Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Side 10
10 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1994 Utlönd Myndafþeim Kerriganog Harding á upp- boðiChristie’s Uppboðsfyr- irtækið Christie’s er aö undirbúa upp- boð á mynd af skautadrottn- ingunum Nancy Kcrrig- an og Tonya Harding sem þær hafa báðar undirritað. Fyrirtækíð býst við að hægt verði að fá 800 til 1000 doliara fyrir myndina en á henni er einnig ólympíumeistarinn Kristi Ya- maguchi. Myndin, sem tekin var 1991, verður boðin upp 26. mars næst- komandi. Sænskirhægri mennviljalög- leiðavændi Ungliðar í sænska hægri flokknum í Kalmarléni í Svíþjóö vilja lögleiöa vændishús sem rek- in verði sem fyrirtæki og í tengsl- um við heilbrigðisþjónustu fyrir- tækja. Ungliöamir segja að gleðikonur og -menn njóti vemdar gegn glæpum og kynsjúkdómum séu vændishúsin undir eftirliti. Þar með sé viðskiptavinunum tryggö- ir friskir menn og konur. Þá sé einnig hægt að aðstoöa þá sem háðir em eiturlyfjum. Bent er á að götuvændið minnki því viðskiptavinir velji ekki kon- ur af götunni ef tryggt er að þær sem starfa á lögleiddu vændis- húsi séu frískar. Bjótilfalska myntífangelsis- verkstæðinu í fangelsinu í Ystad í Suður- Svíþjóð dundaði fangi sér viö aö búa til tíu króna peninga á verk- stæði fangelsisins. Peningarnir voru reyndar sléttir og án alls skrauts. Upp komst um tómstundastarf fangans þegar gerð var leit á hon- um er hann var á leiö í fn. Hafði fanginn sett verkfæri í kexpakka og í blaðapakka. í kjölfarið var gerö leit í klefa fangans og fund- ust þá peningarnir sem gerðir voru úr messing. Lögregluna grunar að þeir kunni að hafa verið notaðir í sjálfsala. Það varð ekkert úr fríi fangans sem nú á von á lengri vist. Ráðherrasegir samningum Eyrarsunds- brúnaíhættu Olof Johans- son, umhverf- isráöherra Sví- þjóðar og leiö- togi miðflokks- ins gaf í skyn um helgina að' flokkurinn væri reiöubú- inn að rifta samkomulaginu við Danmörku um brú yfir Eyrar- sund eftir kosningar. Flokkurinn útilokar ekki held- ur að sænska stjórnin geti sprungið vegna málsins. Ráðherrann segir aö ef mið- flokkurinn auki mikið fylgi sitt í kosningunum megi túlka það sem að mikil andstaða sé gegn brúnni og þaö verði stjómmála- menn aö taka tillit til. Þá geti miöflokkurinn beitt sér fyrir að riftasamkomulaginu. Reuter, TT Forseti íslands á sjónvarpshátíð 1 Monte Carlo: Hef ur mikla þýð- ingu fyrir ísland - er formaður dómnefndar fyrir listrænar myndir Bryndís Hólm, DV, Monte Carlo: Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, og Albert prins af Mónakó voru viðstödd opnun hinnar frægu alþjóðlegu sjónvarpshátíðar í Monte Carlo á laugardagskvöld. Athöfnin fór fram á Hotel de Paris, glæsileg- asta hótelinu í Monte Carlo. Kvöldiö áður var í guili skreyttum viðhafnarsal hótelsins efnt tii sér- stakrar hátíðardagskrár til heiðurs forseta íslands. Þrátt fyrir að ríkis- arfi Mónakó, Albert prins, búi sig nú af kappi undir þátttöku sína á ólymp- íuleikunum í Lillehammer ásamt fé- lögum sínum í bobsleöaliði Mónakó gaf hann sér samt tíma til aö vera viðstaddur hátíðardagskrána og snæöa síðan kvöldverð með Vigdísi forseta. ísland