande til Flamengo og varnarmann-
inn Pasquale Bruno til Fiorentina.
Þessi listi er engan veginn tæmandi
og lið eins og Lazio og Cagliari gætu
allt eins gert þessum félögum, sem
áður eru nefnd, skráveifu. Yfirburðir
AC Milan hafa verið miklir undan-
farin tvö ár en nú þykjast menn sjá
að veldi þeirra verði ógnað og að leik-
menn liðsins þurfi að minnsta kosti
að hafa mikið fyrir því að verja titil-
inn. -GH
Nýju leikmennirnir átta sem leika með AC Milan á næsta tjmabili.
IÞROTTAFELAGIÐ LEIKNIR
óskar eftir að ráða knattspyrnuþjálfara
fyrir meistaraflokk nk. keppnistímabil.
Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild
DV, merkt „Leiknir".
ISLAIUD - USA
31. ÁGÚST KL. 20:00
Starfandi dómarar og aðrir nxeð gild aðgangskort
fá afhenta aðgöngumiða á leikinn á Laugardalsvelli,
þriðjudaginn 31. ágúst kl. 11:00 - 18:00.
ATH! MIÐAR VERÐA EKKIAFHENTIR
FYRIR UTAN PENNAN TÍMA.
Aðilar utan af landi, með gild aðgangskort, geta hringt
á skrifstofu KSÍ þriðjudaginn 31. ágúst kl. 08:00 - 12:00
og látið taka frá fyrir sig miða sem síðan verða afhentir
samkvæmt nánara samkomulagi.
OpnaSparisjóðs-
mótiðígolfi
Opna Sparisjóösmótiö í golfi veröur hald-
ið á laugardaginn hjá Golfklúbbnum
Keih í Hafnarfiröi. Keppnisfyrirkomu-
lagið er 18 holna höggleikur og veröa
veitt glæsileg verölaim í formi vöruút-
tekta fyrir efstu sætin með og án forgjaf-
ar og þá eru vöraúttektir fyrir að verða
næst holu á 6., 9. og 16. braut og á 18.
braut í tveimur höggum. Þá fær heppinn
keppandi óvæntan glaðrting í mótslok
verði hann á staðnum. Ræst verður út
frá klukkan 8 og er skráning í síma
653360. -GH
Dregið í bikarnum
í gær var dregið í 2. umferð enska deilda-
bikarsins. Englandsmeistarar Manchest-
er United drógust gegn Þorvaldi Örlygs-
syni og félögum í Stoke. Arsenal, bikar-
meistaramir frá í vor, dróst gegn Hudd-
ersfield.
Wrexham - Nott. Forest, WBA -
Chelsea, Fulham - Liverpool, Sunder-
land - Leeds, Coventry - Wycombe,
Blackbum - Boumemouth, Bamsley -
Peterboro, West Ham - Chesterfield,
Lincoln - Everton, Hereford - Wimble-
don, Crystal Palace - Charlton, Bum-
ley - Tottenham, Huddersfield - Arsenal,
Swansea - Oldham, Bolton - Sheff. Wed.,
Bamet - QPR, Southampton - Shrews-
bury, Stoke-Man. Utd., Man. City-
Reading/Northampton, Birmingham -
Aston VUla, Blackpool - Sheff. Utd.,
Middlesboro - Brighton, Grimsby - Hart-
lepool, Swindoon - Wolves, Tranmere-
Oxford, Rotherham-Portsmouth, Leic-
ester - Rochdale, Watford - Millwall, Ex-
eter - Derby, Bradford - Norwich,
Ipswich - Cambridge. -RR
Iþróttir
Þórður Guðjónsson skorar fyrir Skagamenn í gærkvöldi og Víkingar koma ekki við vörnum. A innfelldu myndinni mótmæla Vikingar ákvörðun Kára Gunnlaugsson-
ar dómara og ekki í eina skiptið í leiknum. Kári dæmdi mjög illa og allir sem nálægt leiknum komu voru viti sinu fjær af vonsku. DV-myndir GS
Hreinn skrípaleikur
- öruggur sigur Skagamanna gegn Víkingi, 1-3, eftir að Víkingur komst yfir, 1-0
„Það var mikil harka í þessum leik
eins og við var að búast. Þetta var mjög
grófur leikur og dómarinn hafði engin
tök á honum,“ sagði Sigurður Jónsson
Skagamaður eftir að íslandsmeistarar
ÍA höfðu unnið öruggan sigur á Víkingi
í leik hðanna í Getraunadeildinni á
Valbjamarvelli í gærkvöldi. Lokatölur
1-3 eftir að Víkingur haíði haft forystu
í leikhléi, 1-0. Sigurður var í leikbanni
í gærkvöldi.
