Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1994, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994 Afmæli Til hamingju með afmælið 9. febrúar 95 ára Eva Ólafsdóttir, Seljavogi2,Höftium. Hólmfríður Ingjaldsdóttir, Vesturgötu 7, Reykjavík. 80 ára Hundrað ára: Sigríður Fanney Jónsdóttir Guðný Vigfusdóttir, Írabakka4, Reykjavík. 75 ára Hóimfríður Jensdóttir, Stigahlið 32, Reykjavik. Sigriður Magnúsdóttir Kjaran, Ægisíðu 58, Reykjavík. 70 ára Jón S. Richardsson, fyrrv. eftir- litsmaður, Tómasarhaga 16, Reykjavík. Jón Frímann Jónsson, Einibergi 17, Hafnariirði. Jón Gisiason, Hlíðarvegi7c, Siglufirði. Árni Guðmundsson, Fellsmúla2, Reykjavik. EinarH.Guð- mundsson skipstjóri, Reykjanes- vegi 10, Ytri-Njarðvík. Hannerað heiman. 60 ára ■ Ásgeir Bj arnason, Höfðabrekku 4, Húsavík. Jón A. Stefánsson, Hafhargötu42b, Seyðisfirði. Erla Höskuldsdóttir, Vaölaseli 2, Reykjavík. Halldór örn Þórðarson skipa- smiður, Móabaröi 31, Hafnarfirði. Eiginkonahans er JónínaG. Andrésdóttir. Þautakaámóti gestumáheim- ilisinuföstu- dagmnll.fe- brúareftirkl. 20. 50 ára Málfriður Haraldsdóttir, Gunnarsbraut 36, Reykjavík. Geirmundur Kristinsson, Sigríður Fanney Jónsdóttir, fyrrv. húsfreyja að Egilsstöðum í Egils- staðahreppi, varð hundrað ára í gær. Starfsferill Sigríður Fanney fæddist á Strönd á Völlum. Hún stundaði nám við unglingaskóla Halldórs Jónssonar á Seyðisfirði, gekk í Kvennaskólann í Reykjavík 1911-13, stundaði nám við lýðháskólann í Voss í Noregi og var einn vetur við húsmæðraskólann Vordingsborg á Sjálandi. Á unglingsárunum stundaði Sig- ríður Fanney kaupavinnu og var þrjá vetur heimiliskennari hjá Jón- asi Kristjánssyni héraðslækni. Eftir að Sigríður Fanney gifti sig var hún húsfreyja að Egilsstöðum, einu stærsta bóndabýli landsins, auk þess sem þar var rekinn um- svifamikill gistihúsarekstur um árabil. Sigríður Fanney beitti sér fyrir stofnun kvenfélagsins Bláklukkur og var formaður þess fyrstu fjórtán árin. Hún starfaði í Sambandi aust- firskra kvenna og var formaður þess 1957-69. Þá beitti hún sér mjög fyrir byggingu kirkjunnar á Egils- stöðum. Sigríöur Fanney er heið- ursborgari Egilsstaða, heiðurfélagi kvenfélagsins Bláklukkur, heiðurs- félagi Sambands austfirskra kvenna og hefur verið sæmd fálkaorðunni. Fjölskylda Sigríður Fanney giftist 19.7.1921 Sveini Jónssyni, f. 8.1.1893, d. 26.7. 1981, stórb. og oddvita á Egilsstöð- um. Hann var sonur Jóns Bergsson- ar, b. á Egilsstöðum, og konu hans, Margrétar Pétursdóttur húsfreyju. Böm Sigríðar Fanneyjar og Sveins: Ásdís, f. 15.4.1922, nú látin, skólasljóri Húsmæðraskólans á Hallormsstað og síðar hótelstjóri á Egilsstöðum; Jón Egill, f. 27.8.1923, b. á Egilsstöðum; Ingimar, f. 27.2. 