Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994
Fréttir
Fulltrúar ríkisins og borgarinnar á faraldsfæti:
Sendir til Sviss til
að f á Ijósmyndara
- samninga leitað við svissneskt fyrirtæki um fiármögnun
Tveir fulltrúar Reykjavíkurborgar
og samgönguráðuneytisins, Katrín
Gunnarsdóttir og Rúnar Guðjóns-
son, eru nýkomnir úr för til Sviss
þar sem þeir leituðu leiða til að fá
útlenda ljósmyndara til íslands. Full-
trúamir eiga sæti í stjóm íslenskrar
myndsýnar sem ríkið, Reykjavíkur-
borg og ýmis félagasamtök stofnuðu
í janúar síðastliðnum.
í Sviss áttu íslensku fulltrúamir í
viðræðum viö forsvarsmenn fyrir-
tækisins Informato AG um að taka
að sér fjármögnun á for útlendra ljós-
myndara hingað til lands. Hér á landi
er ljósmyndurunum ætlað aö skipu-
leggja námskeið í náttúrulífs- og
landslagsmyndatöku, standa fyrir
sýningum og taka þátt í ljósmynda-
verkefnum.
Að sögn Þórhalls Jósepssonar, að-
stoðarmanns samgönguráðherra,
ákvað ríkið að leggja eina milljón
króna í verkefnið. Auk þess að fá
hingað til lands erlenda ljósmyndara
er það meðal annars hlutverk ís-
lenskrar myndsýnar að senda far-
andsýningar út í heim og gefa út
myndamöppur.
„Stjórnin hefur verið að reyna að
koma þessu í gang. Hluti af þeirri
vinnu fólst í því að þessir tveir full-
trúar fóm til Sviss fyrir helgina.
Hugmyndin er að Informato sjái um
að afla þessu verkefni styrktarfjár
og annast tengsl við erlenda ljós-
myndara. Þetta er hins vegar aÚt á
byrjunarstigi ennþá,“ segir Þórhall-
ur.
-kaa
FjölmiölakönnunFélagsvísindastofnunar:
DVístórsókn
hjá 25-34 ára
lesendum
Lestur DV og Morgunblaðsins
minnkar um þijú prósentustig sé
tekið mið af meðaUestri þeirra sem
sögðust eitthvað hafa lesið blöðin í
nýbirtri fjölmiðlakönnun Félagsvís-
indastofnunar. Miðað við könnunina
í nóvember 1993 minnkaði meöallest-
ur DV úr 49 í 46 prósent en Morgun-
blaðsins úr 61 í 58 prósent. Þessi þró-
un á einnig við um Pressuna, þar sem
lesturinn minnkaöi úr 17 í 15 prósent
og sjónvarpsstöðvarnar, en áhorf
minnkar marktækt, hvort sem litið
er til helga eða virkra daga eða svæða
með og svæða án myndlykils.
Fjölmiðlakönnunin, sem er dag-
bókarkönnun, fór fram í vikunni
15.-21. mars 1994. Tekið var 1500
manna úrtak úr þjóðskrá með hend-
ingaraðferð og nær könnunin til ald-
urshópsins 12-80 ára. Heimtur voru
lakari en í síðustu tveimur fjölmiðla-
könnunum Félagsvísindastofnunar.
Alls fengust 897 dagbækur frá þátt-
takendum, sem er einungis 61 pró-
sent nettósvörun af heildarúrtaki en
72 prósent af útsendum dagbókum
(1.238).
Lestur DV eykst verulega sé ald-
urshópurinn 20-34 ára skoðaður. í
aldurshópnum 20-24 ára er meðal-
lesturinn 74 prósent eins og í könn-
uninni í nóvember í fyrra. í aldurs-
hópnum 25-34 ára rýkur lesturinn
hins vegar upp, úr 68 í 78 prósent,
eða um 10 prósentustig.
