Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Qupperneq 30
42 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1994 Fólk í fréttum Arthúr Björgvin Bollason Arthúr Björgvin Bollason, rithöf- undur og dagskrárgeröarmaður, hefur mikið verið í fréttum síðustu daga eftir að útvarpsstjóri Ríkisút- varpsins sagði upp ráðningarsamn- ingi við hann sl. fimmtudag. Starfsferill Arthúr Björgvin fæddist 16.09. 1950 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1970 og MA-prófi í heimspeki og þýskum bókmenntum frá háskólan- um í Hannover í Þýskalandi 1978. Arthúr Björgvin var kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði 1972-73 og viðMH 1979-85, var fréttaritari RÚV í Þýskalandi 1985-89, þáttagerðarmaður við rík- issjónvarpið 1985-93 og hefur veriö skipulags- og dagskrárráögjafi út- varpsstjóra Ríkisútvarpsins í tæpt ár. Þá hefur Arthúr verið leiösögu- maður hjá Ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsens fjölda sumra frá 1974. Ritstörf Arthúrs: Ijóshæröa villi- dýrið, arfur íslendinga í hugmynda- heimi nasismans, 1990; Þýðing á Lofi heimskunnar eftir Erasmus frá Rotterdam, ásamt Þresti Ásmunds- syni, 1990. Hann hefur haldið út- varpserindi um heimspeki og bók- menntir og eftir hann hefur birst flöldi greina og fjöldi þýddra og frumsaminna ljóða í ýmsum tíma- ritum. Fjölskylda Fyrri kona Arthúrs Björgvins er Ulrike Schostok, f. 13.6.1948, mynd- hstarmaður. Þau skildu. Seinni kona Arthúrs Björgvins er Kathar- ina Haasis, f. 6.3.1963. Þau skildu. Sambýhskona Arthúrs Björgvins er Gunnfríður Svala Amardóttir, f. 16.11.1959, dagskrárþulur og starfs- maður við Útideild Reykjavíkur- borgar. Sonur Arthúrs Björgvins og Lís- betar Grímsdóttur meinatæknis er Ýmir Björgvin, f. 19.3.1973, nemi. Alsystur Arthúrs Björgvins eru Linda Sigrún, f. 15.7.1954, fóstra; Erla, f. 19.7.1955, skrifstofumaður; Helga, f. 3.1.1957, húsmóðir; Lilja, f. 12.9.1959, húsmóðir. Hálfbræður Arthúrs Björgvins eru Einar Gunnar, f. 6.11.1943, framkvæmdastjóri; Bolh Þór, f. 24.2. 1947, hagfræðingur. Foreldrar Arthúrs Björgvins eru Bolli Gunnarsson, f. 1.7.1918, símrit- ari, og ÞóraErla Ólafsdóttir, f. 17.1. 1931, skrifstofumaöur. Ætt Bolh er sonur Gunnars Andrew, forstjóra í Reykjavík Jóhannesson- ar, alþingismanns á Þingeyri Ólafs- sonar, b. í Haukdal, Jónssonar. Móðir Gunnars var Helga, systir Jóhanns, langafa Ladda, og söng- kvennanna Lindu Gísladóttur og Ágústu Ágústsdóttur. Annar bróðir Helgu var Benedikt, afi Ragnars Tómassonar fasteignasala. Helga var dóttir Samsonar, hreppstjóra á Brekku, Samsonarsonar, skálds á Hólahólum og lífvarðar Jörundar hundadagakonungs, bróður Jakobs, langafa Sigurðar Eggerz ráðherra og Ragnhildar, móður Birgis Thorlaciusar, fyrrv. ráðuneytis- sfjóra og Kristjáns, fyrrv. formanns BSRB. Samson var sonur Samsonar, skálds á Klömbrum, Sigurðssonar og Ingibjargar Halldórsdóttur, syst- ur Hildar, móður Jóns, langafa Ól- afs Friðrikssonar verkalýðsleið- toga. Móðir Boha var Guðlaug Jós- efsdóttir Kvaran, prests á Breiða- bólstað, bróður Einars Kvarans skálds, afa Ævars leikara, og lang- afa Guörúnar Kvaran orðabókarrit- stjóra. Jósef var sonur Hjörleifs, prests á Undirfelh, Einarssonar, prests í Vahanesi, Hjörieifssonar. Móðir Jósefs var Guðlaug Eyjólfs- dóttir. Móðir Guðlaugar Jósefsdótt- ur var Liija Ólafsdóttir, kaupmanns