Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Qupperneq 22
30 MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 1994 Merming____________________________ Persónuleg skreytilist - Kristín Amgrímsdóttir í Gallerí Úmbm Skreytilist á sér langa sögu. Undir áhrifum frá list Fom-Egypta og Grikkja hófu hinir dularfullu Etrúrar hina frjálsu og kviku línuteikningu til vegs á veggjum grafhýsa og á skrautvösum og kemm fullum sjö öldum fyrir Krists burð. Hér á landi hafa grafhýsi ekki tíðk- ast í seinni tíð og listamenn hafa þurft að notast við misvel hannaða sýningarsah til að koma skreytilist sinni á framfæri. Leirkeragerð á sér aukinheldur skamma sögu hérlendis og þótt undarlegt megi virðast em kerin sjaldnast skreytt að neinu marki. Þess í stað einbeita skreytilistamenn sér að bóklýsingum og það hafa þeir raunar gert aUt frá Sturlungaöld. Öryggi línuteikningar Kristín Amgrímsdóttir, sem nú hefúr opnað sýningu á skreytihst sinni í Gallerí Úmbm við Bemhöftstorfu, fetar í senn svipaöar slóðir og hinir fomu Etrúrar og bóklýsingamenn fyrri alda hér á landi. Munurinn er þó sá að myndir hennar em ekki myndlýsingar sögu heldur standa þær sem sjálfstæð verk. Myndimar byggjast á hnuteikningu. Þær em unnar með pensh og notast hstakonan við túss og vatnsht. Hún khppir jafnframt út form í htaðan pappír og límir inn á mynd- flötinn. Þannig verða myndimar að einskonar lág- myndrnn úr pappír þar sem útkhppti og upphmdi hlut- inn er einskonar táknræn frásaga en hnuteikningin sýnir konu í ýmsum stehingum. Kvenmynd þessi er dregin öruggum og ákveðnum dráttmn og er fæmi Kristínar í hnuteikningu tvímælalaust það sem er hvað athyghsverðast á sýningimni. Samræmi klippi- myndar og línuteikningar er hins vegar upp og ofan. Persónuleg fortíðardraumsýn Pappírinn fær jafnan að halda sínum hvíta ht í grunninn og þar sem khppiþátturinn er vatnshtaður hvítur pappír sem fléttast inn í línuteikninguna geng- Myndlist Ólafur J. Engilbertsson ur dæmið hvað best upp, t.d. í myndum nr. 1, 6 og 7. Aðrar myndir em að mínu mati ekki nógu markvissar í uppbyggingu. Spyrja má jafnframt hvort myndimar njóti sín ekki betur í bók og þá jafnvel með texta eða ljóði. Einnig hvort meiri htir beint á myndflötinn hefðu ekki lífgað kvenveramar betur við. Einhvem veginn finnst mér myndir Kristínar kaha á texta eða skýringu af einhverjum toga. Sá er jafnframt eiginleiki skreyti- listar að spegla sögu sem annaðhvort er tíl í munn- legri geymd eða bóklegri. Gmndvöhur skreytihstar í nútímanum er að sönnu persónulegri, en myndimar verða samt sem áður að hafa tíl að bera sannleik. Sannleikur þessara mynda hggur ekki í augum uppi, enda era þær vísast persónuleg fortíðardraumsýn sem þó er óbeint sprottin úr bókum. Sýning Kristínar Am- grímsdóttur í Gallerí Úmbra stendur th 16. febrúar. Svidsljós í hríngiðu helgarinnar Leikfélag Kvennaskólans, Fúría, frumsýndi á föstudagskvöld leikritið Sjö stúlkur. A myndinni má sjá þær sjö sem leika „titilhlutverkið" það em þær Helga Dis Sigurðardóttir, Guðrún Stella Sigurðardóttir, Hilda Jana Gísladóttir, íris Ösp Bergþórsdóttir, Kristin Eysteinsdóttir, Eva Hrönn Guðnadóttir og Þórhildur Ýr Valsdóttir. Davið Pitt er hér ásamt þeim Pierre Denis og Sylvie Lehuré sem koma frá höfuðstöðvum Christ- ians Dior í París og ætla að kenna íslenskum snyrti- fræðingum á nýjustu afurðir fyrirtækisins sem koma á markað á næstimni. Það var líf og fjör á árshátíð Frjálsrar fjölmiðlunar og Tímamóta hf. eins og sjá má á þeim Önnu Mariu Urbancic, markaðsstjóra á Tímanum, Sonju Magnús- dóttur, Björk Brynjólfsdóttur, Halldóru Hauksdóttur og Sigríði Sigurðardóttur, markaðsstjóra DV. Orgelleikur í Hallgríms- kirkju Tónleikar vora í Hahgrímskirkju í gærdag. Pavel Manasek lék einleik á orgel kirkjunnar. Á efhisskránni vom verk eftir César Franck, Johann Sebastian Bach, Max Reger, Wolfgang Amadeus Mozart og Loiús Vieme. Manasek kom th íslands fyrir nokkrum árum og hóf störf sem orgeheik- ari. Nú er hann orgeheikari Háteigskirkju í Reykjavík. Viðfangsefni hans á tónleikunum vom ekki af lakara taginu og gerðu miklar kröfúr th fæmi og túlkunarhæfheika