Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Side 14
14
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Ár fjölskyldunnar
Ár íjölskyldunnar var sett meö pomp og prakt í Há-
skólabíói í gær. Þar var vel farið af stað með vandaðri
hátíðardagskrá. Að því leyti byrjar árið vel. Vonandi gild-
ir það sama fyrir fjölskylduna. Tilgangurinn með þessari
og öðrum uppákomum er nefnilega ekki árið sem slíkt
heldur staða íjölskyldunnar, fólksins á heimihnu, fólks-
ins í landinu til langrar framtíðar.
Öllum er ljóst að Qölskyldubönd og tengslin milh kyn-
slóðanna hafa riðlast á síðari tímum. Það gera breyttir
lifnaðarhættir, annir, fjarvistir, ólík áhugamál, mismun-
andi viðhorf þeirra eldri og yngri. Hjónaskilnaðir verða
tíðari, unghngar sækja afþreyingu utan heimila, elstu
kynslóðinni er komið fyrir á dvalarheimilum. Aht hefur
þetta sín áhrif til að losa þau fjölskyldubönd sem áður
voru sterk og langvarandi. Rótleysi er einkenni þjóðlífs-
ins og lífshlaupsins.
Ár fjölskyldunnar er til orðið fyrir forgöngu Samein-
uðu þjóðanna og er átak um allan heim. Tilgangurinn
er sá að minna á að þegar aht kemur til ahs er fjölskyld-
an dýrmætasta eignin og það haldreipi í ólgusjó lífsins
sem stuðlar að öryggi einstaklinganna. Af því höfum við
íslendingar góða reynslu enda njótum við þess að búa í
landi þar sem stutt er á milli ástvina og ættingja, allir
þekkja aha og í rauninni hefur þjóðin verið sem ein stór
fjölskylda. í slíku umhverfi ríkir samkennd og samstaða
og hjálpin er jafnan nærri þegar á bjátar. Það hverfur
hér enginn í mannfjöldann, það gleymist hér enginn hth-
magni af völdum aiskiptaleysis.
Að minnsta kosti þaif ekki svo að vera. Ekki ef hver
einstaklingur ræktar heimihð, foreldra, böm, systkini
og nánustu ættingja. Ekki ef við temjum okkur að rækta
eigin garð og gleymum ekki skyldum okkar í uppeldi,
umgengni og umönnun við. fjölskylduna. Heimihð er hið
helga vé þar sem kynslóðir geta þroskast saman og lært
hver af annarri. Heimihð er athvarf og skjól gagnvart
sphltum heimi.
En það er ekki nóg að fjölskyldumar sjálfar skhji
þetta. Stjómvöld og samfélagið í hehd verður að veita
heimhum og fjölskyldum stuðning með lögum, reglum,
umhverfl og félagslegri aðstöðu. A tímum atvinnuleysis
og örvæntingar er heimihð síðasta vígið og það vígi getur
reynst erfitt að verja þegar skuldir, skattar og skeytingar-
leysi tilfinningalausra yfirvalda og lánardrottna er ann-
ars vegar.
Dagvistun bama og skólahald, vinnutími fyrirvinn-
unnar, skattlagning heimihstekna, aðstaða th tómstunda-
iðju, heimihshjálp, almannatryggingar, virðing fyrir
einkarétti, aht þetta þarf að hafa í huga ef menn meina
eitthvað með fógrum orðum um hag fjölskyldunnar. Síð-
ast en ekki síst þarf kennsla í skólum, hugarfar heimihs-
fólks og samskipti yngri sem eldri að miðast við ghdi
þess að fjölskyldan og heimihð sé sá miðpunktur sem
lífið snýst um.
Samstarfsmenn koma og fara, frambjóðendur og ríkis-
stjómir. Jafnvel samfélagið sjálft er á hverfanda hveh.
En ljölskyldan blífur.