Þess má geta aö dagblaðalestur
elstu lesendanna í könnuninni, 68-80
ára, hefur aukist verulega frá því í
nóvember. Meðallestur 68-80 ára á
DV eykst úr 61 í 67 prósent.
-hlh
70 %
60 '
50 •
40 '
30 •
20 '
10 ‘
0 ‘
Dagblaðalestur
- meöallestur á eintak -
49 46
r
80%
70 “
60 “
50 -
40 —
30 -
20 —
10 “
0
Nóv. '93 Mars '94 Nóv.'93 Mars'9
Lestur yngri aldurshópa á DV
.- eltdtvaö leslö i vikunni -
74
68
\€
Nóv. '93
20 - 24 ára
Mars '94
Nóv. '93
25 < 34 ára
Mars '94
DV
mánaðarins
í Economist
„Þetta er geysileg viðurkenning
fyrir Ólaf Jóhann, ekki síst þar
sem þetta er fyrsta umfjöllun sem
bókin fær í Bretlandi. Þetta getur
haft geysileg áhrif á þá athygli
sem bókin á eftir að fá. Norrænir
höfundar hafa átt erfitt með að
ná athygli í Bretlandi en vonandi
verður þetta til þess að leið opn-
ist fy rir aðra,“ sagði Ólafur Ragn-
arsson, eigandi Vöku-Helgafells,
í saratali við DV.
Fyrirgefning syndanna, bók
Ólafs Jóhanns Ólafssonar, er val-
in skáldsaga mánaðarins í nýj-
asta tölublaði tímaritsins The
Economist. Á ensku heitir bókin
Absolution og fær hún afar lof-
samlega dóma í umfjöllun tíma-
ritsins.
„Þetta er furðanlega áhrifamik-
il skáldsaga þar sem höfundinum
tekst að skapa trúverðuga mynd
af manni sem stundar vafasöm
viöskipti, er svikull við vini sína,
vondur við konur sínai- og böm,
en engu aö síður viðkunnanlegur,
jafhvel bijóstumkennanlegur...
í örfáum dráttum dregur Ólafur
fram mynd af New York sam-
tímans, lífS námsmanna í Kaup-
mannahöfn fyrir 50 árum, veiði-
ferð í á á íslandi og ferðalagi um
sveitir Danmerkur. Samanlagt
framkallar þetta skemmtilega til-
finningu fyrir fjölbreytileika
heimsins um leið og lesandinn
kynnist reynslu eins
manns... endir sögunnar er
snjall og þegar á allt er litið er
þessi saga um glæp og refsingu
afar áhrifamikil," segir i umsögn
The Economist. -hlh
í dag mælir Dagfari
Friðarspillir í bankaráðið
í bankaráði íslandsbanka geta
menn ekki á heilum sér tekið eftir
aðalfundinn. Ástæðan er sú að friö-
arspillirinn Pétur Blöndal náði
kjöri í bankaráðið og hefur uppi
hótanir. í DV í gær hótar hann til
dæmis aö útbúa skipurit um
markmið bankans með hagsmuni
hluthafa fyrir augum. Á aðalfund-
inum fór hann hamfórum og
kenndi bankastjóm og bankaráði
um að bankinn tapaöi hátt í 700
milljónum í fyrra. Svo var hann á
móti því að hluthöfum yrði greidd-
ur arður af þessu tapi og til að kór-
óna allt saman bar hann fram til-
lögu um að lækka þóknun til
bankaráösmanna. Fyrir fundinn
hafði Pétur lýst því yfir að það
ætti jafnan að reka framkvæmda-
stjóra þeirra fyrirtækja sem væru
rekin með tapi. Þaö væri góð regla
að byija hvem stjómarfund á þvi
að velta upp þeirri spumingu hvort
ætti aö reka framkvæmdastjórann.