Atli Helgason skoraði úr aukaspyrnu
fyrir Víking í fyrri hálíleik en í þeim
síðari skoraði Þórður Guðjónsson tví-
vegis og Haraldur Ingólfsson þriðja
markið. Skagamenn fengu tækifæri til
að bæta við mörkum en Guðmundur
Hreiðarsson, markvörður Víkings, kom
í veg fyrir það með góðri markvörslu.
Allt vitlaust frá byrjun
Leikur liðanna í gærkvöldi var hreint
dæmalaus. Kári Gunnlaugsson dómari
missti öll tök á honum strax í byrjun
og leikmenn og þjálfarar liöanna rifust
hver í kapp við annan. Þjálfarar liðanna
meira að segja innbyrðis og skeytasend-
ingar þeirra voru athyglisverðar, svo
ekki sé meira sagt. Knattspyman varð
að aukaatriði.
Frammistaða dómarans var fyrir neð-
an allar hellur og það verður að segjast
eins og er að Kári Gunnlaugsson er alls
ekki fær um að dæma í 1. deild. Það
verður að gera eitthvað í málunum. Ef
leikmenn sýna ekki nægilega getu hjá
þjálfurum er þeim skipt út af eða þeir
komast ekki í lið. Það sama á að gera
við dómara sem ekki valda hlutverki
sínu. Það sem virðist hins vegar vanta
hjá dómurum er aðhald - nefnd eða
dómstóll sem refsar mönnum sem ekki
standa sig og verðlaunar þá sem standa
sig vel. Ef menn gera eins rækilega í
buxurnar og dómarinn í gærkvöldi á
að gefa honum hvíld frá dómgæslu í 1.
deild en ekki láta viðkomandi halda
áfram að dæma eins og ekkert hafi
ískorist.
Það er alvarlegt mál þegar dómarar
hreinlega eyðileggja leik eftir leik í 1.
deild. En þrátt fyrir að dómgæslan sé
svo hroðcdega léleg sem í gærkvöldi
verða leikmenn og þjálfarar að reyna
að halda ró sinrn þó það sé skiljanlega
erfitt í leikjum eins og í gærkvöldi.
Dómarinn gerði aragrúa mistaka í
leiknum. Yfirferð og staðsetningar voru
lélegar, hann tók seint eftir aðgerðum
línuvarða, allar ákvarðaiúr mjög tilvilj-
anakendar, byrjaði alltof seint að gefa
leikmönnum spjöld, sem varð til þess
að leikurinn fór út í hreina vitleysu og
skrípaleik, lét stöðug hróp þjálfara og
svmrðingar sem vind um eyru þjóta
og er þá fátt eitt talið.
Nóg um dómgæsluna og vonandi fer
þessu að linna. Knattspyraumenn og
áhorfendur eiga betra skilið. Víkingar
héldu í við meistarana í fyrri hálfleik
en eftir að Thomas Jawozek var vikið
af leikvelli á 63. mínútu skoruðu Skaga-
mexm tvívegis og í gærkvöldi tryggðu
þeir sér endanlega íslandsmeistaratitil-
inn.
-SK
Vikingur
Akranes
(1)1
(0)3
1-0. Atli Helgason á 39. mín.
1-1. Þórður Guðjónsson á 51. mín.
1-2. Þórður Guðjónsson á 71. mín.
1-3. Haraldur Ingólfsson á 90.
min.
Lið ÍA: Kristján (1), Lúkas (2),
Sturlaugur (1), Theódór (1), Ólaf-
ur A. (2), Þórður (2), Alexander
(1) (Pálmi 88. mín.) (1), Sigur-
steinn Gíslason (2), Bibercic (1)
(Brandur 73. mín.) (1), Ólafur (1),
Haraldur (2).
