Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Síða 4
4
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1994
Fréttir
Próíkjör alþýöuflokksmanna vegna borgarstjómarkosninganna:
Pétur og Gunnar kjörn-
ir í 4. og 9. sætin
- þátttakaheldurmeirienreiknaöhaföiveriðmeð
Pétur Jónsson og Gunnar Gissur-
arson urðu hlutskarpastir í prófkjöri
alþýðuflokksmana og hlutu kosn-
ingu í 4. og 9. sætið á sameiginlegum
hsta sem mun bjóða fram í borgar-
stjómarkosningunum í vor. 565 fé-
lagar kusu og var það heldur meiri
þátttaka en búist hafði verið við. Tíu
buðu fram en Pétur fékk flest at-
kvæði bæði ef mið var tekið af því
hverjir buðu fram í 4. sætið og 4. og
9. sætið. Gunnar fékk næstflest at-
kvæði í báðum tilfellum.
Af þeim sem buðu fram í 4. sætið
fékk Pétur 147 atkvæði, Gunnar fékk
135, Þorlákur Helgason fékk 111 og
Gunnar Ingi Gunnarsson fékk 103
atkvæði.
Af þeim sem buðu sig fram í 4. og
9. sætið hlaut Pétur einnig flest at-
kvæði, 230, en Gunnar hlaut 182.
Gunnar Ingi fékk 169, Þorlákur 167
og Gylfi Þ. Gíslason hlaut 130 at-
kvæði. Þegar Ami Stefánsson, for-
maður kjörstjómar, tilkynnti úrslit-
in sagði hann að aðrir frambjóðend-
ur hefðu fengið færri atkvæði.
Aðrir frambjóðendur voru Bolh
Runólfur Valgarðsson, Bryndís
Kristjánsdóttir, Hlín Daníelsdóttir,
Rúnar Geirmundsson og Skjöldur
Þorgrímsson. -Ótt
Gunnar Gissurarson hlaut kosningu 19. sæti:
Vil að borgin kaupi
íslenska framleiðslu
Pétur Jónsson, 55 ára, og Gunnar Gissurarson, 44 ára, voru kjörnir í 4. og 9. sæti lista sameiginlegs framboðs
í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum í vor í prófkjöri alþýðuflokksmanna um helgina. Þeir hyggjast báðir beita
sér sérstaklega í atvinnumálum nái þeir kjöri i kosningunum í vor. Pétur og Gunnar starfa báðir sem framkvæmda-
stjórar. Á myndinni fagna þeir stuttu eftir aö úrslit voru gerð kunn í gærkvöldi. DV-mynd ÞÖK
Pétur Jónsson varð hlutskarpastur í prófkjöri alþýðuflokksmanna:
Hef unnið í kyrrþey hingað til
- mun beita mér fyrir atvinnumálum og málefnum unglinga og aldraðra
„Ég er mjög glaður og ánægður og
tel þetta mjög viðunandi og góða nið-
urstöðu fyrir flokkinn. Eg álít aö
tveir bestu mennirnir hafi komist í
efstu sætin og það sé besta niðurstað-
an. Það var alveg ljóst að það yrði
mjög hörð barátta á milli okkar Pét-
urs enda munaði ekki miklu á okk-
ur. Ég óska honum til hamingju með
árangurinn. Við munum eiga mjög
gott samstarf í framhaldinu enda
góðir vinir og kunningjar. Útkoman
sýnir að fólkið styður okkur báða og
það er erfltt að velja á milli. Ég held
að allir geti verið sáttir við þessi úr-
slit. Þátttakan var mjög góð, um 50
prósent, og það sýnir að það er áhugi
fyrir þessu framboði. Fólk sýnir
þessu áhuga og það er mjög já-
kvætt," sagði Gunnar Gissurarson
fraitikvæmdastjóri. Hann varð annar
í prófkjöri alþýðuflokksmanna og er
því kjörinn í 9. sætið á sameiginleg-
um lista í Reykjavík sem býður fram
til borgarstjómarkosninganna í vor.
