Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1993, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14. 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. í skugga hátíðar Jólahátíðin er á næsta leiti og fólk er önnum kafið við innkaup, undirbúning og athafnir í tengslum við helg jól. Eftirvænting skín úr augum bamanna og hinir eldri hrífast með og skarta því sem til er og jafnvel því sem ekki er til. Snaran um hálsinn er greiðslukortin sem bjarga jólunum en slá skuldadögunum á frest. Það er gamall og góður siður að efna til veislu um jól. Hlaða gjöfiim á vini og fjölskyldur, bera fram dýrind- is mat og gleðja sjálfan sig og aðra við afisnægtaborð. Almennt er fólk meðtekið af boðskap jólanna og kirkju- sókn er fádæma góð. Trúin á sterk ítök meðal þjóðarinn- ar, þó ekki væri fyrir annað en bera virðingu fyrir kirkju og kenningu og gera sér grein fyrir því að Jesús Kristur er fæddur til eilífs lífs. En í skugga þessarar hátíðar nú sem endranær vofir atvinnuleysi, fátækt og sorg yfir mörgum heimilum og einstaklingum. Aðstæður í þjóðfélaginu eru erfiðari mörgum og þungbúnari en í langan tíma um okkar ald- ur. Þar geta hvorki greiðslukort, vinahót né stundarbirta jólaljósanna breytt miklu til hins betra. Það eru ekki allir sem halda gleðileg jól á þessu ári. Atvinnuleysi er útbreitt og fer vaxandi. Áætlað er að um sex þúsund manns hafi ekki vinnu um þessar mund- ir. Reiknað er með að atvinnuleysi aukist strax eftir ára- mótin. Það eru blikur á lofti í byggingariðnaði, sjávarút- vegi og verslun og viðskiptum. Frá Mæðrastyrksnefnd og öðrum þeim líknarstofnun- um og félögum sem sinna bágstöddu fólki berast þær fréttir að ásókn aukist og hjálparbeiðnum fari íjölgandi. Þar er ekki verið að leita eftir dýrum gjöfum eða miklum peningum heldur er fólk í leit að mat og brýnustu nauð- synjum. Það er að draga úr sárasta skortinum. Aðrar bjargir eru bannaðar. Árásin á vegfarandann á Hverfisgötunni nú um síð- ustu helgi er talandi dæmi um þá lífsbaráttu sem margir verða að búa við. Tveir grímuklæddir menn ráðast að konu og hafa af henni aleiguna. Og hver var aleigan? Fimmtán þúsund krónur. Spyrja má hvor sé umkomulausari, konan sem verður fyrir árásinni, öryrki með fimmtán þúsund króna aleigu, eða ógæfumennimir sem grípa til þess óyndisúrræðis að verða sér sjálfir úti um fé með ráni og ofbeldi? Slíkir menn eiga varla mikið fé handa á milh, hvað þá að þeir hafi þá mannúð eða hugsun að hlífa samborgara sínum og virða eignir ókunnugrar konu. Þessi atburður minnir á grirnma og miskunnarlausa hegðan hungraðra rándýra frumskógarins sem ráðast á allt kvikt sér til lífsviðurværis. Sem betur fer hafa margir orðið til að rétta konunni hjálparhönd og þess eru fjölmörg dæmi að einstaklingar og fyrirtæki hafi látið rausnarleg framlög af hendi rakna til þeirra sem minna mega sín. Engu að síður varpar það skugga á hátíðina og gleðina yfir jólunum að bil á milli ríkra og fátækra, vellystinga og örbirgðar, giftu og ógæfu á íslandi er óðfluga að breikka og dýpka. Það er þakkarvert þegar jólin vekja upp samvisku og samhygð gagnvart einstæðingum, öreigum og lítilmögn- um og að því leyti eru kristnir menn samkvæmir sjálfum sér í samhjálpinni og samkenndinni. En hitt væri þó meira um vert að þjóðin léti það ekki koma fram í tíma- bundinni tilhtssemi heldur varanlegum og skipulegum atbeina tfi að jafiia lífskjörin. Boðskapur Krists var í þeim anda og Kristur er ekki eingöngu hjá okkur á jól- um. Hann er í öUu og aUtaf. E]]ert B „Ákveða verði að Landspítalinn skuli vera eina háskólasjúkrahúsið og að öll sjúkrahúsin í landinu geti ver- ið kennslusjúkrahús," segir m.a. í grein Finns. Endurskipulagning sjúkrahúsanna Aukin sérhæfing í kjölfar rann- sókna og vaxandi þekkingar, bætt- ar samgöngur, búferlaflutningar og breytt fjárhagsleg uppbygging sjúkrahúsanna á undanförnum árum hafa breytt hlutverki þeirra, hvort sem er úti á landsbyggðinni eða í Reykjavík. Heildarútgjöld heilbrigðisþjónustunnar eru í kringum 32 milljarðar á ári. Stofn- anaþjónustan er langstærsti kostn- aðarhður heilbrigðisþjónustunnar