Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1993, Page 11
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1993
11
Fréttir
Laugavegssamtökin fá ekki auglýsingu á Kringluskilti:
Furðuleg vinnubrögð
segir Hanna Magnúsdóttir, stjómarmaður 1 samtökunum
Upp er komin deila milli Kringl-
unnar og Laugavegssamtakanna
um skiltaauglýsingar.
Laugavegssamtökin geröu samn-
ing við auglýsingafyrirtækið Kvik-
sýn um auglýsingar á ljósaskiltinu
við Lækjargötu og skiltinu á bfla-
geymslu Kringlunnar fram að jól-
um. En Kringlumenn hafa neitað
Laugavegssamtökunum um að
birta þessar auglýsingar á skilti
Kringlunnar.
Á auglýsingunni stóð: „Það fer
enginn í jólaköttinn á Laugavegin-
um.“
Kringlan á skiltið ofan á bfla-
geymslunni en Kviksýn er með
skiltið í Lækjargötunni á Nýjabíós-
húsinu.
Síðastliðið vor fékk Kviksýn um-
boð Kringlunnar til aö selja auglýs-
ingar á Kringluskfltið.
Skrifuðu undir samning
Hanna Magnúsdóttir, sem á sæti
í stjóm Laugavegssamtakanna,
sagði í samtali við DV að samtök-
unum þættu þetta furðuleg vinnu-
brögð.
„Okkur var boðið þarna inn á
skiltin og skrifuðum undir samn-
ing. Síðan kom það í ljós á mánu-
daginn að Kringlumenn ætluðu
ekki að efna sinn hluta samnings-
ins.
Við höfum lagt inn fyrirspurnir
hjá Samkeppnisráði en hyggjumst
ekki kæra neinn eins og er. Aðal-
atriðið er að jafna samkeppnis-
stöðu allra hópa,“ sagði Hanna.
Guðmundur Sigurðsson hjá Sam-
keppnisstofnun sagði að engin
formleg kvörtun hefði borist stofn-
uninni frá Laugavegssamtökun-
um.
„En almennt séð er ekkert í sam-
keppnislögum sem bannar þetta,
a.m.k. ekki fyrirfram. En það gæti
verið ef litið er á máhð í ljósi þess
hvort þarna sé um einhveijar skað-
legar samkeppnishindranir að
ræða,“ sagði Guðmundur.
Óeðlilegt
Einar Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar, sagði
við DV að auglýsingar sem Kvik-
sýn útvegaði væru háðar samþykki
forráðamanna Kringlunnar.
„Hlutverk Kringluskfltisins er
fyrst og síðast að birta upplýsingar
um það sem er að gerast í Kringl-
unni. Þaö yrði misvísandi og óeðh-
legt að birta þar auglýsingar frá
öðrum verslunarsvæðum í borg-
inni. Menn verða að horfa á tilgang
miðilsins. Við virðum samkeppnis-
aðila okkar og erum ekki í neinu
stríði," sagði Einar.
Bjami Friðriksson hjá Kviksýn
sagði að fyrirtækið hefði umboð til
að selja auglýsingar á ákveðinn
hluta Kringluskiltisins, svo fram-
arlega sem ekki væri allt fuht fyrir.
„í þessu tilfelh var skiltið upp-
pantað í desember með auglýsing-
um frá fyrirtækjum í Kringlunni.
Samningurinn við Laugavegssam-
tökin var undirritaður og sýndur
Kringlumönnum en þeir sögðust
ekki geta birt auglýsinguna.
Það má segja að það hafi verið
klaufalegt að vita ekki fyrirfram
að skiltið væri upppantað," sagði
Bjami. -bjb
Kötturmn Pedro í langferð:
Kom heim
eftir sex mán-
aða f lakk
„Fjölskyldan flutti úr bænum til
Hvammstanga í vor og Pedro, köttur-
inn okkar, var tekinn með í teppi
eins og ungbarn. Við vorum ekki
búin að vera sólarhring á staðnum
þegar hann stakk af og við sáum
hvorki tangur né tetur af honum í
sex mánuði. Síðan, þegar fyrsti snjór-
inn féll héma á Hvammstanga, kom
hann aht í einu inn um gluggann hjá
okkur og hefur verið mjög heimakær
síðan,“ sagði Edda Hrönn Gunnars-
dóttir í samtah við DV.
„Dóttir mín, Hildur Nanna Eiríks-
dóttir, sem á köttinn, fagnaði eðhlega
mjög endurkomu hans enda hafði
hún saknað hans mikið. Hún var sí-
feht að spurja fólk hvort það hefði
séð til kattarins og við vorum jafnvel
farin að gera okkur í hugarlund að
hann hefði lagt í ferðalag aha leið á
heimastöðvanna í Reykjavík.
Við vorum búin að heyra sögur af
því að sést hefði til kattar sem svip-
aði til Pedro á ruslahaugunum á
Hvammstanga og gerðum okkur
vonir um að það væri hann.
Pedro var nokkuð bústinn þegar
hann hvarf en var heldur horaðri
þegar hann lét sjá sig aftur og mjög
þrifalegur að sjá. Hann er ekki nema
tveggja og hálfs árs gamall, er geldur
og því kemur þessi hegðun hans
nokkuð á óvart. Við fengum Pedro
sem kettling en höfum grun um að
faðir hans sé vflliköttur. Það er því
Hildur Nanna Eiríksdóttir var alsæl
að fá köttinn aftur eftir 6 mánaða
útivist.
DV-mynd Júlíus Guðni Antonsson
sennilega eitthvert villikattaeðh í
honum. Hver veit nema hann strjúki
aftur þegar vorar en vonandi lætur
hann þá sjá sig aftur að hausti," sagði
Edda. -ÍS
FINLJUX
INVAR SUPER BLACK FST MYNDLAMPI
INVAR gefur meiri skerpu en áður hefur þekkst
28" NICAM hi-fi STEREO 2x25 vatta magnari, 2 tvöfaldir hátalarar ásamt bassa woofer
INVAR SUPER BLACK FST myndlampa. með SVM (Speed Velocity Modulation) texta-
varpi með ísienskum stöfum, SUPER-VHS inngangi, 2 Euro scart-tengjum,.forritanlegri,
einfaldri en fullkominni fjarstýringu.
Aukahlutir: a) Myndimynd (2stöðvaráskjánumieinu) kr. 19.500 stgr.
b) Innbyggðurgervihnattamóttakari kr. 19.500stgr.
hijómj :o
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005
BS Afborgunarskilmálar (H}
Rétt verð 144.500 kr.
Jólatilboð
kr. 119.950 stgr.
Nú fengum við 40 feta gám af Nordmende 29" sjónvarpstækjunum
og þau eru öll seld* Næsti gámur kemur eftir
viku og við eigum örfá tæki eftir óseld úr honum*
• 29" flatur glampalaus Black Matrix • Pal-Secam-NTSC-video
Super Planar-skjár • Fullkomin fjarstýring
• S-VHS-tengi • Aögeröastýring á skjá
• 40W Nicam stereo-magnari • Innsetning stöövanafna á skjá
• 4 hátalarar, Stereo Wide • Timarofi
• INNBYGGÐ Surround-umhverfishljóm- «16:9 breiötjaldsmóttöka
mögnun (tengi fyrir Surround-hátalara) • Barnalœsing
• Tengi fyrir; jieyrnartól • íslenskt textavarp
• 60 stööva minni • 2 scart-tengi
• Sjálfvirk stöðvaleit • Tengi fyrir 2 auka hátalara o.m.fl.