Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1993, Blaðsíða 36
36
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1993
Árni með vinum og kunningjum.
Lag-
laus
með
rétt
„Sá sem hefur skotíð öllum ref
fyrir rass er Árni Johnsen. Það
er orðið langt síðan Ámi söng sig
úr hjörtum þjóðarinnar en hon-
um þykir greinilega enn ástæða
til að sanna að laglausir menn
hafa einnig rétt til að gefa út plöt-
ur. Þetta er jú spurning um
mannréttindi." segir höfundur
Rökstóla Alþýðublaðsins í gær
þar sem hann fjallar um listina
að vekja á sér athygli.
Haukdal topp tíu
„Ámi er einnig kominn inn á
vinsældalista jólaplatnanna í ár -
sumir segja vegna þess að Eggert
Haukdal hafi keypt upplagið og
Ummæli dagsins
dreift á hvem einasta bæ á Suð-
urlandi," segir ennfremur í sama
pistli.
Björguðust með börnin
„Þau komu berfætt með sitt-
hvort barnið í sængum eða tepp-
um. Þau náðu ekki að taka eina
einustu flík með sér og stóðu hér
á náttfótunum einum fata,“ sagði
Lilja Guðlaugsdóttir, nágranni
hjóna með tvö börn, sem björguð-
ust naumlega úr brennandi íbúö-
arhúsi á Húsavík.
Ósanngjörn skattlagning
„Þetta er svo ósanngjöm skatt-
lagning sem frekast má vera og
um leið óframkvæmanleg. Hér er
um að ræða böm frá tíu ára aldri
sem era að ná sér í vasapeninga
með skólanum. Að fara að rífa
skatta af þessum launum þeirra
er fyrir neðan allar hellur," sagði
Hinrik Gunnar Hilmarsson,
skrifstofustjóri Tímans, við DV í
gær um þá skatta sem ríkisskatt-
stjóri krefst nú af launum blað-
burðar- og blaðsölubama.
Útborgun eftir fimm ár
„Þetta gjörbyltir öllu og maður
sér fram á aö draumamir ætla
aö rætast. Ef allt horflr vel, og
við fáum hluta fóðurstyrks
greiddan, þá munum við sjá ein-
hver laun fyrir okkar vinnu. í
fyrsta sinn í 5 eða 6 ár,“ segir
Einar E. Gíslason á Syðra-
Skörðugili í tilefni af verðhækk-
unum á skinnauppboðum í Kaup-
mannahöfn.
Nordvestanátt
Það verður minnkandi norðvestan-
átt og dregur úr éljum norðan- og
norðaustanlands, en víða um sunn-
Veðrið í dag
an- og vestanvert landið verður létt-
skýjað fram eftir morgni en síðan
þykknar upp. Suðaustankaldi og fer
að snjóa á Suðvesturlandi nálægt
hádegi. Vaxandi norðanátt í kvöld
og þá með snjókomu og skafrenningi
norðan heiða en syðra styttir upp og
léttir til um síðir. Áfram verður
fremur kalt um land allt.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
hægviðri, stjömubjart og frost ná-
lægt 10 stigum í fyrstu. Síðan þykkn-
ar upp og dregur þá jafnframt eitt-
hvað úr kuldanum. Suðaustankaldi
og fer að snjóa um eða rétt fyrir há-
degi. Norðanstrekkingur og léttir til
í nótt.
Sólarlag í Reykjavík: 15.31
Sólarupprás á morgun: 11.22
Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.13
Árdegisflóð á morgun: 1.56
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri snjóél -5
Egilsstaöir alskýjað -5
Galtarviti skýjað -6
KeflavíkurnugvöUur alskýjað -8
Kirkjubæjarkiaústur léttskýjað -6
Raufarhöfn snjóél -6
Reykjavík skýjað -11
Vestmannaeyjar léttskýjað -6
Bergen snjókoma 0
Helsinki léttskýjað -4
Ósló léttskýjað -4
Stokkhólmur léttskýjað 0
Þórshöfh snjóél -2
Amsterdam skýjað 5
Barcelona heiðskírt 6
Berlín snjókoma 0
Chicago snjókoma -3
Frankfurt skýjaö 3
Glasgow alskýjað 5
Hamborg skýjað 1
London rigning 6
Madrid heiðskírt 0
Malaga alskýjað 13
MaUorca skýjað 10
Montreal snjókoma 0
New York léttskýjað 3
Nuuk snjókoma -11
„Ánægjulegast við þessa tónleika
var hvað bömin stóöu sig sérlega
vel. Fyrir mig er það mikill áfangi
að fá aö sfjórna Sinfóníuhljómsveit
íslands í fyrsta sinn í Háskólabíói
á opinberum tónleikum,“ segir
Gunnsteinn Ólafsson hljómsveitar-
stjóri sem stjómaöi Sinfómuhljóm-
sveitinni á jóiatónleikum um helg
ina.
Maðurdagsms
Þegar Gunnsteinn var 1 Mennta-
skólanum í Kópavogi stjóraaði
hann fyrst skólakómum, þá aðeins
17 ára gamáll. Hann hafði samið
nokkur verk og fékk skólafélaga til
þess að flytja þau. Það varð svo úr
að þessi hópur varð hinn opinberi
kór skólans.
Efllr stúdentspróf lærði Gunn-
steinn tónsmiðar i Ungverjalandi.
