Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 1994 Merming Vatnið gengur í svef ni í þessari elleftu ljóöabók Birgis Svans eru tæpir fjór- ir tugir ljóöa. Þau eru með ýmsu móti. Mörg lúta að sjósókn, sum eru sviösett í Suðurlöndum, og flest eru fremur einfold frásöén. En öðru bregður líka fyrir: Auga hallamálsins kirkja döpru fiskanna silkiormar í bilaöa flugherminwn rafmagn í þroskaheftri birtu skærin dansa í bleikum ballettskóm vestanvindurinn falsar vegabréf Þaö væri til lítils að spyija hvað þetta merki, því augljóslega eru hér settar saman ósamrýmanlegar andstæður. Silkiormar gera viðkvæman vef en flug- hermir skapar ofsarok. Opin skæri geta minnt á gleiða fætur ballettdansara en fyrir utan sjónmyndina eru engin tengsl mdli þessa tvenns. Sama gildir um glært vökvarýmið í hallamáh en fyrir utan kyrrð og (stund- um) hægar hreyfingar sé ég engin tengsl milli kirkju og Qska sem þar aö auki'eru ekki taldir eiga til sálar- líf svo margbrotið að rúmi dapurleika. Þannig er hver liður í þessu ljóði en eiga þeir eitthvað sameiginlegt utan þess? Það væri helst kyrrlátur tónninn sem skap- ast við þessar stuttu staðhæfingasetningar sem segja frá engum hreyfingum eöa hægum. Ekki sé ég önnur tengsl, svo sem í hugblæ. Ljóðið „Tapað fundið" endar á þessum slóðum en hefst á einfaldri frásögn: hér ræöur sköllótti maðurinn ríkjum drottnar einvaldur yfir bitlausum gómum blindum hjólhestum Birgir Svan Símonarson. en þegar hann kemur aftur til spyrjanda frá að leita himins í óskilum, „ghtraði á blóð/ í hungruðum skjala- skápum/ og aflóga hurðir/ stóðu opnar/ í ókannaðar víddir". Blátt áfram mætti þó kalla flest ljóð bókarinnar. Þau geta verið afar knöpp eins og síðasta ljóðið sem mér virðist tengjast rauöa þræðinum í fyrri bókum Birgis en þaö eru póhtískar yfirlýsingar: Erfiðisfólk hnýttar hendur illa splæstir kálfar bognar hryggsúlur slíkar eru undirstöður heimsvelda í fyrsta hnuparinu er gengið út frá tvíræðni orðsins „hnýttar", sem bæði er haft um hendur markaðar af langvarandi striti, en vísar einnig einfaldlega th hnúta. Það tengist aftur orðinu „splæstir“, sem lýsir hnútum á fiskinetum. „Súlur“ eiga auðvitað heima í glæsibygg- ingum heimsvelda en aht þetta bregður jafnframt upp Bókmenntir Örn Ólafsson mynd af shtnu erfiðisfólki og störfum þess. Hér er vel þjappað saman svo ljóðið verður áhrifamikið í fáum orðum. Og það er ekki síður í öðru ljóði sem í knöppu myndformi sýnir andstæður náttúrufegurðar annars vegar og svo erfiðisfólksins hins vegar sem á að starfa í þessu umhverfi. Þessar andstæður lokahnanna tveggja viö textann að öðru leyti sýna á sláandi hátt örðuga stöðu fólksins í náttúrunni að mannlífið hlýtur að vera því barátta. Þetta magnast enn við það aö upphafslínurnar þrjár draga upp mynd fengna úr róm- antískum lýsingum á allsnægtalífi, rósir og hahir, en myndin er prýdd andstæðum hta, hvítt og grænt, nán- ar afmarkað. í öðru erindi ríkir hins vegar kirkjulegt atriði, væntanlega með fyrirheit um eilíft líf í sælu, eilífur verður alténd söngur steinvalanna: Landtaka í brimgaröinum fannhvítar rósir flöskugrænar augnablikshallir völurnar syngja sálumessu á útsoginu í skjóli beituskúranna himir kuldalegt fólk Birgir Svan Símonarson: Vatniö gengur i svefni. Fótmál, Hafnarfiröi, 1993, 46 bls. Orðsending til Einkareiknings- og tékkareikningshafa Frá og með 1. febrúar n.k. verður tekið 45 kr. útskriftargjald íyrir hverja útskrift Einkareiknings- og tékkareikningsyfirlita. Framvegis verða yfirlit send áður en skuldfærsla vegna þjónustugjalda verður framkvæmd. Áramótayfirlit verður sent án gjaldtöku. í dag eru flestar útskriftir sendar þegar blaðið er fullt, þ.e. eftir 45 færslur. Fleiri möguleikar eru á tíðni útskrifta s.s.: • Mánaðarleg • Þriðja hvem mánuð • í árslok - gjaldfrítt í Þjónustusímanum (91) 62 44 44, Grænt númer 99 64 44, getur þú fengið upplýsingar um 20 síðustu færslur og stöðu reikningsins, allan sólarhringinn. Þeim viðskiptavinum sem óska eftir breytingu á tíðni útskrifta er bent á að hafa samband við tékkareikningsdeild. Sigrún Birna Birnisdóttir. Ævintýri afeyrinni Fyrir tveimur árum gaf þessi höfundur út stutta skáldsögu, Sagan af gullfughnum og Grímu. Þessi nýja saga er aðeins rúmur fiórðungur af lengd þeirrar sögu. Hún fiahaði mest um ástalíf í ýmsum myndum, en þessi styttri saga er í raun altækari um líf aðalpersónu. Það er stúlka sem heitir Nótt, við fylgjumst með henni í fiskvinnslu, í skóla, á skemmtunum og í ástum. Einnig er htið aftur th fyrri tíðar, til móður ástmannsinns, móðursystur hans og ömmu. Fiskvinnslcm er í einna jákvæðustu ljósi í þessari sögu, og er það ný- mæli, venjan er í bókum aö formæla henni sem shtandi striti. Söguhefian bregður sér burt í skóla, en hún er jafnvel þá alltaf með hugann við sitt heimaþorp, svo sagan gerist öll þar. Þetta er sannköhuð kvennasaga, karlmenn eru nánast statistar. Konurnar eiga sér fyrirmyndir, en það eru hvorki kvikmyndaleikarar né annað frægðarfólk, heldur alþýðukon- ur, auk álfa og tröll, að íslenskri hefð. Saga þessi er því algerlega íslensk að efni. En jafnframt lýsir hún alþjóðlegum veruleika, þar sem er færi- bandavinna og hversdagslegt líf. Hér hefur orðið veruleg breyting frá fyrri sögu höfundar því lýsingar þar minntu stundum óþægilega mikið á rómantíska sjónvarpsþætti. Hér blandast saman ýmsar sögur, af frystihúsavinnu nú, síldarvinnu áður fyrr, sjóslysi, kjaftagangi í fólki um hvað annað o. fl. Og þessar sög- ur eru allar í brotum, stokkaðar saman. Þannig er sagan módern, í stað röklegrar atburðarásar koma einstök atriöi úr lífi í sjávarþorpi, í tilvilj- anakenndri röð. Þannig verður sagan sannfærandi hehdarmynd af lífi fólks í þessu þorpi. Þetta er aht snyrthega unnið, ekkert út á söguna að sefia. En mér finnst hún ekki sérlega áhrifarík. Og það skýri ég með því að persónur sjást Bókmenntir Örn Ólafsson aðahega á yfirborðinu, jafnvel þær sem tala, m.a. aðalpersónan. Lýsingar eru myndrænar, en ég get ekki séö að þær séu markvisst samofnar, og því fara áhrif þeirra nokkuð á dreif. Þær eru mynd af umhverfi persón- anna, en ekki samstillt mynd sálarlífs, eins og stundum gerist í sögum, og magnar áhrif þeirra mjög. Hér er ekki sá undirstraumur sem þéttir vel heppnuð skáldverk. Sthlinn er mest stuttar aðalsetningar, e.k. upptalning upplýsinga. Og það er eitt með öðru sem gerir framsetninguna heldur yfirborðslega th lengdar. Stundum blandast tilfinningar aðalpersónu inn í lýsingar á umhverfi hennar, þær tilfinningar eru yfirleitt jákvæðcir. Einnig þetta verður heldur einhæft, og þegar Nótt grætur síðar í sögunni, eru engar skýringar á því. Ljúkum þessu á tvenns konar sýnishornum textans (bls. 27): „Það er roðfiskur á hinni línunni og hún er fegin að sleppa. Roðfiskur er þreytandi. Það þarf átak th að skera ugga og þunrdldisbein í burtu og hún verður þreytt í úlnhðnum. Roðfiskur gengur hinsvegar hratt í gegn og því þarf marga th að pakka í milhlagt. Hún stóð og horfði út á hafið, endalaust, endalaust hafið. Hrönnin reis, taktfast og örugglega. Rólegur andardráttur þorps um nótt. Fjöllin bar við himin. Bláar skuggamyndir á bleikrauðum grunni. Ekk- ert í þögninni nema niður seiðandi djúpsins. Hún var farin að elska þennan bæ. Fjölhn, vindinn og hafið. Þessar holóttu götur. Þessar shtróttu sögur.“ Sigrún Birna Birnisdóttir: Ævintýri af eyrinni. Eigin útgáfa. Reykjavik 1993, 42 bls. Landsbanki íslands Banki ailra landsmanna LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐfl A VALDA ÞÉR SKAÐA! iiasEnwR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.