Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1993, Qupperneq 24
32
Smáauglýsingar - Sími 632700
Höfum 5 gerðir Jötut viöar- og kolaofna,
reykrör o.fl. Blikksmiðjan Funi,
Smiðjuvegi 28,200 Kópav., s. 91-78733.
Ottó pöntunarlistinn er kominn.
Haust- og vetrartískan. Stærðir fyrir
alla. Glæsilegar þýskar gæðavörur.
Verð 600 + burðargjald.
Pöntunarsími 91-670369.
Nýi Kays vetrarlistinn, verð 600 án bgj.
Nýjasta vetrartískan, jólagjafimar og
allt. Pantið, það er ódýrara. Pöntunar-
sími 91-52866. B. Magnússon hf.
■ Verslun
ÓDÝRAR
SPAÐAVIFH'R í LOFT
• Poulsen, Suðurlandsbraut 10.
Sími 91;686499.
St. 44-58. Stretsbuxur/reiðbuxnasnið.
Stóri listinn, Baldursgötu 32, s. 91-
622335. Einnig póstverslun.
Komdu þægilega á óvart. Fullt af
glænýjum vörum: stökum titrurum,
settum, kremum, olíum, nuddolíum,
bragðolíum o.m.fl. f. dömur og herra.
Sjón er sögu ríkari. Allar póstkröfur
dulnefndar. R&J, Grundarstíg 2, s.
14448. Opið 10-18 v.d., laugard. 10-14.
Instant white tannhreinsiefnin gera
tennur þínar hvítar og fallegar.
Frábær árangur! Allt náttúmleg efni.
Fást í betri apótekum, einnig í
pantanasíma 91-657933 (símsvari eftir
lokun). Hansaco hf.
■ Vagnar - kenur
Dráttarbeisli - Kerrar
Dráttabeisli, kerrur. Framleiðum allar
gerðir af kermm og vögnum, dráttar-
beisli á ailar teg. bíla. Áratuga
reynsla. Allir hiutir í kermr og vagna.
Hásingar 500 kg 20 tonn, með eða
ákn bremsa. Ódýrar hestakerrur og
sturtuvagnar á lager. Vinnuskúrar á
hjólum. Veljum íslenskt.
Víkurvagnar, s. 684911, Síðumúla 19.
■ Bátar
Til sölu er þessi b^tur. Fönix IS 448
með krókaleyfi. Uppl. í síma 94-3442.
■ Bílar til sölu
Til sölu Ford Bronco, árg. ’85, fullbúinn
fjallabíll, ný 38" dekk, 12" álfelgur,
læstur. Bíll í toppstandi. Uppl. veitir
Bílasala Keflavíkur, sími 92-14444, og
eftir kl. 19 í síma 92-14266.
Til sölu Daihatsu Feroza SXI, árg. ’91,
ekinn 28 þús., skipti athugandi, verð
1180 þús. Uppl. veitir Bílasala Kefla-
víkur, sími 92-14444, og eftir kl. 19
92-14266.
Mazda RX7, árg. ’88, rafdr. rúður, sól-
lúga, álfelgur o.m.fl. Verð aðeins 900
þús. Uppl. veitir Bílasala Keflavíkur,
sími 92-14444, og eftir ki. 19 92-14266.
Til sölu Toyota Carina E, árg. ’93, ekinn
12 þús., sjálfskiptur, ÁBS, skipti at-
hugandi. Verð 1780 þús. Uppl. veitir
Bílasala Keflavíkur, sími 92-14444, og
eftír kl. 19 92-14266.
■ Jeppar
Jeep-Comanche, árg. '86, til sölu.
Upplýsingar í síma 9246645 og 985-
39754.
Sp?r TSflí>Á Áft SPMdiniWÍ
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1993
Fréttir
Guðmundur Ámi Stefánsson:
Boðar enga óáran í
heilbrigðiskerfinu
„Það raun ekki verða nein óáran í
heilbrigðiskerfinu í kjölfar spamað-
artillagna minna. Fólk þarf ekki að
óttast um hag sinn innan þess þétta
velferðarkerfis sem það býr við. Það
verður engum grunnstoðum kippt
burt í því sambandi," segir Guð-
mundur Ámi Stefánsson, heilbrigð-
is- og tryggingaráðherra.
Á löngum ríkisstjómarfundi í gær-
dag var farið yfir spamaðar- og nið-
urskurðartillögur einstakra ráð-
herra í tengslum við fjárlagagerðina.
Nýr fundur hefur verið boðaður í
ríkisstjóminni um helgina vegna
fjárlagagerðarinnar.
Meðal þeirra tillagna, sem Guð-
mundur Ami hefur lagt til, er að tek-
ið verði upp nýtt sjúkratrygginga-
gjald og að Landakotsspítala verði
breytt í öldrunarstofnun. Samkvæmt
heimildum DV em fyrirhugaðar
ýmsar tilfærslur á verkefnum milh
stofnana og einstaka stofnanir verða
lagðar niður. Þá hefur verið rætt um
aukna tekjutengingu innan heil-
brigðis- og tryggingakerfisins.
Aðspurður vildi Guðmundur Ami
ekki greina frá einstökum tillöginn
sínum í fjárlagagerðinni. Um væri
að ræða heildstæðar tillögur upp á
stórar tölur.
