Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1993, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1993, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 Spumingin Hvaöa árstíö finnst þér skemmtilegust? Þórður Möller: Mér finnst haustiö skemmtilegast. Yrsa Helgadóttir: Voriö. Þóra Sigurþórsdóttir: Voriö. Kristín Garðarsdóttir: Haustið. Bjarki Bjarnason: Veturinn. Sólrún Siguijónsdóttir: Sumarið. Lesendur Fíf lalæti fyrir fjármálavaldið? Flugvélin TF-DCA hefur 8 sæti, sem er óþarflega mikið fyrir verkefni henn- ar,“ segir bréfritari m.a. J.P. skrifar: Bruðl ríkisstofnana með almanna- fé virðist ólæknandi vandamál. Þetta er kannski ekki svo skrýtið þegar haft er í huga að flestir stofnanastjór- arnir koma úr vemduðu umhverfi ríkisjötunnar. Þeir þekkja lítið eða ekki praktískar hliðar atvinnulífsins og hugkvæmni því sjaldan beitt til að ná fram hagkvæmni. - Það vantar hins vegar ekki hugkvæmnina þegar réttlæta þarf fjárútlát í óaröbær gæluverkefni. í Mbl. hinn 17. nóv. sl. er litmynd með 3ja dálka frétt undir yfirskrift- inni „Kóngurinn 20 ára“. - Þar er forstjóri Flugmálastjórnar, ásamt nokkrum starfsmönnum sínum með glas í hendi og kröfuspjald. Á spjald- inu stendur „TF-DCA 20 ára“. A bak viö er flugvél, prýdd borðum 'og blöð- rum. í fréttinni segir að hér fagni flugmálastjórinn og menn hans 20 ára afmæli flugvélar Flugmála- stjórnar, TF-DCA. - Eitthvað er nú fögnuðurinn málum blandinn því í fréttinni segir líka að þeir viiji losna viö þessa flugvél og fá peninga fyrir nýrri og stærri. En æth kaup á nýrri flugvél fyrir Flugmálastjóm þoli ekki að bíða eitt- hvað? - TF-DCA hefur verið notuð í 7375 klst. sem jafngildir aðeins 3-4 ára notkun flugvélar í innanlands- flugi Flugleiða. Hún er því ekki mik- ið slitin. Úrelt er hún heldur ekki því þessi gerð hefur verið smíðuð í svo til óbreyttri útgáfu sl. 25 ár. í þessu sambandi má líka benda á að nefnd útvalinna sérfræðinga valdi nýlega 13 ára gamla þyrlu (raðnúmer 4) með yflrfórnum hreyflum sem besta kostinn í þyrlumálum okkar íslendinga. Taldi nefndin þyrlu þessa jafnoka nýrrar þar sem litlar breyt- ingar hefðu oröið frá frumgerð henn- ar. Aldur flugvéla, í árum talinn, er því ekki sú ástæða fyrir úreldi sem í fljótu bragði gæti virst. Varðandi stærðina þá hefur Flugmálastjómar- véhn 8 sæti, sem er óþarflega mikið fyrir verkefni hennar, flugprófanir og leitarflug. Hún er sem sé meira en nógu stór fyrir flutninga á ráð- herrum, þingmönnum og önnur leiguflugsverkefni sem betur væru komin hjá áætlunar- og leitarflugfé- lögunum sem síst hafa of mikið af verkefnum. Endurbætur á flugvöllum em alls staðar ófullnægjandi vegna fjár- skorts. Þar er þó um að ræða öryggi hinna almennu farþega og flugliða. Það væri svo sem eftir öðru í okkar volaða þjóðfélagi ef á sama tíma kæmist flugmálastjóri upp með að eyða á annað hundrað miUjónum af almannafé að þarflausu í endurnýj- un á flugvél. Tökum off an ffyrir Páli Watson Magnús H. Skarphéðinsson skrifar: Því miður verð ég aö hryggja Eygló Pálmadóttur (í lesendabréfi sl. mánudag) með því aö ég hef ákveðið að svo komnu máli að flytja ekki af landi brott. Hvort sem væri í kafbát eða í annað stúss ytra. Er það ein- göngu gert hennar vegna og skoð- anasystkina hennar. Hvorki ég né aðrir hvalavinir getum hugsað okk- ur að gera Eygló eða öðmm þjáning- arsinnum það til geðs að hætta aö klóra þeim á bak við samviskueyrað með því að dvelja um lengri eða skemmri tíma erlendis. Eygló spyr mig um góðu og vondu verkin hans Páls. Án þess að ég geri mér nokkra von um aö það dragi hið minnsta úr fordómum þeim sem Eygló eða aðrir enn minna hugsandi íslendingar um umhverfis- og dýra- vemdunarmál hafa, þá verður ekki fram hjá þeirri staðreynd gengið að Sea Shepherd-samtökin hafa aldrei sökkt neinum „löglegum" hvalveiði- bátum af þeim 8 eða 9 samtals sem þeir hafa sökkt viða um veröldina. Við íslendingar lofuðum í margan gang í viðræðum og samningum við erlendar þjóðir að virða 4 ára hval- veiðibannið árin 1986 til 1990. Allir vita hvemig fór. Nákvæmlega sömu hvalveiðamar vom stundaðar hér öll árin. Þá hétu þetta bara vísinda- veiðar. „Vísindakjötið" fór allt á Jap- ansmarkað, rétt eins og fyrri árin. - Og þetta fannst þjóðinni ekkert mál. Skítt með allar alþjóðasamþykktir. Nei, Eygló. - Ef þú eða annað hugs- andi fólk fengist til að líta á þetta frá öðmm sjónarhóli en þeim sem heila- þvottafj