Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1994
15
Kemur neyð Reykvík-
inga okkur ekki við?
Það er ekki ofmælt að hundruð
fjölskyldna í Reykjavík eigi við erf-
iðleika að stríða sökum atvinnu-
leysis.
Atvinnuleysisbætur og aðstoð
Félagsmálastofnunar Reykjavík-
urborgar hrökkva skammt fyrir þá
sem þurfa að standa skil á afborg-
unum og eru að missa eignir sínar.
Flýta má verkefnum
Hjól atvinnulífsins verða að fara
að snúast aftur og það er alveg ljóst
aö opinberir aðilar verða að koma
þar tdl sögunnar, eins og jafnan
þegar samdráttur verður.
Hér í Reykjavík bíða íjölmörg
verkefni sem nauðsynlegt er að
vinna að og óhætt er að flýta með
tiliiti til atvinnuástandsins. Fyrir
utan skólabyggingar sem þarfnast
viðhalds má nefna enn frekara við-
haid á Þjóðleikhúsi, Þjóðminjasafni
og öðrum opinberum byggingum
sem hvorki halda vatni né vindum.
Sömuleiðis hlýtur það að koma
til skoðunar að ráðast í fram-
kvæmd stórra umferðarmann-
virkja, t.d. á gatnamótum Miklu-
brautar og Kringlumýrarbrautar
og Höfðabakka og Vesturlandsveg-
ar. Þar er sannanlega um arðbærar
framkvæmdir að ræða. Þá hlýtur
að koma til álita að flýta svo-
nefndri Kleppsvíkurbrú, sem er
talin mjög arðsamt verkefni.
r
Neyðaraðstoð
Um þessi verkefni - og mörg önn-
ur - verða Reykjavíkurborg og rík-
isvaldið að sameinast enda sameig-
inlegt hagsmunamál og draga úr
atvinnuleysi og þar með útgjöldum
vegna atvinnuleysisbóta og félags-
málaaðstoðar. Jafnframt eiga þess-
ir aðilar að lýsa þvi yfir að dregið
Kjallaiinn
Alfreð Þorsteinsson
varaborgarfulltrúi Framsóknar-
flokksins í Reykjavtk
verði úr framkvæmdum þegar bet-
ur árar.
Hins vegar er ljóst að neyðin í
Reykjavík - og raunar víðar - er
orðin svo mikil hjá sumum fjöl-
skyldum að ekki er hægt að standa
hjá aðgerðalaus og láta sem neyð
samborgaranna sé okkur óviðkom-
andi.
Fyrsta skrefið í þeim málum er
að koma upp neyðaraðstoð undir
forystu Reykjavíkurborgar - þar
sem ekki er aðeins veitt hjálp vegna
skorts á nauðsynjum heldur jafn-
framt gengist í að leita samvinnu
við lánastofnanir um frest á afborg-
unum lána og vaxta uns úr rætist.
Neyð Reykvíkinga kemur okkur
við. Heiður borgarstjómar er í húfi.
Alfreð Þorsteinsson
„Hjól atvinnulífsins veröa aö fara aö
snúast aftur og það er alveg ljóst að
opinberir aðilar verða að koma þar til
sögunnar, eins og jafnan þegar sam-
dráttur verður.“
Greinarhöf. segir hljóta að koma til skoöunar að ráðast í framkvæmdir stórra umferðarmannvirkja, t.d á
mótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar.
Sviss er ekki í kuldanum
í einu virtasta dagblaöi heims
„Financial Times" birtist þann 19.
janúar 1994 mjög athyglisverð
grein um Sviss og hvemig því hefur
vegnað að vera utan EES-samning-
anna. Ekki stóð á hrakspám þegar
Sviss ákvað í þjóðaratkvæða-
greiðslu að standa utan umræddra
samninga og var taliö víst af há-
lærðum hagfræðingum að Sviss-
lendingar myndu fljótlega koma
kijúpandi til samninga og þá fengju
þeir kaldar móttökur.
