Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Page 3
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 1994
3
Fréttir
gangbrautarverði til að vakta gang-
brautir við grunnskólann í Eyjum.
Það er í fyrsta sinn sem þessi stétt
manna skýtur upp koliinum í Vest-
mannaeyjum og hefur starf þeirra
líkað vel. Á myndinni er Elsa Jóns-
dóttir við gæslu við barnaskólann.
DV-mynd Ómar Garðarsson
Sauðárkrókur:
Bæjarfulltrú*
um fækkað
umtvo
Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri:
Búast má við að mikil og hörð
kosningabarátta sé framundan fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar á Sauð-
árkróki, ekki síst vegna þess að
fækka á fulltrúum í bæjarstjóm um
tvo, úr níu í sjö.
Vitað er að oddvitar tveggja flokka
hafa mikinn áhuga á að hætta sem
bæjarfulltrúar, þeir Stefán Logi Har-
aldsson, Framsóknarflokki, og Knút-
ur Aadnegard, Sjálfstæðisflokki, og
einnig Viggó Jónsson, bæjarfulltrúi
Framsóknar. Enginn þeirra þriggja
hefur þó tilkynnt opinberlega að
hann gefi ekki kost á sér áfram. Aðr-
ir bæjarfulltrúar verða að öllum lík-
indum í framboði að nýju.
Sjálfstæðismenn með 3 bæjarfull-
trúa og kratar og óháðir með einn
mann hvor mynda meirihluta í bæj-
arstjórn en í minnihluta eru Alþýðu-
bandalag með einn fulltrúa og Fram-
sóknarflokkur með 3 fulltrúa. Sem
fyrr sagði fækkar bæjarfulltrúum
um tvo eftir kosningarnar í vor og
því er búist við miklum átökum. Enn
sem komið er hafa menn þó aðhafst
fremur lítið í framboðsmálum og
nokkur deyfð verið í pólitíkinni á
staðnum.
Sænskir síld-
arunnendur
til íslands
ísland er land síldarinnar í augum
Svía og þess vegna ætla tíu sænskir
síldar- og snafsunnendur að koma til
íslands til að halda upp á tuttugu ára
afmæh félags síns.
Hingað koma þeir í mars og ætla
að gæða sér á síldarréttum á íslensk-
um veitingastöðum. „Þegar við hitt-
umst heima í Svíþjóö þá tilreiðum
við síldina sjálfir og kryddum einnig
brennivínið sjálfir," segir Áke
Wikström, talsmaður þeirra félaga.
Fyrir tuttugu árum voru þeir allir
í menntaskóla í Kalmar í Svíþjóð og
höfðu hug á því að halda áfram að
hittast. Til þess þurftu þeir þó að
hafa eitthvert markmið og þá var
Félag síldar-, snafs- og bjórunnend-
anna stofnað og var umsjónarkenn-
ari þeirra einn stofnfélaganna.
Þeir eiga nú orðið myndarlegt safn
af uppskriftum að síldarréttum og
snöfsum og útiloka ekki að gefa út
matreiðslubók á þrjátíu ára afmæh
félagsins.
Já, við erum stolt að kynna lægra verð á þessum vönduðu Thomson-sjónvarpstækjum,
en áður hefur þekkst. Alltaf eru að koma fullkomnari og dýrari tæki á markað, en
okkur tókst að semja um magninnkaup á þessum vönduðu tækjum, á verði sem á
engan sinn líka, verði sem eflaust á eftir að hrista markaðinn. Sjón er sögu ríkari !
Thomson 63 og 70 DS 50:
• Black Matrix-skjár
• Möguleiki á 16:9 breiötjaldsmóttöku
áo þess a5 myndin aflagist
• 40W Nicam stereo-magnari
• 4 hátalarar, Stereo Wide
• INNBYGGT Spatial Effect, sem eykur
hljóbmöguleikana
. • Tengi fyrir heyrnartól með sér-
styrkstilli, óháð hátölurum tækisins
• 60 stöðva minni
• Pal-Secam-NTSC-video
• Fullkomin flarstýring
• Aðgerðastýring á skjá
• Innsetning stöðvanafna á skjá
• Tímarofi
• Barnalæsing
• íslenskt textavarp
• Scart-tengi
• Tengi fyrir 2 auka bakhátalara o.m.fl.
Thomson-sjónvarpstækin eru vönduð þísk
gæðaframleiösla tengd Nordmende og hafa
• Sjálfvirk stöðvaleit
i áraraðir verið í notkun við góðan orðstýr.
Verð:
Thomson 63 DS 50: 25" sjónvarpstæki
79.900, - kr. eða 72#9@0j® stgr.
Thomson 70 DS 50: 28"
87.900, - kr. eða 7 9 #900j * stgr.
Ath! Samskonar sjónvarpstæki kosta u.þ.b.
110.000,- til 140.000,- kr. hér á landi, en
þessi bjóðast ódýrari vegna magninnkaupa.
Verð aðeins frá
Spatíal sound-
hljómmögnun:
Þetta er sérstök hljóöblöndun, sem
eykur hljóminn og gefur möguleika á
híjóöáhrifum líkt og í kvikmyndahúsum.
Mono útsending fær blæ af stereo-
útsendingu og stereo-útsending gefur
aukin áhrif, þannig aö áhorfanainn
færist eins og inn í kvikmyndina.
Aðeins þarf að stinga Surround-
hátölurum í samband wið sjónvarpið
72.900,'stgr.
Frábær greibslukjör vib allra hæfi
LÁN t>l allt að 30 mán.
-IBS