Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 Viðskipti Ysa á fiskm. kf/kg þr MI Fi Fö Má Þr Hlutabrvísit VIB Fö Má Þr Svartolía 95.5 95 94.5 94 93.5 93 92.5 92 91.5 mI I I I a ■ i í/tunnB þr Mi Fi Fö Má Sterlingspundiö Þr Mi Fö Má Kauph. í London Þr Mi Fi Fö . Mó' Þr Olían lækkar Ágætt verö hefur fengist fyrir ýsu á fiskmörkuðunum að und- anförnu, einkum á Fiskmarkaði Suðumesja. Meðalverðið í gær var 113 krónur kílóið. Hlutabréfavísitala VÍB lækkaði í gær niður í 593 stig. Þetta er 1% lægrijala en fyrir viku. Sva'rtolía á Rotterdam-markaði virðist vera á stöðugri uppleið. Tonnið var selt á rúma 95 dollara sl. þriðjudag. Frá því á fóstudag hefur sterl- ingspundið verið að lækka í verði. Sölugengið var 106,85 krón- ur í skráningu Seðlabankans í gær. Hlutabréfavísitalan FT-SE 100 í London hefur sveiflast upp og niður undanfarið. Fréttir af mögulegri vaxtalækkun í Bret- landi hafa haft áhrif á markaö- inn. -bjb Rekstur íslandsbanka frá stofnun fyrir 5 árum: Stórauknar afskriftir og versnandi afkoma - vonast eftir hagnaði 1 ár Þegar Iðnaðarbankinn, Útvegs- bankinn, Verslunarbankinn og Al- þýðubankinn sameinuðust í íslands- banka fyrir fimm árum ríkti bjart- sýni um rekstur hins nýja og samein- aða einkabanka. Af fyrsta rekstrar- árinu 1990 varð hagnaður upp á 448 milljónir króna og 1,5 milljarðar fóru á afskriftareikning. Síðan hefur sigið á ógæfuhliðina. Afkoman hefur versnað með hveiju árinu og af- skriftir útlána stóraukist. Á síðasta ári nam tapið 654 milljónum króna og rúmir 3 milljarðar fóm á afskrifta- reikninginn. Þróunina má sjá nánar á meðfylgjandi grafi. Á áranum 1990 til 1993 hafa útlán tapast til 2.600 við- skiptavina bankans. Á aðalfundi íslandsbanka sl. mánudag mátti greinilega merkja að Pétur H. Blöndal, sigurvegarinn í kosningu til bankaráðs, er ósammála stjómendum bankans um skýringu á miklum afskriftum undanfarin ár. Pétur er ósammála Kristjáni Ragn- arssyni bankaráðsformanni um að mikil útlánatöp bankans stafi af óviðráðanlegum aðstæðum í efna- hagslífinu. Pétur bendir á betri af- komu sparisjóöanna við sömu efna- hagsaðstæður en jafnframt bendir Kristján á að þeir láni ekki til at- vinnuveganna í landinu. Skýringa leitað „Islandsbanki á ekki að lána til at- vinnuveganna ef menn gefa sér að hann tapi endalaust á því. Einhvers staðar er pottur brotinn. Ef banki tapar stöðugt á því að lána ákveðnum hópi fyrirtækja þá verður hann að láta það vera. Svo einfalt er það,“ sagði Pétur í samtali við DV. Pétur hefur lýst því yfir að hann ætli að leita skýringa á útlánatöpun- um, ekki til að leita að sökudólg, heldur til að læra af mistökunum þannig að þau endurtaki sig ekki. „Fyrir utan það að setja bankanum markmið þá á það að vera megin- verkefni bankaráðs að koma í veg 3500 milljónir 3000 ---------------/ 2500 2000 1500 1000 500 •500 •1000 t......Afskriftir '90 91 92 93 r»w=j fyrir eða minnka þessi útlánatöp. Ef þau væru horfin værum við komnir með stórgróðafyrirtæki. Tekist hefur að lækka kostnað umtalsvert. Ef 2.200 milljónir hefðu ekki verið af- skrifaðar á síðasta ári værum við með 1.600 milljóna króna hagnað. Þá væri gaman að lifa,“ sagði Pétur. Kristján Ragnarsson sagði í sam- tali við DV að efnahagsumhverfi á síðari hluta síðasta áratugar hefði villt um fyrir mönnum og þeir geng- ið óvarlega um gleðinnar dyr.. „Það var stofnað til skuldbindinga sem menn voru ekki tilbúnir að standa við ef eitthvað hallaði undan fæti, sem síðan gerðist. Þetta á ekki bara við um íslandsbanka heldur aðrar lánastofnanir sem eiga við- skipti við atvinnulífið. Aflabrögðin hafa minnkað, verð lækkað og allt hefur þetta áhrif á efnahagslífið. Eignir hafa rýmað, fólk ekki getað staðið í skilum og fyrirtæki orðið fyrir áföllum vegna gjaldþrota ann- arra. Þetta hefur verið keðjuverkun en okkur fmnst við vera komnir yfir það versta,“ sagði Kristján en ís- landsbankamenn vonast til að geta skilað hagnaði af rekstri ársins 1994 og skilað hluthöfum frekari arði. Fyrstu þrjá mánuðina varð 94 millj- óna króna hagnaður og vonast Kristján til að svo verði áfram út árið. Takist forráðamönnum íslandsr banka ekki að standa við loforð um hagnað á