í Hafnarfirði, Jónssonar. Þóra Erla er dóttir Ólafs Björg- vins, prentara í Reykjavík, Ölafs- sonar, járnsmiðs í Reykjavík, Þórð- arsonar. Móðir Ólafs Björgvins var Helga Jóhannsdóttir Adolfs Claus- en, bakara í Kaupmannahöfn. Móö- ir Þóru Erlu var Sigrún Magnús- dóttir, b. á Kambshóh í Svínadal, Þorsteinssonar, b. þar, Jónssonar. Móðir Sigrúnar Magnúsdóttur var Sigríður Ragnheiður Guðmunds- Arthúr Björgvin Bollason. dóttir, b. á Gilstreymi, bróður Sig- urðar, langafa bræðranna Magnús- ar skálds, Leifs prófessors og Sig- urðar, foður Inga sagnfræðings, en Sigurður var einnig langafi Péturs Ottesen alþingismanns og Jóns Helgasonar rithöfundar. Afmæli Grétar Norðfjörð Grétar Norðfjörð Sigurðsson, lög- regluvarðstjóri í almennu deildinni í Reykjavík, varð sextugur á laugar- daginn. Starfsferill Grétar er fæddur í Flatey á Breiða- firði en ólst upp í Reykjavík. Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólan- um. Grétar hóf störf í lögreglunni í Reykjavík 1959 og hefur unnið þar síðan. Hann hefur verið varðstjóri frá 1984 en var áður fuhtrúi lög- reglustjóra í afbrotavömum frá 1974. Grétar er fyrsti íslenski lög- reglumaðurinn sem hefur unnið sérstaklega að forvamar- og fræðslustörfum. Hann starfaði hjá gæslusveitum Sameinuöu þjóðanna l%7-73 og var þá staðsettur í New York. Grétar hóf íþróttaiðkun sína með Víkingi en 1949 tók hann þátt í stofn- un Knattspymufélagsins Þróttar. Ári síðar fékk Grétar knattspymu- dómararéttindi og sinnti dómgæslu til 1987 en hann var dómari í 1. deild í aldarfjórðung. Grétar, sem dæmdi 1276 leiki á ferhnum, var ennfremur alþjóðlegur dómari í meira en ára- tug og dæmdi víða um heim. Hann var formaður Knattspyrnudómara- félags Reykjavíkur 1956 og í nokkur önnur skipti eftir það. Grétar lagði gnmninn að stofnun Knattspymu- dómarasambands íslands 1970 og átti einnig þátt í uppbyggingu dóm- aramála á Akranesi, Snæfehsnesi, ísafirði, Austurlandi, í Vestmanna- eyjum, á Suðumesjum, í Hafnarfirði og Kópavogi. Hann hefur verið formaður í Knattspyrnudómara- sambandinu, gegnt trúnaðarstörf- um fyrir Knattspymusamsamband íslands og veriö knattspyrnudóm- arakennari frá 1978. Grétar er einn af frumkvöðlum íþróttafélags lög- reglumanna í Reykjavík. Grétar hefur verið í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjómar- kosingum í Kópavogi og var vara- bæjarfuhtrúi í tvö kjörtímabil. Hann hefur verið í stjórn fuhtrúa- ráös flokksins, setið í fjölda nefnda og verið í ritstjóm Voga, blaðs sjálf- stæðismanna í Kópavogi. Fjölskylda Grétar kvæntist 7.1.1956 Jóhönnu Breiðfjörð Runólfsdóttur, f. 28.11. 1936, sýningarstjóra hjá Þjóðleik- húsinu. Foreldrar hennar: Runólfur Runólfsson steinsmiður og Magda- lena Bjamadóttir. Þau era bæði lát- in. Dætur Grétars og Jóhönnu: Erla, f. 15.6.1953, tækniteiknari; Alda Björg, f. 8.9.1955, kennari og sölu- maður, ekkja eftir Hörð Morthens, þau eignuðust eitt barn. Foreldrar Grétars: Sigurður Sig- urðsson Norðfiörð, sjómaöur í Nes- kaupstað, fæddur á Seyðisfirði, og Guðrún Björg Ólafsdóttir, látin, en hún rak Vertshúsið í Flatey til 1935. Fóstm-foreldrar Grétars: Jón Jakob Grétar Norðfjörð Sigurðsson. Jónsson, starfsmaður Hitaveitu Reykjavíkur, og Ingibjörg Ólafsdótt- ir húsmóðir. Þau eru bæði látin. Ágústa Þorkelsdóttir Til hamingju með afmælið 7. febrúar Ágústa