Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Page 21
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 1994 29 dv____________________________Meiming Gunnar Ámason 1 Nýlistasafninu: Ströng form og stál Gunnar Amason leggur nokkuð strangar línur á sýningunni sem hann opnaði í Nýlistasafninu um helgina. Að einu undanskildu eru verkin öli tilbrigði við sama stef, úr- vinnsla á sama form- og efnisskyld- leika. Á veggjunum hanga stórir fer- hvrningar lir stáii eða járni, allir nær jafnstórir, og utan með þeim hér og þar liggja þykk stykki úr tré. Málm- ferhyrningarnir eru greinilega þung- ir, en Gunnar undirstrikar þetta með því að gera þá þrívíða svo þeir virð- ast vera sex tommu þykkir. Tré- stykkin mynda að vísu nokkurt and- svar við málminum, en þó er ekki yfir þeim neinn léttleiki. Verkin á sýningunni er öll þung og einfóld en formin, sem listamaðurinn gefur þeim, undirstrika enn frekar þessa þyngd. Við greinum hér áhrif hinnar ströngu naumhyggju - hins eiginlega minimalisma - og það verður ekki annað sagt en að Gunnar sé verðugur fánaberi hennar. Það getur stundum verið erfitt að átta sig á því hvað menn eru að fara í slíkum verkum; þau virðast svo lokuð og köld að þau virka nánast fráhrindandi - eins og byggingar sem ekki er hægt að búa í. Listamaðurinn neitar sér um hvers konar tjáningu, þaö er ekkert í verk- unum sem er óheft eða frjálslegt, Myndlist Jón Proppé ekkert sem hefur tilvísun eða getur vakið með áhorfandanum kunnug- legar kenndir. Það er engu líkara en listamaðurinn hafi reynt að breyta sér í róbott sem prófar skipulega hina ýmsu möguleika í samsetningu tveggja eða þriggja einfaldra forma í þessu og hinu efninu. Þetta er list sem getur stundum líkst leiknum þar sem spurt er hve mörg orð megi mynda úr stöfunum RGAMIEL. En slík viðbrögð eru ekki síst til komin vegna þeirra væntinga sem við höf- um vanist á að hafa til listaverka. Flestir kunna best við blönduð verk þar sem hægt er að njóta í senn fal- legra forma, skemmtilegra lita eða áferðar, og augljósrar, en þó eilítið dulmagnaðrar tilvísunar. I saman- burði við slíka myndlist mætti kannski segja að verk á borð við þau sem Gunnar sýnir séu nær tónlist: tilvísunarlaus úrvinnsla á möguleik- um tiltekinna stefja. Þannig krefjast þau allmikillar ögunar, bæði af hálfu listamannsins og áhorfandans. Þaö að verkin skuli yfirleitt unnin í svo þung og erfið efhi sem raun ber vitni ætti kannski að vera okkur vísbend- ing um þaö hvemig við eigum að nálgast þau. Þau eru áminning um það að einfaldleikinn er aldrei ein- faldur. Þó er eitt verk á sýningu Gunnars sem aUs ekki fellur undir ofangreindar skilgreiningar. Það hefur ótvíræða tilvísun og er á sinn hátt mjög húmorískt innlegg í mál sem era ofarlega á baugi í Reykjavík nú um stundir. Fyrirmyndina teikn- aði Guöjón Samúelsson ... en hér verður ekki sagt meira um það. HAGKVÆMIR íí'MUJUfr HITAGJAFAR RAFMAGNS- OUUFYLLTUR HITABLÁSARAR RAFMAGNSOFN 2000W m/tví- eða þrískipt- um hita og sjálfvirkum hita- stilli. T-02 sá mest seldi 4.170,- PT-2 með rofahlíf 4.490,- V-02 m/veggfestingu 4.500,- HiFi 3 loftúttök 11.330,- (ÍR?WífflTjj) rafmagnsofnar Úrvalstæki á enn betra verði. með 8 elementum og blást- ursviftu. 2000W og þrískiptur hiti, með eða án blásturs. Hitastillir og tímarofi. 33% fljótari að hita en nokkur ann- ar ofn. Tilvalinn í vinnuskúra. FI-20T Aðeins kr. 13.990,- /FOniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 Tvö verk eftir Gunnar Árnason á sýningu hans i Nýlistasafninu. DV-mynd HMR Kammertónlist í Bústaðakirkju Tónleikar voru í Bústaðakirkju í gærkvöldi. Gunnar Kvaran sellóleik- ari og Gísli Magnússon píanóleikari léku saman verk eftir Beethoven, Brahms, Jón Nordal og Schostakovits. Tónleikarnir hófust á Sjö tilbrigðum eftir Beethoven um stef úr Töfra- flautunni eftir Mozart. Eins og titillinn gefur til kynna er þaö fyrst og fremst laglínan sem tekur breytingum en stundum teygir Beethoven sig svo langt að raunverulega er það aðeins hljómagrunnurinn sem helst frá Mozart. Með þessu tekst höfundinum aö halda þeirri fjölbreytni sem er svo nauðsynleg til aö halda hinu vandmeðfama tilbrigðaformi lifandi. Sónata Brahms í e-moll er áreiðanlega eitthvert best heppnaða verk sinnar tegundar. Höfundinum tekst að sameina tærleika hins klassíska Tónlist Finnur Torfi Stefánsson forms, tjáningarhita rómantísku stefnimnar. Efniviðurinn er einfaldur en meðhöndlun hans sérlega hugvitsamleg og fijó. Myndir á þili eftir Jón Nordal sköpuðu skemmtilega andstæðu við það sem á undan var komið. Þessi fjögur verk eru sérlega heildstæð og grípandi að gerð. Framvindan er skemmtilega rökrétt og heldur athygli áheyrandans frá upphafi til enda. Síðasta verkið var Sónata nr. 40 eftir Schostakovits. Stiliinn á þessu verki er býsna tónrænn og andblærinn ekki alveg eins dökkur og í sum- um öðrum kammerverkum þessa ágæta tónskálds. Jafnvel ghtti í heið- skíru í Largo kaflanum og lokakaflinn hafði töluverða glettni. Leikur þeirra félaga var mjög blæbrigöaríkur og oft þrunginn hrífandi tilfinn- ingu. Þótt misfellur væru á stöku stað hvarf það í skuggann fyrir því sem vel var gert. Meðal þess sem best hljómaði hjá þeim félögum má nefna Brahms sónötuna, þar sem víða hrá fyrir frábærum tilþrifum. Prófkjö r Sjálfstœðisflokksins Rétt kona á réllum stað inga Jðna í ^ sætlð Stuðningsmenn ■ Skritstota stuðningsmanna ■ Vesturgötu 2. (fllalosshúsinu) ■ ■ Símar 16560 og 16561 - Opið 10-22 ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.