Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1993, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1993
41
•v_______________________Menriing
Fagurt sungið í Gerðubergi
Tónleikar voru í Gerðubergi á laugardag. Garðar
Cortes tenór söng einsöng við undirleik Jónasar Ingi-
mundarsonar píanóleikara. Á efnisskránni voru verk
eítir Francesco Durante, Antónip Caldara, Antóníó
Lotti, Alessandro Scarlatti, Jón Ásgeirsson, Jórunni
Viðar, Þórarinn Jónsson, Pál ísólfsson og Harold Fras-
er-Simon.
Efnisskránni var skipt í þrennt. Fyrst voru kunnar
aríur frá barrokktímanum, því næst sönglög eftir ís-
lenska höfunda. Á síðari hluta tónleikanna voru flutt
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
rúmlega tuttugu lög úr Songs of Pooh and Christopher
Robin. íslendingar þekkja það efni betur undir nöfnum
Bangsímons og Kristófers Orra. Þetta gaf tónleikunum
mikla breidd og fjölbreytni og gaf flyljendunum tæki-
færi til að sýna á sér margar hliðar. Að sama skapi
gerir slíkt efnisval miklar kröfur um þekkingu og at-
gervi. Barrokkverkin voru öll perlur sem staðist hafa
tímans tönn vegna ágætis síns og er erfitt að gera upp
á milli. Meðal þeirra laga sem hljómuðu sérlega vel í
flutningi þeirra félaga var Pur dicesti eftir Lotti og 0
cessate eftir Scarlatti. íslensku lögin voru sum kunnar
perlur en önnur heyrast sjaldnar. Meðal slikra sem
oftar mættu flytjast er Hefnd eftir Jón Ásgeirsson sem
kom vel út þama. Garðar Cortes sýndi í þessum lögum
að hann er ekki aðeins frábær söngvari með fallega
og vel þjálfaða rödd, heldur fullþroskaður alhliða tón-
listarmaður. Þegar þekking og ævilöng þjálfun leggj-
ast á eitt með góðum meðfæddum hæfileikum verður
túlkunin altæk ef svo má að orði komast. Þarna var
enga lausa enda að finna. Öfl smáatriði hvers verks
jafnt sem efnisskráin í heild höfðu notið sömu alúðar
í undirbúningi 'og nákvæmni í útfærslu.
í söngvunum um Bangsímon sýndi einsöngvarinn á
sér aðra hlið og ekki minna um verða. Þar var mættur
hinn alhliða leikhúsmaður Garðar Cortes sem túlkaði
þessi einfoldu en skemmtilegu lög með frábæru hug-
myndaflugi og næmni. Það er ekki síst textinn sem
gefur lögum þessum gildi sitt og Garðar lék sér að
honum eins og sælgætismolum á meðan áheyrendur
skríktu af hrifningu.
Athyglin beindist mjög að söngvaranum á þessum
tónleikum en píanóleikarinn Jónas Ingimundarson
var einnig í essinu sínu og kryddaði verkin með fltfogr-
um leik á þann hátt sem honum einum er lagið. Jónas
sagði frá þeirri hugdettu sinni að fá íslenska þýðingu
af söngvunum um Bangsímon sem voru þama fluttir
á frummáflnu, ensku, og flytja fyrir böm í Gerðubergi
og er þaö góð hugmynd sem ætti að hrinda í fram-
kvæmd.
Hamrahlíðarkór syngur
endurreisnartónlist
Tónleikar vom í Listasafni íslands á laugardags-
kvöld. Harmahlíðarkórinn söng undir stjórn Þorgerð-
ar Ingólfsdóttir. Amgeir Heiðar Hauksson lék einleik
á gítar. Á efnisskránni vora verk frá 16. og 17. öld eft-
ir Johann Jeep, Hans Leo Hassler, Pierre Passereau,
Orlando di Lasso, Alonso Mudarra, Luca Marenzo,
William Byrd, John Bennett, Thomas Weelkes, Giles
Famaby, John Dowland, Thomas Morley, John Wilbye
og Thomas Tomkins.
Oftast er við þaö miðað að tímabil endurreisnarinn-
ar hafi runnið sitt skeið og barrokktíminn tekið við
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
um aldamótin 1600. Um þessar mundir urðu mikilvæg-
ar breytingar í tónflst Evrópu sem höfðu átt sér lang-
an aðdraganda. Má þar m.a. nefna að dúr og moll
kerfið raddi sér til rúms og réð síðan ríkjum í 300 ár.
Tónlist okkar hefur mótast svo mjög af þessari sterku
hefð aö það er ekki fyrr en á síðustu áratugum sem
athygli manna fór að beinast aftur aö þeim dýrmæta
arfl sem er að finna í tónlist fyrri alda. Sextánda öldin
er meðal þeirra tímabila sem hvað glæstust er. Þá
náði hámarki fullkomnunar sá fágaði fjölröddunar-
stíll sem þróast haföi um nokkurra alda skeið í Evr-
ópu. Sá stíll stendur jafnfætis eða framar öðrum stíl-
tegundum um smekkvísi, fágun og andagift. Manns-
röddin var sá hljóögjafi sem mest var í hávegum hafð-
ur og er því mjög vel til fallið hjá Hamrahlíðarkómum
að takast á herðar það verkefni að bera þessa tónlist
á borð fyrir íslendinga.
