Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1993, Blaðsíða 36
FRÉXT A S K O X 1 >5 • 2i 4E5 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Áslcri ft - Dreifing: Sími 63 2700 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993. Lvfeyrissjóðir leggja til fé „Þetta lítur allt mjög vel út. Viona er hafln viö gerð útboðs- gagna þar sem notast cr við norska staðla. Það eru norskir ráögjafar sem vinna með íslenskum ráðgjöf- unum við útboðsgögnín. Gert er ráð fyrir að lokaútboð fari fram í febrúar eða byrjun mars. Við ger- um okkur vonir um aö ef ekkert kemur upp á heQist framkvæmdir við gangagerðina i ágúst á næsta ári," sagði Gylfi Þórðarson, stjórn- arformaður Spalar hf., sem sér um gerð Hvalfiaröarganga. Hann sagði að Union Bank í Sviss hefði tekið að sér aö vera leiðandi banki í fjármögnun erlendis. Sviss- neski bankimi ásamt japanska bankanum Nomura Bank hafa ákveðið að vera saman roeð um 40 prósent af erlenda flármagninu sem er urn 2 milljarðar króna. For- ráðamenn þessara banka eru bjari- sýnir á að auðvelt verði að aíla þess fiár sem á vantar til fram- kvæmdanna erlendis. Landsbréf hf. eru með fiármögn- unarþáttinn hér innanlands. Kom- iö hefur í ljós að lífeyrissjóðir hafa áhuga á að leggja fiármagn í Hval- fiarðargöngin en þar er um aö ræða einn oghálfan mifijarð króna. Þeg- ar hafa tveir lífeyrissjóðir ákveðið að -vera rneð. Lífeyrissjóður Dags- brúnar og Framsóknar hefur sam- þykkt að leggja fram 100 miiljónir króna en Lífeyiissjóður verslunar- manna hefur samþykki sfiórnar sinnar til að leggja fram fiármagn. Upphæðin hefur ekki verið nefnd. Gylfi sagði að fiórir erlendir verktakar kæmu að verkinu en með hverjuro hópi mjmdu starfa íslenskir verktakar. Þar er um að ræða verktakafyrirtækin ístak, Krafttak og Hagvirki-KIett. Kostnaðaráætlun við gerð Hval- íjarðarganga hljóðar upp á 3,5 milijarða króna og gert er ráö fyrir að verkið taki 3 ár. Tæiðin frá Reykjavík til Akraness styttist um 60 kilómetra með tilkomu gang- anna. -S.dór Stóra fíkniefnamálið: Krafistfram- lengingar Gæsluvarðhaldsúrskurður rann út í gær yfir Ólafi Gunnarssyni, meint- um höfuðpaur í stóra fíkniefnamál- inu. Samkvæmt heimildum DV fór deildarlögfræðingur lögreglunnar fram á framlengingu gæsluvarð- haldsúrskurðar yfir honum þar til dómur fellur. Héraðsdómur tók sér frest þar til í dag til ákvörðunar úr- skurðar. -pp Gailup á íslandi: Aukið fylgi SjáH- stæðisflokks Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið fylgi sitt verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups á íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi nú 36,2 prósent atkvæða en fékk 38,6 prósent í síðustu kosningum. Alþýðuflokkur- inn fengi 9,2%, Framsóknarflokkur- inn fengi um 20%, Kvennalistinn um 19% og Alþýðubandalagið 13,8%. í könnuninni sögðust tæplega 39% styðja ríkisstjórnina. Könnunin var gerð 17. til 22. nóvember. -kaa Lýst eftir pilti Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Stefáni Loga Magnússyni, 13 ára pilti. Stefán Logi fór að heiman frá sér á sunnudagskvöld en hefur verið í sambandi við kunningja sína síðan þá. Hann er 160 cm á hæð, grannvax- inn, brúnhærður og stuttklipptur. Stefán var klæddur í gallabuxur, dökkbláa hettuúlpu og svarta skó þegarhannfóraðheiman. -pp LOKI Þetta er