Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1993, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1993
5
Fréttir
Fordæmisgefandi dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna frádráttarbærs hlutaflár:
Líkur á að hlutafjáreig-
endur f ái endurgreitt
- skattstjóri má ekki draga hlutafláreign frá skuldum vegna eignarskattsstofns
Miðaö við dóm sem gekk nýlega í
Héraðsdómi Reykjavíkur eru líkur á
að skattayfirvöld þurfi að endur-
greiða hlutafj áreigendum á nokk-
urra ára tímabili skatta sem lagðir
voru á í fjölda tilfella þar sem ekki
var heimilað að draga hlutafjáreign
frá eignarskattsstofni. Hér er um að
ræða fordæmisgefandi dóm þar sem
kona er sýknuð af kröfum fjármála-
ráðherra um að úrskurður ríkis-
skattanefndar henni í hag yrði felld-
ur úr gildi.
Snorri Olsen, deildarstjóri í fjár-
málaráðuneytinu, sagði við DV í gær
að ekki hefði verið tekin ákvörðun
um það ennþá hvort dómi héraðs-
dóms yrði áfrýjað. „Það er spuming
hvað skylt er aö gera í þessum efn-
um, en ef mál af þessu tagi hafa tap-
ast hefur reglan verði sú að skattyfir-
völd hafa leitað uppi sambærileg mál
með geysilega mikiUi vinnu og leið-
rétt aftur í tímann,“ sagði Snorri.
Þegar umrædd kona taldi fram fyr-
ir álagningu opinberra gjalda fyrir
árið 1989 eignfærði hún 8,1 milljón
króna fasteignir en hlutabréfaeign
upp á liðlega 4 milljónir. Samkvæmt
þessu töldust eignir hennar vera 12,1
milljón króna. Til skuldar voru færö-
ar 2,6 milljónir og námu nettóeignir
því 9,5 milljónum.
Konan taldi að vegna hlutafjár-
eignar sinnar mætti hún síðan draga
allt að 900 þúsund krónur frá eignar-
skattsstoftiinum þannig að hann
myndi lækka niður í 8,6 milljónir.
Konan taldi að einstaklingar hefðu
heimild til þessa frádráttar sam-
kvæmt 78. grein laga um tekju- og
eignarskatt.
Skattstjóri taldi þetta hins vegar
ekki eiga við og lagði á konuna eign-
arskatt og miðaöi við 9,5 milljóna
króna nettóeign konunnar. Ekkert
tillit var tekið til frádráttarbærs
hlutafjár. Rökin voru að skuldir kon-
unnar væru hærri en 900 þúsund
króna hlutafjárhámarkið. Því væri
þetta ekki heimilt.
Þegar þessi niðurstaða lá fyrir
kærði konan úrskurð skattstjóra til
ríkisskattanefndar og kraföist þess
að hlutaféð yrði dregið frá eignar-
skattsstofninum. Ríkisskattstjóri
krafðist þess hins vegar að ríkis-
skattanefnd staðfesti úrskurð skatt-
stjóra. Niöurstaða ríkisskattanefnd-
ar var á þá leið að 78. grein laganna
um tekju- og eignarskatt hljóðaði
ótvírætt á þá leið að konunni hefði
verið heimill frádráttur á hlutafénu
Vestmannaeyj ar:
Rækjutogari
keypturfrá
Grænlandi
Ómar Garðaisson, DV, Vestmarmaeyjuni;
Andvari VE 100, rækjutogari sem
hjónin Jóhann Halldórsson skip-
stjóri og Aðalbjörg Bemódusdóttir
keyptu frá Grænlandi, kom nýlega í
fyrsta skipti til heimahafnar. Skipið
reyndist vel á heimsiglingunni frá
Nuuk og fer nú til yfirlits í Skipalyft-
una hér. Skipið kemur í staö eldra
skips sem sökk í maí sl.
Nýi Andvari er skuttogari, smíðað-
ur í Danmörku 1987, og er með
rækjuvinnslu og frystibúnað. íbúðir
eru fyrir 14 manna áhöfn og togarinn
mjög glæsilegur. Að sögn Péturs
Sveinssonar skipstjóra er gert ráð
fyrir að skipið haldi til rækjuveiða
fljótlega eftir áramótin.
IHTENSai
ISFISHER
ldt»andsS'
með 9_ - Qf\C
SIÐUMULA 2
tfi lækkunar á eignarskattsstofnin- ekkiogstefndikonunnifyrirHéraðs- lag78. greinarinnarverðiekkitúlkaö „hefur tíðkað“. Samkvæmtþessuvar
um. Stofninn var því reiknaður 8,6 dóm Reykjavíkur og krafðist þess að þannig að heimilt sé að reikna 900 konan sýknuð af kröfum fjármála-
milljónir króna. úrskurði ríkisskattanefndar yrði þúsund króna hlutafjárhámark á ráðuneytisins. Eggert Óskarsson
Þessu undi fjármálaráðuneytið hrundið. Héraðsdómur taldi aö orða- móti skuldum eins og ríkisskattstjóri kvaðuppdóminn. -Ótt
I v