Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1993, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1993, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 Útlönd Gáfu Króatíu- börnumbílfall- insljósmyndara Pjölskylda Reuter-ljósmyndar- ans Dan Eldon hefur gefiö mun- aðarleysingjahæli í Króatíu 15 ára gamlan Land Rover jeppa hans. Eldon lét lífið í Sómalíu í sumar. Jeppann ne&idi Eldon Ara- bellu. Fjölskyldan ákvað að best væri að láta þurfandi böm njóta bílsins. Ilann veröur eftirleiðis í Lipik, smábæ suöaustur af Za- greb, höfuðborg Króatíu. er heillar kúbskar konur „Hann er óskaplega sæt- ur,“ heyrðust konur á Kúbu pískra sín á milli þogarþær sáu vöðvaleik- arann Amold Schwarzenegg- er í fyrsta sinn. Hann skrapp á dögunum tii Kúbu ásamt konu sinni Maríu Shriver, sem er blaðamaður. Schwarzenegger sagðist vera í aukahlutverki hjá konu sinni. Schwarzenegger er með frægustu hægrimönnum í Bandaríkjunum. Hann lét þó eng- in orð falla um kommúnista- stjórnína á Kúbu. Hundarnirfáallf Snauðum mönnumo' Rúmeníu finnst hart að sjá að nóg kjöt er til í gæludýraverslunum í höfuð- borginni Búkarest moðan hillur almennra verslana eru tómar. Aðrir benda á að litlu breytti þó búðirnar skiptu um hlutverk því almenningur hafi ekki einu sinni efni á að deyja, hvað þá að kaupa í matinn. Eigendur gæludýra eru flestir ríkir og þeir hafa efni á að ala bestu vini sína sómasamlega. Sögur af þessu tagi ganga nú Rúmeníu þar sem fátækt er gifur- leg og-fer vaxandi. Óttast er að fólk falli úr hungri þegar iíður á veturinn. Skutu 140 einumdegi Kínver^k yfirvöld hreinsuðu til í fangelsum hjá sér um helgina og skutu 140 glæpamenn fyrir ýmsar sakir. Einkum er þó taliö aö aftökurnar hafi átt aö minna á að stjórn landins hefur boðað herferð gegn glæpum. Hinir dauöu höfðu m.a. staðið fyrir ránurn og morðum. Nokkrir voru í glæpaflokki sem rændi jámbrautarlestír að hætti ili- menna í viiita vestrinu. Aðrir höfðu gerst sekir um vítaverða vanrækslu í starfi. Hollywoodhóran Hollywood- hóran Heidi Fleiss hefur beðið dómara í Los Angeles að sleppa sér við ákæru þvi hún hafiiraun ekki brotið að sér þótt hún hafi boöið körlum bhðu sina og vinkvenna sinna. Hún vill og að viöskiptavinimir fái sömu meðferð og hún komi málið fyrir dóm. Pleiss á yílr höföi sér allt að 11 ára fangelsi fyrir að lokka saklausar stúlkur út í vændi. Næturfundir Bandarikj amanna og EB um GATT: Ekki langt í samkomulag Töluvert miöaði í samkomulagsátt á fundi samningamanna Evrópu- bandalagsins og Bandaríkjanna í nótt til að reyna að leysa sjálfhelduna sem GATT-viðræðurnar eru í. „Það er ekki langt í að þeir nái sam- komulagi en það á enn eftir aö ganga frá nokkrum atriðum," sagði emb- ættismaður EB skömmu fyrir dögun í morgun. Þá höfðu þeir sir Leon Brittan, sem fer meö viöskiptamál EB, og Mickey Kantor, verslunarfull- trúi Bandaríkjastjórnar, setið á fundi í Brassel frá því klukkan 10.30 í gær- morgun. Samkomulag EB og Banda- ríkjanna er nauðsynlegt til að hægt verði að ljúka nýju GATT-samkomu- lagi. Lokafrestur til þess er 15. des- ember. Væntanlegt samkomulag Brittans og Kantors verður að hljóta blessun utanríkisráðherra EB sem funda síö- ar í dag. Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í gærkvöldi að franska stjórnin væri ekki alls kostar ánægö með það sem væri í uppsigl- ingu og með umfang tiislakana Bandaríkjamanna. Að sögn embættismanns EB er helsti ásteytingarsteinninn sú vernd sem Frakkar krefjast til handa evr- ópskum kvikmynda- og sjónvarps- iðnaði gegn bandarískri samkeppni. Frakkar segjast ekki undirrita GATT-samning fyrr en það mal sé komið í höfn. Reuter Hver batt enda á líf eiturlyfl abarónsins Pablos Escobar? Banasárin eru of víða á líkinu lögreglan eignar sér vígið en móðir og systir segja aðra sögu „Hann vildi ekki veita þeim þá ánægju að drepa sig. Því skaut hann sig sjálfur með skammbyssu bak við eyrað,“ segir Hermilda, móðir eitur- lyíjabarónsins Pablos Escobar. Hún og dóttir hennar halda því statt og stöðugt fram að Escobar háfi skotið sig sjálfur en lögreglan í Kólumbíu vill eigna sér vígið. Lögreglan getur sýnt lík glæpa- mannsins illræmda máh sínu til stuðnings. Á því eru mörg sár og þaö bendir ekki til sjálfsvígs. Lögreglan segist hafa skotið Escobar á flótta eftir þakinu á húsi systur hans og mágs. Fjöldi lögreglumanna skaut á Escobar og því getur enginn einn hælt sér af að hafa fellt hættulegasta glæpamann veraldar. Hundur eða hetja Hinsta stund Escobars skiptir vérulegu máli því móöir hans og systir