Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Síða 19
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 1994
19
Fréttir
Ólafsfjörður:
Björn Valur
áfram á lista
óháðra
Gylfi Kristjánsacm, DV, Akuieyri:
Björn Valur Gíslason, oddviti
óháðra og vinstri manna í bæjar-
stjóm Ólafsfjaröar, er sá eini
þriggja bæjarfulltrúa þess fram-
boðs sem tekið hefur ákvörðim
og látið uppi að hann gefi kost á
sér 1 kosningunum í vor.
„Ég tilkynnti þegar við komum
saman að ræða framboðsmálin á
dögunum að ég gæfi kost á mér
áfrara," segir Björn Valur. Hann
segir óvist með hina bæjarfuU-
trúa framboðsins, þau Guðbjöm
Amgrímsson og Jóninu Óskars-
dóttur. Þau hafí ekki tekið um
það ákvörðun hvort þau séu til í
slaginn áfram. Með hvaða hætti
lista óháðra og vinstri manna
verður stillt upp að þessu sinni
liggur ekki fyrir en fyrir síðustu
kosningar fór fram prófkjör.
„Það hefur ekkert okkar gefið
neit upp með framhaldið eða
hvort við verðum í framboöi
segir Þorsteinn Ásgeirsson, odd-
viti meirihluta Sjálfstæðisflokks-
ins í bæjarstjórninni. Ljóst er að
Óskar ÞÖr Sigbjömsson, sem var
í 1, sæti síðast, er hættur afekipt-
um af pólitík, í bili a.m.k., og
sömu sögu er að segja um Sigurð
Bjömsson sem var í 3. sæti síöast
og þeir em báðir fyrir nokkm
hættir í bæjarstjóm. Þvi gæti svo
farið að Sjálfstæðisflokkurinn,
sem á fjóra bæjarfulltrúa, stillti
upp alveg nýjum nöfnum í efstu
sætin í vor.
Stjómsýsluhúsið á Akranesi:
Gluggar og gler
keypt erlendis
- tréiðnaðarmenn vonsviknir
Þegar rösklega eitt þúsund Akur-
nesingar skrifuðu undir mótmæla-
skjal gegn byggingu stjómsýsluhúss
á Skaganum var þeim bent á að um
yrði að ræða mikla búbót fyrir iðnað-
armenn á staðnum. Þeir urðu því
fyrir vonbrigðum þegar byggjngar-
aðili hússins, Málningarþjónustan
hf., pantaði glugga og gler í húsið
erlendis frá.
„Því er ekki að neita að við erum
óánægðir þegar við sjáum verk fara
úr landinu. En það em bara svo
margir sem keppast við að búa þenn-
an vanda dl,“ segir Stefán Teitsson
framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar
Akurs á Akranesi. „Við höfum haft
góð samskipti við þessa menn. Við
erum búnir að byggja héma 11 fjöl-
býlishús með á þriðja hundrað íbúð-
um og við höfum samið við þá um
að mála þetta allt fyrir okkur. En við
fáum ekki einu sinni að smiða glugga
fyrir þá,“ bætir Stefán við.
„Við fengum þetta alveg tilbúið frá
Danmörku. Viö reyndum eins og við
gátum að kaupa þetta héma en það
munaði geipiiega miklu á verði,“ seg-
ir Jón Sigurðsson, forstjóri Málning-
arþjónustunnar. Hann vill þó ekki
gefa upp neinar upphæðir.
Gert er ráð fyrir stjómsýsluhúsið,
sem í verða einnig verslanir og önn-
ur þjónustufyrirtæki, verði tilbúið í
árslok 1995. Húsið veröur um fjögur
þúsundfermetraraðstærð. -IBS
Lífrænt grænmeti og ráðherrann góði
Regina Thorarensen, DV, SeBossi:
Við hjónin höfum dvahö á Heilsu-
stofnun NLFÍ í Hveragerði að und-
anfömu. Þar dvelja 160 dvalargestir
og flestum líkar það mjög vel. Þjón-
usta er öll frábær og nær öllum finnst
maturinn góður. Fiskur er einu sinni
til tvisvar í viku og svo eru mjög fjöl-
breyttir grænmetisréttir, milh 15-20,
á borðum. Aldrei sést kjöt.
Um 100 manns em á launaská hér
hjá HNLFÍ en ekki allir í fullu starfi.
Húsnæðið er um 9000 m2 og em þá
meðtalin gróðurhús þaðan sem við
fáum grænmetið stóran hluta ársins.
Það er lífrænt ræktað, að sögn Sigur-
bjöms Bjarnasonar vaktmanns sem
kallaöur er hinn góði ráðherra af
öllum.
Subaru Legacy 1,8 4x4, árg. 1990.
ekinn 48 þ. km, 5 gíra, rafdr. rúöur,
samlæsing o.fl. Ath. skipti á ódýr-
ari. Verð 1220 þús. stgr. Höfum all-
ar árgerðir af Legacy á skrá.
