Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1993, Qupperneq 34
42
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1993
Fólk í fréttum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþing-
iskona, Tómasarhaga35, Reykjavík,
varö oftast fyrir valinu sem næsti
borgarstjóri er þátttakendur í nýj-
ustu skoðanakönnun DV voru beðn-
ir að velja á milli þriggja einstakl-
inga, Ingibjargar Sólrúnar, Markús-
ar Amar borgarstjóra og Jóns
Magnússonar lögmanns.
Starfsferill
Ingibjörg Sólrún fæddist í Reykja-
vík 31.12.1954ogólstþarupp.Hún
lauk stúdentsprófi frá MT1974,
BA-prófi í sagnfræði og bókmennt-
um frá HÍ1979, var gestanemi í
sagnfræði við Kaupmannahafnar-
háskóla 1979-81 og stundaöi
cand.mag.-nám í sagnfræði við HÍ
1981-83.
Ingibjörg Sólrún var borgarfull-
trúi og húsmóðir 1982-88, ritstjóri
tímaritsins Veru 1988-90, stundaði
ritstörfogblaðamennsku 1990-91 og
hefur verið alþingiskona fyrir
Kvennalistann í Reykjavík frá 1991.
Ingibjörg Sólrún var formaður
Stúdentaráðs HI1977-78, borgarfull-
trúi Kvennaframboðs í Reykjavík
1982-86 og Kvennahstans í Reykja-
vík 1986-88, sat í skipulagsnefnd
Reykjavíkurborgar 1982-86, sat í fé-
lagsmálaráði Reykjavíkurborgar
1986-89 og í borgarráði 1987-88.
Hún skrifaði bókina, Þegar sálin
fer á kreik, minningar Sigurveigar
Guðmundsdóttur kennara, útg.
1991. Þá hefur hún skrifaö fjölda
greina í blöð og tímarit um almenn
stjórnmál og kvenréttindamálefni.
Fjölskylda
Maður Ingibjargar Sólrúnar er
Hjörleifur Sveinbjömsson, f. 11.12.
1949, blaðamaður. Hann er sonur
Sveinbjöms Einarssonar barna-
kennara og Huldu Hjörleifsdóttur
húsmóður.
Synir Ingibjargar Sólrúnar og
Hjörleifs eru Sveinbjöm, f. 26.1.
1983, og Hrafnkell, f. 10.11.1985.
Sy stkini Ingibj ar gar Sólrúnar em
KristinnHilmar, f. 25.11.1945, vél-
stjóri í Reykjavík; Halldóra Jenný,
f. 14.11.1947, kennari í Reykjavík;
Kjartan, f. 9.7.1950, rekstrarstjóri
hjá Reykjavíkurborg; Óskar Sveinn,
f. 26.9.1951, stýrimaður og verk-
stjóriíReykjavík.
Foreldrar Ingibjargar Sólrúnar
em Gísli Gíslason, f. 30.11.1916,
fyrrv. verslunarmaður í Reykjavík,
og kona hans, Ingibjörg Níelsdóttir,
f. 23.2.1918, húsmóður.
Ætt
Gísli var sonur Gísla þjóðhaga-
smiðs á Haugi, Brynjólfssonar,
hreppsfjóra og dbrm. á Sóieyjar-
bakka, Einarssonar, bróður Matthí-
asar, langafa Haralds Matthíasson-
ar menntaskólakennara og langa-
langafa Alfreðs Flóka. Einar var
sonur Gísla, b. á Sóleyjarbakka,
Jónssonar, b. á Spóastöðum, Guð-
mundssonar, ættfóður Kópsvatns-
ættarinnar, Þorsteinssonar. Móðir
Gísla á Haugi var Valgerður, systir
Bjarna, afa Guðmundar blinda í
Víði. Móöir Valgerðar var Gróa
Gísladóttir, systir Gests á Hæli,
langafa Steinþórs, fyrrv. alþingis-
manns, föður Gests skattstjóra.
Móðir Gísla verslunarmanns var
Kristín Jónsdóttir, b. í Austur-
Meðalholtum í Flóa, Magnússonar,
b. á Baugsstöðum, Hannessonar, af
Bergs-ætt. Móðir Kristínar var
Kristín, systir Guðnýjar, ömmu Sig-
urjóns Olafssonar myndhöggvara
og langömmu Erlings Gíslasonar
leikara. Kristín var dóttir Hannesar,
hreppstjóra í Kaldaðamesi, bróður
Þorkels í Mundakoti, langafa Guðna
Jónssonar prófessors og Ragnars í
Smára. Hannes var sonur Einars,
spítalahaldara í Kaldaðarnesi,
Hannessonar, ættföður Kaldaðar-
nesættarinnar, Jónssonar.
Ingibjörg er dóttir Níelsar, b. á
Kóngsbakka, Sveinssonar, sjó-
manns á Skagaströnd, Guðmunds-
sonar. Móðir Níelsar var María Ól-
afsdóttir, b. á Barkastöðum og Ei-
ríksstöðum, Pálssonar. Móðir Ingi-
bjargar var Halldóra, systir Rósu,
móður Hallgríms Guðjónssonar,
fyrrv. hreppstjóra í Hvammi í
Ingibjörg Sólrún Gisladóttir.
