Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1994, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994
9
Tilnef nd sem ein
afverstu leik-
konumársins
Valiöáverstu
myndum árs-
ins fer fram í
Hollywood
þami 20. mars
næstkomandi
og að þessu
sinni eru þaö |
myndimar
Body of Evidence, Clifíhanger,
Last Action Hero og Sliver sem
hafa veriö tilnefndar.
Þá hafa nokkrar leikkonui' ver-
iö tilnefndar sem verstu leikkon-
ur síðasta árs og í hópi þeirra eru
Madonna, fyrir leik sinn í mynd-
inni Body of Evidence, Melanie
GrifFith fyrir Born Yesterday,
Demi Moore fyrir Indecent Pro-
posal og Sharon Stone i Sliver.
Verstu leikararnir þykja Alec
Baldwin fyrir leik sinn í Shver,
William Dafoe fyrir Body of Evid-
ence og Robert Redford fyrir
Indecent Proposal.
Feiturmatur
ekkieinsóhollur
ogmennhéldu
Feitur matur er ekki eíns vond-
ur fyrir heilsuna eins og ávallt
hefur veríö haldiö fram, sam-
kvæmt könnun sem bandarískir
næringarráögafar gerðu nýlega.
Næringarráögjafamir sögðu aö
aðeins þeir einstaklingar sem
hefðu hjartasjúkdóma í ættinni
þyrftu að passa sig á feitum mat
eins og t.d. súkkulaði og smjöri.
„Aðrir þurfa ekkert að óttast
svo lengi sem þeir borða næring-
ai'ríka fæðu, hreyfa sig reglulega
og passa sig að þyngjast ekki of
mikið," sagöi einn ráðgjafinn.
Einnigvarskýrt frá því aö fyrir
suma gæti jafnvel verið betra að
borða dýrafuu þar sem erfiöara
væri fyrir líkamann að venjast
framleiddri gænmetisolíu.
Nakinlögga
gómarbilaþjófa
áflótta
Lögreglumaður í Los Angeles
var í sturtu einn sunnudags-
morguninn þegar tveir bilaþjóf-
ar, sem voru á ílótta undan lög-
reglunni, bratustinn í íbúö hans.
Lögreglumaðurinn var fljótur til
og greip til byssunnar sem hann
var með viö sturtuna og tókst
fljótlega að góma annan þjófinn
en hinum tókst að flýja. Þegar
lögreglumenn komu á staðinn
brá þeim heldur betur í brún aö
sjá nakta lögregluna sem var fljót
að útskýra fyrir þeim aö venju-
lega va?ri hann nú í lögreglubún-
ing þegar haim handtæki menn.
Whitney Hous-
tonograpparinn
Söngkonan
Whitney Hous-
tonfékk mikla
athygh á tón-
listarverö-
launaliátíðinm
American
Music Awards
sem haldin var
nýJega í Los Angeles þar sem hún
sópaöi hvorki raeira né minna en
átta verölaunum að sér.
Einnig var tekið eftir þekkta
rappai-anum Snoop Doggy Dogg
sem fékk aö koma fram og syngja
eitt lag. Hann fékk þó engm verð-
laun að þessu sinni þó svo platan
hans, Doggystyle, hafl verið ein
af söluhæstu plötum síðasta árs.
Dogg hefur sætt rnikilh gagnrýni
en hann komst í kast við lögin
fyrir stuttu þegar hann var hand-
tekinn í tengslum viö skotárás.
Reuter
Útlönd
Kari Bretapnns
varð holdvotur
I þjóðsögum maoría, frumbyggja
Nýja-Sjálands, segir að í hvert skipti
sem konungborinn maður eða kona
stigi fæti á nýsjálenska grund fari
hann að rigna. Og það átti svo sann-
arlega við í morgun þegar Karl
Bretaprins heimsótti vesturströnd
suðureyjunnar. Hann fór að helli-
rigna og Karl var holdvotur - ema
ferðma enn.
„Þetta er lögmál Murphys," sagði
prinsinn við bæjarstjórann í Hokit-
ika.
Ríkisarfmn, sem er þekktur fyrir
stuðmng sinri við málstað umhverf-
isvemdar, hafði áhuga á aö sjá lág-
lendisregnskógana sem þekja mest-
aha vesturströnd suöureyjunnar. Og
enda þótt þar hafi verið blíðskapar-
veður undanfama sextán daga opn-
Karl Bretaprins er á Nýja-Sjálandi.
Simamynd Reuter
uðust flóðgáttir himinsms í tilefm
heimsóknarinnar.
Síöasthðinn sunnudag rigndi líka á
Karl þegar hann tók þátt í hátíða-
höldum. Reuter
Forsíða sundfatablaðs bandaríska tímaritsins Sports illustrated sýnir
draumalið fáklæddra tiskustúlkna, þeirra Kathy Ireland, Elle Macpherson
og Rachel Hunter. " Simamynd Reuter
Sauðnauta-
veiðar leyfðar
Tvö grænlensk sveitarfélög hafa
veitt leyfl til sauðnautaveiða í lönd-
um sínum í febrúar og mars.
