Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Page 33
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 1994
41
Menning
Curley-fjölskyldan stendur saman í bliðu og stríðu og lætur ekki morgunógleði sumra meðlima á sig fá
Háskólabíó: Króginn: ★★ 1/2
Knár þótt smár sé
Breski leikstjórinn Stephen Frears hefur öðlast tölu-
verða frægð fyrir síðustu kvikmyndir sínar sem hann
hefur gert í Bandaríkjunum. Hann byijaði hins vegar
feril sinn í bresku sjónvarpi og leikstýrði fjöldanum
öllum af sjónvarpsmyndum fyrir BBC. Eftir gerð stór-
myndarinnar Accidental Hero var Frears orðinn svo,-
htið argur út í Hollyood (sérstaklega erfiðar stjörnur
eins og Dustin Hoffman) og sneri því aftur heim í faðm
BBC og gerði litla mynd fyrir htinn pening og með
nánast óþekktum leikurum. Myndin þótti hins vegar
heppnast svo vel að hún var sýnd á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes í vor og fékk dreifingu í kvikmyndahús
í kjöharið. Þetta er svipað og gerðist með eina af fyrstu
myndum Frears, My Beautiful Laundrette.
The Snapper er hyggð á samnefndri bók eftir írska
skáldið Roddy Doyle og er hún önnur í þriggja bóka
seríu hans sem hófst á The Commitments og endaði á
The Van. Sama íjölskyldan kemur við sögu í öllum
bókunum en The Snapper segir frá því hvemig hún
bregst við því að elsta dóttirin verður ólétt og vill ahs
ekki segja eftir hvern.
Fyrir utan tvítuga stúlkuna þá hefur þetta ástand
mest áhrif á pabba hennar sem hefur hingað til lifað
einfoldu lifl sínu í vinnunni, fyrir framan sjónvarpið
eða á hverfiskránni. Það er ekki laust við að næstu
mánuðir umtumi honum meira en dótturinni. Myndin
segir á grátbroslegan hátt frá raunum stúlkunnar og
tilraunum hennar til að halda faðeminu, sem hún er
aht annað en stolt af, leyndu.
Kvikmyndin The Commitments kemur óneitanlega
upp í hugann þegar horft er á The Snapper. Colm
Meaney endurtekur hlutverk sitt sem verka-
mannapabbinn, Elvis er nálægur í anda, ahar persón-
urnar hreyta svæsnum blótsyrðum hver í aðra og
drekka eins og... ja, eins og íslendingar.
The Snapper er samt ansi ólíkt glanstónhstarmynd
Alans Parker. Sjónvarpsuppruni myndarinnar leynir
sér ekki, 16 mm myndgæðin em lakari og umgjörðin
laus við íburð. Leikhópurinn er misjafn, sumir góðir,
aðrir ofleika, og það er ekki hægt að segja að sagan
sé hádramatísk. En hún er kná þótt hún sé smá. Mynd-
in sem hún dregur upp af htlu írsku samfélagi, þar
sem alhr þekkja aha, og bhið mihi samheldni og sun-
drungar er agnarsmátt, er blanda af rómantík og raun-
sæi. Gömlu kaþólsku siðirnir em að víkja fyrir meira
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
frjálsræði og orka fólks fer meira í lifsbaráttuna en
að predika muninn á réttu og röngu. Myndin reynir
að sýna hvernig það getur verið mikilvægara að fást
við raunveruleikann en að eltast við gamla forskrift.
Síðan, þegar þörf er að flýja raunveruleikann, bíður
alltaf ískaldur Guinness-bjór á pöbbnum.
Handritshöfundurinn gerir sér mat úr ráðvilltum
þreifingum persóna sinna og væntumþykja hans og
leikstjórans á þeim skín í gegn. Þeir firra sig allri
ábyrgð á gerðum þeirra. Þær eru að feta sig eftir hestu
getu í höröum heimi og gera ahs ekki ahtaf rétt en
það er auðvelt að hafa samúð með þeim.
The Snapper (Bresk - 1993)
Handrit: Roddy Doyle (The Commitments), byggt á eigin bók.
Leikstjórn: Stephen Frears (Accidental Hero, The Grifters,
Dangerous Liaisons).
Leikarar: Colm Meaney (Comitments), Tina Kellegher, Ruth
McCabe, Colm O’Byrne, Eanna MacLiam, Ciara Duffy.
Sa&iaðarstaif
Mánudagur 31. janúar
Áskirkja: Opið hús fyrir aila aldurshópa
mánudag kl. 14-17.