Efnisval á þessum tónleikum var svo fram sett að
fyrst voru verk af ýmsu þjóðemi. Síðar komu enskir
madrigalar. Inn á milli var skotið verkum fyrir lútu,
sem Arngeir Heiðar Hauksson lék einkar fallega á
gítar. Madrigalamir ensku era meðal þess fegursta
sem Englendingar hafa lagt til tónlistarinnar. Viö-
fangsefnið er oftast ástin og oft kemur Elísabet drottn-
ing við sögu með hugljúfum hætti.
Flutningur þessara verka er ekki auðveldur. Mikið
er um fjölraddaða kafla þar sem raddir era iðulega
fleiri en þær fjórar sem á okkar tímum era algengast.
Jafnvel þar sem vefnaðurinn er hljómrænn og raddir
fylgjast að í hljómfalli er hrynjandinn fjölbreyttari því
sem við eigum að venjast og þarf mikla þjálfun til að
ná þar fullu valdi á. Hamrahlíðarkórinn stóð sig með
mikilfl prýði í átökum við þessi erfiðu viðfangsefni.
Allt komst vel tfl skila þótt hljómfegurð kórsins léti
stundum á sjá í flóknustu köflunum.
Ný verslun á Höfn
Ritföng og gjafir, ný verslun á Höfn í
húsi Prentsmiðju Hornafjaröar við Vest-
urbraut, var opnuð nýlega. Þar eru ein-
göngu á boðstólum vörur frá Pennanum
í Reykjavík og á sama verði. Eigendur
eru Guðríður Gunnsteinsdóttir og Jó-
hannes Ólafsson prentari og eru þau á
myndinni ásamt syninum Ingvari og Jón-
ínu Grímsdóttur afgreiðslukonu til
vinstri.
DV-mynd Júlía Imsland
Nýtt Kjarvalskort
Prentsmiðjan Litbrá hefur gefið út nýtt
kort með málverki eftir Jóhannes Kjar-
val. Málverkið er 75x95 sm að stærð og
heitir Ljóðamynd-Ævispor. Kortin fást í
flestum bóka- og gjafavöruverslunum.
Hausthappdrætti
Dregið hefúr verið í hausthappdrætti
HandknattleiksdeUdar ÍR. Vinningar
komu á eftirtalin númer: 1.18, 2.-3. 1150
og 708. 4.-6. 504, 2379, 1064. 7.-16. 1205,
303,1105,57,862,1166,2169,1259,802,1554.
17.-22.304,1080,583,1712,1958,252.23.-28.
229,1219,1776,2153,1803,1539. Vinningar
verða aflientir á skrifstofu Handknatt-
leiksdeUdar ÍR „Greninu" Amarbakka 2.
Nýjasta verslunin á Höfn heitir Króm
og hvitt og var opnuð 20. nóvemb-
er. Eigandi er Bragi Karlsson pipu-
lagningameistari og er verslunin
með allt sem tilheyrir baðherbergj-
um, einnig vinnufatnað og fleira.
Þetta er fjórða verslunin sem opnuð
hefur verið á Höfn á þessu ári. Vald-
ís Kjartansdóttir, eiginkona Braga,
annast afgreiðslustörf og er hún á
myndinni með manni sínum.
DV-mynd Júiía Imsland
Hans Petersen styrkir
krabbanrteinssjúk börn
Eins og undanfarm ár selja verslanir
Hans Petersen hf. jólakort sem ætluð eru
tU þess aö setja ljósmyndir í. Mjög er
vandaö til jólakortanna og eru margar
gerðir í boði. í ár verða öU jólakortin tU
styrktar krabbameinssjúkum bömum.
Af hveiju seldu jólakorti í verslunum
Hans Petersen um þessi jól renna 5 kr.
tU krabbameinssj úkra bama.
Tilkyimingar
Ný gjafavöruverslun
Nýlega opnuðu hjónin Einar Bridde og
Alda Sigurbrandsdóttir gjafavömversl-
unina EBAS á Snorrabraut 29 þar sem
boðið er upp á fjölbreyttar gjafavörur
fyrir flest tílefni. í versluninni em yfir
1200 vöruUðir og em vörumar fluttar inn
beint tíl að halda vömverði í lágmarki.
Bjartur og frú Emilía
Út er komið timaritíð Bjartur og frú
Emilia - tímarit um bókmenntír og leik-
list 3. tbl. 1993. Að þessu sinni er tímarit-
ið margbrotíð. Lesendum er boðið í gleði-
ríka ferð tíl undirheima undirtímarit-
anna. Tímaritíð kemur út flórum sinnum
á ári. Hægt er að panta áskrift í síma rit-
stjómar 621826.
Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágr.
Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17. Fijáls
spUamennska, kaffi og spjaU. Sigurgeir
Jónsson lögfræðingur er tíl viðtals fyrir
hádegi á þriðjudag. Panta þarf tíma í s.
