Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1993, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1993, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 11 Fréttir Ríkisendurskoðun gagnrýnir störf Framleiðnisjóðs landbúnaðarins: Styrkir Framleiðnisjóðs auka á vanda dreif býlis Ríkisendurskoöun gagnrýnir harö- lega þá þróun sem oröið hefur í starf- semi Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins. í nýrri úttekt á sjóðnum er bent á að hiutverk sjóðsins hafi orðið ann- að en lög um hann og búvörulögin gera ráð fyrir. í stað þess að styrkja og lána tU framleiðsluaukningar og hagræðingar í landbúnaði fari meg- inhluti framlaga til aðlögunar bú- greina að giidandi búvörusamningi. Að mati Ríkisendurskoðunar er sjóð- urinn kominn inn á grátt svæði með úthlutunum sínum og gagnrýnir að farið sé eftir starfsreglum sem ekki eru til á prenti. Á árunum 1985 til 1992 hafði Fram- leiðnisjóöur 4,3 milljarða til ráðstöf- unar og veitti á sama tíma 3,7 millj- arða í framlög. Á tímabilinu fóru 456 milljónir til búháttabreytinga, eða einungis um 12 prósent af heildar- framlögimum. í ljósi fækkandi atvinnutækifæra til sveita leggur Ríkisendurskoðun til aö sjóðurinn stefni að þvi að auka framleiðni í íslenskum landbúnaði og þar meö að lækka verð á landbún- aðarvörum til hagsbóta fyrir allan almenning í landinu í stað þess að veita fjármuni til að halda einstökum lögbýlum í byggð. Fyrirséð sé að mörg þeirra geti aldrei framfleytt einni, og því síður fleiri, fjölskyldum. Ríkisendurskoðun gagnrýnir sér- staklega hvemig staðið hefur verið að fyrirgreiðslu til loðdýraræktar af hálfii sjóðsins. Lagt er til að sjóður- inn hætti nú þegar að veita fé til þeirra búa sem enn starfa án þess að eiga sér framtíð. Að mati Ríkis- endurskoðunar leikur ekki vafi á því Bíræfmn þjófur: Eins og and- ieg nauðgun - segir Pálmi Gestsson „Það var bara farið inn í herbergin okkar og allt fémætt hirt. Við hittum þennan mann á göngunum og hann var greinilega mjög rólegur, með stáltaugar og bíræfinn eftir því,“ seg- ir Pálmi Gestsson leikari en hann var einn þeirra starfsmanna Þjóðleik- hússins sem ókunnugur maður rændi á laugardagskvöld. „Við héldum að þetta væri einhver starfsmaður eða einhver sem átti erindi. Svo kom bara í ljós seinna að horfin voru veski og peningar úr þremur eða fjórum herbergjum. Við Siggi Sigurjóns erum saman í her- bergi og mitt veski var tekið með öllu sem í því var. Það er eins og andleg nauðgun að láta rífa af sér svona persónulega muni. Það var sem betur fer lítið af reiðufé í veskinu mínu en ávísanahefti og öll mín skil- ríki,“ segir Pálmi. Fleiri starfsmenn söknuðu veskja sinna en Pálmi segir að þjófminn hafi ekki náð miklum peningum. Að sögn Pálma er ströng öryggisgæsla við leikhúsið og dyravörður. Meintur þjófur sagðist þurfa að tala við ákveðinn leikara og fyrir misskiln- ing var honum hleypt inn. Þjófnaðurinn uppgötvaðist í hléi þegar sýningarstjórinn tók eftir því að veskið hans vantaði. „Það varð uppi fótur og fit og við fórum að skoða í okkar hirslur. Þá var bara allt horfið. Hann hafði meira að segja gefið sér tíma til að fara úr sýningarstjóraherberginu og upp í búningsherbergin. Þar hafði haim farið inn á kvennaklósett og tekiö úr veski sýningarstjórans það semhannvildi,“sagðiPálmi. -JJ að auk þess fjárhagslega skaða sem bæði ríkissjóður og loðdýrabændur hafa orðið fyrir vegna loðdýrarækt- unar þá hafi fyrirgreiðsla sjóðsins aukið á þann vanda í atvinnumálum sem menn standa nú frammi fyrir í sveitum landsins. leiðnisjóðs til annarra hluta en bú- Á það er bent í skýrslu Ríkisendur- reksturs séu til þess fallnir að auka skoðunar að ýmsir styrkir Fram- áframtíðarvandadreifbýlisins. -kaa Ný þjónusta! Fyrirtæki í stærsta verslunarkjarna borgarinnar bjóða viðskiptavinum 50 kr. greiðslu vegna bilastæðiskostnaðar Þessi nýstárlega þjónusta er afrakstur samstarfs milli Miðbæjarfélagsins, Laugavegssamtakanna og Bílastæðasjóðs. í boði eru um 1800 bílastæði í bflageymslum og á miðamælastæðum. Bflageymslur á svæðinu eru í Ráðhúskjallaranum, Kolaporti, Traðarkoti, Vesturgötu 7, Bergsstöðum, Vitatorgi og miðamælastæði eru á 17 stöðum. Til að fá endurgreiðsluna þarftu einungis að uppfylla eftirtalin skilyrði: versla fyrir lágmark 1000 kr. hjá aðildarfyrirtæki framvísa kvittun af tímamiða úr miðamæli eða geymslukvittun úr bílageymslu Viðkomandi fyrirtæki stimplar kvittunina og endurgreiðir 50 kr. um leið og viðskipti fara fram. Verslanir og fyrirtæki sem taka þátt í þessu samstarfi eru auðkennd með sérstöku merki. BÍLASTÆÐASJÓÐUR Bílastœöi fyrir alla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.