Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Side 6
6
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 1994
Fréttir
Jónína Sanders er sigurvegarinn 1 prófkjörinu í Njarðvík:
Miklu meira en
égáttivoná
Ægir Már Kárasan, DV, Suöumesjum;
Ingólfur Báröarson, rafverktaki og
forseti bæjarstjórnar, náði kjöri í
fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisílokks-
ins í Njarðvík um helgina en hann
fékk 129 atkvæði. í öðru sæti varð
sigurvegari kosninganna, Jónína
Sanders hjúkrunarfræðingur. Jón-
ína fékk samtals 356 atkvæði, þar af
243 atkvæði í 1.-2. sæti.
Akureyri:
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri
Nær öruggt má telja að það
komi til kasta yfirkjörnefndar
Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
að taka ákvörðun um með hvaða
hætti það ráðist hver skipi 3. sæt-
ið á lista ílokksins við bæjar-
stjórnarkosningamar í vor.
Þeir Þórarinn B. Jónsson og
Jón Kr. Sólnes, sem urðu jafnir í
3. sæti í prófkjöri um fyrri helgi,
hafa ræðst við um hugsanlega
lausn á því „vandamáli'1 sem upp
er komiö en sú lausn hefur ekki
fundist.
Greinilegt er að báðir vilja fá
3. sætið en sá þeirra sem fær það
ekki verður að gera sér 5. sætið
að góðu.
„Eg get ekki gefið sætið eftir því
þá væri ég að bregðast þvi fólki
sem kaus mig og vill breytingar
á efstu sætum hstans. Hins vegar
myndi ég berjast í 5. sætinu ef ég
tapaöi 3. sætinu á hlutkesti,“ seg-
ir Þórarinn B. Jónsson.
„Ég sætti mig alls ekki við að
þetta ráöist með hlutkesti, það
væri alveg eins hægt að kasta
pening út í snjóimx og leita aö
honum i vor,“ segir Jón. Kr. Sól-
nes. Hann segir að 5. sætið veröí
baráttusæti flokksins í kosning-
unum og í það sæti eigi nýr maö-
ur að fara en ekki sitjandi bæjar-
fulltrúi.
Það er því ljóst að hvorugur
frambjóöendanna tveggja ætlar
að gefa sinn hlut eftir baráttu-
laust í þessu máli.
Haraldur Sveinbjörnsson,
formaöur yfirkjörstjómar, sagði
í samtali við DV að kjörsfjórnin
myndi taka máliö fyrír eftir helg-
ina kæmust frambjóðendurnir
ekki að niðurstöðu.
Kristbjöm Albertsson, kennari og
varabæjarfulltrúi, hreppti þriðja
sætið en hann fékk 192 atkvæði.
Böðvar Jónsson fasteignasali lenti í
fjórða sæti með 239 atkvæði og Ámi
Stefánsson framkvæmdastjóri hlaut
fimmta sæti. Hann fékk 220 atkvæði.
Valþór Jónsson yfirverkstjóri lenti
í sjötta sæti með 156 atkvæði, Jakob
S. Sigurðsson vélvirki varö í sjöunda
sætið með 86 atkvæði og í áttunda
sæti varð Guðjón Ómar Hauksson
fulltrúi með 86 atkvæði.
Mjög ánægð
„Ég er mjög ánægð með þessa út-
komu því að ég fæ þama afdráttar-
lausan stuðning. Ég fékk 88 prósent
atkvæða í fyrsta til fjórða sæti og það
er miklu meira en ég átti von á. Ég
vil nota þetta tækifæri til að þakka
fyrir stuðninginn. Við erum tvö sem
komum ný inn því að Böðvar Jóns-
son hlaut góða kosningu í fjórða sæt-
ið. Ég býst við að kjósendur flokksins
í Njarðvík hafi talað sínu máli og
vilji einhveijar breytingar,“ segir
Jónína Sanders.
Ríflega 400 íbúar í Njarðvík greiddu
atkvæði í prófkjörinu og er það meira
en nokkm sinni áður, eða um 25 pró-
sent af bæjarbúum. Níu seðlar voru
ógildir. -GHS
Ingólfur Bárðarson náði kjöri í fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna í Njarðvík i prófkjöri um helgina. Jónina Sand-
ers, sem hér er hafin hátt á loft, vann stórsigur og fékk rúmlega 350 atkvæði í annað sætið og Kristbjörn Alberts-
son lenti í þriðja sæti. DV-mynd ÆMK
Af gerandi kosning
Gunnars í 1. sæti
Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi:
Gunnar Sigurðsson umboösmaður
hlaut afgerandi kosningu í 1. sæti í
prófkjöri Sjálfstæöisflokksins á
Akranesi á laugardag fyrir komandi
bæjarstjórnarkosningar. Gunnar
hlaut 449 atkvæði í 1. sætið og 602
atkvæði alls eða 79,79%.
Pétur Ottesen trésmiður varð í 2.
sæti. Hann hlaut 209 atkvæði í 1. og
2. sætið og 635 atkvæði alls eða
83,33%. Elinbjörg Magnúsdóttir fisk-
vinnslumaður varð í 3. sæti. Hún
fékk 273 atkvæöi í 1.-3. sæti og 489
atkvæði alls eða 64,17 prósent. Sigríð-
ur Guðmundsdóttir skrifstofumaður
varð í 4. sæti. Hún fékk 340 atkvæði
í 1.-4. sætið og 535 atkvæði alls eða
70,21%.
