Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1994 5 Fréttir 5 mánaða rannsókn á nauðgun um verslunarmannahelgina á lokastigi: Grunaður eftir sakbendingu - fréttamyndirnotaðartilaðfhmameintansökudólg Víðtækri rannsókn nauðgunar- máls sem átti sér stað um seinustu verslunarmannahelgi er nú á loka- stigi og verður málið sent ríkissak- sóknara á næstu dögum. Rannsóknin snýst um nauðgun sem stúlka kærði rúmlega viku eftir svokallaða Eiðahátíð sem haldin var á Austfjörðum um verslunarmanna- helgina. Þá fór stúlkan á neyðarmót- töku fómarlamba í nauðgunarmál- um og kærði nauðgunina í kjölfar skoðunar til Rannsóknarlögreglu. í framhaldi af því hóf RLR rann- sókn á máhnu en varð Utið ágengt vegna skorts á sönnunargögnum og hversu langt var Uðið frá meintum atburði. Því var tekin sú ákvörðun að senda máUð austur til að afla frek- ari gagna. Þar fór víðtæk rannsókn fram á máUnu. Meðal annars voru frétta- ljósmyndir notaðar við rannsókn málsins og samkvæmt heimildum DV gat fórnarlambið bent á meintan nauðgara á nokkrum myndanna. Að þessu loknu var máUð sent aftur til RLR til rannsóknar. Ennfremur er DV kunnugt um að þrjár aðrar stúlk- ur, sem þekkja tU mannsins, hafi borið við að maðurinn og stúlkan hafi verið saman umrætt kvöld. Skaðabætur: Skaut neyðar- flugeldum að tilefnislausu Hæstiréttur hefur dæmt 44 ára gamlan mann úr Skútustaðahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu til að greiða sýslumanninum á Húsavík rúmlega 63 þúsund krónur í skaðabætur. Skaðabæturnar er manninum gert að greiða vegna útlagðs kostnaðar við leitarflug eftir að hann skaut neyðarflugeldum á loft 17. júlí 1991 að tilefnislausu. Lögreglunni barst tilkynning um að neyðarflugeldur hefði sést á lofti og var Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit ræst til leitar. Einnig sendi lögreglan flugvél til leitar með þriggjamanna áhöfn. Við leitina kom í Ijós að" maðurinn var að eyða birgð- um af gömlum neyðarflugeldum úr bát sínum en hann var sjómaður. Við yfirheyrslur kvaðst maðurinn ekki hafa leitt hugann að því að farið yrði að leita og vísaði til að hann væri staðsettur í miðri sveit og veður hefði verið gott. Auk þess taldi hann, í ljósi þess að hann hefði verið for- maður björgunarsveitarinnar Stef- áns tii margra ára, að haft yrði sam- band við sig áður en leit yrði hafin. Við málsmeðferð neitaði maðurinn að ætlun sín hafi verið að gabba lög- reglu. Þrátt fyrir það staðfesti Hæsti- réttur dóm Héraðsdóms um að mað- urinn skyldi greiða skaðabætur. Refsing ákærða var hins vegar látin falla niður fyrir Héraðsdómi sökum þess hve óhæfilegur dráttur hefði orðið á rekstri málsins og staðfesti Hæstirétturþað. -pp Vík og Eskifjörður: Sýslumennskipaðir Forseti íslands skipaði 1. febrúar síðastliðinn, samkvæmt tillögu dómsmálaráðherra, Sigurð Gunn- arsson, settan sýslumami, til þess að vera sýslumaður í Vík í Mýrdal. Þá skipaði forseti íslands einnig Inger L. Jónsdóttur, settan sýslu- mann, til þess að vera sýslumaður á Eskifirði. Þetta var einnig gert sam- kvæmt tillögu dómsmálaráðherra. -PP Nýverið var svo meintur nauðgari sem stúlkan benti á kallaður til yfir- heyrslu hjá RLR. Hann neitar sakar- giftum en framburður hans er til nánari skoöunar. Eiðahátíð gagnrýnd Margir hafa orðið til að gagnrýna útihátíðimar um síðastliðna versl- unarmannahelgi. Meðal þeirra em Stígamótakonur sem sögðu í út- varpserindi að drengir hafi hvatt til ódæðisverka með því að kalla að nei þýddi já og nauðgun væri kækur. Blautbolskeppni fór fram á hátíð- inni, sem haldin var á vegum Ung- menna- og íþróttafélags Austurlands. Segja Stígamótakonur að ungar stúlkur, meira og minna dmkknar, hafi verið kallaðar fram hver af ann- arri. „Sviðið var fullt af ungum mönn- um sem hrópuðu, kölluðu og skvettu vatni yfir stúlkumar, bundu bohna upp að aftan, flettu þeim upp að framan og káfuðu á stúlkunum, fóm upp í klofið á þeim og hvöttu áhorf- endur til að taka undir saurugan hugsunarhátt sinn og framkomu,“ sagði í útvarpserindi Stígamóta- kvenna. -PP Líkumar á að þú hljótir vinning, em hvergi eins miklar og í Happdrætti Háskóla Islands! Flestir spila í happdrætti til að hljóta vinning, en oft ræður kapp frekar en forsjá því hvar menn spila. í HHÍ getur annar hver miði hlotið vinning* bað eru mestu vinningslíkur í happdrætti á íslandi. Á 60 ára afmælisári býður HHÍ m.a upp á glæsilegan afmælisvinning samtals að upphæð 54 milljónir.EINGÖNGU VERÐUR DREGIÐ ÚR SELDUM MIÐUM. Slíkir möguleikar finnast ekki í öðru happdrætti hérlendis. Nú hefur engipn efni áað vera ekki með í HHÍ og ains gott að tiyggja sér númer tímaniega áður m miðar seijast upp. (E) Miðaverð er 600 kr. á mánuði. Spilar þú ekki ígóða happdrœttinu? jðfel HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings * Á árinu 1993 voru greiddir út 52.768 vinningar á samtals 105.470 selda miöa. Vinningur féll því á meira en annan hvern miöa. ARGUS / SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.