Svona ofstæki kann auðvitaö
ekki góðri lukku að stýra. Og þaö
er raunar óskiljanlegt að maðurinn
skuli hafa fengið svona mikið fylgi
inn í bankaráðið. Munaði litlu að
hann fengi fleiri atkvæði en sjálfur
formaðurinn, Kristján Ragnars-
son. Hvemig ætli Kristjáni líði að
vera kominn með þennan terror-
ista í bankaráðið sem vill reka
menn fyrir taprekstur. Það væri
þá búið að reka nokkra útgerðar-
forstjórana ef þessi regla gilti al-
mennt hérlendis.
Kristján bankaráðsformaður
lýsti því vel í ræðu sinni hvers
vegna bankinn væri rekinn með
tapi. Það er vegna þess að bankinn
tapar svo miklu á að lána peninga.
Og hvers vegna tapar bankinn á
því? Það er vegna þess að menn
borga ekki lánin sem þeir fá í ís-
landsbanka. Og hvers vegna borga
þeir ekki lánin? Það er vegna þess
að þeir geta það ekki. Því er ekki
um annað að ræða en afskrifa lánin
því skuldararnir geta ekki borgaö,
ábyrgðarmennirnir geta ekki borg-
að, veðin eru verðlaus eða þá að
bankinn getur ekki selt eignir sem
hann eignast á nauðungamppboð-
um. Þess vegna varð bankinn að
afskrifa nærri tvo milljarða 1 töp-
uðum útlánum í fyrra og þess
vegna á bankinn hundrað íbúöir
sem hann getur ekki selt. Bankinn
getur heldur ekki selt hótehð sem
hann á og því er ákveðiö að flytja
bara höfuðstöðvar bankans í hótel-
ið. Þar fer vel um menn og rúmsör-
visinn góður. En það er vonlaust
að reka banka með gróða í þjóðfé-
lagi þar sem allir em að tapa. Þetta
skilja allir sem vit hafa á en auðvit-
að er engin von til þess að Pétur
skilji þetta. Útlánin em ekki vanda-
mál bankans heldur greiðsluvandi
þeirra sem tóku lánin.
Valur bankastjóri hefur reynt að
minnka tapið með þvi að fækka
útibúum í þeirri von að menn fari
frekar annað að fá lán sem þeir
geta ekki borgað. Svo hefur hann
látið reka starfsfólk í hópum og
raunar skilar reksturinn góðum
hagnaði sem slíkur. Alla vega ef
menn gætu fariö að borga lánin
sem þeir taka þessa dagana. Rekst-
ur bankans er þvi ekki vandamál
heldur rekstur þeirra fyrirtækja
sem eiga viðskipti við hann.
Með þetta í huga er það morgun-
ljóst að ekki er við stjórnendur
bankans að sakast. Þeir hafa í störf-
um sínum haft hag skuldaranna,
bankans og þjóðarinnar að leiðar-
ljósi. Svo koma svona gróðapungar
fram á völlinn og segja að hluthafar
eigi að hafa bankann aö féþúfu.
Þetta er svona svipað sjónarmið og
Orri Vigfússon hélt fram á aðal-
fundinum í fyrra. Þá geröi hann sig
gleiðan og náði súperkosningu inn
í bankaráð. Sá ætlaði nú aldeilis
að taka til hendi og láta bankann
skila arði. En auðvitað gat Orri
engu breytt um getu skuldara til
að borga lánin. Ætli þaö verði ekki
eitthvað svipað með Pétur og af
honum mesti móðurinn á næsta
ári. Þessir strákar verða að átta sig
á því að í bankarekstri eru það
ekki laun bankaráðsmanna,
bankastjóra eða framkvæmda-
stjóra sem ráða úrslitum um af-
komu bankans. Það er afkoma
skuldaranna sem ræður því hvort
bankinn tapar eða græðir. Því
verður bankinn að einbeita sér að
því að styðja viö skuldarana í von
um að þeir borgi skuldir sínar.
Dagfari