íslenskt stjórnkerfi í hnotskurn! Hjónin Jón Jakobsson og Kristín Guðbrandsdóttir í Dagverðarnesi í Skorra- dainum hafa undanfarin þrjú ár fellt um 300 jólatré fyrir innanlandsmark- að. Þau telja sig hafa töluverðan arð af jólatréssölunni og umsvifin verða sífellt meiri. Byrjað var að rækta grenitré í Dagverðarnesi árið 1979 og fellt úr skóginum í fyrsta sinn árið 1991. Jólatrésmarkaðurinn á ári hverju er um 40 þúsund tré, þar af koma um 10 þúsund af innanlandsmarkaði. Jón og Kristín eru sannfærð um að hægt sé að auka hlutdeild íslendinga í þessum markaði. DV-mynd GVA Hagræöingarsjóðurinn: Orðinn að vandræða- barni í kerf inu - staðahansræddáríkisstjórnarfundiídag Hagræðingarsjóður sjávarútvegs- ins er orðinn að vandræðabarni í kerfinu. Ástæðan er sú að ekki tekst að leggja fram frumvarpið um þró- unarsjóð sjávarútvegsins fyrir jóla- leyfi þingmanna. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagðist ekki vilja ræða stöðu hagræðingarsjóðs fyrr en eftir ríkisstjórnarfund í dag. Hagræðingarsjóðurinn fær í sinn hlut 10 til 12 þúsund lesta þorskígiid- iskvóta árlega. Það er sú skerðing á kvóta sem þau skip verða fyrir sem selja afla sinn á erlendum mai-kaði. Lögum samkvæmt ber að selja þenn- an kvóta og á andvirði hans að renna til starfsemi Hafrannsóknastofnun- ar. Ef frumvarpið um þróunarsjóð sjávarútvegsins verður samþykkt þá um leið breytast lög um hagræðing- arsjóðinn þannig að kvóta hans verð- ur úthlutað án endurgjalds til þeirra útgerða sem hafa orðið fyrir mestri kvótaskerðingu. Vegna ósamkomu- lags innan þingflokka stjómarflokk- anna hefur verið frestað að leggja frumvarpið fram. Matthías Bjarnason, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, sagði í gær að lögum samkvæmt ætti að auglýsa kvóta hagræðingarsjóðs til sölu. Ef það verður ekki gert er það lögbrot og þá er hægt að kæra máhð. Það gæti ráðist á ríkisstjórnarfundi í dag eða á föstudag hvemig með málið verður farið. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í tvo daga hefur ekki tekist að ná tah af stjórnarformanni hagræðingarsjóðs, Björgvini Vilmundarsyni, til að heyra álit stjórnarinnar á stöðu sjóðsins um þessar mundir. -S.dór Þýski fíkniefnasmyglarinn: Fékk á þriðja hundrað þúsund Þýsk kona, sem handtekin var á Keflavíkurflugvelli á laugardag með tæp tvö kíló af hassi, hálft þriðja kíló af amfetamíni og nokkur grömm af kókaíni, hélt því fram við yfirheyrsl- ur hjá fíkniefnadeild lögreglunnar að hún ætti ekki efnið sem lagt var hald á. Hún sagðist vera að flytja það inn fyrir ókunnan mann sem hún gat ekki sagt nánari deili á. Hér átti hún svo að hitta annan mann sem hún gat ekki sagt nokkur deili á. Samkvæmt heimildum DV átti hún að fá tvö tíl þrjú hundrað þúsúnd fyrir að flytja efnið til landsins og fá það greitt við afhendingu efnisins. Eins og greint var frá í DV í gær þóttu ekki nógu ríkar ástæður til að úrskurða konuna í gæsluvarðhald. Hún var úrskurðuð í farbann til 22. desember og gera menn ráð fyrir að dómur gangi í málj hennar fyrir þann tíma. -pp Veöriðámorgun: Breytileg átt Á morgun er búist við breyti- legri átt, golu eða kalda. Snjóél veröa víða um land, einkum þó við ströndina. Hiti verður um og yfir frostmarki. Veðrið í dag er á bls. 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.