1928, b. á Egilsstöðum og nú kenn- ariáHvanneyri. Foreldrar Sigríðar Fanneyjar voru Jón Einarsson, b. á Strönd á Völlum, og kona hans, Ingunn Pét- ursdóttir húsfreyja. Sigríður Fanney Jónsdóttir. Guðmundur Þórðarson Guðmundur Þórðarson bryti, Laugarásvegi 1, Reykjavík, er átt- ræðurídag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Garði í Gull- bringusýslu. Hann missti föður sinn komungur og fór því í fóstur að Útskálum þar sem hann ólst upp. Fósturforeldrar hans voru séra Friðrik Rafnar, sóknarprestur á Út- skálum, og kona hans, Ásdís Guð- laugsdóttirRafnar. Guðmundur byrjaði ungur til sjós. Hann var fimmtán ára er hann réð sig á varðskipið Óðin en þar var hann í tvö og hálft ár. Guðmundur var síðan eitt ár við nám og störf í framreiðslu á Hótel Borg en fór að því loknu aftur til sjós. Var hann þá eitt ár hjá Ríkisskipum en hóf síðan störf hjá Eimskipafélagi ís- lands þar sem hann átti eftir að starfa í fjörutíu og sjö ár. Guðmund- ur var fyrst búrmaður og síðan matsveinn á skipum Eimskips en hann lærði þar matreiðslu og varð síðan kokkur og loks bryti 1942. Starfaði hann sem bryti á skipum Eimskips lengst af síðan eða til árs- ins 1974 er hann kom í land og hóf störf í mötuneyti Eimskips. Hann lét af störfum hjá Eimskipafélaginu 1980. Fjölskylda Kona Guðmundar er Sæmunda G. Pétursdóttir, f. 8.11.1923. Foreldr- ar Sæmundu voru Helga Sigurðar- dóttir og Pétur, vélstjóri í Reykjavík. Guðmundur á fimm böm. Þau eru: Hulda, f. 1948, húsmóðir í Hafnar- firði, gift Stefáni Finnbogasyni, starfsmanni í Straumsvík; ðlafur, f. 1949, sjómaður, búsettur að Litla- Bergi í Borgarfirði, kvæntur Val- gerði Jónasdóttur; Hilmar, f. 1953, framkvæmdastjóri á Kýpur, kvænt- ur Guðrúnu Valgeirsdóttur; Þór- unn, f. 1955, húsmóðir og kaupmað- ur í Reykjavík, hennar maður er Sigvaldi Viggósson kaupmaður; Guðbjörg Elsa, f. 1960, húsmóðir á Seltjamamesi, gift Brynjari Ey- steinssyni matreiðslumeistara. Guðmundur átti sex systkini og erutvöþeirraálífi. Foreldrar Guðmundar vom Þórð- ur Þórðarson, sjómaður í Garði, og Ingibjörg Illugadóttir. Ætt Föðurbróðir Guðmundar var Nikulás, kennari á Kirkjulæk í Fljótshlíð, afi Nikulásar Sigfússonar yfirlæknis. Þórður sjómaður var sonur Þórðar, b. í Ormskoti í Fljóts- hlíð, bróður Odds í Ormskoti, afa Oddgeirs Kristjánssonar, tónskálds íVestmannaeyjum. Þórður í Ormskoti var sonur ívars, b. í Tungu í Fljótshlíð, Þórðar- sonar, og Halldóru Þorkelsdóttur frá Móeiðarhvoli. Móðir Þórðar sjó- manns var Sigríður, dóttir Gunn- laugs Einarssonar, b. í Litlu-Hildis- ey, og konu hans, Guðríðár Magnús- dóttur, b. í Miðey, Jónssonar, b. í Miðey, Björgúlfssonar, b. í Teigi í Fljótshlíð, Jónssonar, b. í Teigi, Vig- fússonar, lögréttumanns á Herjólfs- stöðum í Álftaveri, Jónssonar, prests í Kálfholti í Holtum, Stefáns- sonar, prests í Odda á Rangárvöll- um, Gíslasonar, biskups í Skálholti, Jónssonar. Móðir Jóns Vigfússonar var Guð- Guðmundur Þórðarson. rún Þorsteinsdóttir, sýslumaims í Þykkvabæjarklaustri, Magnússon- ar, lögréttumanns í Stóradal í Eyja- firði, Árnasonar, lögréttumanns þar, Péturssonar, lögréttumanns í Djúpadal, Loftssonar, b. á Staðar- hóli í Dölum, Omissonar, hirðstjóra í Víðidalstungu, Loftssonar hins ríka, hirðstjóra á Möðruvöllum. Móðir Þorsteins var Guðríður Þuríðardóttir, vígslubiskups á Grenjaðarstað, Jónssonar biskups Arasonar. Guðmundur og Sæmunda taka á móti gestum á afmælisdaginn í Danshúsinu í Glæsibæ frá kl. 16-19. Baldursgarði 6, Keflavík. Ásta S. Karlsdóttir, Engihjalla 19, Kópavogi. Unnur Stefánsdóttir, Breiðabliki 3, Neskaupstað. Sigrún Ársælsdóttir, Flókagötu 5, Haftiarfirði. 