Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1993, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1993, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 Spumingin Spilar þú einhver tölvuspil? Helga Gunnarsdóttir: Nei. Guðrún Bjarnadóttir: Nei. Árni Jónsson: Nei, ég spila ekki tölvuspil. Matthias Karl Þórisson: Já, ég spila tölvuspil. Guðmundur Guðmundsson: Ég spila alveg helling af tölvuspilum. Ágúst Bjarnason: Ég spila auðvitaö líka tölvuspil. Lesendur Eyðni - ábyrgð og þekking ,í dag er fjölgunin mest hjá ungum konum og börnum,“ segir m.a. í bréfinu. Percy Benedikt Stefánsson og Sig- urður Rúnar Sigurðsson skrifa: Maður getur aldrei verið undir það búinn að vera sagt að maður sé með alvarlegan sjúkdóm, hafi greinst HlV-jákvæður eða með alnæmi. En í dag er sem betur fer margt hægt að gera, bæði til að forðast smit og eins ef maður reynist smitaður. Ef maöur reynist smitaður er hægt að fá upplýsingar og aðstoð hjá Alnæm- issamtökunum, læknum, félagsráð- gjafa og sálfræðingi. Fyrstu vikumar eftir svona frétt eru mjög erfiðar og nauðsynlegt að leita aðstoðar og að geta rætt máliö. En lítum 10 ár aftur í tímann, þegar alnæmi var ekki í umræðunni. Þögn- in réð ríkjum og fjölmiðlar höfðu mestan áhuga á fjölda látinna og óhugnanlegum myndum. Á þeim tíma gátum við ekki varist þessum sjúkdómi vegna þekkingarskorts. Á síðustu árum hefur margt gerst sem er til bóta. Vinna við fræðslu og upp- lýsingar eykst stöðugt, þótt manni finnist stundum fullhægt ganga. Það opinbera virðist hálfsofandi ef ekki steinsofandi, enda alnæmi óþægilegt. Öllum er þó ljóst að fræðsla og upp- lýsingar eru forvamarstarfið sem við verðum að leggja áherslu á í dag. - Við verðum að tala saman. Og það verður að breyta mnræð- unni um alnæmi, um sjúkdóminn sem ekki var til og er varla enn við- urkenndur. Munum að fólk með al- næmi er fólk með tilfinningar. Reyn- um að skilja hræðslu þeirra og líðan sem þora ekki að segja frá því að þeir séu smitaðir eða að fara f mót- efnamælingu vegna fordóma sem því miður em fyrir hendi og oftast byggðir á skorti á upplýsingum og fræðslu. - Við verðum aö viðurkenna að alnæmi snertir okkur öll. Það verður að ræða um þetta af skilningi og ábyrgð. Ekki með upp- hrópunum eins og „notaöu smokk, annars deyrðu“-slagorðum. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér og sínu lífi. Staðreyndin er sú að í dag er fjölgunin mest hjá ungum konum og bömum, og því miður eig- um við eftir að sjá talsverða fjölgun smitaðra á næstu árum. Fjöldi smit- aðra, s.k. gagnkynhneigðra verður sífellt stærra hlutfall, að einhveiju leyti vegna þess að hommar em ábyrgari í dag en flestir hópar aðrir. Að lokum: Enginn getur tekið ábyrgðina frá þér, þetta er þitt líf. Hættum leitinni að þessum eilifa eina og sanna áhættuhópi. Áhættu- hópminn er bara einn, við öll. Ruglið Ríkissjónvarpið ~ Söfnum undirskriftum v Kristin Jónsdóttir skrifar: Viljum við ekki sjálfstæði og fijálst val? Er ekki búið að skikka okkur nógu lengi til þess að verða enda- laust aö greiða afnotagjöldin? - Tímamir breytast og fleiri sjón- varpsstöðvar bætast í hópinn. Það em ekki allir sem ráða við þessi út- gjöld og vilja kannski hafa fijálst val ; um það hvað horft er á. i Sjálf á ég afruglara og hef ekki | greitt af honum í nokkra mánuði þar , sem mér finnst ég ekki hafa efiii á i því. - Ég fór fram á þaö við Ríkissjón- varpið að fá að sleppa við afnota- gjöldin. Ég spurði líka hvort þeir gætu ekki gert eitthvað tíl þess að Sjónvarpið sæist ekki á mínu heimili þar sem ég horfi lítið á sjónvarp al- mennt og bömin mín horfa alls ekki á það. - Svarið var nei. Óllum finnst okkur gott að leigja góða gamanmynd eða aðrar tegundir mynda á videoleigu annað slagið - og nú erum við búin að taka upp ýmsar fjölskyldumyndir og kaupa nokkrar spólur með ýmsum mynd- um. Mér var sem sé fjáð á Ríkissjón- varpiriu að ef ég greiddi ekki afnota- gjöldin mín strax yrði sjónvarpið innsiglað og jafnvel tekiö af mér upp í skuldir! - Það yrði ekki einu sinni hægt að horfa á fjölskyldumyndirn- ar. . Þetta fmnst mér fulllangt gengið og löngu oröiö tímabært að mgla Ríkissjónvarpið og gefa okkur þann- ig fijálst val. Ég skora því á fólk að láta í sér heyra eða að hafa samband og fá hjá mér undirskriftalista sem ég hef útbúið til aö safna undirskrift- um. - Símanúmer mitt er: 676759. Sameining A-f lokkanna brýn Gunnar Guðmundsson skrifar: Því hefur ekki beinlínis verið hald- ið á lofti af forystumönnum Alþýöu- flokks og Alþýðubandalags að flokk- ar þeirra væru