„Ég mun beita mér af alefli fyrir
því að byggja upp atvinnustarfsemi
í borginni og bseta úr því ástandi sem
ríkir í þeim málum með öllum ráð-
um. Ef við kæmumst að og næðum
meirihluta yrði það eitt af mínum
fyrstu áherslumálum að Reykjavík-
urborg myndi snúa sér alfarið að því
að kaupa ísleitska framleiðslu þar
sem hún er fyrir hendi. Þannig er
hægt að búa tíl mörg hundruð störf
á mjög skömmum tíma. Borgin er
mjög stórt fyrirtæki sem hefur yfir
mjög miklu flármagni að ráða og
veltir upp undir helmingi af flárlög-
um íslenska ríkisins. Þannig yrði
hægt að skapa og flölga atvinnutæki-
færunum gífurlega. Við megum ekki
láta fólkið sifla auðum höndum og
skapa verkamönnum og iðnaðar-
mönnum og öðrum vinnu úti í lönd-
um,“ sagði Gunnar.
-Ótt
Eg er mjög stoltur yflr að hafa
stuðning minna félaga. Þetta er búið
að vera stutt en snögg barátta og
raunverulega kosning innanfélags í
Alþýðuflokksfélaginu í Reykjavík.
Að vissu leytí kemur mér þetta á
óvart en ég og Gunnar Gissurarson
erum þó búnir að vinna mjög lengi
innan alþýðuflokksfélaganna og í
kyrrþey hingað til. Kannski er verið
að launa mér einhver störf sem ég
hef verið að vinna þar,“ sagði Pétur
Jónsson, viðskiptafræðingmr og
framkvæmdasflóri skrifsofu Ríkis-
spítalanna, í samtali við DV þegar
það lá ljóst fyrir að hann varð hlut-
skarpastur í prófkjöri alþýðuflokks-
manna í Reykjavík. Hann hlaut
kosningu sem flórði maður á lista
sameiginlegs framhoðs í borgar-
sflómarkosningunum sem fram fara
í vor. Alþýðuflokkurinn fær 4. og 9.
sætíð í framboði listans í vor.
„R-listinn er að búa sér til formlega
málefnaskrá," sagði Pétur. „Málefn-
in eru auðvitað til en það er verið
að búa til áherslur. Ég er í þeirri
vinnu núna. Þetta verður sameigin-
legur listi og sameiginleg málefna-
skrá,“ sagði Pétur.
- Fyrir hvaða málefnum hyggstu
heita þér ef þú verður borgarfulltrúi?
„Það sem ég mun beita mér fyrir
eru atvinnumál, tómstunda- og at-
vinnumál unglinga og áldraðra og
félagsmál þeirra. Það má segja að ég
hafi unnið að þeim því ég starfa hjá
Ríkisspítulunum. Ég er því klár á því
m.a. hvernig málum aldraðra er
háttað. Ég er viðskiptafræðingur og
hef sérstakt nám að baki í sflómun,
sérstaklega á sjúkrahúsunum og í
heilbrigðiskerfi," sagði Pétur Jóns-
son.
-Ótt
I dag mælir Dagfari____________________
í pólitískri herkví
Allt frá því að Heimir Steinsson var
skipaður útvarpssflóri hjá Ríkisút-
varpinu hefur ríkt styijaldará-
stand á stofnuninni. Fyrst þurfti
Heimir að reka Hrafn Gunnlaugs-
son úr stöðu yfirmanns lista- og
skemmtídeildar Sjónvarps sem
varð til þess aö menntamálaráð-
herra setti Hrafn í stöðu fram-
kvæmdasflóra með því að reka
Pétur Guðfinnsson í frí.
Það var þá sem Heimir útvarps-
sflóri lét þau fleygu orð falla: „í
mér býr fól“ og réö síðan Arthúr
Björgvin Bollason sem aðstoðar-
mann sinn til höfuðs Hrafni.
Nú hefur komið í ljós að stríðs-
ástandið hefur allt færst í aukana
eftír þessa fyrstu lotu í hrottrekstr-
um og ráðningum. Arthúr Björgvin
hefur upplýst að Ríkissjónvarpið
hafi verið í pólitískri hverkví
Hrafns Gunnlaugssonar.
