Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Blaðsíða 36
FRÉXXASKO Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 83 2700 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1994. Reykjavlkurskákmót: Skákmenn héldu fyrir eyrun - vegnahljómsveitar Talsvert uppistand varö á hinu al- þjóðlega Reykjavíkurskákmóti sem hófst um helgina í húsakynnum Tafl- félags Reykjavíkur í Faxafeni þegar hljómsveit byrjaði að þenja tæki sín og tól í kjaUara hússins á laugardag. Aðstandendur mótsins áttu ekki von á að hljómsveitin myndi æfa um helgina og reyndu hvað þeir gátu til aö komast í samband við hljómsveit- armeðlimi þegar hávaðinn hófst svo undir tók í húsinu. Rammgerð hurð, sem var læst, gerði það að verkum að ekki tókst að ná sambandi við tón- listarmennina og var þá gripið til þess ráðs að kalla á lögreglu. Nokkrir lögregluþjónar komu á staðinn og tókst þeim að opna dym- ar. Hljómsveitarmenn vissu síðan ekki fyrr en þeir sáu lögreglumenn koma aö þeim og var óskaö eftir því að þeir hættu að æfa vegna skák- mótsins. Að sögn eins talsmanna Taflfélags- ins vom skákmenn famir að halda fyrir eyrun þegar verst lét og truflaði þetta mótið um stund. Hljómsveitar- menn hættu við að spila og mótið hélt áfram. Margir þekktir skák- menn eins og Bronstein, Ehlvest og Sokolov taka þátt í Reykjavíkurskák- mótinu. -Ótt Tylft meistara í sama sætinu Eftir tvær umferðir í Reykjavíkur- skákmótinu hafa tólf keppendur unnið báðar skákir sínar og eru því jafnir að stigum í efstu sætunum. í þeim hópi eru íslendingamir Helgi Ólafsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Jón L. Ámason sem í gær vann hinn þekkta stórmeistara Ehlvest. Þriðja umferðin fer fram síðdegis i dagaðFaxafeni!2. -kaa Eldur í risi ibiíð- arhúss Sigurður Svemsson, DV, Akranesi; Slökkviliðið á Akranesi var kallað út á sjötta tímanum í gær eftir að eldur varð laus í risherbergi íbúðar- húss við Kirkjubraut. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en húsiö fylltist af reyk og tók nokkum tíma að lofta út. Skemmdir urðu nokkrar. Elds- upptök eru ókunn en unnið var að endurbótum á herberginu þar sem eldsins varð vart. Lögreglumaður w w L _ ^ jji ■ ■ nandteKinn vio rúðubrot Lögreglumaður úr Reykjavík var handtekinn þegar hann var að reyna að komast inn við aöalinn- ganginn á verslunarmiðstöðinni Eiðistorgi á Seltjarnarnesi á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags- ins. Klukkan rúmlega fimm um mórguninn varð starfsmaöur inn- andyra var viö hávaöa og gerði öryggisvörðum viðvart. Þegar starfsmaður Securitas kom á vett- vang var lögreglumaöurinn að reyna að komast inn en hurð og tvær rúður voru þá brotnar. Ör- yggisvörðurinn kallaði á lögreglu sem kom á staðinn um tveimur mínútum síðar. Þegar lögreglu- menn komu á vettvang hélt hinn ófriðlegi maður á tréskefti en höfuð af gúmmíhamri lá innan um gler- brotin. Götin á rúðunum voru ekki það stór að maður gæti komist inn um þau. Maðurinn var áberandi ölvaður og var með talsverða ólund þegar hann var handtekinn. Ekið var með hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Umræddur lögreglumaður var eins og gefur að skilja á frívakt en hann gegnir starfi sem kennari viö Lögregluskóla ríkisins. Eftir að maðurinn var látinn sofa úr sér í fangaklefum á laugardag var hon- um sleppt en Rannsóknarlögregla ríkisins fékk málið til meðferðar. Samkvæmt upplýsíngum DV