ölmiðlarnir hafa matreitt er ég ekki í vafa um að þér og öðrum myndi finnast framkoma okkar ís- lendinga í hvalamálinu vera í hæsta máta vafasöm. Framkoma sem þessi hlaut að kalla á sterk viðbrögð ann- arra þjóða svo sem að sökkva þessum kolólöglegu hvalveiðiskipum okkar úr því að engu tauti varð við okkur komið. - Fyrir mönnum sem það ' gerðu tökum við hugumprúðir hvalavinir ofan og drúpum höfði í virðingu fyrir slíku áræði. Hvað verður um Vestfirði? Jónas Guðmundsson skrifar: Eftir að hafa heyrt fréttimar um ákvörðun forráðamanna Hjálms hf. á Flateyri og yfirlýsingar stjómar- formanns þess fyrirtækis fór ég að íhuga stöðu Vestijarða yfirleitt með tilliti til atvinnu og búsetu í framtíð- inni. „Öðrum gat hann bjargað en sjálfum sér getur hann ekki bjarg- að,“ var einu sinni sagt. Þetta á nú við um stjórnarformann Hjálms, Einar Odd Kristjánsson sem fyrmrn var nefndur „bjargvættur", fyrrver- andi ráðgefandi ríkisstjómarinnar Hringið í síma og einmitt í atvinnumálum. En það er oft auðveldara að vinna fyrir aðra en sjálfan sig. Og auðvitað er ekki einum manni um að kenna í fyrirtæki sem illa gengur. Þama er t.d. um að ræða afleiðingar kvótans títtnefnda og margt fleira. - En vandamálin em til staðar um alla Vestfirði og það snarhallar undan fæti hjá flestum fyrirtækjum í sjáv- arútvegi á þessu svæði. - Hvað verð- ( ur um Vestfirði ef fiskvinnslufyrir- tækin leggjast af? Og hvað verður þá um aðra staði við sjávarsíðuna, stað- ina sem liggja fjær bestu fiskimiöun- um viö íslandsstrendur? Skuldafenið gengurffráokkur Guðbjartur hringdi: Ég er undrandi á því að okkur skuli ekki vera gerð betri grein fyrir stööu mála hvað varðar er- lendar skuldir þjóðarinnar. Ef það er rétt að eftir 5-8 ár ’.erði erlendar skuldir orðnar 200 millj- arðar hlýtur þetta skuldafen að ganga frá okkur sem þjóð. - Hvað er tíl ráða? Er ekki tímabært aö senda þjóðinni efnahagsyfirlit og kynna það rækilega? Ráðamenngef! gottfordæmi Lárus hringdi: Mér fmnst ráöamenn þjóðar- innar, allt frá hinum æðstu til almennra stjórnenda ekki sýna átakinu; Veljum íslenskt, já takk, mikinn áhuga. Ég gleymi viljandi afgreiðslustörfunum þeirra í Hagkaupi, þau vom bara púður- skot. - Eg meina að þessir aðilar notí þá og kaupi íslenskt, yst sem innst ef svo má oröa það. Kaupi þá ekki erlendan fatnað, né annað sem framleitt er hér á landi. Né noti erlenda þjónustu nema hún sé hér ekki til staðar. Keilisnes eða Kína? Stefanía Eyjólfsdóttir skrifar: Nú ætla íslendingar að gera strandhögg í fjarlægum heimsálf- um, og stofha útgerðarfélag með milljónaþjóðum Afriku og Asíu. Allir virðast flýja sökkvandi skip. Meira að segja Ameríkanar í óþökk landsmanna. Einnig fyrr- verandi iðnaöarráðherra úr rík- isstjóminni og nú nýbakaður seðalbankastjóri yfirgeíúr landið - og ekkert álver verður reist á Keilisnesi. Vildu ekki Japanir fá aöstöðu fýrir verksmiðju á Keilis- nesi tíl að setja saman bifreiðar og annan hátæknivarning fyrir Evrópu- og Bandaríkjamarkað? Má þá ekki leígja Japönum að- stöðuna á Keilisnesi, húsakost og auðar skemmur sem Kaninn skil- ur eftír síg á Keflavíkurflugvelli? Eða höfum við misst af lestinni? Á öldura ljósvakans fer ávallt mikið fyrír kynníngum á hinum ýmsu sýningum og uppátækjum. Hlutírnir eru blásnii’ upp og gerð- ír að miklum atburðum. Oft er það vel. En þegarjólin eiga i hlut, er þá ekki kominn tími til að staldra við og spyrja; Hvað eru jólin? Þau eru að minu matí hótíð kristinna manna til að fagna fæð- ingu frelsara okkar, Jesú Krists. í borginni eru skreytingar famar aö líta dagsins Ijós, strax upp úr miðjum nóvember. Þegar svo að jólunum kemur eru allir búnir að fá nóg því þau vora „auglýst" of snerama, Væri ekki ráð að fagna jólunum einu sinni á rétt- ■um tíma, tíl að jólastemningin verði ögn skemmtilegri. Leiðréttlngvið Björn S. Stefánsson hringdi: í kjallaragrein minni „Alþingi flokkanna veitt aðhald'* em tvær villur sem ég vildi biðja um leiö- réttingu á. - Fyrri raálsgreinin leiðrétt yrði þannig; „Þetta m.a. getur valdið því að afstaða flokkaþings eins og Alþingis verði öndverð afstöðu almenn- ings í mikilvægum málum.“ - Síöari málsgreinin leiðrétt yrði þannig: „Slíkt ákvæði hefur veriö í dönsku stjórnarskránni síðan árið 1953. Fyrirfram komu fram áhyggjur af því að því yrði beitt í ótíma." Þetta leiðréttist hér með og biöst DV velviröingar á mistök- unum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.