28812.
Leikhús
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Stóra svið kl. 20.00.
SPANSKFLUGAN
eftir Arnold og Bach
Fim. 2/12, lau. 4/12, uppselt, sfðustu sýning-
arfyrlrjól.
Litla svið kl. 20.00.
ELÍN HELENA
eftirÁrna Ibsen
Fös. 3/12, uppselt, 4/12, uppselt.
Ath.l Ekki er hægt aó hleypta gestum inn
I salinn eftir að sýning er hafin.
Sfórasvlðiðkl. 14.00.
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
eftir Astrid Lindgren.
Sunnud. 5/12. Síðustu sýningar fyrlr jól.
Stórasvlðlðkl. 20.00.
ENGLAR í AMERÍKU
eftirTony Kushner
Fös. 3/12, siðasta sýning.
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR.
ATH. aö atriði og talsmáti i sýnlngunnl er
ekkl við hæfl ungra og/eða viökvæmra
áhorfenda.
Miðasalan er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 13-20. Tekið á
móti miðapöntunum i síma 680680
kl. 10-12 alla virka daga.
Bréfasími 680383.
Greiðslukortaþjónusta.
Munið gjafakortin okkar,
tilvalin tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavíkur-
Borgarleikhús.
FRÆÐSLULEIKHÚSIÐ:
GUMMÍENDUR SYNDA VÍST, 25 mín. leik-
þáttur um áfengismál.
Pöntunarsími 688000. Ragnheiöur.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
SKILABOÐASKJÓÐAN
Ævintýri með söngvum
Sun. 5/12 kl. 14.00.
Siðasta sýnlng tyrir jól.
Stóra sviðið
kl. 20.00
ALLIR SYNIR MÍNIR
eftir Arthur Miller
7. sýn. fim. 2/12,8. sýn. fös. 3/12 örfá
sæti laus.
Siðustu sýnlngar tyrir jól.
KJAFTAGANGUR
eftir Neil Simon
Lau.4/12.
Sióustu sýningar fyrlr jól.
Smíðaverkstæöið
Kl. 20.30
FERÐALOK
eftir Steinunni Jóhannesdóttur
Fim. 2/12, (ös. 3/12.
Ath. sióustu sýningar.
Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn
ettir að sýning hefst.
LISTDANSHÁTÍÐ í
ÞJÓÐLEIKHÚSINU
Styrktarsýning Listdansskóia
íslands
Miðvikud.l.des.kl. 20.00.
Miðasala Þjóðleikhússins er opln alla
daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og
fram að sýningu sýningardaga. Tekiö á
móti pöntunum i síma 11200frá kl. 10
virka daga.
Græna linan 996160
leikLi'starskóli ÍSLANÐS
Nemenda
leikhúsiö
.LINDARBÆ sirrti 21971
DRAUMUR Á
JÓNSMESSUNÓTT
Eftir William Shakespeare
Aukasýningar
Þrl. 30. nóv. Fim. 2. des. kl. 20. Uppselt.
Fös. 3. des. kl. 20. Uppselt.
Laug. 4. des. kl. 20. Uppselt.
Tjarnarbíói, Tjarnargötu 12.
BÝR ÍSLENDINGUR HÉR?
Leikgerð Þórarins Eyflörð eftír sam-
nefndri bók Garðars Sverrissonar
Takmarkaóur sýningafjöldl.
19. sýn.(lm.2.deskl.20.
20. sýn. lau. 4. des. kl. 20.
21. sýn. sun. 5. des. kl. 20.
Síóustu sýningar
ATH.I Sýningum fer fækkandl.
Mióasala opin frá kl. 17-19 alla daga.
Slmi 610280, simsvari allan sólarhringinn.
Stuðbandið og Garðar
7. starfsár Stuðbandsins og Garðars er
hafið. Hljóðfæral. eru Lárus Ólafsson,
bassi, Garðar Karlsson, gítar, Ólafur Már
Ásgeirsson, orgel, Guðmar Marelsson,
trommur, og Garöar Guðmundsson,
söngur. Hljómsveitín tekur að sér að
leika á árshátíðum og þorrablótum. Upp-
lýsingar gefur Garðar Guömundsson s.
674526.
Dagmæður í Reykjavík
Hin árlega jólaskemmtun fyrir böm dag-
mæðra verður haldin sunnudaginn 5.
desember kl. 15-17 í Ártúni. Allar dag-
mæður velkomnar ásamt foreldrum og
gestum þeirra. Upplýsingar gefa Guð-
björg s. 814535 og Signý s. 814842.
Til leigu nálægt
Hlemmtorgi
Til leigu u.þ.b. 440 ferm. hæð í Brautarholti, nálægt
Hlemmtorgi. Hæðin er óinnréttuð að mestu en getur
hentað vel undir ýmsa starfsemi t.d. skrifstofur o.fl.
Einnig er til leigu nú þegar á sama stað 390 m2 skrif-
stofuhúsnæði, að öllu leyti tilbúið fyrir starfsemi.
Nánari uppl.: Heigi Jóhannesson hdi.
s. 812622 fax. 686269