Lið Víkings: Guðmundur (2),
Kristinn (1) (Lárus á 73. mín. (1)),
Björn (1), Jaworek (1), Stefán (1),
Marteinn (Einar Örn á 80. mín)
(1), Guðmundur G. (1), Guðmund-
ur S. (1), Atli (2), Hólmsteinn (2),
Hörður (1).
Gul spjöld: Jaworek, Stefán,
Atli í Víkingi og Sturlaugur, The-
ódór, Ólafur A. og Bibercic í ÍA.
Rautt spjald: Thomas Jaworek,
Víkingi á 63. mín.
Dómari: Kári Gunnlaugsson:
Afspyrnuslakur.
Áhorfendur: Um 400.
Aðstæður: Erfiðar. Mikið rok.
Gríðarlegur áhugi
Það er gríðarlegur áhugi fyrir úrslitaleik ÍA og ÍBK í Mjólkurbikarkeppninni í
knattspymu sem fram fer á Laugardalsvelli klukkan 14 á sunnudaginn. A Akra-
nesi höfðu í gærkvöldi selst tæplega 1000 miðar í forsölu, en það er algjört met að
sögn forráðamanna ÍA, og i Keflavík var búið að selja um 500 miða.
Þessi úrslitaleikur verður sá 34. í rööinni. Skagamenn leika nú til úrslita 114. sinn
en fimm sinnum hafa þeir íagnað sigri, síðast árið 1986. Kefivíkingar leika til úrslita
í 6. sinn en þeir hafa einu sinni orðið bikarmeistarar. Það var árið 1975 þegar þeir
lögðu einmitt Skagamenn að velJi, 1-0.
Guöjón Þórðarson, þjálfari ÍA, segist reikna með hörkuleik. Hann segir að staða
ÍA-líösins í Getraunadeildinni gefi þeim ekkert forskot í þennan bikarúrslitaleik
enda spilist svona leikir allt öðruvísi. Tveir leikmenn Skagaliösins eru tæpir vegna
meiðsla, að sögn Guðjóns, en þeir Alexander Högnason og Þórður Guðjónsson meidd-
ust báðir gegn Víkingi í gær.
Kjartan Másson, þjálfari ÍBK, tók í sama streng og Guðjón og sagði að ógerningur
væri að spá fyrir um úrslit leiksins. Hann segir að leikurinn verði raikil upplifun
fyrir leikmenn sína og að þeir muni örugglega leggja sig alla fram enda muni það
ekki veita af gegn jafhsterku liði og ÍA. Allir leikmenn IBK eru heilir.
wm ' H & IHfll ÁiH
Kvartmíla:
Síðastakeppnin
Keppnistímabili akstursíþrótta-
manna er óðum að ljúka og verður
síðasta kvartmílukeppni sumars-
ins, „Níels puplic-house“ kvart-
mílan, haldin á kvartmilubraut-
inni við Straumsvík á laugardag-
inn og hefst hún kl. 14.
Keppt verður í sjö flokkum sem
eru mjög fjölbreyttir. Þar verður
allt frá kraftmiklum sérsmíðuðum
kvartmílubílum niður í venjulegar
skellinöörur. Allir keppendur eiga
það þó sameiginlegt að ná. eins
miklum krafti úr tækjum sínum
og mögulegt er. Kvartmílan er ein
þeirra fáu íþróttagreina sem ekki
er hægt að stunda í rigningu og
verður keppninni frestað ef blautt
verður. Þó ætti fólk að hafa þaö í
huga að þótt rigni í Reykjavík get-
ur verið þurrt á kvartmílubraut-
inni.
-Ása Jóa
Botnmn
Unglingalandsliðið i körfuknatt-
ieik tapaði naumlega fyrir Úkra-
ínuraönnum, 84-97, í milliriðli
Evrópumótsins i Þýskalandi i gær.
íslenska liðið haföi yfir í upphafi,
21-7, en Úkraínumenn jöfnuðu
skömmu fyrir hlé, 31-31. í ielk-
hléinu höfðu þeir yflr, 36-37. í síð-
ari háifleik sigu þeir fram úr, 60-65
og 78-86, þegar fjórar mín. voru til
leiksloka. Þá datt botninn úr leik
íslenska liðsins sem tapaði með 13
stiga mnn eins og fyn- segir.
