Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1994
11
DV
Fréttir
ísafjaröar-
djúp
Súðavík kaupir
Eyrardal
Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirðú
„Við keyptum landið frá Eyrar-
dalsá og inn að Þórðarsteinum milli
Langeyrar og Hlíðar. Undanskilin
eru verksmiðjuhúsin á Langeyrinni
í eigu Frosta hf., kirkjan og kirkju-
garðurinn og Ákabúð, hús Slysa-
vamafélagsins. Áður hafði hreppn-
um verið gefið land undir gnrnn-
skóla. í kaupunum var einnig íbúð-
arhúsið í Eyrardal og allt þetta kost-
aði ekki nema 12 millj. króna,“ sagði
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, sveitar-
stjóri í Súðavík, í samtali við blaðið.
Súðavikurhreppur hefur fest kaup
á landi Eyrardals í Álftalirði. Kaup-
samningur var undirritaður 30. des-
ember og samþykktur í hreppsnefnd
Súðavíkurhrepps 19. janúar. Seljend-
ur eru Kjartan Jónsson og Ingibjörg
Guðmundsdóttir.
Gert er ráð fyrir að landið verði
framtíðarbyggingarsvæði Súðvík-
inga. Ekki er vitað nákvæmlega um
stærð landsins í hekturum tahð en
ljóst er að hér er um gríðarlega mik-
ið landsvæði að ræða sem nær frá
fjöru til efstu dnda.
Smiðirnir hjá Klakki láta kuldann ekki á sig fá við vinnu í hótelbyggingunni
í Vík. DV-mynd Páll
Hótel að rísa í Vík
PáU Pétuisson, DV, Vik í Mýidal
Hótelbyggingu í Vík miðar vel þrád
fyrir rysjótta tíð að undanfomu. Það
er kuldalegt aö vinna úti á þessum
árstíma en smiðir Byggingarfélags-
ins Klakks í Vík láta það ekki á sig fá.
Grunnurinn var steyptur fyrir jól
og gólfþlatan skömmu eftir áramót-
in. Búið er að reisa grind og sperrur
én síðan verður klæðningin sett á.
Bjöm Sæmundsson, framkvæmda-
stjóri Klakks, telur að húsið verði
fokhelt um miðjan febrúar ef allt
gengur eðlilega. Klakkur hefur verið
með 6-7 starfsmenn í byggingunni
en reiknað er með að fjölga þeim
þegar farið verður að vinna inni.
Feröamálaráð:
Einn starf smaður
f lytur til Akureyrar
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyii:
„Það sem við ætlum fyrst og fremst
að sinna á Akureyri er það sem
snertir innlenda starfsemi Ferða-
málaráðs. Það sem fer af starfsemi
Ferðamálaráðs til Akureyrar em
samskipti við ferðamálafulltrúa og
ferðamálasamtök, það er innlend
markaðssetning og upplýsingaþátt-
urinn,“ segir Magnús Oddsson ferða-
málastjóri um flutning á verkefnum
Ferðamálaráðs til Akureyrar.
Magnús segir það misskilning að
verið sé að flytja starfsemi Ferða-
málaráðs til Akureyrar og t.d. flytjist
aðeins einn starfsmaður norður,
Helga Haraldsdóttir, sem mun veita
starfseminni á Akureyri forstöðu.
Þar verða ráðnir tveir starfsmenn til
viðbótar og hugsanlega einn síðar.
„Það er því verið að flytja ákveðin
verkefni norður og má segja að það
sé verið að gera vægi þeirra verkefna
meira en verið hefur og þetta hefur
staðið til lengi,“ segjr Magnús.
Flugleiöir og Enska feróamálaráðiö í samvinnu
11 -'j viö Breska ferðamálaráðið og
Ferðamálaráð Lundúna kynna:
LISTAVIKUR í LONDON
1. febrúar - 31. mars
F :: II Ijt -r p{
péK ' v
Jöéé Cárréras
sD&Htosle-íkunr
Miðar á alla helstu listviðburði í London
1. feb. - 31. mars sem má panta
og greiða hér heima.
Þú færð upplýsingar um alla
listviðburði fyrirfram.
Þú getur pantaö miða hér
TjhtSSf ^beima-
Þú hefur tök á að sjá hvað
gerist að tjaldabaki.
Þú færð afsláttarkort að
tilteknum viðburðum og
veitingahúsum.
erabia: '
MIÐSALA Á LISTAVIKUR í LONDON
1. feb. - 31.
(London Arts Season)
er á söluskrifstofum Flugleiða, hjá
umboðsmönnum Flugleiða um allt land og
á ferðaskrifstofunum. Þar má einnig fá
upplýsingar um Listavikur í London og
nákvæma dagskrá.
Allar sérstakar og nánari upplýsingar veita
Hólmfríður Júlíusdóttir á söluskrifstofu
Flugleiða á Hótel Esju og Helga
Magnúsdóttir á farskrá í síma 690 300.
Flugleiðir bjóða í tengslum við
Listavikur í London 3ja, 4ja, 5 eða
8 daga ferðir til borgarinnar, flug
og gistingu, á mjög hagstæðum
kjörum. Verð frá 26.3oo kr.
á mann í tvíbýli; flugvallarskattar
ekki innifaldir.
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi
■ ■■ í
Hafðu samband við söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn um allt land,
ferðaskrifstofumar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.)
Þetta getur verið BIUD milli lífs og dauða!
v 30 metrar
Dökkklæddur vegfarandi sóst
ekki fyrr en í 20-30 m. fjarlægð
frá lágljósum bifreiðar
en með endurskinsmerki,
borin á réttan hátt sést hann
i 120-130 m. fjarlægð.
130 metrar
IUMFERÐAR
>RÁÐ