best komnir samein- aðir. Ef mig minnir rétt fóru þó for- ingjar þessara flokka 1 yfirreið um landið á sínum tíma (fyrir rúmum j tveimur árum) til að tala máli sínu um hugsanlega samvinnu þessara flokka. Ekki höfðu þeir erindi sem erfiði í það skiptið. Síðan hafa menn verið aö ympra á þessu í greinum eða lesendabréfum en lítil umræða fariö fram að öðru DV áskiliir sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf. Formenn Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Þeir fóru saman í funda- ferð um landiö. leyti. Á síðasta landsfundi Alþýðu- bandalagsins kom þó berlega í ljós að þar er langt því frá sami tónninn og áður var - og kemur þessi flokkur manni nú orðið einna helst fyrir sjónir sem bara einn krataflokkur- inn til viðbótar. Enn er þó ekki séð hvort Alþýðubandalagið stenst til lengdar sem flokkur er hefur snúið jafn fljótt til miðju, jafnvel til hægri, og hann virðist gera. Hiö sama hefur þegar átt sér stað varðandi Alþýðu- flokkinn. Og allar götur sýnist mér ekki rúm fyrir tvo flokka af þessari tegund öllu lengur. Þetta var rætt í DV nýlega af að- stoðarritstjóra þess blaðs, og látið að því hggja að greinilega stefndi í flokk hægri krata þar sem Alþýðubanda- lagið væri, þar sem einungis ágrein- ingur um menn greindi flokkinn frá hinum krataflokknum. - Alþýðu- blaöið tók við sér daginn eftir og spurði hvort sameining A-flokkanna væri æskileg. Alþýðublaöiö kom sér hins vegar hjá því að svara nokkru marktæku um hugmynd þessa. - Ég tel brýnt að þetta mál verði rætt frek- ar og i fullri alvöru og hreinskilni milli þessara tveggja flokka. Að mínu mati er einmitt nú tími fyrir vanga- veltur af þessu tagi. Niðurstaða yrði að Uggja fyrir áður en næstu kosn- ingar verða til Alþingis. Ennbíðumvið vaxtalækkana Ágúst skrifar: Nafnvaxtalækkun bankanna hefur setið eftir og ekki fylgt lækkuninni sem annars staðar varö á markaönum. En jafnvel þótt staða bankanna sé erfið hljóta þeir að verða að taka á sig einhverjar byrðar eins og allir aðrir í þjóðfélaginu, jaint fyrir- tæki sem launafólk. - Verðum við ekki að treysta þvi að með sinni djörfu framgöngu liggi Sighvatur viðskiptaráðhérra ekki á liði sinu viö að auka aðhald með lána- stofnunum í landinu? Baidur Óiafsson hringdi: Ég fagna ummælum forsætis- ráðherra um að ekki sé rétt að bæta kjör þingmanna við núver- andi aðstæöur. Þeir hafi sumir a.ro.k., eins og ráðherrar, fengið sín kjör bætt m.a. með bílahlunn- indum, breyttum reglum um dag- peninga, o.s.frv. Ég veit að mikill meirihluti landsmanna tekur undir orð forsætisráðherra að þessu leyti. Ég efast stóriega um að nokkur annar forsætisráð- herra á okkar timum hefði tekið svona ákveðið til orða varðandi kjör alþingismanna. í lesendabréfi í DV fóstud. 26. nóv. sl. skrifar Sigurbjörg um „taugaveiklaða flugfarþega“. Þetta eru bæði stór orð og ömur- leg sem notuð eru yfir þá stemn- ingu og gleöi sem felst í klappi farþega aö lendingu lokinni. Eg er stolt af því að vera ein þeirra sem ávallt hefur auðnast aö þakka flugáhöftiinni um borð með þessum hætti. Því miöur er það oft og viöa ekki hægt eftir lendingu. Ég mótmæli orðum Sig- urbjargar þvi ég tel aö þau séu henni til minnkunar og ég tel mig vita hver viöhafði slikan smá- borgarahátt í skrifum. Halldóra Guðmundsd. skrifar: Ætlar almenningur aö hrekjast undan hríngli fimmmannanefnd- ar (sem ég kalla nú alltaf „fúl- mannanefnd")? Nú gerir hún að- fór að kransæðum landsmanna og stórhækkar verð á fituminni rnjólk. Ég man þá tíö þegar sjálf- stæðismenn og kommúnistar tóku sig til og skipulögðu mjólk- urverkfall vegna fyrirhugaðrar mjólkursölueinokunar Fram- sóknar og krata. Einokunin er enn til staðar. - Nú verða íslensk- ir neytendur aö taka á sig rögg og minnka stórlega kaupá míólk þar til hin þarflausa „fúlmanna- nefnd" lætur sér segjast. Víðtæk samstaða og hörð afstaöa er eina svarið sem þeir skilja. ÞakkaBarna-ogfjöl- Ásta Sigurðardóttir skrifar: Stundum er þessi ekki getið sem gott er. Því vil ég koma á framfæri þökkum til Bama- og flölskylduljósmynda fyrir frá- bæra þjónustu og liölegheit er viö fjölskyldan fórum til þeirra í myndatöku i ágúst sl. og fengum inniíaldar í verðinu nokkrar stækkanir. Þegar ég kom seinna að panta stækkanirnar urðu svo einhver mistök þannig að röng mynd af börmmum fór í stækk- un. Þetta uppgötvaöíst þó ekki fyrr en ég sótti myndimar og var þá búiö að ganga frá pöntuninni og ramma inn. Þetta var lagfært og réttmynd stækkuð upp á nýtt, mér aö kostnaðarlausu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.