Eftír fjögurra ára nám þar dvaldi
hann í fimm ár við nám í Þýska-
landi og eitt ár á Ítalíu.
„Ég fann það snemma að það átti
ágætlega við mig að stjóma og til
þess yrði ég að afla mér góðrar
Gunnsteinn Ólafsson.
undirstöðumenntunar.“
Fyrir utan tónlistina hefur Gunn-
steinn gaman af að fást við þýðing-
ar og klifa fjöll. Á sumrin hefur
hann verið leiðsögumaður fyrir
erlenda ferðamenn hér á landi.
„Ég hef mikið yndi af fjallgöngum
þær hreinsa hugann. Ég tók til
ákvörðun um að fara til
Ungverjalands á toppi Esjunnar
eina sumarnótt áriö 1983.“
Esjan og Hengillinn eru uppá-
haldsfjöll Gunnsteins vegna þess
að þangað er stutt að fara og göngu-
leiðir eru fjölbreyttar.
Eftir áralanga dvöl í útiöndum
hefur Gunnsteinn á valdi sínu ung-
versku, þýsku og ítölsku, auk
ensku og dönsku. Hann hefur þýtt
úr þremur fyrsttöldu málunum,
bæði fyrir útgáfur og eins til þess
að halda við kunnáttunni.
Það sem Gunnsteinn er stoltastur
af er flutningur óperunni Orfeió
eftír Monteverdi í haust. Þá flutti
hann til landsins barokkhljóðfæri,
sem ekki em til hér, ásamt hljóð-
færaleikurum. Um þessar mundir
er Gunnsteinn að undirbúa aðra
Monteverdi-tónleika sem haldnir
verða 8. janúar.
„Núna ætlum við að flytja madr-
igala eftir hann, með og án undir-
leiks. Þetta verður minna í sniðum
en Orfeiu en þessir madrígalar era
tileinkaðir ást og stríðL“
Myndgátan
Orlofsfé
Myndgátan hér aö ofan lýsir jólabókarheiti.
Sjónvarpið sýnir í kvöld þáttinn
1X2 í umsjón Amars Björnsson-
ar. Farið verður yfir leiki helgar-
innar í Englandi og sýndir úr
þeim bestu hlutamir. Manchest-
er United hélt áfram sigurgöngu
sinni um helgina þegar liðið sigr-
íþróttir
aði Aston Villa á Old Trafford. Á
siðustu mínútu vora skorað þrjú
mörk, tvö af United og eitt af liös-
mönnum Aston Villa. Meistar-
amir hafa nú 13 stiga forskot á
næsta lið sem er Leeds. Eric Can-
tona átti tvö af þremur mörkum
United en Paul Ince eitt. Um það
leyti sem flauta átti leikinn af
nældi Neil Cox í eitt mark fyrir
Villa.
Skák
Á opna alþjóðlega mótinu á Krít fyrir
skömmu þar sem stórmeistarinn Tony
Miles sigraði af öryggi kom þessi staða
upp í skák hans við Tyrkjann Atalik.
Miles hafði svart og átti leik:
28. - f3! 29. Dxe8 fxg2 + ! 29. Bx£8 Ef 29.
DxfB Hxf8+ 30. Bxf8 gxhl = D og vinnur.
29. - gxhl = R +! Og hvítur gafst upp.
Ef 30. Kgl Bd4+ og mátar en annars
leikur svartur næst 30. - Hxe8+ og
vinnur létt.
Jón L. Árnason
Bridge
Kínverjum er spáð frama í framtíðinni í
bridgeíþróttinni, en þeir eru tiltölulega
nýlega famir að láta að sér kveða á al-
þjóðavettvangi. Bridge hefur hingað til
ekki verið sérstaklega vinsæl íþrótt með-
al þjóðarinnar, en á þó vaxandi fylgi að
fagna. Ekki spillir fyrir að þjóðarleiðtog-
inn, Deng Xiao Ping, er áhugamaður um
íþróttina og spOar reglulega. Þjóðfélags-
breytingar í alþýðulýðveldinu auðvelda
nú framgang bridgehreyfmgarinnar og á
grundvelli hins mikla fjölda fólks sem
býr í Kína er ómögulegt armað en að
þeb: komi til með að eiga öfluga spilara
í framtfðinni. Þrátt fyrir að unglingalið
Kínverja næði ekki langt á heimsmeist-
aramóti yngri spilara, sem haldið var í
Árósum í ágúst á þessu ári, vöktu spilar-
arnir töluverða athygli fyrir hugmynda-
auðgi. Hér er eitt athyglisvert spd frá
leik Kínverja gegn Pakistönum. Sagnir
þróuðust upp í sex lauf eftir að austur
hafði sagt frá sexUt í spaða. Útspil vest-
urs var hjartaþristur:
♦ Á
V KD104
♦ 10976
+ ÁDG3
* K1042
¥ G63
♦ D52
+ 976
♦ 93
V 52
♦ ÁK83
+ K10842
Kínverjinn Ze Jun Zhuang var sagnhafi.
Það er mjög erfitt að sjá hvemig sagn-
hafi fékk 12 slagi í spilinu en það tók
sagnhafa ekki nema 2 sekúndur að vinna
spiUð. Um leið og hann sá blindan bað
hann um Utið hjarta úr blindum. Austur
átti eðUlega erfitt með að finna það að
setja Utið spfi, fór upp með ásinn og þar
með vom 12 slagir mættir.
ísak örn Sigurðsson