eða í kringum 60% af heildarút- gjöldunum. Hæpnarforsendur Nýútkomin skýrsla sem jafn- framt eru tillögur til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um skipan sjúkrahúsmála á lands- byggðinni hefur vakiö upp snörp viðbrögð. í skýrslunni er að finna mikið af upplýsingum sem því mið- ur eru ekki allar réttar. Því vakna spumingar um trúverðugleika skýrslunnar. Sem dæmi má nefna að fjárhagslegur ávinningur af breytingunum sem boðaðar eru í skýrslunni er ekki rökstuddur heldur er um ágiskanir að ræða. Þaö er enginn vafi að það er hægt að spara verulega fjármuni í rekstri sjúkrahúsanna í landinu. Sá spamaöur næst ekki með þeim tillögum sem sjúkrahúsnefndin hefur lagt fyrir heilbrigðisráðherra því þar er aðeins horft á lítinn hluta af sjúkrahúsakerfmu og aðeins þann hluta þess þar sem minnst von er um spamað. Hættuleg leið Sé mönnum alvara með sparnaö- arhjah sínu þá er fyrsta skrefið það að hætta við sameiningu Borgar- spítala og Landakotsspítala í eina Kjallarinn Finnur Ingólfsson alþingismaður Framsóknar- fiokksins í Reykjavík stofnun. Því með sameiningu þess- ara tveggja stofnana er verið að koma á fót tveimur jafnstómm sjúkrahúsum í höfuðborginni sem lenda í mikilli samkeppni um tak- markaða fjármuni, er leiða mun til milljarða útgjaldaauka fyrir ríkið á næstu árum. Fyrsta skref í verkaskiptingu Því eru fyrstu skref til hagræð- ingar og spamaöar í rekstri sjúkra- húsanna í landinu þessi: - Hætt verði við sameiningu Borg- arspítala og Landakotsspítala. - Ákveða verði að Landspítalinn skuh vera eina háskólasjúkra- húsið og að öll sjúkrahúsin í landinu geti verið kennslu- sjúkrahús. - Þeim sjúkrahúsum á landsbyggð- inni sem best eru í stakk búin til að taka að sér aukin verkefni verði fengin sérhæfð verkefni tíl að takast á við. - Komið verði á skýrri verkaskipt- ingu milli sjúkrahúsanna og sjúkrastofnana í Reykjavík. SÁA verði falin öll áfengismeðferð, því flytjist sú áfengismeðferð sem nú er á Landspítalanum yfir til SÁÁ, geðdeild Borgarspítalans flytjist yfir á Landspítalann. Barnadehd og augndeild Landa- kotsspítala flytjist yfir á Land- spítala. Öldrunarþjónusta Landspítalans flytjist til Borgar- spítalans. Á meöan menn treysta sér ekki til að taka neinar ákvaröanir um verkaskiptingu milli sjúkrahús- anna, er aht tal um hagræðingu og spamað hjóm eitt. Finnur Ingólfsson „Það er enginn vafi að það er hægt að spara verulega í rekstri sjúkrahúsanna í landinu. Sá sparnaður næst ekki með þeim tillögum sem sjúkrahúsnefndin hefur lagt fyrir heilbrigðisráð- herra... “ Skoðanir aimarra Frjálst f iskverð til góða? „Vart verður séð að frjálst fiskverð hafi komið sjávarútveginum í heild tU góða. Skýtur nokkuð skökku viö aö í þeim fjórðungi landsins þar sem at- vinnutekjur eru hæstar, er hann kominn að fótum fram ef marka má ummæli heimamanna. Bág rekstr- arstaða sjávarútvegs nú á sér tvímælalaust skýringu í því hvemig sókninni í helstu fiskstofna okkar hef- ir verið háttaö.“ Krístjón Kolbeins viöskiptafr. í Mbl. 21. des. Hverju skilar lengri opnunartími verslana? „Lenging opnunartíma fyrir jól virðist vera eöli- legt framhald af síauknum opnunartíma verslana undanfarin tvö ár. Sjá má mörg dæmi um að verslan- ir, myndbandaleigur og sölutumar hafi opiö alla daga vikunnar og langt fram eftir nóttu. En hverju skilar lengri opnunartími fyrir verslunina? Fyrst og fremst auknum kostnaði, því kaupgeta fólks hefur heldur minnkað á undanfömum árum.“ G.B.Ó. í forystugrein VR blaðsins í des. Erfðavísasamsetning kortlögð „í Uðinni viku bámst fréttir af því að franskir vísindamenn hefðu birt nær fullgert kort af erfða- vísasamsetningu mannslikamans.... Erfðavísakort- ið á eftir aö auðvelda greiningu arfgengra sjúkdóma í framtíöinni og auka þannig líkurnar á að hægt sé að lækna fólk. Auöveldara verður að komast að því hvaða umhverfisþættir hafa slæm áhrif á erfðavísa mannsins. Og síöast en ekki síst dregur kortlagning- in úr hættunni á aö sakborningar verði dæmdir sak- lausir. Á því máli er þó önnur hhð.“ Úr forystugrein Tímans 21. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.