Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Side 2
2
Fréttir
Metþátttaka í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði:
Magnús Gunnarsson
sigraði naumlega
- Jóhann G. Bergþórsson lenti í öðru og Ellert Borgar 1 þriðja sæti
Magnús Gunnarsson aöalbókari
sigraði naumlega í prófkjöri sjálf-
stæðismanna í Hafnarfirði um helg-
ina með 1221 atkvæði í fyrsta sætið
gegn 1187 atkvæðum Jóhanns G.
Bergþórssonar, verktaka og bæjar-
fuiltrúa. Jóhann lenti í öðru sæti með
samtals 1410 atkvæði í tvö fyrstu
sætin en Ellert Borgar Þorvaldsson,
skólastjóri og bæjarfulltrúi, lenti í
þriðja sæti með 1477 atkvæði. Vai-
gerður Sigurðardóttir Ðskverkandi
varð í íjórða sæti með 1710 atkvæði
og Þorgils Óttar Mathiesen, við-
skiptafræðingur og bæjarfulltrúi,
hafnaði í fimmta sæti með 1412 at-
kvæði.
Ragnheiður Kristjánsdóttir kenn-
ari lenti í sjötta sæti með 1479 at-
kvæði. Ami Sverrisson fram-
kvæmdastjóri fékk 1441 atkvæði og
lenti þar með í sjöunda sæti. Magnús
Kjartansson hljómlistarmaöur fékk
1402 atkvæði og varð í áttunda sæti
og Gissur Guömundsson rannsókn-
arlögreglumaður hafnaði í niunda
sæti. Gissur fékk samtals 1390 at-
kvæði.
Úrshtin í prófkjöri sjálfstæðis-
manna í Hafnarfirði urðu ekki ljós
fyrr en á þriöja tímanum í nótt þegar
öll atkvæði voru talin þar sem mjótt
var á munum mifii Magnúsar Gunn-
arssonar og Jóhanns G. Bergþórs-
sonar. Jóhann hafði forystuna fram-
an af með sjö til níu atkvæða mun.
Þegar tæplega helmingm- atkvæða
var talinn náði Magnús forystunni
og tókst að halda henni þó að alltaf
munaði sjö til tíu atkvæðum þar til
í lokin. Magnús sigraði með 35 at-
kvæða mun.
Metþátttaka varð í prófkjöri sjálf-
stæðismanna í Hafnarfiröi en ahs
greiddu 3496 atkvæði miðað við 2200
síöast. Auðir seðlar og óghdir voru
óvenjumargir eða 117. -GHS
Halldór Asgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins:
Kratar undirbúa stjórnarslit
„Ég skh ekki flokk sem er búinn
að semja um ákveðiö frumvarp á
Alþingi en ályktar svo um aht annað
í sinni æðstu sfjóm. Mér virðist að
Alþýðuflokkurinn sé með þessu að
undirbúa að slíta stjómarsamstarf-
inu. Hér er um svo mikiö gmndvall-
armál að ræða að þaö gengur ekki
að hafa ahtaf þessa óvissu í máhnu.
Ég er algjörlega ósammála því að
kvótakerfið hafi bmgðist. Ýmsir gall-
ar hafa komiö í ljós en það er út í
bláinn aö segja að það hafi bmgðist
algjörlega enda benda þessir menn
ekki á neina raunhæfa valkosti," seg-
ir Hahdór Ásgrímsson, varaformað-
ur Framsóknarflokksins, um álykt-
un flokksstjómar Aiþýðuflokksins
frá því á laugardag mn að kvótakerf-
ið hafi bmgðist og því beri að gjör-
breyta fiskveiöhöggjöfinni í landinu.