Stig ísléhska liðsins: Helgi Guð-
finnsson 36, Ólafur Ormsson 25,
Hafsteinn Lúðvíksson 7, Amþór
Bfrgisson 5, Friðrik Stefánsson 5,
Ómar Sigmarsson 2, Gunnar Ein-
arsson 2 og Bergur Emilsson 2. -BL
Wegerle
í hópnum
gegn
íslandi
Roy Wegerle, miðvallarleik-
maður Coventry, er meðal leik-
manna í landsliðshópi Bndaríkj-
anna sem leikur gegn íslenska
landsliðinu á Laugardalsvelli á
þriðjudaginn.
Wegerle hefur skorað grimmt í
fyrstu leikjum Coventry í ensku
úrvalsdeildinni. Bandaríska liðið
er nú í æfingabúðum í Kaliforníu
qg býr sig þar undir leikinn gegn
íslandi og leik gegn Noregi 8.
september. -BL
afturtilSixers
Philadelphia ’76ers í NBA-deild-
inni hefurfest kaup á míðherjan-
um gamalreynda, Moses Malone.
Kappinn, sem orðinn er 38 ára
gamall, er ekki ókunnugur í her-
búðum Sixers. Hann var ein
skærasta stjama iiðsins fyrir
réttum 10 árum er liðiö varð
NBA-meistari. Hann var síðan
seldur frá félaginu 1986. í ein-
hverri umdeildustu sölu í manna
minnum. Síðan þá hefur jafnt og
þétt sigið á ógæfuhliðina hjá fé-
laginu sem nú er eitt það lakasta
í deildinni. Ekki er Malone ætlað
að verða á ný stjama hjá félaginu
heldur mun hlutverk hans verða
að keima nýliðanum Shawn
Bradley, sem er 2,30 m á hæö,
réttu miðherjahreyfingarnar og
þá grimmd sem þarf til að standa
sig. Þá mun Malone verða vara-
maður fyrir Bradley.
GilKamtíl NJ Nets
Armon Gilliam, sem lék með
Sixers á síðasta keppnistíroabili,
hefur gert samning við New Jers-
ey Nets en Gilliam var ásamt
mörgum öðrum leikmönnum
settur á sölulista til að fjármagna
kaupin á Shawn Bradley.
TomChambers
fórtílUtahJazz
Samningur Tom Chambers við
Phoenix Suns rann út í vor og
kappinn hefur nú gengið til liðs
við Utah Jazz.
Syfjaði Eric
Eric „Sleepy" Floyd, bakvörður
Houston Rockets, hefur fært sig
um set imxan Texasfylkis. Hann
hefur gert eins árs samning við
San Antonio Spurs. Spurs héfur
einnig samið við bakvörðinn
Chris Whitney.
Dallas Marericks, botnlið NBS-
deíldarínnar á síðasta keppnis-
tímabili, hefur keypt framherj-
ann Ron „Popeye" Jones og gert
við hann eins árs samning sem
má framlengja.
afturtil Rockets
Calvin Murphy, sem rekinn var
úr starfi hjá Houston Rockets fyr-
ir nokkru, hefur nú verið ráðinn
aftur til starfa hjá félaginu.
Murphy gegndi starfi upplýs-
ingafulltrúa og þjálfara með sér-
stök verkefni. Hann var fyrrum
leikmaöur liðsins, sá þekktasti í
sögu félagsins. Rockets hefur
samið við leikmenmna sem vald-
ir voru í háskólavalinu í vor en
þeir eru bákvöröurinn Sarn Cass-
ell, framherjinn Richard Petr-
uska og miðherjimi Eric Riley.
EdwardsviðAtíanta
Atlanta Hawks hefur náð sam-
komulagi við nýliðann sem það
valdi íýrstan í liáskólavalinu.
Hann hcitir Doug Edwards og lék
með Florida State háskólanum.
Fyrir sex ára samning fær Edw-
ards í sinn hlut um 80 milljónir
ísl. kr.
Cleveland Cavaliers og fyrsti
valkostur þeirra í háskólavalinu,
framherjinn Chris Mills. hafi
komist að samkomulagi. Mills lék
áður með Arizona háskóla.
Gamla þriggja stiga purnpan
Craig Hodges, sem síðast lék með
Chicago Bulls í NBA-deildinni,
mun leika með Clear Cantu í ít-
ölsku úrvalsdeildinniívetur. -BL