Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Mannréttindi eða ofríki? Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin í Ríkisútvarpinu. Enn er mönnum í fersku minni uppákoman vegna Hrafns Gunnlaugssonar þegar hann var bæði rekinn og ráðinn. Póhtík og flokksleg fingraför í því máii fóru varla á milli mála. Nú hefur orðið annað uppþot á Ríkisútvarpinu þegar Heimir Steinsson útvarpsstjóri víkur Arthúri Björgvini Boflasyni, aðstoðarmanni sínum, úr starfi. Tilefnið er bréf sem hann hefur sent Hauki Hafldórssyni, formanni Stéttarsambands bænda. Þar er haft uppi óviðurkvæmi- legt orðfæri og miður góðar skoðanir á settum fram- kvæmdastjóra Sjónvarps, auk þess sem talað er um dæmalausa valdníðslu menntamálaráðherra. Arthúr Björgvin var ráðinn af útvarpsstjóra, sem sér- stakur aðstoðarmaður hans, í kjölfar setningar Hraftis Gunnlaugssonar í framkvæmdastjórastöðu Sjónvarps. Fór það ekki leynt að Arthúr var settur til höfuðs Hraöú og mun Arthúr hafa tekið það starf fóstum tökum og verið dyggur og trúr útvarpsstjóra í togstreitunni við Hrafn. Það hefur því ekki verið aufúsuverk hjá Heimi útvarpsstjóra að reka Arthúr frá stofnuninni og er varla gert nema fyrir pófltískan þrýsting. Uppsögnin á sér stað nokkrum klukkutímum eftir fund útvarpsstjóra og for- sætisráðherra og menntamálaráðherra hefiir látið þau orð falla, að tímabært hefði verið að „stoppa Arthúr Björgvin af fyrr“. Rétt er að taka fram að sumt af því sem Arthúr segir í bréfi sínu er óviðeigandi eins og það að flkja sjónvarps- þáttum Baldurs Hermannssonar um bændur við myndir sem þýskir nasistar létu gera um gyðinga í Þriðja ríkinu. FuUyrðingar hans um ofríki og svívirðu innan RÚV eru órökstuddar og ekki við hæfi. Sá málflutningur ber keim af vanstilflngu. Hitt er annað að hér er um skoðanir að ræða; skoðan- ir Arthúrs Björgvins Bollasonar og fyrir skoðanir sínar er hann rekinn úr starfi. Það sama átti sér stað með Hrafn Gunnlaugsson. Útvarpsstjóri vék honum úr starfi vegna skoðana sem hann setti fram í sjónvarpsþætti. Brottrekstri Hrafns var á sínum tíma harðlega mótmælt hér í blaðinu og aftur nú er uppsögn Arthúrs Björgvins fordæmd. Það er algjörlega óverjandi að opinberir starfs- menn gjaldi skoðana sinna með starfi sínu. Skoðana- frelsi, tjáningarfrelsi og málfrelsi er fótum troðið þegar starfsmönnum er sagt upp fyrir þær sakir að láta i ljós skoðanir sínar. Útvarpsstjóri hefur borið ábyrgð á uppsögnum Hrafns Gunnlaugssonar og Arthúrs Bollasonar. Ekki er víst að honum hafi alveg verið sjálfrátt í síðara tilfelflnu. Ástæða er til að halda að pólitísk vanþóknun hafi ráðið ferðinni alveg með sama hætti og það var fyrir pófltíska velþókn- un að Hrafti var settur framkvæmdastjóri Sjónvarps. Ef þessar grunsemdir eru réttar er máflð miklu alvar- legra heldur en það eitt hvort Arthúr Björgvin Bollason hafi sett fram vafasamar skoðanir og notað til þess bréfs- efni Ríkisútvarpsins. Máflð snýst um það hvort einstakl- ingar séu bannfærðir ef þeir eru ekki valdamönnunum þóknanlegir. Þessi spuming er því áleitnari að hún kemur í kjölfar- ið á þeirri uppákomu að rithöfundur var settur út af sakramentinu fyrir þá sök eina að vera sá sem hann var. Við skulum bíða með að tala um fasisma en almenning- ur er hvattur til að vera á varðbergi þegar mannréttindi lúta í lægra haldi fýrir ofríki. Ellert B. Schram ... yfirlýst stefna var að rekstur Blönduvirkjunar hefði ekki áhrif á orkuverð til almenningsveitna," segir m.a. í greininni. Húshitunarkostnaður: Ræður Landsvirkj- un jöfnuninni? Eitt af markmiðum þeirrar ríkis- stjómar sem nú situr var jöfhun húshitunarkostnaðar í landinu. Þær áætlanir birtust síðan í því að þ. 1. júní 1991 var aukið við framlag ríkissjóðs til niðurgreiðslu á rafhit- un. Um leið var það yfirlýst að jöfn- un húshitunarkostnaðar skyldi nást á 2 árum í 3 áföngum. Nú em þessi tvö ár liðin og ekki finna not- endur sem búa við hæstan húshit- unarkostnað fyrir því að orkuverð hafi lækkað til muna'. Þegar undir- rituð hefur spurst fyrir um þessi mál á Alþingi hefur svarið oft verið aö Landsvirkjun þurfi að koma meira inn í dæmið með lækkun orkuverðs í heildsölu. Þær aðgerðir hafa verið mátthtlar hingað til og nú hefur Landsvirkjun tilkynnt 3% hækkun á gjaldskrá frá 1. jan 1994. Hagnaður í