„Þeir leggja til að sett veröi nýtt
aðstööugjald á sjávarútveginn en það
er atvinnugrein sem rekin er með
verulegu tapi, skuldir alltof miklar
og fiskistofnamir veikir. Meginverk-
efni í íslenskum sjávarútvegi á næsta
áratug er að greiöa niður skuldir og
byggja upp fiskistofnana. Menn sem
tala um aflagjald á sama tíma hljóta
að lifa í öðrum heimi. Það sýnir best
skilningsleysi Alþýðuflokksins í garð
þessarar atvinnugreinar." -GHS
Stuttar fréttir
Þorgils Óttar Mathiesen féll niður i fimmta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði um helgina. Hér má sjá
Þorgils ásamt þeim sem skiptust á um að skipa efsta sætið meöan á talningu stóð i nótt - Jóhann G. Bergþórsson
og Magnús Gunnarsson. DV-myndJAK
Jóhann G. Bergþórsson vantaöi ríflega þrjátíu atkvæði í fyrsta sætiö:
Þetta er sigur eftir
hremmingar undanfarið
„Ég hlýt að vera ánægöur með
þennan árangur miðaö við forsöguna
þó að ég hefði að sjálfsögðu viljað
hafa nokkur atkvæði í viðbót th að
halda forystunni en við því er ekkert
aö gera. Það hefur ekkert annað ver-
ið sett fram af minni hálfu en að ég
sætti mig við niðurstöðuna. Ég hygg
ekki á sérframboö í framhaldi af
þessari niöurstöðu," segir Jóhann
G. Bergþórsson, annar maður á hsta
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í
bæjarstjómarkosningunum í vor.
Samkvæmt heimildum DV eiga
frambjóöendur í prófkjörinu mögu-
leika á að kæra niðurstööuna þar
sem talið er að nokkrir kjósendur
hafi greitt atkvæði utan kjörstaðar í
Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði nú í
vikunni þegar kjörstaðurinn átti
ekki að vera opinn.
„Ég sé ekki að þaö hefði nokkum
thgang að kæra niðurstöðuna þó að
það leiddi til þess að þessi röð breytt-
ist eitthvað því aö það myndi engu
hreyta í mínum huga. Ég er búinn
að fá þetta mikla fylgi og sé ekki að
það skipti öllu máli hvort ég fæ 30
atkvæði th eða frá. Ég ht á þessa nið-
urstöðu sem sigur því að það er mjög
líthl atkvæðamunur á milli okkar.
Ég er búinn að ganga í gegnum slikar
hremmingar undanfarið að það er
ekki hægt að hta á þetta á neinn
annan hátt en sem sigur,“ segir hann.
-GHS
Bamafólk litid styrkt
Böm eru hlutfallslega fleiri hér
á landi en annars stáðar á Norð-
urlöndum. Útgjöld til bamafólks
em hlutfallslega lægst hér. Sjón-
varpið greindi frá þessu.
Alvarfegar brotalamir
Alvarlegar brotalamir eru á
lögbundnu eftirhti byggingafull-
trúa með innfluttu byggingarefni.
Samkvæmt RÚV er þetta niður-
staða Samkeppnisstofnunar
vegna kæm sem þangað barst.
Takmarkadheittvatn
Jarðvísindamenn segja lághita-
svæðið landsins ekki óþrjótandi
auölind eins og tahö hefur verið.
Því þurfi að fara sparlega meö
heita vatnið. Stöð tvö greindi frá
þessu.
Fleiriríkisstarfsmenn
Ársverkum í fyrirtækjum
landsins hefur fækkaö um fjögur
þúsund frá 1988, mest í iönaöi. Á
sama tíma fjölgaöi ársverkum hjá
hinu opinbera um 2.100 og í ann-
arri starfsemi um 650. Morgun-
blaðiö grelndi frá þessu.
Hvalveiðar hæpnar
Vegna aöildar aö hafréttarsátt-
málanum geta íslendingar vart
réttlætt hvalveiðar á grundvelli
aöhdar að Norður-Atlantshafs-
spendýraráöinu. Þetta er niöur-
staða tveggja lagaprófessora í
skýrslu th forsætisráöherra.
Sjónvarpiö greindi frá þessu.
Loðnan hvarf sporiaust
Loðnan hvarf sporlaust af miö-
unum eftir bræluna undanfama
daga. Þrátt íýrir ítrekaöa leit
loðnuflotans fannst loðnan ekki í
gær. RÚV greindi frá þessu.
Jákvaeðvfðsklpti
Viðskiptajöfnuðurinn á síðasta
ári gæti orðið jákvæður 1 fyrsta
sinn í 7 ár. Vömskiptajöfnuður-
inn var hagstæöur um 12,1 millj-
arð. Morgunblaöið greindi frá
þessu.