er ekki talið að um innbrot hafl verið að ræða í auðgunartilgangi hjá manninum. Þegar hann var yfir- heyrður hjá varðstjóra um nóttina komu ekki fram skýringar hiá manninum sem gátu talist viðhlít- andi og var honum því stungið i fangaklefa þar sem hann var látinn sofa úr sér. Ekki liggur fyrir hvert framhald málsins verður. -ótt Mikið var lesið í Perlunni i gærdag en þá tróðu upp stjórnmálamenn og tónlistarmenn og lásu úr uppáhaldsbók- um sínum. Höfundar bókanna voru einnig viðstaddir og ræddu við aðdáendur sína. Meðal þeirra sem iásu úr bókum voru Davíð Oddsson, Guðrún Helgadóttir, Bubbi Morthens, Jón Baldvin Hannibalsson, Steingrímur Her- mannsson, Móeiður Júníusdóttir, Páll Óskar og Andrea Gylfadóttir. Dagskránni stýrði Silja Aðalsteinsdóttur fyrir andspyrnuhreyfingu gegn hvers kyns ólæsi. Á myndinni sést hluti höfunda og upplesara í Perlunni í gær. DV-mynd ÞÖK Ingibjörg Sólrún: Nýr meirihluti er raunhæf ur möguleiki „Þetta kemur svolítið á óvart því að ég heföi haldið að umfjöllun lun prófkjör Sjálfstæðisflokksins myndi skila flokknum einhverju. Mér finnst þetta staðfesta að það er raunhæfur möguleiki að nýr meirihluti taki við völdum í borginni eftir kosningar. Mér finnst þetta líka sýna að hsti Sjálfstæðisflokksins er fyrst og fremst flokkslegur listi sem endur- speglar valdakjamann í Sjálfstæðis- flokknum. Það höfðar ekld alltaf til þeirra sem alltaf hafa kosiö flokkinn en eru ekki í honum,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista. „Þessar niðurstöður sýna að sjálf- stæðismenn verða að leggja allt sitt í það verkefni að halda meirihluta í borginni. Það verður erfitt en það er hægt ef menn standa vel saman. Umfjöllun í fjölmiðlum hefur sýnt að listi Sjálfstæðisflokksins er sterk- ur og þykir hafa mikla breidd,“ segir Árni Sigfússon, Sjálfstæðisflokki. -GHS Fjögur hross drápust Jeppabifreið með fjórum mann- eskjum lenti í hörðum árekstri við fjögur hross á Dalvíkurvegi seint á fóstudagskvöldið. Hrossin drápust öfl en fólk sakaði ekki. Jeppinn var að koma niður stutta en bratta brekku í fljúgandi hálku þegar at- burðurinn gerðist. Hrossin voru á veginum og ók ökumaðurinn beint inn í hópinn. Mikil mildi þykir að jeppinn hafi haldist á veginum og fólkið sloppið ómeitt. Bíllinn er mjög mikið skemmdur. -ELA Ekiðáþrjú börn Ekiö var á þrjú börn við Fífurima í Grafarvogi þannig að flytja þurfti pilt og stúlku á slysadeild. Meiðsl þeirra reyndust hins vegar ekki al- varlegs eðlis Það var á föstudagskvöld sem ekið var á börnin sem öll eru fædd 1982. Bílstjóri sem hugðist beygja inn húsagötu ók utan í börnin en háir snjóruðningar voru þar sem slysið varðogmikilhálka. -pp Eldurírúmdýnu Slökkviliðið í Reykjavík var kallað að Vesturgötu í morgun. Eldur reyndist laus í rúmdýnu og hafði heimilisfólk slökkt eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Litlar skemmdir urðu en þó þurfti aðreykræsta. -pp LOKI Var þetta hljómsveitin Hrókur alls fagnaðar? Veðriðámorgun: Hiti 1-5 stig Á morgun verður austlæg átt, gola eða kaldi. Austast á landinu verður dálítil súld eða rigning með köflum. Slydduél verða á annesjum noröan til, skúrir með suðurströndinni en annars skýj- að með köflum. Hiti verður á bil- inu 1-5 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 ICEC331ill Broqk (rompton RAFMÓTORAR Suöurtandsbraut 10. S. 686499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.