vita að það er blettur á „þjóðar- dýrðlingnum" Escobar ef hann hefur verið skotinn á flótta eins og hundur. Móðirin Hermilda segir að sonur hennar hafi heitið því bæði munn- lega og hréflega að láta aldrei taka sig lifandi. Honum hafi líka tekist að snúa á lögregluna á úrslitastundinni og orðið fyrri til að skjóta. Lögreglan hafi því horft aðgeröalaus á þegar maöurinn sem hún elti í 16 mánuði gaf upp öndina. Escobar naut fádæma vinsælda meðal almennings í Kólumbíu, sér- staklega þó fátæklinga og þeir em margir. Hann líknaði mörgum, sá fólki fyrir brauði og leikjum og reisti jafnvel hús yfir þá sem hvergi áttu höfði að aö halla. í Kólumbíu ganga sögur um gamlar konur sem féllu niöur örendar viö fréttina um lát Escobars. Þar ganga líka sögur um mikla falda fjársjóði sem hann lét eftir sig. Yfirvöld langar að sjá þessa pen- inga en íjölskylda Escobars mun væntanlega nota þá til að viðhalda Hróa hattar-ímynd eiturlyfjabaróns- ins góðhjartaða. Reuter Af sárunum á líki Pablos Escobar má ráða að hann hafi verið skotinn mörgum sinnum áður en hann lést. Móðir hans og systir halda því hins vegar fram að hann hafi skotið sig sjálfur í höfuðið. Simamynd Reuter tr m Bretar vilja helst af öllu fá Díönu prins- essu í jólaboð til sín. Málið warjÍaiSðefiíp ir að hún ákvað að draga sig í hlé og snúa baki við skarkala heimsins. Önn- ur könnum leiddi í ljós að Díana er mun vinsælli en tengdafólkið. I jólaboðskönnuninni var fólk ■ cinnig beðið að segja hvaöa gest það vildi síst fá í heimsókn á jól- unum. Grýla þeirra í Bretlandi heitir Margrét Thatcher. Fáir vilja hafa hana í sínum húsum. Skautskólastjór- annfyrírbrott- rekstur úr skóla Daie Breitlow, aöstoðarskóla- stjóri í smábæ í Miiwaukee, var skotinn til bana á þjóðvegi þar í rikinu á dögunum. Breitlow haföí átt í útistööum við nemendur i skólanum og staðið fyrir brott- rekstri sumra þeirra. Lögreglan telur að einhver í hópi nemenda hafi viljað hefna sín á aðstoðarskólastjóranum og því skotið hann. Morðinginn hef- ur ekki fundist enn þrátt fyrir milíla leit. Skautforeldra sínaoggróf þá ótiígarði Lögreglan í Leicestershire á Englandi hefur handtekið nær fertugan mann og gefur honum að sök að hafa myrt báða foreldra sína fyrir þremur vikum og grafið lík þeirra úti í garði. Sonurinn neitar sakargiftum og lögreglan veit ekki af hveiju gömlu hjónin voru myrt. Líkin fundust í grunnri gröf í garðinum við hús þeirra. Þau voru vel stæð og er talið líklegast soninn hafi fariö að lengja eftir arfinum. ÓkJackson 30 sinnumáfund Fyrrum eínkabflsijóri stórpopparans Michaels Jack- son segist hafa ekið húsbónda sínum 30 sinn- um um nætur til skóladrengs- ins Jordy Chandler. Drengurinn hcfur kært Jackson fyrir kyn- ferðislegar misgjörðir. Verður málið tekið fyrir í Los Angeles á næsta ári þegar .Jackson kemur úr meðferð vegna pilluáts. Bílstjórinn segist ekki vita hvað fór ámilli Jacksons og stráksins. Hann segist aðeins hafa ekið sin- um manni á staöinn að kveldi og sótt hann að morgni. Neituðu að selja 567 óbótamön- umbyssur Fyrstu tvö árin sem takmark- anir vom á byssusölu i Wisconsin í Bandaríkjunura var 567 dæmd- um óbótamönnum synjað um heimild til að kaupa sér skamm- byssur. Vestra em þessar tölur hafðar til marks um að ný og umdeild alríkislög til að takmarka byssu- eign hafi í raun og vem áhrif. í Wisconsin ná lögin aöeins yfir skanunbyssur en ekki riffla og haglabyssur. IM ■■ ■ ■] „Ég er að búa mig undir ólympí u- leikana. Ég er besti skíðastökkvari Englendínga og því er ekkert óeðli- legt við að ég keppi fyrir þeirra hönd í Lillehammer, jafnvel þótt allir séu á móti mér,“ segir Eddi örn, einn frægasti skíðastökkvari heims. Einkum er hann þó færgur fyrir að stökkva stutt og að gleðja áhorfendur með sérstæðum stökk- og fatastíl. Nú er Eddi öm við æfingar og keppni í Svíþjóð og í gærkvöldi boðaði hann komu sína á ólympíu- leikana eftir áramótin. Enn er þó ekki endanlega afráðið hvort Eddi verður með því margir amast við honum. Hann þykir íþróttinni ekki til framdráttar, stekkur að jafnaöi aðeins þriðjung vegar miðað við aðra stökkvara þegar best lætur. Eddi öm segist vera í góðu formi þótt hann eigi enn eftir aö bæta sig, Hann stökk 15 metra á móti í Falun i Sviþjóð á dögunum. Það er besti árangur flugkappans á þess- um vetri. Eddi örn ætlar ekki að hætta keppni eftir leikana í Líllehammor. Hann hyggst þó breyta um stíl og stökkva eftirleiðis á híl. Hann hefur leitað til Volvo og Saab eftir farar- tækjum. TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.