Styrkveitingakraflsf
Sveitarfélög treysta sér ekki th
að ráðast í átaksverkefni í sam-
starfi við Atvinnutryggingasjóö
nema reglur um styrkveitingar
úr sjóðnum veröi rýmkaðar. RDV
greindi frá þessu.
VinnslumethjáÚA
Framleiðsluverðmæti Útgerð-
arfélags Akureyrar jókst um 28%
á síöasta ári. Tíminn greindi frá
þesstt -kaa
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 1994
Magnús Gunnarsson:
Þettavar
frábært
„Ég get ekki neitaö því að auð-
vitað var þetta persónulegur sig-
ur. Þetta var frábært. Ég kom nýr
inn i þetta fyrir fióram árum og
lenti þá í fimmta sæti. Ég hef ver-
iö formaður fuhtrúaráösins í tvö
ár og hef lagt mig fram í þvi að
ná í nýtt fólk og opna flokkinn.
Ég ht svo á að mín sjónarmið
hafi unnið sigur í þessu próf-
kjöri," segir Magnús Gunnars-
son, varabæjarfiilltrúi og fyrsti
maöur á hsta sjálfstæðismanna i
Hafnarfirði í kosningunum í vor.
„Ég á ekki von á öðm en að
samstarf okkar keppinautanna
þriggja verði meö miklum ágæt-
um á næsta kjörtimabih. Menn
verða að una lýðræðisiegum úr-
shtum. Við vorum þrír einstakl-
ingar sem kepptum að ákveðnu
marki. Niðurstaðan varð þessi,“
segirhann. -GHS
„Ég fer ekki dult með að það
em ákveðin flokksleg vonbrigði
að menn skyldu ekki bera gæfu
til að halda forystumanni okkar
í fyrsta sætinu þó aö ég óski
Magnúsi Gunnarssyni th ham-
ingju með sigurinn. Niðurstaðan
í prófkjörinu er dómur og menn
hhta honum á ýmsan veg. Ég gef
ekkert út á það í nótt eða á morg-
un hvort ég hhti þessari niöur-
stöðu. Þessir aðilar hljóta að
þurfa að hittast og vonandi verð-
ur fulltrúaráðið virkt fljótlega
þannig aö menn geti hist og rætt
málin,“ sagði Ellert Borgar Þor-
valdsson skólastjóri þegar úrsht
prófkjörsins vora kunn í nótt.
-GHS
Valgerður:
Hefði viljað
fá tvær konur
„Mér líst sæmilega á þessa nið-
urstöðu. Ég heföi viljað sjá tvær
konur í bæjarstjórn og því þykir
mér hlutur kvenna ekki nógu
góður. Ég stefndi að þriðja sæti
og lenti í því fjórða þannig aö ég
má vel við una því að mér skhst
að ég sé með mikinn fjölda at-
kvæöa á bak við mig. Þrír karlar
börðust um fyrsta sætið og einn
um annaö sæti þannig að ég býst
við að það sé sterkt að ég komi á
eftir þeim. Það viröist vera erfitt
fyrir konur að komast ofar en
þetta í próíkjöri," segir Valgerður
Siguröardóttir fiskverkandi en
hún lenti í fjóröa sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði
um helgina. -GHS
ÞorgilsÓttar:
Ákveðinn
ósigur
„Þetta er ákveðinn ósigur fyrir
mig því að ég náði ekki því
markmiði sem ég hafði sett mér
en það var fyrsta sætið. Ég var í
þriðja sæti áður en féll niður í
fimmta sætið núna. Ég mun að
sjálfsögöu halda áfram aö vinna
aö minni sannfæringu, því sem
er bænum fyrir bestu og sjálf-
stæðisstefhunni til góða. Ég tek
þessari niðurstööu og sætti mig
við hana því að komist var aö
þessari niðurstööu með lýöræðis-
legum hætti. Ég mun gera aht
mitt th að Sjálfstæðisfiokkurinn
nái sem bestri kosningu í bæjar-
síjórnarkosningunum í vor,“ seg-
ir Þorghs Óttar Mathiesen bæjar-
fulltrúi. -GHS