Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 13 PV__________________________________________________ Mikilvægt að hafa tvö vitni ef þú lendir í umferðaróhappi: Tryggingafélögin taka ekki mark á einu vitni „Ég var að fara yfir gatnamót þegar maður ekur yfir á rauðu ljósi og tek- ur stuðarann af bílnum mínum með sér. Ég tók niður nafn á strák sem varð vitni að þessu og þóttist örugg um að ég gæti sannað að ég væri í rétti. Seinna sagðist ökumaðurinn hafa farið yfir á gulu og tryggingafé- lagið mitt tekur ekki mark á einu vitni. Ég lendi sjálfsagt í að greiða helminginn," sagði reið kona í sam- tah viö neytendasíðuna. Þetta er langt frá því aö vera óal- geng uppákoma, í mörgum tilfellum kallar fólk ekki til nein vitni að árekstri og í öðrum telur það sig vel sett með eitt. Að sögn Guðnýjar Björnsdóttur, lögfræðings hjá Sjóvá- Almennum, er reglan sú að það þurfi tvö óaðfinnanleg vitni ef framburð- urinn eigi að teljast marktækur og Þorgeir Halldórsson, fulltrúi í tjóna- deild VÍS, tekur undir það. „í sumum tilfellum dugar eitt en oft er það ekki nóg. Sönnunarbyrðin er vegin og metin í hveiju tilfelli fyrir sig. Það margborgar sig að taka niður nöfn á tveimur vitnum sem eru óskyld báð- um aðilum og eiga því engra hags- muna að gæta. Verið getur að ekki þurfi aö hafa samband við þau en það er gott að hafa nöfnin,“ sagði Þorgeir. Flest mál af þessum toga eru afgreidd innan tryggingaféiaganna. Af hverjum 15 þúsimd málum sem koma til VÍS fara e.t.v. 5 fyrir dóm- stóla. Aðspurður sagði Þorgeir að fram- burður maka ökumannsins, sem e.t.v. sæti við hliðina á honum í árekstrinum, vægi afskaplega lítið þar sem flestir stæðu með sínum í svona tilfellum. „Maður er oft sann- færður um að viðkomandi sé að segja satt en spumingin er alltaf hvað get- ur þú sannað,“ sagði Þorgeir. í framhaldi af þessu má gjaman benda fólki á að gefa upp nafn og símanúmer ef það verður vitni að árekstri. Þeir sem lenda í tjóninu hafa e.t.v. ekki hugsun á því fyrr en of seint eða hreinlega kunna ekki við það. „Það er alltaf eitthvað um að fólk sé vakandi fyrir því að þetta Verðsamanburður á Hagkaup, Frí- höfninni og ísl. markaði H = Hagkaup F = Fríhöfnin í = ísl. markaöur Reyktur tax Grafinn lax SS lambalæri 2541 2614 1703 1774 653 579 Kodak 36m. 100 ASA 658 365 Batterí KAA 4 (4 stk.) 279 140 Batterí K3 A (4 stk.) 299 183 Fæstir hafa hugsun á þvi að taka niður nafn á vitni þegar þeir ienda í umferðaróhappi og enn færri vita að öruggara er að hafa tvö nöfn en eitt. Myndin er af Ólafi Björgvinssyni, afgreiðslustjóra í Tjónaskoðunarstöðinni sf. DV-mynd ÞÖK gæti hafa hent það. Aðrir taka niður númer á bílum sem þeir sjá e.t.v. aka á kyrrstæða bifreið og það hefur komið að miklum noturn," sagði Þor- geir. Hann sagði að einstaka sinnum væri auglýst eftir vitnum en það bæri yfirleitt lítinn árangur. -ingo Vinningshafi í áskriftargetraun DV: Munar miklu fyrir sex manna fjölskyldu „Það líst mér vel á, ég hef aldrei unnið neitt áður,“ sagði Sigurborg Sigurðardóttir, dag- móðir á Egilsstöðum, þegar DV tilkynnti henni að hún hefði unnið sér inn 30 þúsund króna vöruúttekt í Nóatúni í áskrift- argetraun blaðsins. Sigurborg var ein af sex áskrifendum sem dregnir voru út