Vatnsdal. Halldóra var dóttir ívars,
sjómanns frá Skeggjastöðum, Jó-
hannessonar og Ingibjargar Krist-
mundsdóttur, systur Þorleifs, föður
Þórarins, skálds á Skúfi, afa Þorleifs
Kristmundssonar, prófasts á Kol-
freyjustað, og langafa Þórðar Skúla-
sonar, framkvæmdastjóra Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga.
Afmæli
Til hamingju með
afmælið 29. nóvember
85 ára 50 ára
Agnes Stefánsdóttir, Ásmundur Karlsson,
Dvalarheimilinu Höföa, Akranesi. Brekkubyggð 40, Garðabæ.
. GísliSteinarSighvatsson.
Breiöabiiki ll.Neskaupstaö.
—--------------------------- Björn Halldórsson,
OA AKetu,Skefilsstaöahreppi.
**' ”__________________ Inge Chr. Jónsson,
Gunnar Friðriksson, Vallarási4,Reykjavík.
Hjarðarhaga 31, Reykjavik.
Ásgrimur Þorsteinsson, “~~7 1 _______
Hríseyjargötu21, Akureyri 40 3t3
70 ára
Sigurbergur Guðmundsson,
BÖkabraut 5, Keflavík.
Kristin Þorleifsdóttir, ,
Þverá, Eyjarhreppi.
ólafur ólafsson, :
Deildartúni 8, Akranesi.
Hanneraðheiman.
Magnús Anton Jónsson,
Aðalbraut 41b, Raufarhöfn.
Ásta Guðvarðardóttir,
Neðstabergi 6, Reykjavik.
60ára_________________
ÁstaKarlsdóttir,
Ósabakka 9, Reykjavik.
Björk Kristjánsdóttir,
Gunnarsbraut 32, Reykjavík.
Sigurjón Gunnarsson,
Karlagötu 16, Reykjavik.
ólafur Már Sigurðsson,
Látraströnd46, Seltjamarnesi.
Guðbergur Pétursson,
Norðurtúni 28, Bessastaðahreppi,
Herdís Kristmannsdóttir,
Hrauntúni 71, Vestmannaeyjum.
Pálina G. Sigurjónsdóttir,
Heiðmörk 23, Hveragerði.
Jens Elíasson,
Kleppsvegi 144, Reykjavík.
Michael George Whalley,
Þverási 9a, Reykjavík.
Sveinn Geirmundsson,
Skarðshlið 34f, Akureyri.
Ása Vaigerður Einarsdóttir,
Baughoiti 8, Keflavik.
Kristján Grétar Sigurðsson,
Flyörugranda 10, Reykjavik.
Flóki Pálsson,
Kambaseli 31, Reykjavík.
SMÁAUGLÝSINGASÍMINr FYRIR LANDSBYGGÐINA j
99-6272
ssa sImÍnn «35 -talandi dæmi um þjónusti i j!
Ingólfur Bjömsson
Ingólfur Björnsson, fyrrverandi
bóndi, Sundabúð, Vopnafirði, varð
áttatíu og fimm ára á laugardaginn.
Starfsferill
Ingólfur er fæddur að Hamri í
Laxárdal í Norður-Þingeyjarsýslu
og ólst upp þar og á Hólsfjöllum og
áVopnafirði.
Ingólfur byijaði að stunda búskap
á Þorvaldsstöðum í Selárdal en 1952
flutti hann að Vatnsdalsgerði í Hofs-
árdal og bjó þar til 1988 er hann brá
búi og keypti hús á Tanga. Þar bjó
Ingólfur til 1992 en frá þeim tíma
hefur hann verið á elliheimilinu
Sundabúð.
Fjölskylda
Ingólfur kvæntist 10.12.1943 Sess-
elju Benediktsdóttur, f. 6.1.1911,
fyrrverandi húsfreyju, en hún er nú
á Sundabúð. Foreldrar hennar:
Benedikt Stefánsson og Sólveig Stef-
ánsdóttir, bændur á Þorvaldsstöð-
um í Vopnafirði í Norður-Múla-
sýslu.
Dóttir Ingólfs og Sesselju er Krist-
ín Ingólfsdóttir, f. 5.10.1941, verka-
kona, gift Ara Hallgrímssyni, frétta-
ritara DV á Vopnafirði, þau eiga
fjögur böm. Sonur Sesselju er Sig-
urður Ólafsson, f. 18.4.1938.
Systkini Ingólfs: Ingólfur, dó í
æsku; Eiður, látinn; Guðmundur,
látinn, hann var kvæntur Ólöfu
Stefánsdóttur, þau eignuðust sex
börn, Sigurbjörgu, látin, Sólveigu,
Bjöm, Valborgu, Sigurð og Stefaníu.
Foreldrar Ingólfs: Björn Eyjólfs-
son, d. 30.11.1942, bóndi, og Asta
Jónasdóttir, f. 1869, d. 17.4.1950,
Ingólfur Björnsson.
húsfreyja, þau bjuggu aö Fagradal
áHólsflöllum.
Sviðsljós
Stærsti hamborgari á íslandi
Það var fullt út úr dyrum KÞ Matbæjar á Húsavik nýlega en þá lauk 3ja vikna kynningu á framleiðslu kaupfé-
lagsins. Margir komu til að lita á stærsta hamborgara sem gerður hefur verið á íslandi. Bakarar og kjötiðnað-
armenn KÞ höfðu veg og vanda af honum og notuðu til þess 90 kg af kjöti, 15 kg af osti, 5 kg af grænmeti og
mikið af hveiti og eggjum. DV-mynd Jóhannes Sigurjónsson, Húsavík