Nissan Sunny 1,3 LX, árg. 1988,
ekinn 67 þ. km, 5 gira, álfelgur o.fl.
Verð 480 þús. stgr. Höfum flestar
árg. af Nissan Sunny á skrá.
Höfn:
Beðið eftir gæftum svo
atvinnuleysið hverf i
Titlarnir hlaðast á Sigga Sveins
Vantar nýlega Opelbíla á söluskrá!
Greiðslukjör til allt að 3ja ára, jafnvel engin útborgun!
Opið: mánudaga - föstudaga frá kl. 9-18,
laugardaga frá kl. 12-14.
Bílheimar hf.
ISUZU
Fosshálsi 1
S. 91-634000, fax 91-6746
Atvinnumálanefnd Hafnar fer yfir umsóknir og skráningu atvinnulausra. Frá
vinstri Hjördis Þóra, formaður Jökuls, Steinlaug Gunnarsdóttir og Árni Stef-
ánsson. DV-mynd Júlía
Júlía Imsland, DV, Hofiu
Atvinnuleysi hefúr verið svo til
óþekkt á Höfn þar til í vetur þegar
stærstu fiskvinnslumar, Borgey og
Skinney, sögðu upp öllu starfsfólki
sínu að fáeinum undanskildum eða
þeim sem vinna við viðhald og undir-
búning vetrarvertíðar.
Fólkinu var sagt upp 20. desember
og þann dag vora 170 skráðir at-
vinnulausir á Höfn. 21.janúar var
talan komin í 204. Þar af vora 122
konur. Sá, sem lengst hefur verið
atvinnulaus, var skráður 21 júlí sl. I
júlí, ágúst og september vom 10
manns á atvinnuleysisskrá.
Fyrstu tvær vikur janúar vom
greiddar á skrifstofu Verkalýðsfé-
lagsins Jökuls 2,7 millj. króna í at-
vinnuleyisbætur.
Nú bíða menn hér þess að fari að
gefa á sjó - vertíðin hefjist og
þar með verði átvinnuleysið úr sög-
unni.
Kristján Einaisson, DV, SelfossL
Selfyssingar em ákaflega hrifnir
af Siguröi Sveinssyni og snilldartökt-
um hans í handboltaleikjum Selfoss-
og landsliðsins. Bæjarstjórn Selfoss
hefur útnefnt Sigga íþróttaraann Sel-
foss 1993 og áður hafði ungmennafé-
lagið á staðnum gert það.
Hér er um nýbreytni að ræða í
bæjarlífinu og í fyrsta sinn sem bæj-
arstjóm stendur fyrir slíku. Þaö er
gert til þess að allt íþróttafólk innan
hinna ýmsu íþróttafélaga í bænum
eigi möguleika að ná kjöri.
Atkvæðisrétt höfðu 29 aðOar, fufi-
trúar í bæjarstjóm og íþrótta- og
tómstundaráði, bæjarstjóri, umsjón-
armaður íþróttamannvirkja og fuil-
trúar hverrar deOar Ungmennaf.
Selfoss ásamt fulltrúum annarra fé-
laga.
Bæjarstjórn bauð til samkvæmis
20. janúar í félagsheimili bæjarins,
Ársölum. Þar lýsti forseti bæjar-
stjómar, Bryndis Brynjólfsdóttir,
kjörinu í snjallri ræðu.
í öðra sæti í kjörinu varð hesta-
maðurinn og knapinn Einar Öder
Magnússon. Þá fengu efnOegustu
unglingar í hverri grein einnig viður-
kenningar frá bæjarstjóm.
MMC Colt 1,6 GTI, árg. 1989, ek-
inn 82 þ. km, 5 gira, álfelgur, sam-
læsing o.fl. Ath. skipti á ódýrari.
Verð 780 þús. stgr.
Sýnishorn
Fiat Uno 60S
Honda Civicsedan
Hyundai Pony
Subaru 1,8 4x4 sedan
Toyota Carina 1,6
Opel Corsa sendib., vsk.
Opel Omega 2,0i
Chevrolet BlazerSIO
Nissan Sunny 1,6 4x4
Nissan Sunny 1,4 sedan
BMW 316i, 4 dyra
Peugeot 405 G R auto
Toyota LandCruiser II
Nissan Primera 2,0 SLX
Volvo 740 GL, árg. 1988, ekinn 74
þ. km, sjálfskiptur, samlæsing o.fl.
Ath. skipti á ódýrari. Verð 1060
þús. stgr. Höfum einnig Volvo 740
GL, árg. 1987.
úr söluskrá
1987 109 170.000
1986 90 350.000
1988 45 380.000
1986 125 490.000
1988 90 450.000
1992 44 640.000
1987 101 650.000
1985 140 620.000
1990 77 780.000
1992 27 850.000
1990 33 1.050.000
1991 50 1.050.000
1988 109 1.380.000
1992 17 1.450.000
Sigurður Valur Sveinsson meó farandbikar sem fylgir kjörinu.
DV-mynd Kristján