Þórður Þ. Þórðarson bifreiðastjóri
hafnaði í 5. sætinu. Hann fékk alls
338 atkvæði í 1.-5. sæti og 465 at-
kvæði alls eða 61,02%. Bjarki Jó-
hannesson framkvæmdastjóri varö í
6. sæti með 368 atkvæði í 1.-6. sæti
og 435 atkvæði alls eða 57,09%. í 7.
sæti varð Jóhannes Finnur Halldórs-
son viðskiptafræöingur með 367 at-
kvæði í 1.-7. sætið og 409 atkvæði
alls eða 53,67%. Aðrir þátttakendur
hlutu ekki bindandi kosningu í sæti.
Mikil þátttaka
Þátttaka í prófkjörinu var geysi-
lega mikil. Alls greiddu 768 atkvæði.
Tveir seðlar voru auðir og íjórir
ógildir. Síðast þegar flokkurinn efndi
til prófkjörs, árið 1986, greiddu 320
manns atkvæði. Þátttakan á laugar-
dag fór langt í að jafna fylgi flokksins
við bæjarstjórnarkosningarnar 1990
er hann fékk 795 atkvæöi og tvo
menn kjöma.
Röð þriggja efstu manna í prófkjör-
inu reyndist í samræmi við það sem
DV spáði í Fréttaljósi á laugardag.
Þar var aftur á móti ekki reiknað
með Sigríði og Þórði eins ofarlega og
raun bar vitni. Þá urðu Jóhannes
Finnur og Guðmundur Guðjónsson
mun neðar en búist var við. Jóhann-
es, sem gaf kost á sér í eitt efstu
sætanna, varð í 7. sæti og Guðmund-
ur, núverandi varafulltrúi í bæjar-
stjórn, sem gaf kost á sér í 1. sætið,
hlaut ekki bindandi kosningu í sæti.
Andvari VE-100 strandaði við Grímsey:
Skipið barðist um í klöppunum
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyii
„Ég veit ekki hvort hætta var á
ferðum því það var stutt að hoppa í
land enda barðist skipið um í klöpp-
unum við eyjuna,“ segir Jóhann
Halldórsson, skipstjóri á togaranum
Andvara VE-100 sem strandaði við
Grímsey á laugardagsmorgun.
Jóhann segir að sennilega sé
ástæða strandsins sú að sá sem var
á vakt hafi í ógáti siglt of nærri eynni
en skipið hafði leitað vars við Gríms-
ey vegna veðurs. Skipið var ekki
lengi á strandstaðnum því skipverj-
um tókst að losa það eftir um það
bil 15 mínútur.
Þegar veðrið gekk niöur var skip-
inu siglt til Akureyrar þar sem kafar-
ar fóru undir skipið og könnuðu
skemmdir í gær. Þær reyndust sára-
litlar að sögn Jóhanns og var því
haldið til veiða að nýju en skipið
hefur verið að rækjuveiðum úti fyrir
Norðurlandi.
um helgina. Þjófarnir brutu upp
og eyðilögðu spilakassana á öll-
um þessum stöðum.
Tilkynntvarum innbrot í sölut-
: urnana Sundanesti, Hálogaland
viö Gnoðarvog og við Norður-
brún á laugardagsmorgun. Sólar-
hring síöar var tilkynnt um inn-
brot í sjoppu við Langholtsveg og
Bræðraborgarstíg. Á öllum þess-
um stöðum voru þeir peningar
teknir sem í kössunum voru en
auk þess eru flestir kassarnir
stórskemmdir.
Að sögn lögreglu er svona inn-
brot eins og faraldur i bænum.
Enginn hefur náðst vegna þess-
ara innbrota um helgina.
-JJ
Ekið var á gangandi konu og
barn á Sóleyjargötu við Braga-
götu laust eftir hádegi í gær. Öku-
maður missti vald á bílnum í
hálku og fór upp á gangstétt. Þar
var kona á gangi með barn og
lenti bíllinn á henni, hún féll í
götuna og handleggsbrotnaöi en
hlaut ekki önnur meiðsl. Barnið
sakaöi ekki.
-JJ
Innbrot
Brotist var inn á heimili við
Njálsgötu aðfaranótt laugardags
og þaðan stolið geislaspilara og
slatta af plötum.
Þá var tilkynnt um innbrot í
rafmagnsverkstæði viö Síöum-
úla. Þaðan haföi verið tekinn út
vélsleði en honum skilað aftur.
Brotist var inn í söluturn í
Árbæ aðfaranótt sunnudags og
þaðan stolið skiptimynt og sígar-
ettum.
Skemmdarvargar brutu þrjár
rúður í Álftamýrarskóla á laug-
ardagsnótt en enginn þeirra náö-
ist.
.1.1
Innbrot
ífata-
hreinsun
Brotist var inn í fatahreinsun
og söluturn í verslunarmiðsöð
við Lóuhóla aöfaranótt laugar-
dags. Á báðum stöðum var stoliö
skiptimynt en auk þess eitthvaö
af tóbaki í söluturninum. Enginn
hefur verið handtekhm vegna
þessa.
-JJ
Þessi jeppi valt í hálkunni á
Miklubraut rétt fyrir hádegi á
iaugardag. Billinn snerist og lenti
á toppnum i mjúkum snjónum.
Engin slys urðu á fólki og bíllinn
er ekki mikið skemmdur.
DV-mynd S