Við hér á íslandi fórum ekki var-
hluta af hrakspám lærðra og leikra
og jafnvel sumir þeirra töldu þetta
sýna að ekki mætti fara fram þjóð-
aratkvæðagreiðsla um slík mál. í
ljós hefur nú komiö að hagnaður
Sviss við að vera fyrir utan EES
er meiri en ávinningur af samn-
ingnum. Flest iðnfyrirtæki þar í
landi gera í dag ráð fyrir fram-
leiðsluaukningu í fyrsta skipti um
lengri tíma. Allt bendir til þess að
efnahagur þeirra sé á uppleið eftir
nokkurra ára stöðnun. Þeir hafa
náð með tvíhliða samningum um
90% af ávinningi EES-samningsins
miðað við fulla þátttöku.
Með nýlegum GATT-samningum
hafi þeir þegar náð því sem þar á
vantaði. Vakin skal athygh á því
að Sviss hefur með því að standa
utan EES-samningsins tryggt sér
áfram sína sérstöðu í alþjóða
bankaviðskiptum.
Er EES vítamínsprauta?
Þann 21. janúar 1994 er Alþýðu-
blaðið helgað ágæti EES-samnings-
ins og flármálavitringar og öflugir
athafnamenn úr ýmsum áttum og
flokkum höfðu ekki nóg sterk lýs-
KjaUaiinn
Sigurður Helgason
viðskipta- og lögfræðingur
ingarorð að lýsa miklum ávinn-
ingi. Fyrirsagnir greina voru m.a.
aflvaki framfara, fjörbrot einokun-
arkerfisins, jákvætt fyrir iðnaðinn
og ný sóknartækifæri. Þá hvöttu
sumir þeirra til þess að full EB-
aðild yrði könnuð sem fyrst. Það
er skoðun mín að þessi sterku lýs-
ingarorð um ágæti EES-samnings-
ins væru betur sögð eftir lengri
gildistíma. Engir þeirra geta þess
að við áttum alla tíð mikla mögu-
leika á hagstæðum tvíhhða samn-
ingum.
Rétt er að vekja athygli á því að
iðnaður hér á landi virðist eiga í
dag mjög erfitt uppdráttar. Thboð
frá erlendum aðilum virðast skáka
okkar tilboðum á fjölmörgum svið-
um og þannig glatast dýrmæt vinna
úr landi. Upphrópanir um undir-
boð frá samtökum iðnaðarins
viröst hrökkva skammt því að oft-
ast er ekkert mark tekið á því enda
mjög erfitt að færa sönnur á slík
brot. Skipasmíðaiðnaður hér á
landi hefur næstum lagst niður og
stööugt heyrast fréttir um ný gjald-
þrot á íjölmörgum sviðum iðnaðar
og í öðrum atvinnugreinum.
Atvinnuleysi hefur stóraukist og
ástandið stefnir í svipað horf og hjá
öðrum Evrópuþjóðum. Það sem þó
er alvarlegast er að ekkert bendir
til þess að í hönd sé að fara aukin
þjóðarframleiðsla og þar með vax-
andi velmegun hér á landi. Það
vekur og undrun manna að helstu
vaxtamöguleikar í útflutningi eru
til landa utan EES.
Lagafrumvarpi lætt í gegn
Forsætisráðherra segir fv. við-
skiptaráðherra, Jón Sigurðusson,
hafa lætt lagafrumvarpi um inn-
flutning gegnum þingið öhum þing-
mönnum að óvörum. Þann 10. sept.
1992 leggur viðskiptaráðherra fram
tvö frumvörp fyrir Alþingi, um
gjaldeyrismál, þskj. 5. og um imt
flutning þskj. 6. og eiga þau bæði
að koma í stað.laga nr. 63/1979 um
skipan gjaldeyris- og viðskipta-
mála. Eru þau sett til samræmis
við það sem gerist í samkeppnis-
löndum og með hliðsjón af skuld-
bindingum okkar í EES um frjáls
viöskipti.
Umræður voru miklar um lögin
um gjaldeyri en bæði fylgdust að í
—
umræðunni. Ráðherra sá ástæðu
til þess að þakka efnahags- og við-
skiptanefnd Alþingis fyrir vönduð
vinnubrögð. Hvað fór úrkeiðis?
