Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1993, Side 25
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1993
33
Tilkyimingar
Hjónaband
Þann 29. maí voru gefin saman í hjóna-
band í Ólafsvikurkirkju af sr. Friðriki J.
Hjartar Olga Guðrún Gunnarsdóttir
og Jens Brynjólfsson. Þau eru til heim-
ilis að Túnbrekku 15, Ólafsvík.
Ljósm. Ljósmst. Mynd.
Þann 7. júlí voru gefin saman í hjónaband
í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthías-
syni Helga Helgadóttir og Júlíus Jón-
asson. Heimili þeirra er á Spáni.
Ljósm. Sigr. Bachmann.
Þann 10. júlí voru gefm saman í hjóna-
band í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthí-
assyni Guðlaug Gísladóttir og Theó-
dór Sveinjónsson. Þau eru til heimilis
að Unufelli 5, Reykjavik.
Ljósm. Jóh. Long
Fyrirlestur
Norðurlönd og umheimurinn
í dag, fóstudag, kl. 17.00 heldur Godelieve
Laureys prófessor fyrirlestur í fundarsal
Norræna hússins. Hann nefnist „Hur ser
omvárlden pá Norden". Fyrirlesturinn
verður á sænsku.
Samband ungra framsóknar-
manna
heldur ráðstefnu á morgun, laugardag-
inn 28. ágúst, í íþróttamiðstöðinni á Laug-
arvatni, þar sem sveitarstjómarmál og
sameining sveitarfélaga verða í brenni-
deph. Allar nánari upplýsingar em veitt-
ar á skrifstofu samtakanna í síma 91-
624480 (Anna) eða hjá Sigurði Sigurðs-
syni, formanni SUF, í síma 97-11480 (kl.
9-18).
Félag eldri borgara í Kópa-
vogi
Félagsvist verður spiluð í félagsmiöstöð-
inni Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi, í
kvöld, fostudagskvöld, kl. 20.00. Húsið
öllum opið.
Félag eldri borgara í Reykja-
vík
Göngu-Hrólfar fara frá Risinu kl. 10.00 á
morgun, laugardag. Leikfélagið Snúður
og Snælda heldur félagsfund miöviku-
daginn 1. sept. kl. 15.00 í Risinu, Hverfis-
götu 105. Rætt verður um vetrarstarfið
og næsta leikrit. Nýir félagar velkomnir.
Mánudaginn 30. ágúst kl. 15.00 er félögum
boðið að sjá kvikmyndina Ekkjuklúbbur-
inn í Sambíóunum, Árbakka 8. Að-
göngumiöar afgreiddir á skrifstofu FEB,
Hverfisgötu 105.
Vistfræði þorsks
Mánudaginn 30. ágúst kl. 20.30 mun kana-
díski fiskifræðingurinn dr. Edward A.
Trippel, sem starfar hjá kanadísku Fiski-
og hafrannsóknarstofmminni, halda op-
inberan fyrirlestur á vegum Liffræðifé-
lags íslands í Háskóla íslands, stofu 101
í Odda. Titill fyrirlestursins er: „Vöxtur
og hæfni tveggja ólíkra kanadískra fiski-
tegunda, þorsks og ferkvatnsfisksins Cat-
ostomus commersoni (Growth and fit-
ness in two contrasting Canadian fishes
and environments)". Fyrirlesturinn er á
ensku og öllum opinn.
Ferðafélag íslands
Á morgun, laugardaginn 28. ágúst, kl.
8.00 verður farin dagsferð að Álftavatni
(við Fjallabaksleið syðri). Ekið um
Emstrur að skálum FÍ viö Álftavatn og
til baka um Rangárbotna. Litast um við
Álftavatn - mikil náttúrufegurð. Verð kr.
3.000 (hálft gjald f. 7-15 ára).
Hönnun prentgripa
Iðntæknistofnim og Prenttæknistofnun
halda námstefnu í útlitshönnun prent-
gripa fostudaginn 3. september nk.
Stjórnandi og fyrirlesari námstefnunnar
verður Bandaríkjamaðurinn Jan V.
White sem er einn virtasti og eftirsóttasti
fyrirlesari í heiminum á þessu sviði.
Námstefnan höfðar til allra þeirra er fást
við útgáfu og hönnun prentgapa. White
mun fj alla um hvemig megi beita hönnun
í prentuðu máh til aö grípa athygli les-
enda og leiða þá í gegnum efnið. Nám-
stefnan verður haldin á Holiday Inn og
fer fram á ensku en dreift verður náms-
gögnum á íslensku sem unnin hafa verið
upp úr kennsluefni Whites. Þátttöku-
fjöldi er takmarkaður viö 50 manns og
ber þátttakendum að tilkynna sig í síma
687000 eða 680740. Þátttökugjald er 12.000
kr.
Fjérir söngvarar á
Hótel Sögu
Undanfamar tvær vikur hefur
hljómsveitin Gleöigjafarnir skemmt
á Hótel Sögu við frábærar undirtekt-
ir, enda er dagskráin fjölbreytt og
vinsæl. Söngvarar með hljómsveit-
inni eru þau André Bachmann,
Bjarni Arason og Móeiður Júníus-
dóttir. Um helgina bætist enn einn
söngvari í hópinn, engin önnur en
Ellý Vilhjálms. Þar eru því komnir
fjórir söngvarar með mislangan feril
að baki og efnisval þeirra skarast svo
aö um munar.
André Bachmann syngur þægiiega
standarda frá blómaárum poppsins.
