Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Síða 8
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 1994
Utlönd
Stuttarfréttir
Arafat bjartsýnn þótt ekki hafi samist við Peres:
Erum á leið framhjá
öllum hindrununum
Yasser Arafat, leiötoga Frelsissam-
taka Palestínu, PLO, og Símoni Per-
es, utanríkisráðherra ísraels, mis-
tókst um helgina í annað sinn á
tveimur vikum að gera út um ágrein-
ing sinn um öryggismál á væntanleg-
um heimastjómarsvæðum á Gaza og
í Jeríkó. Vegna þessa hefur brott-
flutningur ísraelskra hersveita frá
þessum stöðum tafist.
Leiðtogarnir sögðu að þeir myndu
hittast aftur í Kaíró eftir viku og þeir
vonuðust til að þá yrði komist að
málamiðlun.
„Það eru meira en þokkalegar líkur
á að okkur takist að ljúka verki okk-
ar,“ sagði Peres.
Karl Bretaprins
segir hjákonu
sinni upp
Kari Breta-
prins hefur
siitið sambandi
sínu við Cam-
illu Parker-
Bowles til þess
aö rcyna að
virrna sig aftur
í álifi meöal
aimennings eftir skilnaðinn við
Díönu prinsessu. Bresku blöðin
skýrðu frá þessu í gær.
Karl og Camiila hafa sammælst
um hvorki að hittast né taia sam-
an framar en samband þeirra var
talið hafa átt stóran þátt í skiln-
aði prinsins og Díönu.
Oliver North
ræðstaðróttæk-
umfemínistum
Ohver North, höfuðpaurinn í
íran-kontrahneykslinu og fram-
bjóðandi til öldungadeildar
Bandaríkjaþings, sagði í gær aö
„hrokafullur her ofurróttækra
femínista" réði lögum og lofum í
bandarískum stjórnmálum. Þá
sagði hann að forseti iandsins
hefðí rétt til að segja þingheimi
ekki ffá leynilegum aðgerðum.
North lét þessi orð falla í við-
tali við CBS sjónvarpsstöðina.
Aðspurður hverjir þessir femín-
istar væru vfldi hann ekki nefna
nein nöfn en sagöi að margir í
stjórn Clintons væru ekki fulltrú-
ar hefðbundinna fjölskyldugilda.
Rússneskur
þjóðernissinni
forseti Krím
Rússneski
þjóðernis-
sinninn Júrí
Mesjkov var
kjörinn forseti
á Krímskagan-
um í gær. Ilann
fékk 72,8 pró-
sent atkvæða í
síðari
umferðinni enkeppinauturhans,
Níkolai Bagrov, fékk 23,5 prósent,
að sögn rússneska útvarpsins.
Úrslitin gaetu flækt meira en
orðið er viðkvæm samskipti
Rússlands og Úkraínu. Krím-
skaginn er hluti Úkrainu en rúm-
lega 70 prósent fbúanna eru rúss-
neskir. Keuter
Arafat sagði að mörg atriði hefðu
skýrst en hann vildi ekki segja hvaða
ágreiningsefni væru enn eftir.
„Við féllumst á að halda áfram með
lokauppkastið að samningnum í Ka-
író eftir eina viku,“ sagði Arafat á
blaðamannafundi í svissneska skíða-
bænum Davos þar sem viðræður
þeirra Peresar fóru fram. Svo vel fór
á með þeim að þeir leiddust inn á
sviðið.
Báðir gáfu til kynna að Arafat og
Yitzhak Rabin, forsætisráðherra
ísraels, myndu undirrita samkomu-
lag innan skamms.
„Við erum á góðri leið með að kom-
ast framhjá öllum hindr'unum sem
Peres og Arafat svara spurningum
fréttamanna í Sviss. Símamynd Reuter
hafa risið upp á síðustu vikum og við
munum mjög fljótlega ná samkomu-
lagi um að hrinda friðarsamningnum
í framkvæmd,“ sagði Arafat.
Embættismenn beggja vegna
borðsins sögðu að nokkuð hefði mið-
að í rétta átt frá því fundur Arafats
og Peresar í Ósló fór út um þúfur
fyrir tveimur vikum vegna deilna um
vörslu á landamærum heimastjóm-
arsvæðanna við Egyptaland og Jórd-
aníu.
Önnur ágreiningsefni eru stærð
Jeríkó-svæðisins, sem PLO fær
stjórn yfir, og hvemig öryggi land-
nema gyðinga á Gaza verði tryggt.