Dæmi þetta sýnir alvarlega van-
þekkingu á ýmsum ákvæðum
EES-samningsins. En t.d. sam-
kvæmt 102 gr. hans skal breyta
löggjöf í samræmi við löggjöf
bandalagsins og í bókun 35 segir
að komi fram misræmi milli EES-
reglna og annarra ákvæða í lögum
þá skulu EES-reglur ghda eftir því
sem þörf krefur. Væntanlegir úr-
skurðir eftirhtsstofnunarinnar
munu fljótlega minna þjóðina
óþyrmhega á þýðingu þessara
ákvæða.
Sigurður Helgason
„í ljós hefur komið að hagnaður Sviss
við að vera fyrir utan EES er meiri en
ávinningur af samningnum. Flest iðn-
fyrirtæki þar í landi gera í dag ráð fyr-
ir framleiðniaukningu í fyrsta skipti
um lengri tíma.“
Meðog
Frjáls afgreiðslutími
vínveitingastaða
Betra fyrir alla
„Ég held að
það væri þess
viröi aö gera
tilraun til sex
mánaöa að
hafa af-
greiðslutím-
ann frjálsan.
Þetta myndi
í fyrsta lagi formaöur Sam-
verða th þess bands veito«a- °«
að bæta úr s|s,ihlisa-
þeim vanda þegar allir koma út
af skemmtistöðum á sama tíma á
nóttunni. Þá ríkir öngþveiti á
Ieigubhamarkaönum. I annan
stað gæti þetta stórlega dregið úr
teitum í heimahúsum sem eru
öhum th ama og leiöinda sem í
kring búa. Auk þessa gæti þetta
minnkaö eitthvað flækinginn á
götum borgarinnar að næturlagi.
Það er líka dagljóst að staðirair
verða ekki opnir lengur en mark-
aður er fyrir þá. Ég hef ekki trú
á að dansstaðimir veröi opnir
lengur en th klukkan fimm aö
morgni því það kostar mikið aö
hafa þá opna svona lengi. Það
þarf mikinn mannafla og fleira
þannig að þeir verða ekki opnir
lengur en markaðurinn leyfir.
Það gætu hugsanlega orðið
örfáir staöir th aö hafa opið Ieng-
ur en þetta og það yrði þá bara
tíl að koma th móts við þá sem
kjósa aö sitja lengur en gengur
og gerist. Fyrir lögreglu hlýtur
að vera hepphegra að fólk sitji á
veitingahúsum þar sem segja má
að þar fari drykkja fram undir
eftirhti.
Þaö má líka geta þess að meö
þessu er hugsanlega hægt aö vita
hvar þeir eru sem eru th vand-
ræða í stað þess aö leita þeirra
um ahan bæ.“
Verðum að
athlægi
„Neysla
áfengis, hvort
sem þaö er á
vínveitinga-
húsum eða
annars stað-
ar, hlýtur eðh
málsins sam-
kvæmt að „
stóraukast ef S^BjornJonsson,
afgreiðslu- 8 °rteTf'!l St°r'
tími þeirra ah*u Islands.
verður gefinn frjáls. Hjá því getur
ekki farið. Þar með lújóta fleiri
og fleiri aö ánetjast áfengi og
veröa það sem kallað er áfengis-
sjúklingar.
Við Islendingar erum nú þegar
að verða að athlægi vegna of
langs afgreiðslutíma vínveitinga-
húsa. Þaö er engin þjóð á okkar
menningarsvæði sem hefur eins
langan afgreiðslutíma og við.
Ekki einu sinni Bretar og írar.
Þar er þó gróin „kráarmenning".
Sama gildir um afgreiöslutimann
hjá Norömönnum, Svíum og
Finnum. Allar þjóðir á sama
menningarsvæði og við hafa tak-
markaðan afgreiðslutíma. Við
gætum hugsanlega fundiö aðrar
þjóðir en þær þjóðir hafa for-
merkiö van-þróaöar.
Veitingamenn vhja þetta því
þeir hafa vonir um meiri tekjur
og meiri gróða. Ef veitingamenn
væru hins vegar á móti þessu
væri athugandi hvort ætti að gera
þetta en það verður að kanna
mjög grannt fýrst hver afstaöa
þeirra er og ég efa ekki aö þeir
eru allir með því. Hvað sem skoö-
unum annarra líður, eins og lög-
reglu, sem mér heyrist aö sé opin
fyrir þessu, lýsi ég mig algjörlega
andvlganþessu." -pp