Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Side 40
r
Frjálst,óháð dagblað
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 1994.
„Það var niikill stormur og snjó-
koma og við vorum stopp þarna,
samtals þrír bílar, vegna ófærðar
og slæms skyggnis. Við fórum aftur
í verkfærahúsið á bílnum, sem er
Dodge pallbíll, og ætluðum að galla
okkur en þá kom snjóílóð. Það var
eins og sparkað væri í bílinn og
hann fór fram af og valt niður hlíð-
ina. Við karlamir köstuðumst úr
einhvers staðar á leiðinni en kon-
urnar voru í bílnum þegar hann
stöðvaðist," segir Sigþór Guö-
brandsson, starfsmaöur Raf-
magnsveitna ríkisins, sem lenti í
snjóflóði í Búlandshöfða milli Ól-
afsvíkur og Grundarfjarðar á ell-
efta tímanum i gærkvöld.
Snjóflóöiö hreif bílinn
hér á 11. tímanum
í gærkvöld
fjöröur
Konurnar, sem Sigþór talar um,
höfðu hann og félagi hans tekið upp
í eftir að þær höföu fest sinn bíl
fyrir innan höfðann.
„Ég hélt þetta væri mitt síöasta.
Maður hugsaði margt á leiðinni
niður og fannst þetta aldrei ætla
að taka enda. Loks stoppuðum við.
Vinkona min og annar karlmann-
anna voru fljót upp á veg en ég
hélt ég myndi aldrei komast af þvi
ég þurfti að halda á hundinum
mínum sem var með i fór,“ segir
Valdis Brynjólfsdóttir, önnur
kvennanna.
Sigþór segist ekki lrafa verið
sama að þurfa að láta fyrirberast í
bilunum þar sem þeir voru. Hann
hafi vitað að snjóflóö væru tíð á
þessum slóðum og ákjósanleg skil-
yrði hefðu verið fyrir snjóflóð í
gærkvöld, slydda og hlýnandi veð-
ur.
Sigþór segir bílinn hafa oltið nið-
ur brattá hlíð um 80 metra. Líkieg-
ast sé hann ónýtur eða að minnsta
kosti mikiö skemmdur. Allar rúður
hafi brotnað og hann sé mikið
dældaður.
„Við lögðum áherslu á að komast
upp á veg aftur og létum fyrirber-
ast í flutningabíl sem var þarna og
það var svo ekki fyrr en klukku-
stundu seinna að einhver komst
okkur til aðstoðar," segir Sigþór.
Enginn hinna fjögurra í bílnum
slasaðist alvarlega.
-PP
LOKI
Þarna lögðu Haukar FH-inga
líka í pólitíkinni!
strjúka. „Júlíus hefur einu sinni far-
ið svona í lengri tíma. Þá var hann
í slæmum félagsskap en skildi eftir
miða. Eftir sólarhring var hann bú-
inn aö fá nóg af götulífinu," segir
Guðrún.
Hún trúir því varla að Júlíus og
Óskar hafi verið að leika sér í klett-
unum við Vatnsnes. „Við höfum lesið
yfir þeim og reynt að gera þeim grein
fyrir afli sjávarins og við vorum nú
að minna Júlla á að hann hefði misst
frænda sinn við svipaðar aðstæöur
og eru þar. Sá drengur var á sama
aldri og Júlli er núna,“ segir Guðrún.
Hún sættir sig við að leit skuli lok-
ið. Björgunarsveitirnar hafi gert
mikið meira en hægt sé að ætlast til
af þeim. Hún vill koma á framfæri
þakklætitilþeirra. -pp
- sjá einnig bls. 38
Veðrið á morgun:
Frostum
allt land
Á morgun verður breytileg átt
en svo norðan- og norðvestan-
stinningskaldi og kólnandi veður
og verður komið frost um allt
land er líður á daginn. É1 verða
á víð og dreif um mest allt landið,
þó síst á Suöaustur- og Austur-
landi.
Veðrið í dag er á bls. 44
ísafjörður:
Þorsteinn
sigraði
Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir
hlaut langflest atkvæði í fyrsta sæti
í prófkjöri sjálfstæðismanna á
ísafirði um helgina eða 334. Hlaut
hann alls 530 atkvæði. Halldór Jóns-
son framkvæmdastjóri varö í öðru
sæti, fékk 217 atkvæði í það sæti af
361 atkvæði alls, og Kolbrún Hall-
dórsdóttir kaupmaöur varð í þriðja.
í fjórða sæti varð Pétur H.R. Sigurðs-
son og Ragna Hákonardóttir varð í
fimmta sæti.
Einungis þeir sem lentu í þremur
efstu sætunum fengu bindandi kosn-
ingu í sæti en til þess þurfti helming
greiddra atkvæða. Jens Kristmanns-
son, formaður kjörnefndar, sagði
kjörsókn mjög góða en 673 af 804 á
kjörskrá kusu eða tæp 84 prósent.
Um eitt hundrað manns gengu í Sjálf-
stæðisflokkinn síðustu daga fyrir
prófkjörogáprófkjörsdaginn. -hlh
Þrenntáslysadeild
Þrennt var flutt á slysadeild eftir
að tveir bíiar skullu saman í Svína-
hrauni í gærkvöld. Mjög slæmt
skyggni og veður var þegar slysið
varð. Báðir bílamir eru mikið
skemmdir. -pp
Foreldrarnir lifa í voninni:
í guðs bænum
komiði heim
- segir móðir Júlíusar Karlssonar
,l>að er búið að þaulkanna svæðið
hér, bæði höfnina og annars staðar
og ekkert flnnst þannig að maður lif-
ir í voninni um að þeir séu einhvers
staðar annars staðar og einhver sé
að hilma yfir með þeim, sérstaklega
út af því að engar frekari vísbending-
ar hafa komið fram,“ segir Guðrún
Júlíusdóttir, móðir Júlíusar Karls-
sonar.
Hún vill koma skilaboðum til Júl-
íusar ef hann les þetta: „í öllum guðs
bænum komið þið heim. Það verður
ekki gert neitt stórmál úr þessu úr
því sem komið er. Ég er ekki reið og
ekki heldur mamma hans Óskars.
Komið þið aö minnsta kosti boðum
til okkar eða eitthvað því þessi óvissa
er það alversta. Þaö vilja allir fá ykk-
ur báða heim.“
Hún segir Júlíus ekki hafa gefið
neitt í skyn að þeir hafi ætlað að
F
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjörn - Auglýsingar - Áskril
Björgunarsveitarmaður sigur í klettunum viö Vatnsnes í gærkvöldi. Piltarnir áttu það til að leika sér þar þegar
brim var mikið eins og á miðvikudagskvöldið þegar þeir fóru að heiman. DV-mynd Ægir Már Kárason
s. 814757
HRINGRÁS
ENDURVINNSLA
Kaupum góðmálma
t.d.ál,kopar,eir, rústfr.