átta ár Landsvirkjun ber því við að nú sé svo mikill taprekstur hjá fyrir- tækinu að nauðsyn sé á þessari hækkim. í ársreikningi Lands- virkjunar fyrir árið 1991 kom fram að hagnaður var kr. 484 milljónir þrátt fyrir afskriftir upp á 2,5 miiij- arða króna. Og árið áður eða 1990 var rekstrarhágnaður rúmur millj- arður króna, en þá vom afskriftir 2,8 milljarðar. Það er því augljóst að á aðeins þessum tveimur ánun hefur hagnaður fyrirtækisins verið um 1,5 milijarðar þrátt fyrir aö af- skriftir hafi verið samanlagt 5,3 milljarðar króna. Og vel að merkja var árið 1991 áttunda árið í röð sem Landsvirkjun skilaði gróða. Tap vegna Blönduvirkjunar Nú hefur í tvö ár veriö sýnt fram á tap þessa sama fyrirtækis og er þar fyrst og fremst um að kenna Blönduvirkjun sem tekin var í notkun á árinu 1991. Sáralítii þörf Kja]]ariim Jóna Valgerður Kristjánsdóttir þingkona Kvennalistans á Vestfjörðum hefur reynst fyrir þá orku í land- inu. Á árinu 1992 voru gjöld vegna reksturs Blönduvirkjunar rúml. 1 miUjarður án þess að tekjur kæmu á móti. í framhaldi af því varð rekstrarhalli Landsvirkjunar 1992 2,1 milljarður, eða m.ö.o. helming- ur vegna reksturs Blöndu. Þaö var þó yfirlýst stefna að rekstur Blönduvirkjunar ætti ekki að hafa áhrif á orkuverð til almennings- veitna. Afskriftir séu raunhæfar í því sambandi er rétt að benda á óeðlilega stuttan afskriftartíma virkjana Landsvirkjunar sem er 40 ár, þó viðurkennt sé að vatnsafls- virkjanir endist a.m.k. 80 ár. Ef fet- að væri í fótspor annarra orku- veitna í landinu eins og RARIK og O.V. sem hafa lengt afskriftartíma sinna virkjana og þannig dregið úr rekstrarkostnaði til hagsbóta fyrir notendur orkunnar, þá liti dæmiö öðruvísi út. Þó að Landsvirkjun sé nú rekin með tapi í tvö ár, eftir að hafa skilað umtalsverðum hagnaði í 8 ár, er í hæsta máta óeðlilegt að það skuh strax vera látið koma fram í hækkun gjaldskrár. Þjóð- hagsstofnun hefur lýst því yfir að ekki séu raunhæfar forsendur til þessarar hækkunar. Og þær raddir verða sífeht háværari sem telja af- skriftartíma vatnsaflvirkjana Landsvirkjunar óeðlilega skamm- an. í krafti einokunaraðstöðu telur Landsvirkjun sig geta lifaö í eigin heimi sem ekki þarf að taka mið af raunveruleika annarra lands- manna. Og þó nú hafi verið sam- þykkt hækkun í fjárlögum 1994 til- niðurgreiðslu á rafhitun nær það ekki að vega upp á móti hækkun Landsvirkjunar. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir „Þó að Landsvirkjim sé nú rekin með tapi 1 tvö ár, eftir að hafa skilað umtals- verðum hagnaði í 8 ár, er í hæsta máta óeðlilegt að það skuli strax vera látið koma fram 1 hækkun gjaldskrár.“ Skodaiúr annarra Stóra málið er GATT „Nú standa leikar þannig að milh stjómarflokk- anna er komin sátt um innflutning á landbúnaðar- vörum. Dómur Hæstaréttar hefur kveðið upp skýran úrskurð um hvemig beri að túlka þau lög sem í gildi era... Stóra máhð er hins vegar GATT. Um þann samning ríkir sátt, sem nær raunar út fyrir raðir stjómmálaflokkanna... Eftir ghdistöku þess verður innflutningur frjáls, nema af heilbrigöisástæðum, en hins vegar verður fijálst aö beita tolhgildum til að vemda innlenda framleiðslu.“ Úr forystugrein Alþbl. 4. jan. Eftirstöðvar með verðbótum „Skuldir fyrirtækja og einstaklinga halda áfram að enda með gjaldþrotum. Ríkissjóður einn virðist hafa efni á því aö fleyta sér áfram frá ári til árs með stórfehdum fjárlagahalla. Þar kemur líka að skulda- dögum þegar búið verður að fara þannig með efna- hagslíf í landinu að ekkert stendur eftir utan háar upphæðir í klöddum, þar sem skráðar em eftirstöðv- ar með verðbótum." Indriði G. Þorsteinsson í Pressunni 3. febr. Réttarríkið og þegnréttindin „Réttaróvisssan um innflutning búvöru hefur verið nefnd sem dæmi um að Alþingi hafi ekki vand- að vinnu sína næghega. Einnig ákvæði nýrra sam- keppnislaga um hæflskröfur, sem nú stendur th að breyta... Reynslan sýnir að nauðsynlegt er að fara vel ofan í lögfræðheg áhtaefni, ekki síst með hhðsjón af stjómarskrá, mannréttindum, alþjóðlegum skuldbingingum og th aö gæta lagasamræmis. Elsta, mikhvægasta og virðulegasta stofnun þjóðfélagsins verður að leggja metnaö í öh sín störf- styrkja réttar- ríkiö og þegnréttindin.“ Úr forystugrein Mbl. 3. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.