kynnt Það var alþjóðlega útvarps- og sjón- varpsakademían sem stóð að dag- skránni sem ekki hvað síst var ætlað að kynna ísland. Akademían veitir sérstök verðlaun á sjónvarpshátíð- inni fyrir listrænar og menningar- legar heimildamyndir og valdi hún Vigdísi Finnbogadóttur sem for- mann dómnefndar í þeim efnis- flokki. Með Vigdísi situr einnig í dómnefndinni Thor Vilhjálmsson rithöfundur en aðrir eru Reneé Aup- han, framkvæmdastjóri óperunnar í Genf, Edwige Feuillére, þekkt frönsk leikkona, og Lluis Llach, söngvari frá Spáni. „í sex ár var ég formaöur dóm- nefndar í evrópsku sjónvarpshand- ritakeppninni í Genf og í beinu fram- haldi af því var mér boðið að vera formaður dómnefndar í þessari keppni í Monte Carlo. Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir ísland. Hér fer fram heilmikil kynning á landinu og þess vegna þigg ég svona tilboð. Þetta er náttúrlega heilmikil vinna. Það er mikið álag á dómnefndina en það er margfalt þess virði í ljósi þess sem við íslendingar fáum í staðinn," sagði Vigdís Finnbogadóttir. Starfið ekki vanmetið í fyrsta sinn er nú þjóöhöföingi formaður dómnefndar en áður hafa t.d. Perez de Quellar, fyrrum fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Jehudi Menuhin fiðluleikari og Mik- is Theodorakis tónskáld gegnt for- mannshlutverkinu. „Ég vona aö aðstandendur sjón- varpshátíöarinnar séu ánægðir með starf mitt hér enda hafa þeir sýnt það að þeir vanmeta það ekki,“ sagði Vig- dís ennfremur. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, heilsar Albert Mónakóprinsi á alþjóð- legu sjónvarpshátíðinni í Mónakó. Simamynd Bryndís Hólm Meðal þess sem boðið var upp á í dagskránni á laugardagskvöld var upplestur úr verki Thors Vilhjálms- sonar, Grámosinn glóir, en bækur hans hafa verið þýddar á frönsku af íslandsvininum Régis Boyer sem er prófessor við Sorbonne-háskólann í París. Það var hinn þekkti svissneski sjónvarpsmaöur, Jean-Philippe Rapp, sem var kynnir kvöldsins og beindi hann mörgum spumingum til Vigdísar sem einkum snerust um land og þjóð og hiutverk /orsetans. Rok og úrhellisrigning mætti forset- anum þegar hún kom til Monte Carlo enda vakti það mikla kátínu gesta þegar Vigdís sagði að veðurfarið á Islandi væri nokkuð svipað Miðjarð- arhafsloftslaginu. Vaxandi hátíð Sjónvarpshátíðin í Monte Carlo er þekkt um allan heim. Hún var sett á laggimar 1960 aö frumkvæði Rainer m. Mónakófursta sem vildi hvetja til nýrrar listsköpunar innan sjón- varpsmiðilsins. Vegur hátíðarinnar hefur stöðugt vaxið og hafa margir þekktír einstaklingar starfað í dóm- nefndum og komiö fram. Gull- og silfurstyttur verða svo af- hentar fyrir bestu myndir hátíöar- innar sem lýkur þann 11. febrúar en keppt er m.a. um bestu fréttamynd- irnar, fræðslumyndirnar, heimilda- myndimar og leiknu sjónvarps- myndimar. Þess má geta að árið 1972 sigraði ungur og óþekktur bandarískur leik- stjóri í sjónvarpsmyndakeppninni með mynd sinni Duel. Sú mynd þyk- ir nú sígilt sjónvarpsverk og allir vita hvernig þessum leikstjóra reiddi síðar af, en þaö var enginn annar en stórleikstjórinn Steven Spielberg. Óskarsverðlaunin: Fyrsta konan sem fær að vera