Þorkelsdóttir, bóndi og húsmóðir, Refsstöðum, Vopnafirði, varðfimmtugígær. Starfsferill Ágústa er fædd í ReyKjavík og ólst þar upp. Hún lauk landsprófi 1960 og samvinnuskólaprófi 1962. Ágústa var skrifstofustúlka í Reykjavík til 1965 en flutti þá til Egilsstaða og var þar verslunar- stjóri til 1969. Hún flutti til Vopna- fiarðar 1970 og var fyrst viö kennslu en frá 1971 hefur Ágústa verið bóndi og húsmóðir á Refsstöðum. Hún var við kennslu af og til til 1984, hefur unnið skrifstofustörf og verið frétta- ritari Ríkisútvarpsins og svæðisút- varpsAusturlands. Ágústa hefur skrifað greinar í blöð og tímarit og unnið dagskrárefni fyrir útvarp. Hún þýddi, staðfærði og gaf út „Við þorum, vhjum, get- um“ sem er bók fyrir áhugakonur um atvinnusköpun í dreifbýh. Ág- ústa hefúr starfað mikið að félags- málum og hefur setið á Búnaöar- þingi frá 1987. Hún er formaður Sambands austfiskra kvenna. Fjölskylda Ágústa grfdst 6.6.1971 Þórði Páls- syni, f. 14.1.1943, bónda og kaupfé- lagsstjóra. Foreldrar hans: Páh Metúsalemsson, látinn, bóndi á Refsstað, og kona hans, Sigríður Þórðardóttir, en hún er nú búsett í Sundabúð á Vopnafirði. Synir Ágústu og Þórðar: Páll, f. 6.6.1971, nemi í HÍ; Skúh, f. 21.5. 1972, nemi í rafvirkjun. Sonur Ág- ústu og Bergs Guönasonar lögfræð- ings: Þorsteinn, f. 26.6.1964, ráðu- nautur á Eghsstöðum, kvæntur Soffiu Ingvarsdóttur, kennara. Systkini Ágústu: Ásbjörg Þorkels- dóttir, f. 28.4.1929, d. 14.1.1992, hús- móðir á Sauðhaga á Völlum, maki Björn Sigurðsson, bóndi á sama stað, þau eignuðust þrjár dætur; Pétur Þorkelsson, f. 7.11.1936, hafn- arvörður á Flateyri, kvæntur Jón- ínu Sigríði Ágústsdóttur, þau eiga fimm böm; Gísh Þorkelsson, f. 25.9. 1941, verksfióri í Reykjavik, maki Ágústa Þorkelsdóttir. Jenný Eiríksdóttir, látin, þau eign- uðusttvosyni. Foreldrar Ágústu: Þorkeh Gísla- son, f. 29.5.1902, d. 10.4.1979, verka- maður, og Jóhanna Freyja Péturs- dóttur, f. 12.6.1907, d. 1990, húsmóð- ir, þau bjuggu á Hofsvahagötu 15 í Reykjavík. FYRSTU SKREFIN ERU - SMÁAUGLÝSMGAR! 80 ára Sigurlaug Siggeirsdóttir, EyjaseliS, Stokkseyri. Lára Guðnadóttir, Lönguhhð 3, Reykjavik. 70ára Valgeir Sigurðsson, Vesturvegi 4, Seyðisfirði. Guðrún Jónasdóttir, Gerði, Hörgárdal. Húneraðheiman. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Lyngholti 14, Akureyri. 60 ára Gunnar Ingvarsson, Efri-Reykjum, Biskupstungna- hreppi. Hanneraðheiman. Tryggvi Ólafsson, Espigerði 4, Reykjavík. Magnús Ingvar Jónusson, Unnarbraut26, Selfiamamesi. H ilmar Sævar Guðj ónsson, Háseylu l.Njarðvík. Þórunn Melsteð, Kleppsvegi 68, Reykjavík. Unnur Stefánsdóttir, Ægisgötú 16b, Akureyri. 50 ára_______________________ Óskar Ólafsson, Bóluhjáleigu, Djúpárhreppi. 40 ára Ssemundur Auðunsson, Ásvallagötu63, Reykjavík. Jónbjörg Kjartansdóttir, Réttarholti 1, Selfossi. Egill Ómar Grettisson, Heiðarbraut 29b, Keflaví k. Einar Þorsteinn Loftsson, Selvogsgrunni 8, Reykjavík. Guðbjörg Ósk Gunnarsdóttir, Grundarhúsum4, Reykjavík. Jenný Ásmundsdóttir, Dalsbyggð 15, Garðabæ. Sæmundur K.B. Gíslason, Sæbólsbraut 51, Kópavogi. Sigríður B. Sigurðardóttir, Leiðhömrum 37, Reykjavík. Þórarinn Benedikz, Álfalandi 11, Reykjavík. Guðjón Sigurðsson, Borgarsandi 8, Hehu. Sigurbjörn Ámason, Þingmúla, Skriðdalshreppi. Gyða Þórðardóttir, Hálsaseli 40, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.