40 ára PingHe, Bræöratungu 32, KópavogL Lúther Harðarson, Þiljuvöllum 21, Neskaupstað. Einar Már Guðvarðarson, Ljósaklifi, Hafnarfirði. Maria Bonner, Baldursgötu 3b, Reykjavik. Elín Guðný Stefánsdóttir, Norðurtúni 9, Bessastaðahreppi. Sesselja Aðalsteinsdóttir, Ásabraute, Sandgerði. Jóhanna Fjóla Geirsdóttir, Melasíöu 80, Akureyri. Aðalbjöm Guðmundur Sverris- son, Víkurtúni 6, Hólmavik. Margrét Soffía Björnsdóttir, Víöihlið 9, SauöárkrókL Benedikt Guðjónsson, Víðivangi 1, Haftiarfirði. Jón Sigfússon, Hvannalundi 7, Garöabæ. Andlát________________ Ólafur Guðmundsson Ólafur Guðmundsson, fyrrverandi kaupmaður, Sörlaskjóh 62, Reykja- vík, lést 1. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Starfsferill Ólafur var fæddur 8.10.1912 í Reykjavík og var alinn þar upp hjá foreldrum sínum. Um fermingar- aldur var hann í vinnu hjá Sveini Þorkelssyni, kaupmanni við Vestur- götuna í Reykjavík, en Sveinn styrkti Ólaftil verslunarskólanáms. Nokkm eftir að Ólafur lauk versl- unarskólaprófi frá VÍ hóf hann störf hjá Heildverslun Garðars Gíslason- ar þar sem hann starfaði nokkur ár. Ólafur var svo um nokkurt skeið verslunarstjóri hjá Páli Hallbjöms- syni á Leifsgötunni en stofnaði svo verslunina Lund við Sundlaugaveg ásamt Guðmundi Guðmundssyni sem hafði verið samstarfsmaður hans hjá Heildverslun Garðars Gíslasonar. Nokkm síðar keypti Ólafur s vo hlut Guðmundar í versl- uninni en Ólafur verslaði i Lundi fram yfir 1980 en þá leigði hann verslunina. Á árunum eftir stríö byggði Ólafur ásamt þremur bræðrum sínum myndarlegt íbúðarhús í Skjólunum en þar bjó hann til dánardags. Ólaf- ur tók foreldra sína til sín og bjuggu þeir hjá hönum síðustu æviárin. Ólafur tók mjög virkan þátt í fé- lagsstarfi Góðtemplarareglunnar og var m.a. æðstitemplar stúkunnar Frónar um tuttugu ára skeið. Fjölskylda Ólafur átti tíu systkini en þau sem upp komust em Sigurður, látinn, skurðamiaður í Félagsprentsmiðj- unni í Reykjavík, ekkja hans er Eygló Þorgrímsdóttir húsmóðir, þau ólu upp eina fósturdóttur; Ásta, látin, húsmóðir í Reykjavík og síðar í Neskaupstað, hennar maður var Óskar Jónsson, látinn, útkeyrslu- maður hjá Osta- og smjörsölunni og síðar verkamaður í Neskaupstað, þau eignuðust eina dóttur; Einar, húsgagnasmiður í Reykjavík, hans kona var Sybil Malen, látin, hús- móður, þau eignuðust eina dóttur; Magnús, fyrrverandi kaupmaður í Reykjavík, kvæntur Sesselju Sig- urðardóttur húsmóður, þau eiga þijú böm; Sigríður, húsmóðir í Reykjavík, giftÁrna Sigurðssyni, starfsmanni Blindrafélags íslands, þau eiga þrjú böm; Þorvaldur, fyrr- verandi prentari í Félagsprent- smiðjunni í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Gísladóttur, húsmóður og fyrrverandi kaupmanni; Sigríöur Emma, húsmóðir á Selfossi, hennar maður var Hans Bjamason, látinn, trésmiður á Selfossi. Ólafur Guðmundsson. Foreldrar Ólafs vom Guðmundur frá Stekkjartröð í Gmndarfirði Magnússon og kona hans, Valgerð- ur Víglundsdóttir frá ísafirði. Guð- mundur var sjómaður og síðar skó- smiður í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.