Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Page 13
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1994
13
DV
Fréttir
Engir peningar til í samþykktar snjóflóðavamir á Flateyri:
Víðast ónógar
snjóflóðavarnir
- segir Magnús Már Magnússon snjóflóðasérfræðingur
ofan Flateyri.
„Þaö er búið að vinna upp moldar-
virki og það sem vantar upp á eru
snjóflóðavarnarnet. Það er ekki búið
að afskrifa þau heldur er þetta í bið-
stöðu vegna peningamála. Við höfum
bara ekki fjárhagslegt bolmagn í
augnablikinu til að fara út í þessa
fjárfestingu og megum þakka fyrir á
meðan atvinnulífið gengur. Ég held
nú samt að við séum komin einna
lengst af þessum sveitarfélögvun í
landinu í snjóflóðavömum," segir
Kristján J. Jóhannesson, sveitar-
stjóri á Flateyri, við DV.
Það var árið 1990 sem hættumat
fyrir snjóflóð á Flateyri var sam-
þykkt eftir að Almannavamir ríkis-
ins og fleiri höfðu tekið svæðið út.
Sama ár gerði R. Hannesson hf. tii-
boö í vamir gegn snjóflóðum með
varnarnetum upp á 33 milljónir og
átti Ofanflóðasjóður að greiða 80 pró-
sent af þeirri upphæð en sveitarsjóð-
ur Flateyrar afganginn. Enn hefur
varnarnetunum ekki verið komið
fyrir en hins vegar hefur vamar-
görðum og snjókeilum verið komið
upp til að draga úr mestu hættunni.
„Til að vamir verði fullkomnar
þarf netin. Við viljum sjá varnimar
uppi sem allra fyrst eða í sumar,“
segir Magnús Már Magnússon, snjó-
flóðasérfræðingur hjá Veðurstofu ís-
lands. Hann segir að gert hafi verið
snjóflóðamat fyrir flesta þéttbýhs-
staði og ástand snjóflóðavama sé
ekki gott eins og er. Hins vegar standi
það vonandi til bóta eftir að matið
hafi verið gert því nú geti þeir bæir
sem hafa verið metnir fengið aðstoð
frá Ofanflóðasjóði.
Hins vegar ber að geta þess að Of-
anflóðasjóður greiðir einungis 80
prósent af þeim fjárfestingum sem
sveitarfélög þurfa að leggja út í vegna
snjóflóöavarna og ef miðað er við
fjárhag smærri og stærri sveitarfé-
laga má ekki búast við að gangskör
verið gerð að þessum málum. Á sein-
asta þingi var lagt fmmvarp fram til
breytingar á þessu þar sem lagt var
til að Ofanflóðasjóður greiddi allan
kostnað við snjóflóðavarnir en það
frumvarp var ekki samþykkt. Meðal
annars hefur sveitarstjóm Flateyrar
farið fram á að ríkiö greiði allan
kostnað af snjóflóðavömum líkt og
við byggingu sjóvarnargarða. Undir-
tektir hafa hins vegar verið dræmar.
-PP
Sex matarkörfur
á mánuðl að verð-
w mæti 30 E5X3
sund hver. 63 27 00
ÓDÝRI SKÓMARKAÐURINN
Opið mánud.-föstud. 12-18
Frábært verð - Góðir skór
SKÓMARKAÐUR
RRskór JL
EURD SKO
Skemmuvegi 32 - s. 75777
Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd
ásamt acupunchturmeðferð með lacer
Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf-
uðverk.
ELSA HALL,
Langholtsvegi 160, sími 68-77-02.
Nokkrir úr áhugahópnum um betra hundahald á Suðurnesjum með hunda sina að Litla-Hólma. DV-mynd Ægir Már
Fengu heila jörð fyrir hundana
Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum;
Áhugahópur á Suðurnesjum um
betra hundahald hefur fengið jörðina
Látla-Hólma í Leirn til afnota. í hópn-
um em 30 manns sem staðið í
ströngu dag og nótt síðustu mánuði
að koma húsnæðinu í betra horf. Það
var mjög illa farið, nánast ónýtt.
Hiti er kominn í húsið og aðstaða
innanhúss að komast í gott horf.
Einnig bílastæði við húsið. Félags-
starfið hefur verið mjög gott og hefur
fólk komið í Leimna á ýmsum tímum
með hunda sína. Námskeið hafa ver-
ið fyrir hunda og hundaeigendur.
„Þetta svæði er opið öllum hunda-
eigendum á Suðumesjum og viljum
við hvetja þá til að láta sjá sig því
fyrirhugað er að stofna félag á næst-
unni. Hér geta hundaeigendur komið
með hundana sína allan sólarhring-
inn. Enginn klíkuskapur er hér og
fólk á að koma hingað ófeimið. Hér
fá hundamir að njóta sín en það gera
þeir ekki inni í byggð. Við fáum hús-
ið og lóðina til afnota endurgjalds-
laust í nokkur ár og viljum þakka
Guðbergi Ingólfssyni, eiganda úr
Garðinum, fyrir það,“ sagði Jón Sæv-
ar Sigurðsson hundaeigandi í sam-
tah við DV.
VPP*VVTTAVélAV
12 manna
7 þvottakerfi
Hljóölát 40dB
Þvottatími 7-95 mín
Sjálfv.hitastillir 55-65°C
Stillanlegt vatnsmagn
Sparnaöarrofi
Hitaþurrkun
HxBxD: 85x60x60cm
Án topp-plötu:
82x60x58cm
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ NYTT HEIMILISFANG