Arthúr segir að líkja megi vinnu-
brögðunum viö aðferðir nasista
gegn gyöingum í Þriðja ríkinu og
rekur niðurlægingu Sjónvarpsins
til „dæmalausrar valdníðslu
menntamálaráðherra" sem gerði
settíun framkvæmdasflóra kleift að
misnota miðilinn gróflega með of-
sóknum og yfirgangi.
Þetta er skoðun meginþorra
starfsmanna Sjónvarpsins, segir
Arthúr og Heimir útvarpssflóri
kannast við við þessar skoðanir en
rekur Arthúr fyrir að hafa skrifað
þær á vitlaust béfsefni. Þetta gerist
eftir að útvarpssflóri gekk á fund
Davíðs forsætisráðherra án þess
þó að Davíð hafi vitaö af því aö
útvarpsstjóri hafi ætlað að reka
Arthúr eftír að hafa hitt Davíð.
Menntamálaráðherra segist fagna
því að Arthúr sé rekinn og segir
að farið hafi fé betra.
Ljóst er að ef Heimir útvarps-
sflóri hefði ekki rekið Arthúr þá
hefði menntamálaráðherra rekið
Heimi og forsætisráðherra hefði
rekið menntamálaráðherra, hefði
hann ekki rekið Heimi fyrir að reka
ekki Arthúr.
í þessu máli virðist vandamálið
vera í því fólgiö að starfsmenn
stofnunarinnar hafi skoðanir.
Hrafn hafði á sínum tíma skoðanir
og var rekinn. Nú hefur Arthúr
Björgin Bollason skoðanir og er
rekinn. Styijaldarástandið á Sjón-
varpinu verður allt rakið til þess
að yfirmenn hafa skoðanir sem eru
í ósamræmi við skoðanir yfir-
manna þeirra og sérstaklega ef þeir
hafa skoðanir á yfirmönnunum
sjálfum.
Þó ber að hafa í huga að skoðanir
Arthúrs geta vel verið í samræmi
við skoðanir Heimis útvarpssflóra
en Heimir hefur hins vegar þurft
að reka Arthúr fyrir að hafa sömu
skoðanir og hann vegna þess að
hann máttí ekki hafa þessa skoðun
og hvorugur þeirra af því að þær
stönguðust á viö skoðanir ráð-
herra. Heimir neyðist sem sagt til
aö reka mann frá stofnuninni sem
er sammála hans eigin skoðunum
af því að þær skoðanir fara ekki
saman við skoðanir ráðherra. Mis-
tök Arthúrs voru þau að hann
skrifaði skoðanir sínar niður og
sendi þær í bréfi til manna sem eru
sammála skoðunum hans án þess
að fá samþykki útvarpssflóra.
Sjálfsagt af því að hann hefur hald-
ið að útvarpsstjóri væri honum
sammála, sem útvarpssflóri er,
meðan þær skoðanir eru ekki skrif-
aðar niður.
Útvarpsflóri er nefnilega í póh-
tískri herkví, aö sögn Arthúrs, og
þessi herkví er Hrafns Gunnlaugs-
sonar sem var á sínum tíma rekinn
fyrir að hafa skoðun og ráðinn til
að mótmæla því að hann væri rek-
inn fyrir að hafa skoðun.
Nú er spurningin hvort mennta-
málaráðherra reki ekki Heimi út-
varpssflóra fyrir að hafa þá skoðun
aö vera á móti því að menn hafi
skoðanir sem stangast á við skoð-
anir menntamálaráðherra, jafnvel
þótt það séu jsömu skoðanimar og
útvarpssflórí hefur?
Þetta gengur auðvitað ekki til
lengdar. Það verður að koma í veg
fyrir að menn hafi skoðanir sem
þarf að reka fyrir aö hafa skoðanir.
Það dugar heldur ekki að þær skoð-
anir séu þær sömu og skoðanir út-
varpssflóra því skoöanir útvarps-
stjóra mega sín lítils meðan ráð-
herrar hafa aðrar skoðanir en út-
varpsstjóri og starfsmenn útvarps-
sflóra skrifa þessar skoðanir niður
og senda þær út um borg og bí.
Hver sá sem vogar sér að hafa
skoðun, svo ekki sé nú talað um
að hafa skoðun á skoðunum ann-
arra, er réttrækur.
Dagfari