Reuter
Eigandi eina dýraleikhússins i heiminum gefur kameldýrinu Mukhamed, sem er 40 ára gamalt, koss eftir 25 ára
„leik á sviði“. Dýraleikhúsið, sem er í Moskvu, hefur að geyma 500 dýr en af þeim eru 78 komin á eftirlaunaldur
eftir áralangan leiklistarferil. Sfmamynd Reuter
Breskir læknar létu lífið í
snjóf lóði í frönsku Ölpunum
Níu manns fómst í snjóflóði í
frönsku Ölpunum um helgina, þar
af vora fimm breskir læknar sem
staddir voru þar á læknaráðstefnu.
Einn læknanna lifði af en hann
hafði grafið sér holu ofan í snjónum
þar sem hann dvaldi slasaður og
kaldur í sólarhring áður en hjálp
barst. Hann horfði upp á félaga sína
kafna í þriggja metra djúpum snjón-
um án þess að geta rétt þeim hjálpar-
hönd.
Læknamir voru alhr reyndir
skíðamenn en þeir höfðu verið dag-
langt uppi í fjöllunum þegar snjóflóð-
ið kom.
Önnur slys áttu sér einnig stað
þegar skíðalyftur urðu undir snjó-
flóði og tveir menn létust. Þá lést
einnig 55 ára gamall Þjóðverji sem
var í skíðafríi og franskur skíða-
kennari.
Mikið hefur verið um snjóflóð í
J
I
Snjóflóð hafa verið tíð i frönsku Ölpunum að undanförnu og leitarmenn
önnum kafnir við leit að skíðamönnum sem hafa týnst. stmamynd Reuter
frönsku Ölpunum að tmdanförnu og
hafa yfirvöld varað skíðamenn á
þessum slóðum við því aö vera langt
uppi í fjöllunum þar sem snjór er
mjög laus og því enn hætta á frekari
SnjÓflÓðum. Reuter
Ekkivaldbeitingu
Leiðtogar Bosníu-Serba sögðu
Vesturlöndum að beita ckki valdi
við að opna flugyöllinn í Tuzla.
Króatar segja aö þúsundir er-
lendra íslamskra bókstafsfrúar-
manna berjist með Bosníuher.
Zhrinovski i Serbíu
Rússneski
þjóðemisöfga-
maðurinn
Vladimír Zhír-
ínovskí er í
Relgrad þar
sem hann var-
aði NATO við
loftárásum á
fyrrum Júgóslavíu og sagði að
Rússar væra vinir Serba.
Anders Björck, vamarmálaráð-
herra Svíþjóðar, segir að SÞ trufli
starfsemi norrænna friðargæslu-
sveita í Bosniu.
Adamsfæráritun
Gerry Ádams, leiðtogi Sinn
Fein, fær vegabréfsáritun
Bandaríkjanna.
tíl
Nýr Alsírforseti
Liamine Zeroual varnarmála-
ráðherra hefur verið skipaður
forseti Alsír.
Hagen sterkur
Carl I. Hagen,
formaður
norska fram-
faraflokksins.
styrkti stöðu
sína um helg-
ina þegar til-
lögur hans
voru sara-
þykktar á fimm fylkisþingum
flokksins.
Ásókníaðstoð
Rúmlega 200 þúsund manns
hafa leitað eftir aðstoð vegna
jarðskjálftans í Los Angeles.
Samþykkt í Gvatemala
Kjósendur í Gvatemala sam-
þykktu stjórnarskrárbreytingar í
þjóðaratkvæði,
Hætta á snjóflóðum
Enn er hætta á snjóflóðum í
Odda og Höyanger í Noregi.
Norðmaðuríhaldi
Norömaöur er í haldi í Kaup-
matinahöfn vegna bankaráns i
Ósló á fóstudag.
HækkuniTokyo
Verðbréfavísitalan í Tokyo
hækkaði um nærri átta prósent í
dag.
Forsetinnvann
íbúar Kyrgystan samþykktu
umbótastefnu forsetans í þjóðar-
atkvæði.
Vílja hægrimenn með
Reynt verður að fá hægrimenn
í Suður-Afríku til að vera meö i
kosningunum í apríl.
Mandelaíbaráttu
Nelson
Mandela hefur
hafið baráttu
sína fyrir þvi
að verða fyrsti
svarti forseti
Suður-Afríku,
Hamt sagöi
blökkumönn-
um að búast ekki við skjótum
enda á fátæktinni.
Italskir nýfasistar ætla að
milda ímyttdina og kasta stigvél-
unum burt.
Franskir kommúnístar kusu
nýjan leiðtoga um helgina.
___________________Reuter, NTB