Bústaðakirkja: Starf 11-12 ára krakka
þriðjudag. Húsið opnað kl. 16.30.
Dómkirkjan: Mömmumorgunn þriðju-
dag í safhaðarheimilinu Lækjargötu 14a,
kl. 10-12.
Grensáskirkja: Kyrrðarstund þriðjudag
kl. 12. Hallfríður Ólafsdóttir leikrn- á
þverflautu í 10 mín. við upphaf stundar-
innar. Altarisganga, fyrirbænir, sam-
vera. Bænaefnum má koma til prestanna
í síma 32950. Opið hús þriðjudag kl. 14.
Sr. Halldór S. Gröndal verður með Bibl-
íulestur. Síðdegiskaffi.
Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjón-
usta þriðjudag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk-
um.
Langholtskirkja: TTT-starf fyrir 10-12
ára í dag kl. 16-18. Aftansöngur í dag kl.
18. Aðalfundur Kvenfélags Langholts-
sóknar þriðjudagskvöld kl. 20.30. Dag-
skrá venjuleg aðalfundarstörf. Leikþátt-
ur, síldarhlaðborð. Gestir velkomnir.
Laugarneskirkja: Samvera Hjónaklúbbs
Laugameskirkju i kvöld kl. 20.30. Spiluð
verður félagsvist.
Neskirkja: 10-12 ára starf í dag kl. 17.
Fundur í æskulýðsfélaginu i kvöld kl. 20.
Mömmumorgunn í safhaðarheimili
kirkjunnar þriðjudag kl. 10-12. Tann-
vemd. Tannfræðingur kemur í heim-
sókn.
Seljakirkja: Fundur hjá KFUK í dag fyr-
ir 6-9 ára kl. 17.30 og 10-12 ára kl. 18.
Mömmumorgunn þriðjudag kl. 10.
Seltj arnarneskirkj a: Foreldramorgunn
þriðjudag kl. 10-12. Opinn fundur þriöju-
dagskvöld kl. 20.30 um sorg og trú. Högni
Óskarsson flytur erindi.
Thkyimingar
Félag eldri borgara
Opið hús í dag kl. 13-17. Söngvaka kl.
20.30 í kvöld í Risinu. Umsjón hefur Vig-
dis Einarsdóttir, undirleikari verður Sig-
urbjörg Hólmgrímsdóttir. í undirbiiningi
er að halda námskeið í frámsögn á vegum
félagsins. Áætlað er að námskeiðið heþist
8. febrúar. Tilkynna þarf þátttöku fyrir
kl. 17 þann 4. febrúar í s. 28812.
Kórskóli barnakórs
Grensáskirkju
Bamakór Grensáskirkju hefur ákveðið
að halda námskeið fyrir böm á aldrinum
7-10 ára. Um er að ræða þriggja mánaða
námskeið þar sem kennd verður tónfræði
og söngur. Kennslan fer fram í Grensás-
kirkju á þriðjudögmn og verða allar frek-
ari upplýsingar veittar þar nk. þriðjudag
kl. 18 þar sem innritað verður.
Felagsvist ABK
Spilað verður í Þinghóli, Hamraborg 11,
í kvöld kl. 20.30.
ÍSLENSKA ÓPERAN
__inil
É VGENÍ ÖNEGÍN
eftir Pjotr I. Tsjajkovski
Texti eftir Púshkín í þýðingu
Þorsteins Gylfasonar.
TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI
Laugardaglnn 5. febr. kl. 20.
Miðasalan er opin frá kl.
15.00-19.00 daglega.
Sýningardaga til kl. 20.
SÍM111475-
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA.
Munið gjafakortin okkar
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A
VALDA ÞÉR SKAÐA! uær-
Leikhús
eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Slg-
urgeirsson og Þorgeir T ryggvason
Föstudag 4. febrúar kl. 20.30.
Laugardag 5. febrúar kl. 20.30.
SÝNINGUM LÝKUR í FEBRÚAR!
Bar Par
eftir Jim Cartwright
SÝNT í ÞORPINU, HÖFÐAHLÍÐ1
Föstudag 4. febrúar kl. 20.30.
Laugardag 5. febrúar kl. 20.30.
Ath. Ekki er unnt að hleypa gestum i
salinn eftir að sýning er hafin.
Aðalmióasalan í Samkomuhúsinu er
opin alla virka nema mánudaga kl.
14-18 og sýningardaga fram aó sýn-
ingu. Sími 24073.
Símsvari tekur við miöapöntunum ut-
an afgreiðslutima.
Ósóttar panfanir að BarPari seldar í
mióasölunni í Þorpinu frá kl. 19 sýn-
ingardaga. Sími 21400.