Á ári Qölskyldunnar verður eflaust margt gert th að
efla þessa vitund, hvort heldur með hátíð eins og þeirri
sem fram fór í gær eða með sýningum, málþingum, aug-
lýsingum og spaklegum umræðum fræðinga og fyrirles-
ara. En öhum orðunum verða að fylgja athafnir, áþreifan-
legar aðgerðir og aðlögun að því megininntaki þessa átaks
að fjölskyldan hafi raunverulega möguleika á að halda
saman sem ein hehd.
Ehert B. Schram
Greinarhöfundur segir Reykjavík vera annað tveggja kjördæma landsins sem lengst eiga í land með nægi-
legt húsnæði fyrir einsetinn skóla.
Vanhæfir
stjórnendur
Fjárhagsstakkur Reykjavíkur-
borgar er orðinn æði þröngur.
Hann er svo aðskorinn að borgar-
stjórnarmeirihlutinn getur ekki
einu sinni flaggað nýjum gælu-
verkefnum í fjárhagsáætlun kosn-
ingaársins. Korpúlfsstaðir eru
lagðir í salt þótt opnun þeirra hafi
prýtt loforðalista sjálfstæðismanna
við síðustu kosningar. Ekki harma
ég það en þykir öllu verra að niður-
skurðurinn bitnar á verkefnum
sem hðið hafa fyrir vanrækslu í
mörg ár. Þannig fá framkvæmdir
við grunnskóla, leikskóla og stofn-
anir aldraðra 450 milljón krónum
minna en í fyrra. Niðurskuröurinn
nemur 35 af hundraði.
Fjötskyldan vanrækt
Reykjavík er annað tveggja kjör-
dæma í landinu sem lengst eiga í
land með nægilegt húsnæöi fyrir
einsetinn skóla. Mikil barnafjölgun
hefur átt sér stað undanfarin ár og
hennar fer nú að gæta í grunnskól-
unum. 1600 böm bíða eftir leik-
skólavist. Gamalt, veikt fólk fær
ekki pláss á hjúkrunarheimili.
Uppbygging á þessum sviðum fjöl-
skyldunnar hefur verið langt á eft-
ir þörf og kahi tímans undanfarin
þrjú kjörtímabil.
KjaHariiin
Kristín Á. Ólafsdóttir
borgarfulltrúi Nýs vettvangs
góöæri stingur freklega í stúf við
goðsögnina sem sjálfstæðismenn
hafa búið til um sjálfa sig og hljóð-
ar upp á að þeir séu einstakir fjár-
málasnillingar! Skriðið á skulda-
boltanum hefur vaxiö jafnt og þétt
síðustu tvö árin. Um síðustu ára-
mót voru heildarskuldir borgar-
sjóðs komnar í 9500 milljón krónur,
eða næstum því sömu upphæð og
áætlaðar skatttekjur heils árs.
Fjárhagsáætlun nýbyrjaðs árs loka
þeir svo með enn frekari lántökum.
Ábyrgðin í aðrar hendur
Fortíðarvandinn birtist okkur nú
á þann hátt að athafnageta borgar-
sjóðs er stórlega skert. 1000 milljón-
ir fara í vexti og aíborganir skulda
í ár. Þetta er hærri upphæð en sú
sem fer samanlagt í framkvæmdir
við skóla, leikskóla, aðstöðu fyrir
„Þvílík skuldasöfnun í góðæri stingur
freklega í stúf við goðsögnina sem sjálf-
stæðismenn hafa búið tU um sjálfa sig
og hljóðar upp á að þeir séu einstakir
fj ármálasniUingar! “
Dekrað við hégómann
Megnið af þeirri tólf ára lotu sem
sjálfstæðismenn hafa nú stjómaö
borginni hefur ríkt góðæri hjá
borgarsjóði. Tekjur uxu á síöasta
áratug sem aldrei fyrr, skattgreið-
endum íjölgaði og verðbólga hjaðn-
aði þannig að hver króna varð
verðmeiri. Þarna var lag til þess
að byggja upp þjónustu við fólkiö
í borginni í takt við breytta lífs-
hætti fjölskyldna. Því miður var
það látið sitja á hakanum því
stjórnendur borgarinnar þurftu að
fá útrás fyrir hégómagirnd sína.