-kaa
Ekið var á mexíkóskan mann við Vatnsmýrarveg um klukkan eitt í gærdag. Maðurinn hlaut nokkuð alvarleg höfuð-
meiðsl og var fluttur á Borgarspítalann til aðhlynningar. Að sögn læknis var líðan hans nokkuð góð I morgun og
á sennilega að útskrifa hann I dag. Maðurinn var á ferð um Vatnsmýrarveg ásamt konu sinni þegar óhappið varð
og ætlaði sér að fara suður yfir götuna þegar billinn kom og ók á hann og kastaðist maðurinn upp á vélarhlíf bílsins
og á framrúðuna sem brotnaði. Mjög löng hemlaför mældust eftir bifreiðina. Að sögn lögreglu ætluðu hjónin úr
landi síðdegis i gær en ekkert varð af því. DV-mynd Sveinn
Menning_______________________
Óperukvöld hjá Óperusmiðju
Tónleikar voru haldnir í húsnæöi F.I.H. við Rauða-
gerði í gærkvöldi á vegum Kammerklúbbs Ópem-
smiöjunnar. Þar komu fram Höm Hrafnsdóttir, messó-
sópran, Magnús Steinn Loftsson, tenór, Sigríður Ell-
iðadóttir, alt, Stefán Amgrímsson, bassi, Guörún Jóns-
dóttir, sópran, Ragnar Davíðsson, baríton, Ingibjörg
Guöjónsdóttir, sópran, Bjöm Björnsson, baríton, og
Ingibjörg Marteinsdóttir, sópran. Undirleik á píanó
önnuðust Svana Víkingsdóttir og Jóhannes Andreas-
sen. Sungnar vora óperaaríur eftir Gluck, Saint Sa-
ens, Donizetti, Verdi, Thomas, Bizet, Wagner, Puccini,
Mozart, Cilea og Gounod.
Þarna var eins og sjá má af upptalningunni að ofan
saman kominn myndarlegur hópur söngvara til þess
að takast á við ýmis þekktustu viðfangsefni óperabók-
menntanna. Þeir vora misjafnlega langt komnir í Ust-
inni, sumir skammt komnir frá skólabekknum, aðrir
sýndu öryggi, sem reynslan ein getur gefið. Hitt fór
ekki á milU mála að allt þetta fólk tókst á við list sína
í fullri alvöru og dró hvergi af sér. Því er ekki að neita
að stundum furðar höfundur þessara Una sig á þeirri
ósérhlífni og einbeitni sem íslenskt tónUstarfólk sýnir
í Ustiðkun sinni.Tökum dæmi af ungri söngkonu sem
heldur tónleika í einhverjum af sölum borgarinnar.
Að baki er langt og strangt nám , sem að minnsta
kosti hefur staðið í áratug. Undirbúningur tónleikanna
tekur að minnsta kosti ár. Hún flytur efnisskrána ef
vel tekst til tvisvar til þrisvar sinnum. Hún fær enga
greiðslu sem taU tekur fyrir ómakið. Fjölmiðlafrægð
ekki heldur, ein fréttatilkynning og stutt umsögn í
blaði er aUt sem þar er að vænta. Sú eina umbun sem
henni feUur í skaut og einhvers er verð er að vera
þátttakandi í iðkun göfugrar Ustar. Hætt er við að t.d.
íslenskum kvikmyndaleikstjórum þætti það þunnur
þrettándi. Miðað við hávaðasamt glamrið sem stöðugt
stendur um íþróttir, stjómmál og skemmtUðnað lands-
manna fer tónUstarlífið nánast fram í kyrrþey. Fáir
gera sér grein fyrir þeim mikla fjölda' fólks sem á
hverju ári streymir inn á alvarlega tónleika af ótrú-
lega fiölbreyttu tagi, sem haldnir eru á höfuðborgar-
svæðinu. Engum stjómmálamanni hefur dottið í hug
að reyna atkvæðaveiðar á þessum miðum með boöi
um húsbyggingar eða öðru þess háttar. Fjölmiðlastjór-
arnir hafa ekki hugmynd um þetta ólgandi Uf. Hið
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
hljóðláta yfirbragð tónUstarstarfsins er í góðu sam-
ræmi við þá hógværð og einlægni sem einkennir margt
sem þar er gert og er bestur vitnisburður um ágæti
þess. Við skulum vona að það fái að haldast í friði.
Þessar hugleiðingar eru auðvitað útúrdúr en komu
ósjálfrátt upp í hugann á tónleikunum í gærkvöldi þar
sem áheyrendur vora andspænis þessum myndarlega
hópi Ustafólks. Allir höfðu eitthvað til síns ágætis, en
meðal þeirra sem sköraðu fram úr má nefna Ingibjarg-
ir tvær, aðra Guðjónsdóttur, hina Marteinsdóttur, sem
höfðu hvor sinn stíl, en sungu báðar hrífandi vel.
Guðrún Jónsdóttir sýndi mjög góð tilþrif og Magnús
Steinn Loftsson einnig. Fleiri mætti telja þótt því verði
sleppt hér. Píanóleikaramir Svana Víkingsdóttir og
Jóhannes Andreassen komust í aðalatriðum vel frá
sínu. Það hefur verið einkar fróðlegt að kvnnast því
hvað Óperasmiðjan hefur í pokahominu og vonandi
mega tónUstarunnendur eiga von á óperasýningu á
hennar vegum á næstunni.