Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Síða 17
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1994 17 Fréttir AUs 4.825 útlendingar búsettir á íslandi 1 árslok 1993: Á f araldsfæti milli kjördæma tæplega 18 þúsund íslendingar búsettir erlendis Alls voru búsettir á íslandi 4.825 erlendir ríkisborgarar í lok síðasta árs. Flestir þeirra voru búsettir á höfuöborgarsvæðinu, eða ríflega þrjú þúsund. Hlutfallslega eru þó flestir útlendinganna á Vestíjörðum, eða um 2,6 prósent mannfjöldans. Hlutfallslega eru fæstir búsettir á Norðurlandi vestra, eða um 0,9 pró- sent manníjöldans. _ Á sama tíma voru 17.567 íslending- ar búsettir erlendis, þar af 8.230 karl- ar og 9.337 konur. Samkvæmt því voru nærri 13 þúsund fleiri íslend- ingar búsettir erlendis heldur en út- lendir ríkisborgarar á íslandi. Miðað við árið 1992 fjölgaði íslenskum ríkis- borgurum á erlendri grundu um 664. Sem fyrr eru flestir Islendinganna búsettir annars staðar á Norðurlönd- unum, eða alls 11.111. Þar af búa 3.357 í Danmörku og 5.170 í Svíþjóð. í Bandaríkjunum er búsettur 3.261 ís- lendingur en í Asíu einungis 93. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- sstofu íslands var í lok síðasta árs nánast sami fjöldi erlendra ríkis- borgara og árið 1992. Bæði árin reyndust útlendingarnir um 1,8 pró- sent mannfjöldans. Miðað við árið 1991 hefur þeim hins vegar fækkað um 568, eða um ríflega 10 prósent. Nokkur hreyfing var á fjölda er- lendra ríkisborgara rííilli kjördæma á síðasta ári. Hlutfallslega fækkaði þeim um tæplega fimmtung á Vest- fjörðum. Frá Norðurlandi eystra fluttist um tíundi hver útlendingur. Á Norðurlandi vestra fjölgaði hins vegar erlendum ríkisborgurum um fimmtung á árinu 1993 og í Reykjavík fjölgaði þeim um rúmlega 4 prósent. Af þeim erlendu ríkisborgurum sem búsettir eru hér á landi eru Norðurlandabúar fjölmennastir, eða alls 1.657. Þar af eru Danir 1.081. Aðrir Evrópubúar eru rúmlega 1.600, þar af 347 Bretar og 234 Pólveijar. Tæplega 700 Bandaríkjamenn voru búsettir hér á landi í lok síðasta árs og ríflega 100 Afríkumenn. Asíubúar voru 535, þar af 172 karlar og 363 konur. -kaa Skilorðsbundið varðhald fyrir líkamsárás: Kýldi vin eiginkonunnar Hæstiréttur hefur dæmt 39 ára gamlan Akureyring í tveggja mánaða varðhald skilorðsbundið í tvö ár fyr- ir að ráðast á 33 ára gamlan mann. Forsaga málsins er sú að fómar- lambið var að koma úr vinnunni í janúar 1993. Þegar maðurinn kom að bíl sínum framan við vinnustað sinn reis skyndilega upp árásarmaðuriftn og sagði: „Ert þú þarna, helvítis fíflið þitt?“ Kvaðst vitnið hafa svarað: „Nú ertu kominn aftur.“ Hann segist hafa séð árásarmanninn halda á skrúf- lykli í hendinni og síðan hafi hann slegið sig fast högg í andlitið með krepptum hnefa. Við höggið mynd- aðist skurður neðan við vinstra augnlok og blæddi mikið úr sárinu. Fómarlambið var með gleraugu sem brotnuðu við höggið. Við yfirheyrslur kom fram að fóm- arlambið var í „vinfengi" við eigin- konu árásarmannsins en þau voru skilin að borði og sæng. Hafði árásar- maðurinn að sögn eiginkonu hans oft haft í hótunum við hana og meðal annars hringt í hana eftir árásina og sagt: „Sérðu ekki nú hvað ég get gert?“ Hann hafi einnig sagt að hann myndi ofsækja hana og fórnarlambið ef þau byrjuöu að búa saman. Einnig kom fram við yfirheyrslur að búið var að losa um tappann í smurolíusíu bíls fómarlambsins. Þá kom fram við rannsókn málsins aö ekkert sérstakt hefði verið á árás- arstað sem benti til þess að fómar- lambið hefði rekið sig í eða dottið. í ljósi þessa taldi Hæstréttur hæfi- lega refsingu tveggja mánaða varð- hald skilorðsbundið í tvö ár. Einnig var árásarmanninum gert að greiða fórnarlambinu tæplega 81 þúsund krónur og sakarkostnað. -pp Veita ókeypis lögf ræðiaðstoð Almenningi gefst nú kostur á að fá ókeypis lögfræðiaðstoð einu sinni í viku hjá starfandi héraðsdóms- og hæstaréttarlögmönnum í Dómhús- inu í Reykjavík. Fyrirhugað er að þessi svokallaða lögmannavakt hefjist næsta þriðju- dag og standi yfir tvo tíma í senn, frá kl. 16.30-18.30. Það er Lögmannafélag íslands sem stendur að þessari þjón- ustu og verða tveir lögmenn til við- tals í senn. Panta þarf viðtölin við þá á skrifstofu félagsins. -ingo Mest seldu amerísku dýnurnar HUSGAGNAVERSLUN Langholtsvegi 111, sími 680 690. MAKE UP FOR EVER PR0FESSI0NAL • PARIS Okkur er mikil ánægja aá tilkynna, að Farði kf. er nýr umkoðsaðili fyrir MAKE UP FOR EVER á íslancli. MAKE UP FOR EVER kýáur mjög gott úrval af snyrtivörum til föráunar. MAKE UP FOR EVER em selclar á eftirtöld um stöðum: LISTFÖRÐUN ÞÓRU & ÖNNU • Skólavöráustíg 2, Reykjavík HJÁ KLÖRU • Egilskraut 5, Neskaupsstað SNYRTISTOFA NÖNNU • Strandgötu 23, Akureyri NÝTT ÚTLIT • Hafnargötu, Keflavík HANNA KRISTÍN • World Class, Skeifunni 19, Rvk. ÚTLIT / LISTFÖRÐUN • Kirkjulundi 13, Garáakæ SNYRTISTOFAN ANITA • Heiðarvegi 9k, Vestmannaeyjum HÁRGREIÐSLUSTOFA GUNELLU • Garáarskraut 64, Húsavík FRÁ TOPPI TIL TAAR • Svarfaáarkraut 24, Dalvík Umkoásaáili á íslancli: FARÐI HF. • Sími: 612690 - Fax: 617590 MAKE UP FOR EVER 5, rue La Boétie, Paris Viltu breyta til ? Hárgreiðslustofan VALHÖLL Óðinsgötu 2 - Sími 22138

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.