Bjarni Arason kynnir lög af væntan-
legri sólóplötu sinni, þeirri fyrstu,
auk þess sem hann syngur alþekkta
slagara og lög Elvis Presley eins og
honum er einum lagið. Elly Vil-
hjálms syngur mörg af sínum þekkt-
ustu lögum auk spænskra laga og
annarrar gulltónlistar og þá mun
Móeiður Júníusdóttir meðal annars
syngja stríðsáramúsík og Parísarlög.
Auk þessa verða Módelsamtökin
með undirfatasýningu á vegum
verslunarinnar Conny við Eiöistorg.
Veiðivon
Annar stærsti lax sumarsins úr Hvítá:
26,5 punda úr
Stóra-Ármóti
„Það var gaman að fá þennan
nýgengna lax, baráttan stóð yfir í
20 mínútur," sagði Sverrir Einars-
son á Selfossi í gærkvöldi.
Sverrir Einarsson, handbolta-
maður í Selfosshðinu, veiddi þann
stóra í Stóra-Ármóti í Hvítá í fyrra-
dag. Þetta er annar stærsti lax sum-
arins en áður hafði veiðst 27 punda
lax í Svalbarðsá í Þistilfirði. Fiskur
Sverris var 26,5 pund og veiddist á
tóbý.
„Ég fékk eitt annað högg en ég
sá leginn lax þama og hann var
ekki minni en þessi sem ég veiddi.
Ég held að hann hafi bara verið
stærri,“ sagði Sverrir er við náðum
sambandi við hann í gærkvöldi,
stuttu eftir æfingu hjá Selfosshð-
inu. -G.Bender
Hofsá í Vopnafirði:
1400. laxinn
veiddist í gær
„1400. laxinn veiddist í dag og síð-
asta vika hefur gefið 300 laxa. Tveir
þeir stærstu voru 20 punda,“ sagði
Eiríkur Sveinsson á Akureyri í
gærkveldi.
„Á silungasvæðinu í Hofsá hafa
veiðst 20 laxar og hehmikið af
bleikjum. Sunnudalsáinhefur gefið
17 laxa en á sama tíma í fyrra vom
komnir úr henni 150 laxar. Stein-
grímur J. Sigfússon og félagar voru
í Selá og veiddu 21 lax í þrjá daga.
Björgólfur Jóhannsson veiddi 21
punds fisk, þann stærsta úr ánni
til þessa. Fnjóská í Fnjóskadal hef-
ur gefið 300 laxa og sá stærsti er
21 pund,“ sagði Eiríkur í lokin.
-G. Bender
Sverrir Einarsson, handboltamaður meö Selfossliðinu, með annan
stærsta lax sumarins úr Stóra-Ármóti í Hvitá en fiskurinn var 26,5 pund.
Stórlaxinn kominn á þurrt en eins sést á myndinni var hann nýgenginn.
DV-myndir G
„Norðurá nær ekki tvö þús-
und löxum nema rigni
- segir Jón Gunnar Borgþórsson
Það styttist í að hætt verði að
veiða í fyrstu veiðiánum, Norðurá,
Þverá og Laxá á Ásum, á þessu
sumri. A mánudaginn er síðasti
veiðidagurinn í þeim.
„Mér sýnist á þessi stundu að við
náum ekki 2000 löxum nema það
rigni verulega síðustu daga sem
veiðin er. Núna em komnir 1925
laxar og það em fáir dagar eftir,“
sagði Jón Gunnar Borgþórsson,
framkvæmdastjóri Stangaveiðifé-
lags Reykjavíkur, í gærkveldi.
„Gljúfurá í Borgarfirði hefur gef-
ið 135 laxa. í Hítará á Mýrum hafa
veiðst 220 laxar á aðalsvæðinu en
kringum 20 á svæði tvö í Hítará.
Eitthvað hefur veiðst af shungi
þar. Snæfoksstaðir í Hvítá hafa
gefið 62 laxa. Mér sýnist að í Stóm-
Laxá í Hreppum hafði veiðst kring-
um 260 laxar og svæði eitt og tvö
hafa gefið best, 145 laxa,“ sagði Jón
Gunnar.
í gærdag vom komnir 93 laxar í
Brynjudalsá í Hvalfirði og er
„Það eru nokkir laxar í Bárðar-
fossi en þeir eru tegir,“ sögðu
veiðimenn við fossinn í gærdag.
Þeir veiddu með maðki en höfðu
ekki fengið neitt þegar okkur bar
að garði. DV-mynd G. Bender
stærsti laxinn 15 pund. Theódór
Friðbjömsson veiddi þann stærsta
í ánni í Kerinu. En Kerið hefur
gefið langbest í sumar. Það em
komnir 45 laxar á fluguna í ánni
en það er mjög gott og rauð franses
hefur gefið best.
Veiðimenn, sem voru við veiðar
í Brynjudalsá í gærdag, sögðu að
htið væri af fiski í ánni en einn og
einn lax væri á sveimi í Bárðar-
fossi.
87 laxar úr Dunká
„Við vorum að koma úr Dunká
og veiddum fióra laxa, sá stærsti
hjá okkur var 12 pund,“ sagði Jón
Karl Ólafsson en hann var að koma
úr Dunká á Skógarströnd í gærdag
við flórða mann.
„Þar hafa veiðst 87 laxar og
stærsti laxinn er 20 pund. Við sáum
ekki mikið af fiski í ánni en það
var eitthvað í henni,“ sagði Jón
Karl ennfremur.
-G. Bender
Allt í veiðiferðina
NÝJUNGAR í BEITU SEM REYNAST VEL
LAUGAVEGI 178, SIMAR 16770 - 814455, FAX 813751