í lok mars en aðrir sex verða dregnir út mánaðarlega fram í júní og hljóta þeir 30 þúsund króna vöruúttekt hver, ýmist í Nóatúni, Bónusi eða 10-11. „Ég þakka kærlega fyrir mig, það munar um minna fyrir sex manna fjölskyldu," sagði Sigur- borg en hún er með eiginmann, þrjú böm og einn tengdason í heimili. -ingo Systir Sigurborgar, Ingibjörg, tók við skjalinu fyrir hennar hönd en með henni á myndinni eru dætur hennar, Eyrún Huld og Eva Hlin. DV-mynd ÞÖK Neytendur Sértllboð og afsláttur: Bónus Tilboðin gilda frá fimmtudegi til fimmtudags. Þar fæst K.F. hversdagsskinka á 699 kr. kg, K.F. reykt folaldakjöt á 419 kr. kg, S.Ö. kiötfars á 242 kr. kg, AIi lifrarkæfa með 20% afslætti og C.C. baðsápur, 3 stk„ á 59 kr. Einnig B&K ferskjur, 850 g, á 65 kr., kaffistell, 18 stk., á 887 kr. sítrónu/appelsínupressa á 97 kr., 15 frosin smábrauð, gróf og fín, á 129 kr. og erlendar kartöflur á 42 kr. kg. Bónus minnir á 10% af- slátt af öllum lgötvörum, áleggi og pylsum. Fjarðar- kaup Tilboðin gilda frá miðvikudegi til fóstudags. Þar fást Pampers bleiur, tvöf, pk„ á 1.780 kr., Fanta lemon/appelsín, 21, á 98 kr., stór- ir hraunbitar á 98 kr„ appel- sinudjús, 11, á 65 kr. og Vespré bindi, 18 stk., á 198 kr. Einnig svinalæri í j[ og 'A á 415 kr. kg, rauövínslæri á 699 kr. kg, formbrauð, franskt og heilhveiti, á 98 kr. og 15% afsl. af öllum kjöt- vörum frá KjarnafæðL Knorr pottadagar, allar vörur frá Knorr á tilboði og verðlaunaleikur. Kjot fiskur Ttiboðin gilda frá fimmtudegi til sunnudags. Þar fæst nauta- hakk á 498 kr. kg, T-bone steik á 1.090 kr. kg, sirlone steik á 946 kr. kg, prime rib steík á 990 kr. kg og svínarif á 470 kr. kg. Einnig hrisgrjón á 89 kr. kg, tómatsósá, 900 g, á 129 kr. og svo minnir verslunin á ávaxta- og grænmet- istilboöin. 10-11 Tilboðin gilda frá miðvikudegi til þriðjudags. Þar fást Pampers bleiur á 898 kr. pk„ lambahrygg- ur á 565 kr. kg, lambalæri á 575 kr. kg, ptisner, 'A 1, á 49 kr. og þurrkryddað lambalæri frá Borg- arnesi á 698 kr. kg. Lokaö 1. maí. Tilboðin gilda frá fimmtudegi til miðvikudags. Verö miðast viö staðgreiðslu. Þar fæst kornolía, 3 1, á 399 kr„ svartar sokkabuxur, 60 den„ á 299 kr„ McVities Hob Nob, 16 stk„ á 290 kr. og McVities Homewheat súkkulaðikex, 250 g, á 99 kr. Einnig skrældir tómatar, 2'A kg dós, á 163 kr„ Mackintosh, 907 g (2 lbs), á 996 kr. og aliir ost- ar með 5% afslætti. Hagkaup Ttiboðin gilda einungis í dag, ný koma á morgun. Þar fást Fis eldhúsrúllur, 4 stk„ á 149 kr„ Kjörís frostpinnar, 8 stk., á 189 kr„ SS pylsupartí (pylsur, brauð og tómatsósa) á 659 kr. og Myllu innbökur, 300 g, á 235 kr. Einnig prins póló, 15 stk„ á 299 kr„ Nóa kropp, 150 g, á 119 kr. og Nóa rúsínur, 200 g, á 99 kr. Tilboöin gilda frá fimmtudegi til laugardags. Þai* fæst læri í heiiu á 579 kr. kg, hryggir í heilu á 569 kr. og frampartar á 389 kr. kg, allt á meðan birgðir endast. Einnig gúllas á 799 kr. kg, snitsel á 849 kr. kg, svikinn héri frá ís- landskjöti á 490 kr. kg og nauta- fille á 1.299 kr. kg. Eurovision- tilboö: Stjörnu- og ostapopp, stór- ir pokar, á 69 kr„ kartöflukoddar á 109 kr„ paprikustjörnur á 79 kr. og pitsaskrúfur á 99 kr. Kynning áKim’ssnakki. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.