þessu ári koma áreiðanlega upp kröfur um að stjórnendur bank- ans segi af sér. Um þetta sagði Kristj- án að stjórnendurnir stæðu og féllu með árangrinum. „Við höfum trú á að okkur takist að ná hagnaði en ég ætla ekki að segja hvernig ástandið verður í lok árs,“ sagði Kristján. -bjb Hlutabréfamarkaður 1 síðustu viku: 12 millióna viðskipti Hlutabréfaviðskipti í síðustu viku námu tæpum 12 milljónum króna og sl. mánudag voru viðskiptin upp á rúma 1 milljón. Mest urðu viðskipti með hlutabréf íslandsbanka í síðustu viku, eða fyrir 5,5 milljónir, og síðan komu viðskipti upp á rúma milljón í Hampiðjunni, Sameinuðum verk- tökum, íslenska útvarpsfélaginu og Flugleiðum. Þingvísitala hlutabréfa hækkaði um tæpt 1% milli vikna og verð á hlutabréfum lækkaði mest í íslenska útvarpsfélaginu og Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Hlutabréfavísitala VÍB lækkaði heldur meira en þing- vísitalan. Hlutabréf í olíufélögunum héldust óbreytt í verði í síðustu viku en á mánudag fór gengi Olís-bréfanna úr 1,97 í 2,01. Tölur inni á meðfylgjandi grafapakka eru eftir viðskipti síðasta mánudags. u'- '■r Verðbréf og vísitölur ncebshi ■ 115 nn 2,2 O 1 c u n ■41S 2,i 2,05 j 2 1,95 1 : 1,9 0,95 1,06 1,85 DV 258milljónatap Skagstrendings Útgerðarfyrirtækið Skag- strendingur hf. á Skagaströnd tapaði 258 milljónum króna í rekstri síðasta árs. Ilefur þá verið tekið tillit til gengistaps upp á rúmar 200 milljónir króna. Heild- artekjur síðasta árs námu rúm- um 1 milljarði króna og jukust um 47% frá árinu 1992. Heildar- gjöldin voru upp á 1,3 milljaröa. An afskrifta og öármagnskostn- aöar varð hagnaöur upp á 289 mpónir. Áætlanir fyrir árið 1993 gerðu ráð fyrír 90 milljóna króna tapi af reglulegri starfsemi Skag- strendings en talan varð 25 millj- ónir. í áætlunum fyrir 1994 er reiknað með rekstri í járnum og hagnaði á næsta ári. Eiginfjár- hlutfalliö lækkaði úr 28% árið 1992 í 16% í árslok 1993. Á aðal- fundi Skagstrendings nk. laugar- dag mun stjórn félagsins leggja til að hluthafar fái engar arð- greiðslur. Skagstrendingur gerir út tvo frystitogara, Arnar og Örv- ar HU, AQi togaranna var ríílega 7 þúsund tonn á síðasta árí. Íslandsbankií Holidaylnn Á aðalfundi íslandsbanka sl. mánudag tilkynnti Kristján Ragnarsson, formaður banka- ráðs, að höfuðstöðvar bankans yrðu í húsnæöi Holiday Inn hót- elsins í framtíðinni. Starfsemi hótelsins verður hætt 1. nóvemb- er næstkomandi og þá hefst und- irbúningur flutningsins. íslands- banki mun opna þar höfuðstöðv- ar sínar á fyrri hluta næsta árs en skrifstofur bankans era núna á flórum stöðum í Reykjavík. Valur Valsson bankastjóri sagði í ræðu sinni að íslandsbanki myndi spara 40 milljónir með því að. flytja í húsnæði hótelsins. íslandsbanki, þ.e. dótturfélagið Glitnir, hefur rekið Holiday Inn hótelið um nokkurt skeið meö samþykki alþjóða hótelkeðjunn- ar. Ekki eru uppi áform um áframhaldandi rekstur hér á landi en alls munu um 45 manns missa vimm sína 1. nóvember nk. Umboðfyrir gæðastaðlaá tölvuformi Hugvit hf. hefur fengið umboð fyrir hugbúnaðinn Nicodemus Gold sem inniheldur alia ISO 9000 gæðastaðlana. Hugbúnaðurinn, sem framleiddur er í Sviss og samkvæmt leyfl frá ISO-nefnd- inní i Genf, er talinn henta öllum fyrirtækjum sem ætla að hanna gæðahandbók samkvæmt staðl- inum. íslenskum fyrirtækjum gefst nú í fyrsta sinn kostur á hugbún- aöi.af þessu tagi. Mörg þekkt fyr- irtæki erlendis hafa tekiö hug- búnaðinn í notkun. Má þar nefna 3M í Sviss, ABB í Svíþjóð, Good- year í Lúxemborg og Multisoft í Noregi. Námskeiðfyrir kjötmatsmenn Þann 1. júní nk. tekur gildi nýtt mat á nauta- og svínakjöti. Af því tilefni gengst yfirkjötmat ríkisins fyrir námskeiðum fyrir kjötmats- menn. Námskeiðin fara fram á Akureyri um næstu helgi og aðra helgi á Selfossi. Á sömu stöðum ogtíma veröa haldnar ráðstefnur fyrir kjötmatsmenn í samráði við Samtök iðnaöarins og Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. Mestar breytingar verða á nautakjötsmati. Búast má við að brcytingar á kjötmati leiði til end- urskoðunar á verðlagningu kjöts og verða hugmyndir um það kynntaráráöstefnunum. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.