Áherslurnar voru settar á spjátr-
ungsleg stórhýsi sem skemmlllegt
var að vígja og auðvelt að benda á
og segja „sjáið þið bara hvað ég
gerði“.
Skuldasöfnun í góðæri
Og menn sáust ekki fyrir heldur
söfnuðu skuldum í góðærinu. Þeg-
ar virkilega fór að þrengja að í at-
vinnulífi á árinu 1992 var borgar-
sjóður ekki lengur sterkur og stát-
inn. í byrjun ársins 1992 voru
skuldimar komnar í 5000 milljónir
á núverandi verðlagi. Þær höfðu
vaxið um hefiar 3000 mfiljónir í
höndunum á sjálfstæðismönnum
frá því þeir hófu á ný að stjórna
árið 1982. ÞvUík skuldasöfnun í
aldraða, umhverfi og útivist og
heilbrigðisstofnanir á árinu 1994.
Baggamir af skuldunum þyngjast
enn frekar næstu árin. Ostjóm
sjálfstæðismanna og vanræksla
þeirra gagnvart reykvískum fjöl-
skyldum er fortíðarvandi sem tek-
ur tíma að vinna úr. Forsendan
fyrir því að það megi takast er að
öðrum en sjálfstæðismönnum
verði fengin ábyrgðin á fjármálum
Reykvíkinga. Núverandi meiri-
hluti hefur sýnt, svo ekki verður
um vUlst, að hann kann ekki aö
sníða stakk sem íbúamir þrífast
vel í.
Kristín Á. Ólafsdóttir
Skoðanir annarra
Tölvan í skólastarffi
„Margir þeirra einstaklinga sem em í farar-
broddi hugbúnaðarþróunar hér á landi hafa haft
aögang að tölvum frá unga aldri... Þegar þessir ein-
staklingar vom í gmnnskóla voru mjög fáir skólar
með frambærilegan tölvubúnað. Nú er öldin önnur.
Hver einasti skóli landsins er með býsnin öU af ágæt-
lega fullkomnum búnaði. Nemendur niður í neðstu
bekki grunnskóla em famir að nota tölvur við ólík-
ustu verkefni. Tölvan er orðin eðlUegur þáttur í
skólastarfi."
Marinó G. Njálsson í Viðskiptablaði Mbl. 27. jan.
Þingstyrkur?
„Ríkisstjóm hinna fersku og hreinlegu vinnu-
bragða í stjómsýslu kunna ekki önnur ráð betri í
sjómannaverkfaUinu en aö setja bráðabirgðalög. Það
var ömurlegt upp á að horfa, en staöfesti enn einu
sinni nauðsyn þess að afnema úr stjómarskránni
ákvæðið sem gefur framkvæmdavaldinu heinúld tU
að stjórna með lagatUskipunum án þess að kalla
þingið saman... Slíkar raddir hafa einnig heyrzt nú
og virðist aö minnsta kosti ljóst að nákvæmur þing-
styrkur á bak við lögin var ekki kannaður."
Úr forystugrein Pressunnar 27. jan.
Hin hliðin á atvinnuleysinu
„Þótt atvinnuleysið í landinu sé nú þegar oröið
eitt mesta útgjaldamál ríkissjóðs, er það ekki nema
önnur hliðin á málinu. Hin hliðin er sú, sem er enn-
þá geigvænlegri. Það em þau áhrif, félagsleg og efna-
hagsleg, sem atvinnuleysi hefur á einstaklinga sem
fyrir því verða... Stöðugur svartsýnisáróður stjóm-
valda hefur haft skaðleg áhrif. Það er þó ekki nóg
að láta af honum. Raunverulegar og varanlegar að-
gerðir veröa aö fylgja í atvinnumálum landsmanna,
undir þeim formerkjum að atvinna sé mannréttindi."
Úr forystugrein Tímans 27. jan.