kynnir á hátíðinni Leikkona Whoopi Goldberg hefur verið vahn til að vera kynnir á næstu óskarsverðlaunahátíð sem fram fer í Hollywood í Los Angeles þann 21. þessa mánaðar. Goldherg, sem hlaut óskarsverð- laun fyrir leik sinn í myndinni Ghost árið 1991, er fyrsta konan og jafn- framt fyrstí svartí leikarinn sem fær aö vera kynnir á þessari mestu hátíð í kvikmyndabransanum. Leikarinn Billy Crystal, sem verið hefur kynnir á hátíðinni sl. fjögur ár, tilkynnti íyrir stuttu að hann heíði ekki áhuga á að taka starfið að sér aftur. Goldberg hefur lýst ánægju sinni með vahð og segir það mikinn heiður fyrir sig. „Það er ánægjulegt að vera allt í einu orðin aðalmanneskjan í stað þess aö vera bara áhorfandi," sagði hún við fréttamenn. Aðrir leikarar, sem einnig voru taldir koma tíl greina, vom Robin Wilhams, Tom Hanks, Eddie Murphy, Chevy Chase og Johnny Carson. Hátíöinni verður sjónvarpað um allan heim og húist er við að milljón- ir manna fylgist spenntír með hverj- irfáóskarinníár. Reuter sýnasigfá- klæddirí Playboy Mariel Hem- ingway er með- al frægra leik- ara og fyrir- sæta sem fækka fótum fyrir:; sérstakt myndablað sem tímaritið Playboy gefur út í mars. Fræga fólkið mælir með ömggu kynlífi og notkun smokka. Hagn- aðurinn af sölu blaösins rennur til rannsókna á eyðrúsjúkdómn- um. Meðal þeirra sem kaupendur geta barið augum eru, auk Mariel Hemingway, Sonia Braga, Sandra Bernhard, Shannen Doherty, He- lena Christiansen og Carla Bruni Þýskir njósnarar varaviðkjarn- orkuglæp Þýska leyniþjónustan segir svartamarkaðsbrask með úran- íum, plútóníum og annað efni frá fyrrrum Sovétríkjunum sé orðið svo umfangsmikið að ástæða sé til að hafa áhyggjur af. Það er þýska tímaritið Der Spi- egel sem segir þetta hafa komlð fram í skýrslu þýsku leyniþjón- ustunnar tíl Helmuts Kohl kansl- ara í síðasta mánuði. Forvarnirgegn hrotumáólymp- íuleikunum Vegna möguleika á aö hrotur úr næsta herbergi haldi vöku fyr- ir keppendum á ólympíuleikun- um í Lillehammer var gnpiö tíl þess ráðs aö einangra mjög vel miili herbergja. Þess var sérstak- lega gætt að einangra vel kríng- um dyr til að ekki bærist hávaði á milli herbergja. Alls verða um 2.500 keppendur og þjálfarar í iþróttamannaþorp- inu í Lillehammer á ólympíuleik- unum. Engintengslvið Palme-morðið Taiið er að Svíinn, sem á tíma- bili var grunaður um morðiö á Olof Palme og fannst myrtur i Bandaríkjunum 7. janúar síðast- liðinn, hafi fallið fyrir hendi af- brýðisams lögreglumanns. Lög- reglumaðurinn, sem var sagt upp starfinu um áramótin, veitti Svíanum eftirför eftir að hann haföi heimsótt fyrrverandi vin- konu lögreglumannsins. Móðir •hennar var einnig myrt í desemb- er en hún hafði verið á móti sam- bandi dóttur sinnar og lögreglu- mannsins. Demi Mooreog BruceWillis eignastdóttur Kvikmynda- leikkonan Demi Moore fæddi á fimmtudaginn dóttur sem hlotið hefur nafnið Tallulah Belle. Mæðg- ununum heilsast vel, að sögn talsmanns Moore. Sú stutta er þriðja dóttir Moore og kvikmyndaleikarans Bruce Willis. Fyrír áttu þau dæturnar Rumer, sem er 5 ára, og Scout sem er tveggja ára. Reuter, TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.