einleikarans. Fyrsta verkið var Kórah í a-moh eftir Franck, alkunnugt verk og sérkennhega fagurt. Annað síðrómantískt verk af franska skólanum var Finale úr Sinfóníu nr. 1 eftir Vieme. Þessi verk era ólík verkum hinna þýsku höfunda fyrir það að vinnubrögð við Tónlist Finnur Torfi Stefánsson úrvinnslu em ólík. í frönsku verkunum má segja að í raun hafi htið far- ið fyrir úrvinnslu, heldur em laghnur endurteknar htið breyttar í mis- munandi tónhæðum og ef th vhl með svohtið breyttum bakgrunni. Prelú- día og fúga í Es-dúr eftír Bach er gott dæmi um ólíkan sth. Þar er í gangi sífehd þróim stefjaefnisins nánast ahan tímann svo sjaldan hittast fyrir tveir eins taktar. Svipað er að segja mn Fantasía í f-moh eftir Mozart. Þar skiptast á hómófónískir og fjölraddaðir kaflar. í þeim síðarnefndu gefur að heyra stefræna úrvinnslu svipað og hjá Bach. í hinum em hljóm- ar stöðugt þróaðir jafnvel þótt laghendingar séu stundum endurteknar óbreyttar. Þetta m.a. gerir verk hinna þýskmælandi meistara mun ríkari og fjölbreyttari og veldur því að þau halda athygh hlustanndans betur. Reger fer svipaðar leiðir í Fantasía og fúga í d-moh. Verkið er hin vandað- asta smíð en skortir markvissu í framsetningu og skýrleika og gefur þetta verkinu nokkuð innhverfan blæ. Manásék er greinhega vel menntaður og fuhþjálfaður orgelleikari. Hann lék verkin af miklu öryggi noktun hans á hljóðfærinu var smekkleg og oftast vel skýr. Ef að einhverju mætti finna þá er það smekkur undirrit- aðs að Bach eigi að flytja með nákvæmari púls en þarna var gert. Jafn- vel þótt menn leyfi sér í áhersluskyni að draga eða hýta á stöku stað má það ekki koma niður á grunnpúlsinum. í verkum Bachs er hrynræn gleði sem getur tapast ef púlsinum er ekki sýnd þessi virðing. Róman- tísku verkin gera hins vegar ekki alveg eins miklar kröfur að þessu leyti.Sem aukalag flutti Manasek hina vinsælu Toccötu og fúgu í d-moll eftír Bach og lék hana var miklum glæsibrag. Mjög góð aðsókn var að þessum tónleikum. Glæsileg strengjatónlist Hópur strengjaleikara stóð fyrir tónleikum í Bústaðakirkju á laugar- dag. Einleikarar á fiðlu voru Zheng Rong Wang frá Kína og Sigrún Eð- valdsdóttir. Stjómandi var Lan Shui frá Kína. A efnisskránni vom verk eftir Jóhann Sebastian Bach, Jón Leifs, Franz Schubert og Peter Tsjajkovskí. Konsert Bachs fyrir tvær fiðlur og hljómsveit er ein af perlunum í fiðlu- tónhst heimsins. Verkið ólgar af hugmyndaauðgi og framleika. Hrynskip- unin í síðasta kaflanum gæti aht eins átt rætur að rekja th tuttugustu aldar eins og þeirrar átjándu. Verkið hefur notið hylh fiðluleikara svo lengi að hver hending þess er orðin finpússuð í hefðinni. Af þeim sökinn Tónlist Finnur Torfi Stefánsson verða kröfur um hutning að vissu leyti strangari, enda nóg af viðmiðun- um af hutningi frægustu stjama. Hérna tókst spilamennskan með miklum ágætum og varð að htlu fundið. Helst hefði mátt gera kröfur um nákvæm- ari hrynjandi. Einleikaramir stóðu sig mjög vel og fiðlan hennar Sigrún- ar hljómaði eins og sá sanni úrvalsgripur sem hún er. Hughreysting eftir Jón Leifs er samið í hans persónulega jtíl sem nú er orðinn flestum tónleikagestum hér á landi vel kunnugur. Það er eink- um hljómaferhð sem er styrkur verksins en inn í það er vafið á mjög smekklegan hátt einföldum stefjabrotum sem hafa gildi langt umfram umfang þeirra. Rondó Schuberts fyrir fiðlu og strengjasveit er af ólíku tagi. Hér er það laghnan sem ríkir í æðsta veldi. Hún rennur fram að því er virðist fyrirhafnarlaust eins og lækur á vordegi. Verkið er sérlega hehlandi í einfaldleika sínum og mætti heyrast oftar. Hinn ungi fiðluleik- ari Wang lék einleikshlutverkið mjög vel og fór þar ekkert forgörðum Serenada fyrir strengi eftir Tsjækofskí er alkunn. Einkum munu marg- ir kannast við hinn glæshega vals sem þar er að finna. Hljómsveitin lék verkið af vandvirkni og skýrleika og fór ekki mhh mála að þarna hafði alúð verið lögð í undirbúning. Hinn ungi stjómandi Shui sýndi góða þekk- ingu á verkunum og geta allir hlutaðeigandi verið ánægðir með hvemig th tókst á tónleikunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.