Greiðslukortaþjónusta.
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Stóra sviðið kl. 20.
EVALUNA
. Leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og
Óskar Jónasson. Unnið upp úr bók Isa-
belAllende
Fim. 3. febr., uppselt, fös. 4. febr., uppselt,
sun. 6. febr., uppselt, fim. 10. febr., fáein
sæti laus, lau. 12. febr., uppselt, sun. 13.
febr., fáein sæfi laus, fim. 17. febr.,fös. 18.
febr., uppselt, lau. 19. febr., uppselt.
Geisladiskur meó lögunum úr Evu Lunu til
sölu í miðasölu. Ath.: 2 miðar og geisla-
diskur aðeins kr. 5.000.
Stóra sviðið kl. 20.
SPANSKFLUGAN
eftir Arnold og Bach
5. febr., næstsíðasta sýning, fáein sæti
laus, 11. febr., siðasta sýning.
Stóra sviðið kl. 14.
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Aukasýning sun. 6. febr., allra síðasta sýn-
ing.
Litla sviðið kl. 20.
ELÍN HELENA
eftirÁrna Ibsen
Föstud. 4. febr., lau. 5. febr.
Sýningum fer fækkandi.
Ath.l Ekki er hægt að hleypa gestum Inn i
salinn eftir að sýning er hafin.
Miðasala er opin kl. 13.00-20.00 alla
daga nema mánudaga. Tekið á móti
miöapöntunum i sima 680680 kl.
10-12 alla virka daga.
Bréfasimi 680383.
Greiðslukortaþjónusta.
Munið gjafakortin okkar.
Tilvalin tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavíkur-
Borgarleikhús.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
Smíðaverkstæðið kl. 20.30.
BLÓÐBRULLAUP
eftir Federico Garcia Lorca
Fim. 3. febr., lau. 5. febr., lau. 12. febr.
Sýningin er ekki við hæfi barna.
Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn
eftir aó sýning er hafin.
Litla sviðið kl. 20.00.
SEIÐUR SKUGGANNA
eftir Lars Norén
Fös. 4. febr., lau. 5. febr., fim. 10. febr.,
lau. 12.febr.
Ekki er unnt aó hleypa gestum í salinn
eftir aó sýning er hafin.
Stóra sviðið kl. 20.00.
MÁVURINN
eftir Anton Tsjékhof
Fös. 4. febr., sun. 13. febr.
ALLIR SYNIR MÍNIR
eftir Arthur Miller
Fim. 3. febr., lau. 5. febr., lau. 12. febr.
SKILABOÐASKJÓÐAN
eftir Þorvald Þorsteinsson
Ævintýri með söngvum
Sun. 6. febr. kl. 14.00, örfá sæti laus,
sun. 6. febr. kl. 17.00, sun. 13. febr. kl.
14.00, þri. 15. febr. kl.17J)0.
Listaklúbbur
Leikhúskjallarans
Mánud. 31. janúar kl. 20.30.
PÚSHKÍN - ÓNEGÍN
-TSJAJKOVSKÍ
Þorsteinn Gylfason tekur saman
dagskrá og kallar til liðs við sig kór
íslensku óperunnar ásamt ein-
söngvurum og hljómsveit.
Aógangseyrir kr. 300.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá 13.00-18.00
og fram að sýningu sýningardaga. Tekiö
á móti simapöntunum virka daga
frákl.10.
Græna linan 99 61 60.
LEÍfcLr’STARSKÓI.I ÍSLAN'DS
r
Nemenda
leikhúsið
í Leikhúsi frú Emilíu
Héðinshúsinu, Seljavegi 2
KONUR OG STRÍÐ
í kvöld, mánud. 31. jan.
Ath.: takmarkaður sýningaf jöldi!
Simsvari allan sólarhringlnn, simi 12233.
Bæjarieikhúsið
Mosfeflsbæ
LEIKFÉLAG
MOSFELLSS VEITAR
SÝniK GAMANLEIfíIflH
i Bæjarteikhúsinu, Mosfelisbæ
Kjötfarsi með einum sálmi
eftir JónSt. Kristjánsson.
Fim. 3. tebr. kl. 20.30. Fös. 4. febr.
kl. 20.30. Lau. 5 febr.kl. 20.30, nokk-
ur sætl laus. Sun. 6. febr. kf. 20.30.
Afh.l Ekkl er unni aö hteypa gestum
i salinn eillr að sýning er hafln.
Miðapantanir kl. 18-20 alla daga
isima 667788
og á öðrum timum i 667788, símsvara.