Atvinnuveiðimenn í bæjarfélögun-
um mega fella alls eitt himdrað dýr
og má veiða þau bæði af vélsleðum
og hundasleöum. Er það nýmæli við
þessar veiðar. Auk þess má veiða 200
sauðnaut við Syðri-Straumflörð.
Ritzau
Hljóta að vera
ill álög á Major
Enn eitt hneykshð reið yfir sflóm
John Majors þegar Stephen Milhgan,
sem var einn af virtustu mönnum
íhaldsflokksins, fannst látinn í íbúð
,sinni á mánudag keflaður og bund-
inn í sokkabelti. Margir þingmenn
hafa látið hafa eftir sér að einhvers
konar ill álög hljóti að hvíla á Major.
Frá því að Major tók við forystu
íhaldsflokksins árið 1992 hefur hvert
hneykslið rekið annað. Kvæntur ráð-
herra eignaðist barn með annarri
konu en eiginkonu sinni og eigin-
kona annars ráðherra framdi sjálfs-
morð vegna framhjáhalds eigin-
mannsins. Nú síðast kemur svo und-
arlegt andlát Stephens Milhgans en
ekki hefur enn verið skýrt frá því
hvernig það bar að. Breska pressan
John Major á ekki sjö dagana sæla
þessa dagana. Símamynd Reuter
hefur skýrt frá því að liklegt þyki að
Milhgan hafi verið í ástarleik sem
hafi gengið aðeins of langt.
Sumir hafa líkt þessu tímabih núna
við Profumo hneykshð fyrir um 30
árum sem var eitt af þeim málum
sem varð íhaldsflokknum að falli.
Málið snerist um breska hemaðar-
málaráðherrann John Profumo sein
varð að segja af sér eftir að hafa log-
ið að þinginu um samband sitt við
símavændiskonu sem svaf á sama
tíma hjá sovéskum diplomat.
Major hefur haldið margar ræð-
urnar um það hvemig Bretar eigi að
haga sér og hversu mikilvægt það sé
að flölskylduböndin séu traust.
Breska pressan hefur gert mikið grín
að óförum íhaldsflokksins og sagt
siðferði flokksmanna heldur betur á
lágu stigi. Reuter
dreSfir sifuskkiint
Franski
tískukóngur-
inn Yves Saint
Laurent og
tískuhús hans
ætla að dreifa
200 þúsund
smokkum í
París á degi
heilags Valentínusar þann 14. fe-
brúar til að auglýsa karlmanna-
föt sín og reka áróður fyrir ör-
uggukynlífl.
Franska póstþjónustan veröur
riotuð til að troða smokkunutn
og auglýsingapésa um fötin í
póstkassa í þeim hverfum þar
sem íbúamir eru flestir ungt fólk.
Þá verður sntokkum hka dreift í
háskólum og plötubúöum.
Löggafannkomi
semvarinnilok-
uð í 32 ár
Lögreglan í Napóh á Ítalíu fann
í gær 32 ára gamla konu sem flöl-
skyldan hafði neytt til að búa í
nær algerri einangrun frá um-
heimínum aht sitt líf.
Konan, Giuseppina Converso,
var alþakin legusárum og voru
sum þeirra svo svakaleg að þau
náðu inn að beini. Giuseppina bjó
meö móður sinni: og bróður og
var víst ekki hreiniætmu fyrir að
fara á þeim bænum.
Að sögn haföi konan aðeins
fengið að fara út af heimiiinu
þrisvar eða flórum sinnum.
Móðirin og bróðirinn eru nú í
haldí lögreglunnar og er búist við
að þau verði ákærð fyrir mann-
rán. Þau eru ekki talin vera heil
á geðsmunum. Reuter
i;
> í Ras ne!
GJAFAHANDBÓK
//////////////////////////////
FERMINGAR-
GJAFAHANDBÓK
1994
Miðvikudaginn 9. mars mun hin sívinsæla
FERMINGARGJAFAHANDBÓK fylgja DV.
Hún er hugsuð sem handbók fyrir lesendur
sem eru í leit að fermingargjöfum.
Þetta finnst mörgum þægilegt nú, á dögum
tímaleysis, og af reynslunni þekkjum við
að handbækur DV hafa verið afar vinsælar.
Skilafrestur auglýsinga er til 2. mars
en með tilliti til reynslu undanfarinna ára
er auglýsendum bent á að hafa samband við
Selmu Rut Magnúsdóttur eða Ragnar Sigurjónsson,
auglýsingadeild DV, hió fyrsta, í síma 63 27 00,
svo að unnt reynist að veita öllum
sem besta þjónustu.
ATH.I Bréfasími okkar er 63 27 27.
Þverholti 11 105 Reykjavik
Sími 91 -632700 Símhréf 91 -632727